Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 26
TS26 morgunbeaðið; sunnudagur i i: Agítst umc 4 Skúli Magnússon gnæfir yf ir Víkur- garði. Fólkið á myndinni situr undir krónum 102 ára gamals silfurreynis sem Schierbeck gróðursetti sjálfur. Til vinstri við silfurreyninn stendur gljávíðir, einnig f rá dögum Schierbecks. Mikili hluti þess gljávíðis sem nú er í borginni, og raunar víðar út um landið, er kominn út af þessu tré. Gljávíðirinn er eftirsóttur af garðeigendum vegna þess að engin óþrif sækja á hann, hvorki lýs né maðkur. — Farið með Jóhanni Pálssyni, garðyrkjustjóra Reykjavíkur, um borgina „Seljutréð er annaðhvort korlkyns eða kvenkyns Það sem við höfum fyrir augunum dags daglega verður okkur oft jafn bersýnilegt og álfar og dverg- ar. Fegurð umhverfisins fer fyrir ofan garð og neðan hjá okkur og sljóleiki sest að sálinni. En sem betur fer þá hafa ákveðnir aðilar í þjóðfélaginu atvinnu af því að vinna gegn drunga og grámósku hvers- dagslifsins. Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar er þeirra á meðal. Er því ekki tilvalið að taka sér ferð á hendur um Reykjavík með garðyrkjustjóra borgarinnar, Jóhanni Pálssyni, til að kynnast þeim breytingum og endurbótum sem garð- yrkjudeildin er að vinna að í borginni? Látum hann vera augu okkar um hríð. atbeina grasagarðsins í Laugardalnum, en þar voru til karlkynstré, að byijað var að fijóvga saman seljur - til að byija með var þetta tæknifijóvgun helber en síðar, þegar tréin fóru að standa þéttar saman, hefur náttúran tekið við hlutverki sínu. „Eg er viss um, segir Jóhann, að seljan á eftir að vaxa hér villt um allt land.“ Víkurgarðurinn og Schierbeck Á leiðinni niður í miðbæ er Landakotstúnið skoðað en þar á að verða skrúðgarðui' í framtíðinni. Lokið er fyrri áfanga hans og ráðist verður í seinni áfangann í haust. Jóhann kveður kaþólsku kirkjuna enn eiga lóðina, en það samdist svo við forráðamenn hennar, um leið og borgin Einarsgarður Ferðin hefst í Einarsgarði, sem er vinalegur gróðurreit- ur við Hringbrautina, nokkru vestan við Landspítalann. Garðurinn dregur nafn af Einari Helgasyni sem veitti þar forstöðu gróðrarstöð um aldamótin seinustu. Gamla gróðrarstöðin stendur enn, stór og reisuleg hvítmáluð bygging við vesturenda Einarsgarðs. Búnaðarfélag Is- lands rak stöðina en Einar byggði húsið fyrir eigin fé. Hann var með tilraunir á víðáttumiklu svæði, Búnaðarfé- lagið átti hluta þess og Einar sjálfur hluta. En garðurinn í núverandi mynd er aðeins lítið brot þess flæmis sem heyrði undir gróðrarstöðina og Einar. Nýbúið er að planta stórum öspum í Einarsgarð, en þær komu af lóð Bjarna Guðnasonar prófessors, og fyrir dyrum stendur að fjölga gangstígum í garðinum til að hvetja fólk enn frekar að færa sér í nyt þá aðstöðu til útivistar sem hann býður upp á. Norðan Suðurlandsbrautarinnar getur að líta afmælisgjöf þjóðarinnar til Reykjavíkurborgar. Til hægri við Ell- iðavoginn haf a verið gróðursettar f jölmargar plöntur og er næsta víst að ef þær ná að daf na munu þær set ja mik- inn svip á umhverf i sitt. fékk væna sneið af norðurenda túnsins undir bílastæði, að borgaryfirvöld tækju einnig að sér ræktun og fegrun græna svæðisins. I vor var skipt um flestar tijáplöntur í Víkurgarði, en hann er í hjarta borgarinnar, skammt vestan Landssíma- hússins. Áberandi er að viðkvæmur gróðurinn hefur ekki orðið fyrir neinum teljandi ágangi. „Ég tel að því betur sem gengið er frá gróðurreitum sem þessum minnki að sama skapi hættan á skemmdarverkum," segir Jóhann. Upphaf garðyrkju í Víkurgarði (sem fullorðið fólk þekk- ir kannski betur undir nafninu Bæjarfógetagarðurinn, en það nafn er dregið af Halldóri Daníelssyni bæjarfóg- eta, sem eitt sinn átti garðinn og íbúðarhúsið við hann) má rekja aftur til 19. aldar þegar Hans Jacob George Schierbeck var skipaður landlæknir á íslandi. Auk þess að vera læknir var hann menntaður í garðyrkjufræðum. Garðurinn við Verkamannabústaðina við Hringbraut Á leiðinni vestur í bæ ökum við framhjá tijánum, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur gaf Reykjavíkurborg í sum- ar, en þeim var plantað norðan Þjóðarbókhlöðunnar nýju. „Afmælislundurinn getur orðið gott mótvægi við tijágróð- urinn sunnan Suðurgötukirkjugarðs," segir Jóhann. Áfram er haldið og ekki staðnæmst fyrr en Verka- mannabústaðirnir við Hringbraut koma í augsýn. Og þá er komið að mér að verða undrandi. Verkamannabústað- irnir eru byggðir í stóran samfelldan ferhyming en inni í honum er ansi vænn skrúðgarður. Jóhann fullvissar ögn ráðvilltan og hikandi blaðamanninn um að garðurinn sé opinn öllum Reykvíkingum og öðrum gestum, en ekki aðeins íbúunum umhverfis. „I vor plöntuðum við hér al- askavíði, sólberjum og ýmsum skrautrunnum,“ segir Jóhann og bendir á beðin. Það fyrsta sem grípur augað þegar maður kemur inn í garðinn að austanverðu er stórt og, jafnvel þó íslensku- fræðingar fetti örugglega fingur út í orðalagið, þá liggur mér við að segja mikilúðlegt tré. Ég fæ Jóhann til að fræða mig um þessa áberandi trjájurt. Selja heitir hún en til landsins hefur seljan líklega flust fyrst á millistríðsárunum en síðan ekki söguna meir. Seljutréin eru ýmist karl- eða kvenkyns og fjölgun er því háð að bæði kyn séu til staðar. Það var svo fyrir Nýrækt við Suðurhóla í Breiðholti. Selj- an er bar áberandi. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.