Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Sundahöfn og
gróðurreitur í
Borgarleikhúsinu
Likan af Kornbakka í Sunda-
höfn er hluti af stóru líkani af
allri Sundahöfn, sem sýnt er á
tæknisýningunni í nýja Borgar-
leikhúsinu. Sýningin verður
opnuð í dag. Einnig hafa Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur og
garðyrkjudeild borgarinnar
komið upp gróðurreit á sýning-
unni. Þar verður hægt að fá
ráðgjöf sýningardagana.
Myndirnar eru af Kornbakkan-
um og undirbúningi við upp-
setningu gróðurreitsins.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hitaveita Akureyrar skuldar rúma 2 milljarða:
Með óbreyttri gjaldskrá
standast áætlanir ekki
-segir Vilhelm W. Steindórsson hitaveitustjóri
Herferðin
gegn akstri
ölvaðra er í
fullum gangi
LÖGREGLAN í Reykjavík hafði
afskipti af 10 ökumönnum að-
faramótt laugardagsins, vegna
grans um að þeir væru ölvaðir
undir stýri.
Herferð lögreglu og Umferðar-
ráðs til að spoma við ölvunarakstn
og of hröðum akstri stendur nú sem
hæst. Mjög mikið eftirlit verður í
Reykjavík um þessa helgi og vonast
lögregian til að þeir sem bragða
áfengi til að halda upp á afmæli
borgarinnar láti bifreiðina ósnerta.
Það ætti ekki að væsa um menn
þótt þeir fari um borgina á tveimur
jafnfljótum, því spáð er ágætisveðri.
V estmannaeyjar:
BBC gerir
þáttum
hitaveituna
Vestmannaeyjum.
BRESKA ríkissjónvarpið, BBC,
ætlar að gera sérstakan sjén-
varpsþátt um hraunhitaveituna í
Vestmannaeyjum. Maður frá
BBC var á ferð í Eyjum nýk?*
til að undirbúa komu sjónvarps-
flokksins og var hann mjög
hrifinn af því hvernig hraun-
hitinn hefur verið nýttur til
upphitunar húsa í bænum.
Sjónvarpsliðið frá BBC er vsent-
anlegt til Eyja 26. ágúst og mun
verða við tökur af og til fram >
miðjan september. Eiríkur Bogason,
veitustjóri, sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins nð
BBC myndi leitast við að sýna
tæknilega hagnýtingu hraunhitans
og virtist honum sem sjónvarps-
mennimir væru spenntir fyrir þessu
verkefni. Þeir væru mjög undrandi
á því hvemig tókst að nýta hraun-
hitann.
Aðspurður um endingu hraun-
hitans sagði Eiríkun „Spá sem gerð
hefur verið um nýtingu hraunhitans
gerir ráð fyrir því að um áramótin
’87—’88 muni afl veitunnar minnka
en allt fram að þvi mun hún halda
uppi fullu afli. Við erum þegar farn-
ir að undirbúa okkur undir það að
aflið minnki og hvemig skuli bregð-
ast við því. Hitaveitan er hreinlega
búsetumál hér í Eyjum og því verð-
ur að halda skynsamlega á málinu"
Eiríkur sagði ennfremur að fíár-
mál veitunnar væm á mjög alvar-
legu stigi, ástandið væri mun verra
en menn hefðu gert sér í hugar-
lund. Þyrfti þegar að taka þau mál
föstum tökum.
— hkj-
ENGIN hækkun varð á gjaldskrá Hitaveitu Akureyrar 1. júlí sl., en
samkvæmt fjárhagsáætlun veitunnar í ársbyijun átti gjaldskráin þá
að hækka um 17,4%. Hinsvegar var gjaldskráin lækkuð 1. mars sl.
að tilmælum iðnaðarráðuneytisins. Ráðuneytið fór fram á að veitan
lækkaði gjaldskrána um 7%, en stjórn hitaveitunnar ákvað 3% lækk-
un til jafngildis vísitöluhækkuninni frá 1. desember til 1. mars sl.,
sem nam 4,5%. Vilhelm V. Steindórsson, framkvæmdastjóri HA, sagði
að raunlækkun hefði þvi numið 7,5%.
Hitaveita Akureyrar skuldar
rúma tvo milljarða vegna erlendra
lána, sem tekin hafa verið síðan
hitaveitunni var komið á laggimar
árið 1977 og samkvæmt fjárhags-
áætluninni var ráðgert að greiða
nú í fyrsta skipti á þessu ári af-
borgun af lánunum, 10 milljónir
króna. Hinsvegar, ef gjaldskráin
verður ekki hækkuð, verður
greiðslugeta hitaveitunnar aðeins 2
milljónir króna, að sögn Vilhelms.
„Við viljum með hækkun fyrst
og fremst fylgja verðlagsþróun og
höfum látið byggingavísitöluna
endurspegla þær breytingar. Með
óbrejrttrí gjaldskrá mun áætlunin
örugglega ekki standast. Ef við
náum ekki að halda í við verðlag
mun reksturinn að sjálfsögðu
hrynja aftur hjá okkur þar sem
hann er ekki tryggari en raun ber
vitni. Rekstur veitunnar er þó fyrst
nú að rétta úr kútnum síðan veitan
var stofnuð. Mér fínnst það sjónar-
mið ríkjandi alls staðar að ríkinu
beri að borga, en að mínu áliti eiga
Akureyringar einir að bera þann
vanda sem upp er kominn. Rekstur-
inn er gulltryggður að nokkrum
árum liðnum fái gjaldskrá að fylgja
verðlagsþróun."
Hann sagði að því væri ekki að
leyna að hitaveitukostnaður væri
hár á Akureyri miðað við önnur
byggðarlög og væri ekki breytinga
að vænta fyrr en tekist hefði að
greiða niður stofnkostnað veitunn-
ar. Hitaveita Akureyrar fær vatn
sitt frá landi Syðra-Laugalands í
Eyjafirði, Ytri-Tjörnum, sem er að-
eins norðar, í landi Hrafnagils og
í Glerárdals, rétt fyrir ofan Akur-
eyri. Gerð var breyting 1. júlí 1985
á sölufyrirkomulagi vatnsins. Fram
að þeim tíma var greitt samkvæmt
svokölluðu hemlakerfi, en nú er
greitt samkvæmt blönduðu kerfí
mæla og hemla, þó sérstaklega eft-
ir mælum. „Þessi breyting hefur
haft í för með sér minni vatnsnotk-
un vegna þess aðhalds sem
mælarnir veita. Fólk notar mun
minna vatn og nýtir það betur en
áður. Vatnsnotkunin er 22% minni
en áður og nýtingin 25% meiri og
jafnframt nýtum við vatnið enn
frekar með varmadælum.
„Þessi vatnsspamaður, sem er
yfír milljón tonn á ári, hefur leitt
það af sér að vatnsbirgðir eru næg-
ar næstu árin svo frekari vatns-
boranir eru óþarfar, a.m.k. fram
að aldamótum," sagði Vilhelm.
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
veitustjómar, sagði í samtali við
blaðamann að verið væri að skoða
lánamál hitaveitunnar þessa dag-
ana, en engin tillaga hefur komið
fram ennþá um breytingar á gjald-
skránni innan stjómarinnar.
„Stjómin hefur verið að endurskoða
íjárhagsáætlun miðað við útgjöld
veitunnar fyrri hluta ársins og hef-
ur komið í ljós að þær breytingar,
sem orðið hafa á rekstrarútgjöldum
og lækkun gjaldskrár í mars sl.,
munu hafa það í för með sér að
staða veitunnar mun verða heldur
lakari í árslok en gert var ráð fyrir
við fjárhagsáætlanir í byijun árs
ef gjaldskrá helst óbreytt til ára-
móta.
Lausleg athugun bendir til þess
að HA muni geta staðið við skuld-
bindingar sínar á árinu, eins og ráð
var gert fyrir, en þó ekki að greiða
niður afborgun erlendra lána upp á
10 milljónir króna, heldur yrði
greiðslugeta vegna þeirra lána 2 til
3 milljónir króna," sagði Sigurður.
Tilboð bárust
í Víðishúsið
SJÓÐIR iðnaðarins fengu tilbuð
í verkstæðishús þrotabús Tre-
smiðjunnar hf. Víðis hf- . 1
Kópavogi, en frestur til að skila
inn tilboðum rann út í gær. Wn"
þróunarsjóður, Iðnlánasjóður °g
Iðnaðarbankinn keyptu húsið a
73,5 milljónir á nauðungarupP"
boði fyrr í sumar.
Bragi Hannesson bankastjón
Iðnaðarbankans sagði í gaer að
fleiri en eitt tilboð hefðu borist, en
sagðist ekki geta gefið frekari upP'
lýsingar um tilboðin. Hann sagð>st,
eiga von á því að húsið seldist >
haust.
Hvalveiðar hefjast á ný
HVALVEIÐAR hefjast að nýju i
dag.
Hvalbátamir Hvalur 8 og Hvalur
9 halda til veiða í kvöld klukkan
21. Þá hafa hvalveiðar legið niðri
frá 28. júlí sl. Voru hvalveiðar þa
stöðvaðar til að tími fengist til að
finna lausn á deilu íslendinga og
Bandaríkjamanna um hvalveiðar •
vísindaskyni.