Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Afmælisgjafir
teknar að streyma
til borgarinnar
Þýsk-íslenska hf. um veglega
útiklukku, sem reist verður við
Sundlaugaveg í grennd við Sund-
laugina í Laugardal.
Skógrækarfélag Reykjavíkur um
myndarlegan tijálund, sem gróður-
settur var í nágrenni nýju Þjóðar-
bókhlöðunnar.
„Líf og land“ um að margir aðil-
ar hafi gefíð Reykjavíkurborg tré í
afmælisgjöf, sem gróðursett voru í
borgarlandinu.
Reykjavíkurborg færir þessum
aðilum og öðrum, sem stutt hafa
borgina í sambandi við afmælið,
bestu þakkir segir í frétt frá
Reykjavíkurborg.
Fulltrúar þeirra aðila, sem af-
hentu borgarstjóra og afmælis-
nefndinni gjafir á föstudaginn.
Fyrirlestr-
ar um íífið
í Reykjavík
Á SÝNINGUNNI „Reykjavík í
200 ár - svipmyndir mannlífs og
byggðar" sem opnuð var á Kjar-
valsstöðum í gær, laugardag,
verða flutt erindi um lifið í
Reykjavík. Erindin, sem flutt
verða af 12 körlum og konum
bera samheitið „Reykjavíkur-
spjall".
Fyrsta erindið verður flutt í dag,
sunnudaginn 17. ágúst, af Auði
Auðuns fyrrverandi ráðherra og
forseta borgarstjórnar. Auður nefn-
ir spjall sitt „í borgarstjóm fyrir
40 ámm“. Næstu laugardaga og
sunnudaga klukkan þrú verða svo
flutt fleiri erindi í þessum flokki á
Kjarvalsstöðum. pyrirlesarar verða:
Þórarinn Þórarinsson ritstjóri,
Gerður Magnúsdóttir kennari,
Guðni Guðmundsson rektor, Val-
gerður Tryggvadóttir húsfrú,
Ingibjörg Benediktsdóttir sakadóm-
ari, Ludvig Hjálmtýsson fyrrverandi
ferðamálastjóri, Jóhanna Sveins-
dóttir blaðamaður, Bragi Kristjóns-
son bóksali, Pétur Sigurðsson
alþingismaður, Hrafn Pálsson deild-
arstjóri og Valgerður Tryggvadóttir
húsfrú.
. REYKJAVK 200 ABA .
HMTÐARDAGSKRA
18.
ÁGÚST
16. ÁGÚST
Kl. 18:00
Sýningin „Reykjavík í 200 ár“ opnuð
almenningi að Kjarvalsstöðum. Kynnt
er þróun byggðar í Reykjavík, mannlíf
og bæjarbragur á hveijum tíma.
YfirgripsmM og forvitnileg sýning.
Stendur til 28. september og er opin
kl. 14:00-22:00 alladaga.
17. ÁGÚST
Kl. 09:00
í Viðey. Menntamálaráðherra
afhendir Reykjavikurborg að gjöf
eignir rikisins í Viðey.
Kl. 11:00
Guðsþjónustur í kirkjum og
messustöðum borgarinnar.
KL 14:00
Hátíðarguðsþjónusta
íDómkirkjunni
Kl. 17:00
Tæknisýning opnuð almenningi
í nýja Borgarleikhúsinu.
Tæknistofnanir, vélar og búnaður
borgarinnar kynnt á lifandi hátt með
líkönum, myndum ofl. Vönduð og
mjög áhugaverð sýning.
Opinkl. 10:00-22:00 til 31. ágúst.
KL 10:00
Forseti íslands Frú Vigdís Finnbogadóttir kemur í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur.
KL 13:30
Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hallgrímskirkju.
KL 14:00-17:30
Fjölskylduskemmtun, samfelld dagskrá í Lækjargötu,
Hljómskálagarði og Kvosinni.
Otrúlega fjölbreytt skemmtiatriði. íþróttakeppni, rokktónleikar,
lúðrasveitir, danssýningar og margt, margt fleira
Veitingar verða einstakar. Kveikt verður lengsta grill landsins
í Hljómskálagarði að ógleymdri afmælistertu á langborðL
Reykvíkingum og landsmönnum öllum er boðið til veislunnar.
Þetta er úrvals dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
KL 20:15
Gleðigöngur leggja af stað að Amarhóli frá Landakotstúni,
Skólavörðuholti og tröppum Háskóla Islands.
KL 21:00
Hátíðardagskrá við AmarhóL Vegleg skemmtidagskrá.
Leikþættir, tónlist, ávörp, dans og fleiri skemmtiatriðL-
Hátíðarhöldumdagsins lýkur með flugeldasýningu frá Amarhóli
réttundirmiðnættL
Upplýsingabæklingur
Gefinn hefur verið út upplýsingabæklingur með ítarlegum upplýsingum um
afmælishátíðina. Bækíingnum hefur verið dreift í öll hús í Reykjavík
en þeim Reykvíkingum sem ekki hafa fengið bækling og ekki síður þeim
afmælisgestum sem væntanlegir em úr nágrannabyggðum eða utan af landi
er bent á að nálgast hann í upplýsingatjaldi á Lækjartorgi.
Afmælisnefnd
Reykjavíkur
19. ÁGÚST
Kl. 14:30
Reykjavíkurkvikmyndin frumsýnd
í Háskólabíói. Borgin hefui látið gera
þessa 90 mínútna löngu kvikmynd
í tilefni afmælisins. Myndin verður
sýndalmenningiþanndagkl. 17:00,
19:00 og 21:00 og kl. 17:00 næstu daga.
Kl. 19:00
Rokkhátíð á Amarhóli. Fram koma
margar vinsælustu hljómsveitir
landsins.
20. ÁGÚST
Kl. 21:00
Jasstónleikar á Amarhóli
á vegum Jassvakningar.
Ferðir strætisvagna
SVR mætir álagi 18. ágúst með
fjölmörgum aukavögnum og breyttum
akstursleiðum eftirkL 13:00.
Við hvetjum fólk tfl að kynna sér vel
breyttar akstursleiðir og nýta sér sem
best þjónustu þeirra.
Frítt er í vagnana allan daginn.
Merkidagsins
Gerð hafa verið sérstök barmmerki með
merki afmælisársins. Þau verða tfl sölu
á afmælishátíðinrú.
Minjagripir
í tflefni afmælisins hafa verið gefnir út
veglegir minjagripir sem fást í gjafa- og
minjagripaverslunum, á sýningunni
„Reykjavik í 200 ár“ og i sölutjöldum. *
Fafleg eign og góðar gjafir.
AFMÆLISGJAFIR eru teknar að
streyma til borgarinnar. Föstu-
daginn 15. ágúst komu fulltrúar
eftirtalinna aðila á fund borgar-
stjóra og afmælisnefndar í Höfða
og afhentu gjafir:
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar gaf málverk frá Þingvöllum
eftir Kristján Magnússon. Eim-
skipafélag íslands gaf málverk af
Ingólfi Amarsyni með öndvegissúl-
urnar, málað af danska málaranum
Johan Peter Raadsig (1806-1882).
Málverkið var málað 1850.
Vörubflstjórafélagið Þróttur gaf
ágrafínn skjöld unninn af Friðriki
Friðieifssyni.
Hörður Bjamason afhenti fyrir
hönd 58 fyrirtækja og stofnana til-
kynningu um að þeir myndu
sameinast um að gefa borginni eir-
afsteypu af „Úr álögum", högg-
mynd eftir Einar Jónsson, sem er
eitt af höfuðverkum þessa mikla
myndhöggvara. Vinna við myndina
er þegar hafin og verður hún af-
hent vorið 1987.
íbúasamtök Vesturbæjar af-
hentu verðlaunatillögu ásamt líkani
af listaverki eftir Jón Gunnar Áma-
Frú Auður Auðuns, fyrrverandi
ráðherra og forseti borgar-
stjórnar, flytur erindi á Kjarvals-
stöðum í dag, sunnudag. Nefnist
það „í borgarstjórn fyrir 40
árum“.
Reykjavíkurspjall
á Kjarvalsstöðum:
son. Listaverkið verður síðan
stækkað og reist úr stáli í Vestur-
bænum.
Blómamiðstöðin gefur borginni
200 rósir, auk þess sem blóma-
bændur munu skreyta Austurstræti
með blómum á afmælisdaginn og
gefa hátíðargestum blóm.
Áður höfðu m.a. eftirtaldir aðiiar
tilkynnt um gjafír: