Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986
33
fÚKgtii Útgefandi nflftftfeife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á már.uöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið.
Reykjavík 200 ára
Um þessa helgi og sérstak-
lega á morgun, 18. ágúst,
er þess minnst með glæsilegum
hætti, að 200 ár eru liðin síðan
Reykjavík og fimm kaupstöðum
öðrum voru veitt kaupstaðar-
réttindi. Á árinu 1786 hófst
saga Reykjavíkurkaupstaðar,
saga, sem lýkur ekki, á meðan
byggð helst á íslandi.
Gildi Reykjavíkur fyrir
íslenskt þjóðlíf verður seint
metið til fulls. Þegar þéttbýli
var að myndast þar og annars
staðar, voru þeir margir hér á
landi, sem töldu þá þróun af
hinu illa og að hún myndi spilla
menningu og lífi þjóðarinnar.
Þegar grannt er skoðað, er ekki
unnt að komast að annarri nið-
urstöðu en þeirri, að sterk staða
Reykjavíkur sé forsenda fýrir
því, að hér þróist samfélag, sem
sé samkeppnisfært á alþjóða-
vettvangi, ef þannig má að orði
kveða. Samdóma álit er, að þá
hafí Islendingum farnast verst,
þegar einangrun þeirra var
mest. Afnám einokunarinnar
var mikilvægt skref í þá átt að
rjúfa einangrunina. Nú má
segja, að framtíð blómlegrar
byggðar í landinu ráðist af því,
að hér sé unnt að skapa lífskjör
í alhliða skilningi, sem standist
samanburð við hin bestu kjör í
veröldinni. Á sínum tíma urðu
margir um kyrrt í Reykjavík,
sem ætluðu aðeins að hafa þar
viðdvöl á leið sinni til Vestur-
heims. Hið sama á við enn þann
dag í dag, menn fínna kröftum
sínum viðnám í borgarsamfé-
laginu og þurfa ekki að leita
út fyrir landsteina í því skyni.
í raun stenst Reykjavík saman-
burð við borgir.miklu fjölmenn-
ari þjóða án þess að hafa á sér
þá vankanta, sem óneitanlega
fylgja lífí í sannkölluðum stór-
borgum milljónaþjóðanna.
Hér á þessum stað hefur því
miður oftar en einu sinni reynst
nauðsynlegt, einkum hin síðari
ár, að vekja máls á hættunni
af því, að í borgarsamfélaginu
skjóti rótum illgresi, sem getur
vaxið með ótrúlegum hraða.
Þær eituijurtir eru hættuleg-
astar unga fólkinu, sem veitir
götulífínu í Reykjavík glaðastan
svip við leik og störf. Gegn ógn
af því tagi verður að snúast af
festu og einurð. Sameina þarf
borgarbúa og raunar lands-
menn alia í þeirri baráttu.
Sé litið á stjóm Reykjavíkur
frá því að flokkaskipan í
landinu varð með þeim hætti,
sem enn er, kemur í ljós, að
Reykvíkingar hafa nær undan-
tekningalaust borið gæfu til að
sameinast um samhenta stjóm
mála sinna. Er ekki vafí á því,
að þar með hafa þeir flýtt fyrir
öllum framfömm í borginni,
stuðlað að ömm og skipulegum
vexti hennar og að myndun
öflugs alhliða þjónustukerfis,
þar sem hvers kyns félagsleg
aðstoð er í hávegum höfð. Það
em í sjálfu sér ekki lítil með-
mæli með höfuðborginni, að
þangað leitar fólk af landinu
öllu til að njóta ævikvöldsins.
í samtali við Morgunblaðið í
dag lýsir Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, þeim umskiptum, sem
orðið hafa í Reykjavík á undan-
förnum áratugum meðal annars
með þessum orðum: „Breyting-
ar í Reykjavík hafa verið mjög
örar, vissulega ekki ætíð jafnör-
ar, en það er ekki margt í
Reykjavíkurborg í dag frá fyrri
öld. Flestir hlutir í daglegu lífí
em í mesta lagi 30-40 ára.
Fyrir fimmtíu ámm vom til
dæmis 60 dagvistarheimili, sem
borgin rekur í dag, óþekkt fyrir-
brigði. í dag er ódýr hitaveita
tengd í hvert hús borgarinnar,
húsakostur hér er betri en í
flestum borgum heims. Þá er
hlutfallsleg íbúðastærð, í fer-
metmm talin á hvem íbúa,
meiri en þekkist víðast hvar.
Amma mín og afí bjuggu til
dæmis í þriggja til fjögurra
herbergja íbúð með sjö böm og
tvær vinnukonur og þar datt
engum í hug að kvarta. Hrein-
lætisaðstaða er og allt önnur
og þróun í því sem öðm mjög
ör.“
í þessum orðum borgarstjóra
fæst staðfesting á þeim fram-
farahug, sem er eitt helsta
einkenni Reykjavíkur. Á síðustu
dögum og vikum, þegar borgin
hefur verið að færast í af-
mælisskap, hafa hvers kyns
aðgerðir til að fegra hana enn
frekar sett mikinn svip á torg
og stræti. Á það hefíir verið
minnt, að í Reykjavík er nú ein-
hver mesti og glæsilegasti
tijágróður í landinu. Áhugi
borgarbúa á öllu því er lýtur
að fegmn umhverfís og ræktun
hefur aukist jafnt og þétt ár frá
ári. Ávöxt þess má sjá hvar-
vetna.
Þótt vel hafí verið vandað til
undirbúnings afmælisveislunn-
ar á morgun, ræðst það að
vemlegu leyti af vilja veðurguð-
anna, hvort hún heppnast eins
vel og frekast er kostur. Morg-
unblaðið ámar Reykvíkingum
heilla í tilefni af 200 ára af-
mælinu og óskar landsmönnum
öllum til hamingju með höfuð-
borgina sína í von um að hátíðin
mikla verði glæsileg og öllum
til gleði og ánægju.
REYKJAVÍKURBRÉF
Ekki verður annað sagt
en ærið óbyrlega blési
fyrir landi og þjóð, er
árið 1786 rann upp,
enda höfðu næstu árin
á undan verið hvort
öðru erfiðara og óhag-
stæðara fyrir allan landslýð, og svo
átakanlega hafði landsmönnum fækkað,
að ekki náði fjörutíu þúsund sálum. Að
vísu var tíðarfar sunnanlands fremur gott
þetta ár og vetur frá nýári tii sumarmála
bærilegur. En mjög kalt vor dró tilfínnan-
lega úr grasvexti, svo að þótt sumarið
mætti allgott heita framan af, þá nýttist
heyskapur illa seinni part sumars; því að
þá brá til hrakviðra hér syðra, og sum-
part vegna ótíðar, en sumpart vegna
bólusóttar, er gekk um sveitir lands þetta
sumar, styttist heyskapartími sunnanlands
um alt að þriðjungi.
Þó átti þetta ár að verða merkisár í
sögu landsins. Með kgl. auglýsingu dag-
settri 18. ágúst um sumarið, var gefið
fyrirheit um verzlunarfrelsi, sem lengi
hafði verið þráð af landsmönnum. Að vísu
var það einskorðað við þegna Danakon-
ungs og öðrum þjóðum óheimiluð áfram
öll verzlunarviðskifti við landsmenn. En
það skiftir mestu máli fyrir oss íbúa höfuð-
staðarins, sem nú lifum, og gerir þetta
ár að því merkisári í meðvitund vorri, sem
það er og verður, að með þessari sömu
auglýsingu voru Reykjavík (og fímm kaup-
stöðum öðrum) veitt kaupstaðar-réttindi,
svo að segja má, að á þessu ári hefjist
saga Reykjavíkur-kaupstaðar."
Þannig hefst bókin Árbækur Reykjavík-
ur 1786-1936 eftir dr. Jón Helgason
biskup, sem kom út 1941. Höfundur seg-
ist rita verkið í von um, að einhver gæti
síðar meir notað þau „drög að Reykjavík-
ursögu", sem í ritinu geymdust, við
samningu fullkomnari sögu bæjarins. I til-
efni af 200 ára afmæli borgarinnar verður
nú ráðist í að skrá þessa sögu, hafa þeir
Guðjón Friðriksson og Eggert Þór Bern-
harðsson verið fengnir til þess. Við ritun
sögu Reykjavíkur er unnt að nýta margar
heimildir. Fyrsta reglulega Reykjavíkur-
sagan, Saga Reykjavíkur, var skráð af
Klemenz Jónssyni, landritara og ráðherra,
og kom út í tveimur bindum á árinu 1929.
Bær Ingólfs Arnarsonar
Enginn hefur ritað meira um sögu
Reykjavíkur hér í Morgunblaðið en Árni
Óla, blaðamaður. Hafa ritgerðir hans og
sagnaþættir auk þess verið gefnir út í
mörgum bókum. Eins og svo mörgum öðr-
um, sem um Reykjavík fjalla, var Árna
Óla það hugleikið, að fyrsti landnámsmað-
urinn settist að, þar sem síðan varð
höfuðborg. Síðasta ritsmíð Árna um þetta
efni heitir Vemdið helgar tóftir og er frá
1968. Þar segir meðal annars:
„Mér hefír löngum verið mikið áhuga-
mál, að Reykjavík glataði sem fæstu af
minningaarfi sínum. En þar sem ég geri
ráð fyrir, að héðan af muni ég leggja fátt
til þeirra mála, þá knýr hugur mig nú
fast til þess að lokum að eggja Reykvík-
inga lögeggjan, að láta ekki helgasta
söguarf sinn og minningar fara forgörðum.
Hér í hjarta höfuðborgarinnar er helg-
asti reitur þessa lands og hefír forsjónin
falið hann vemd og umhyggju borgarbúa.
Helgi hans er bjartari og meiri en sagn-
helgi Þingvalla og menningarhelgi bisk-
upsstólanna fomu. Þetta er reiturinn, þar
sem fyrsti landnámsmaður Islands, Ingólf-
ur Arnarson, reisti hinn fyrsta íslenska
bæ að tilvísan guðanna.
Fyrir rúmum 100 árum var til félag
menntamanna hér í Reykjavik og nefndist
Kvöldfélagið. Það hóf fyrst umræður um
það 1864 hvemig íslendingar, og þó eink-
um Reykvíkingar ættu að minnast þúsund
ára byggingar íslands árið 1874. Og þá
gaf það út ávarp til Reykvíkinga og lauk
því á þessum orðum:
Allir erum vér Reykvíkingar leiguliðar
Ingólfs og höfum honum mikla landskuld
aðgjalda. Nú er komið að skuldadögunum.
Annað ávarp sömdu nokkrir merkir
menn í desembermánuði 1959, þar sem
því var beint til Alþingis og ríkisstjómar,
forráðamanna Reykjavíkur og allrar þjóð-
arinnar að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar
við Aðalstræti verði friðlýst sem þjóðlegur
helgistaður (leturbr. mín).
I þessu ávarpi segir meðal annars:
„Frá höfuðsetri Ingólfs í Reykjavík, á
dögum sjálfs hans og nánustu niðja hans
og með þeirra ráði, þróaðist hið íslenzka
þjóðfélag og lýðveldi, með allsheijarlögum,
alþingi við Óxará og allsheijargoða í
Reykjavík.
Efalaust verður að telja, að bær Ingólfs
í Reykjavík hafi staðið við sunnanvert
Aðalstræti að vestan, andspænis þeim stað
þar sem síðar var kirkjah og gamli kirkju-
garðurinn. Öllum má kunnugt vera, hversu
það bar til, að höfuðborg landsins var reist
á túnum og tóftum hins fyrsta landnáms-
manns, þar sem ævafom sögn hermir að
guðimir hafi vísað honum til bólfestu.
Söguhelgi þessa staðar er sameign allra
íslendinga. Engin þjóð önnur kann frá
slíkum atburðum að segja úr sinni sögu,
þar sem í einn stað koma upphaf og
framtíð. Ekki þarf orða við um það, að
bæjarstæði Ingólfs á að vera um aldur og
ævi friðhelgur þjóðminningarstaður.“
Það var einvalalið, sem ritaði nöfn sín
undir ávarp þetta: Bjami Jónsson vígslu-
biskup, Einar Ól. Sveinsson prófessor,
Guðni Jónsson prófessor, Helgi Hjörvar
rithöfundur, Kristján Eldjám þjóðminja-
.vörður, Magnús Már Lárusson prófessor,
Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörð-
ur, Ólafur Lárusson prófessor, Pétur
Benediktsson bankastjóri, Ragnar Jónsson
forstjóri, Sigurbjöm Einarsson biskup, Sig-
urður Nordal prófessor, Tómas Guðmunds-
son skáld og Þorkell Jóhannesson
háskólarektor.
Senn líður að því, að vér eigum að
minnast 11 alda afmælis landnámsins, og
vér höfum eigi enn goldið Ingólfi land-
skuldina, né heldur rækt þá höfuðskyldu,
er á oss hvílir, að friða um aldur og ævi
stað hinna „helgu höfuðtófta" fyrsta land-
námsmannsins.
Enginn maður þarf að vera í vafa um,
hvar þessar höfuðtóftir voru. Um það höf-
um vér einróma álit þeirra merku manna,
er sendu ávarpið 1959. Verður ávarp þetta
að teljast fullnaðarúrskurður um hvar bær
Ingólfs Arnarsonar hafí staðið."
I fyrrgreindu ávarpi segir meðal annars
fyrir utan þau orð, er Árni Óla vitnar til:
„Það er og ályktun vor, að friðhelgun
þessa staðar sé ekki og skuli ekki vera
háð sérstakri húsbyggingu né miklum
mannvirkjum á þessum stað, heldur skyldi
reisa þar minnismerki í einhverri mynd,
eða marka staðinn að sinni, en friðaður
gróðurreitur fyrir almenning gerður þar
umhverfís.
Árið 1974 mætti gefa efni til, að virðu-
legum áfanga væri náð í þessu máli, en
þá mun verða talið ellefu alda afmæli ís-
landsbyggðar og landnáms Ingólfs."
Fornleifagröftur
Á þeim tíma, sem þetta ávarp var sam-
ið, urðu töluverðar umræður um bæjar-
stæði Ingólfs Amarsonar. Helgi Hjörvar
ritaði á árinu 1961 nokkrar greinar um
málið hér í Morgunblaðið. í tilefni af því,
að nú rétt fyrir 200 ára afmælisdag höfuð-
borgarinnar hefur verið kynnt niðurstaða
í samkeppni um nýtt húsnæði fyrir Al-
þingi, er forvitnilegt að rifía upp þennan
kafla úr einni af Morgunblaðsgreinum
Helga (1. febrúar 1961):
„Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að
reisa hús sitt á bæjartóftum Ingólfs, hins
fyrsta landnámsmanns á íslandi, á tóftum
Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur
frumkvöðull að alisheijarríki á Islandi, í
sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þing-
velli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti
allsheijargoðinn. Hann flutti fómarblóðið
til Þingvalla úr hofí föður síns. Hann gerði
Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón
Sigurðsson flutti Alþingi aftur til Reykja-
víkur, þá flutti hann þingið með vissum
hætti heim aftur, til síns uppruna. Þá voru
mönnum þessir furðulegu þræðir örlag-
anna ekki svo ljósir sem nú er orðið.“
Vegna Morgunblaðsgreina Helga Hjörv-
ar um bústað Ingólfs var eftirfarandi sagt
í Reykjavíkurbréfí 15. júlí 1961:
„Ætla verður að bær Ingólfs hafi staðið
þar sem nú er horn Aðalstrætis og Tún-
götu eða þar á næstu slóðum. Með því
mæla allar líkur, enda koma beztu fræði-
menn sér saman um það. Úr þessu verður
sennilega aldrei skorið til fulls, en upp-
gröftur sunnan við Herkastalann fyrir
nokkmm árum studdi mjög fyrri rök fræði-
manna.
Helgi Hjörvar hefur með réttu
hneykslazt á, að þeim uppgreftri var ekki
sinnt sem skyldi. Úr því verður ekki bætt
héðan af. En nú er nýlega búið að rífa
neðsta húsið við Túngötu, er stóð and-
spænis Suðurgötu og mikill hluti Ander-
senslóðarinnar er enn óbyggður.
Leikmönnum virðist svo sem nú sé ein-
stætt tækifæri til að grafa á þessum
slóðum og kanna hvort einhveijar fornar
minjar fínnist í jörðu. Þó að slíkur upp-
gröftur geti líklega ekki eðli málsins
samkvæmt skorið úr um það, hvort fyrsta
byggð Reykjavíkur var á þessum slóðum,
sýnist hvergi fremur ástaeða til fornleifa-
graftar hér á landi en einmitt þama. Menn
mega því ekki láta þetta tækifæri sér úr
greipum ganga.“
Ifyrir ellefu alda afmæli íslandsbyggðar
1974 beitti Reykjavíkurborg sér fyrir forn-
leifagreftri á þessum stað. í byijun júlí
1971 hófst fomleifagröftur á horni Aðal-
strætis og Túngötu. Var sænskur forn-
leifafræðingur, Bengt Schönbeek, ráðinn
til að hafa umsjón með verkinu. Vann
hann við það ásamt konu sinni, Else
Nordahl, sem einnig er fornleifafræðingur.
Stjómuðu þau rannsóknum þama í nokkur
sumur, og með þeim unnu bæði fornleifa-
fræðingar, nemendur í fornleifafræði,
jarðfræðingar og ósérhæft fólk. Þorkell
Grímsson vann þama í umboði Þjóðminja-
safns. Reykjavíkurborg kostaði verkið. Því
miður hefur ekki enn verið lögð fram end-
anleg greinargerð um niðurstöður þessara
rannsókna, þótt leikmönnum sýnist, að
tími til að vinna þær sé orðinn meiri en
nægur. Hitt er vitað, að fomleifagröfturinn
leiddi í Ijós órækar sannanir fyrir því, að
þarna var byggð á landnámsöld. Eða svo
vitnað sé til orða dr. Kristjáns Eldjám á
Reykjavíkurráðstefnu 1974: „Ég undir-
strika það að lokum, að engin sýnileg
fomfræðileg ástæða virðist til að rengja
að landnám hafí hafizt á þeim tíma sem
Ari nefnir, nefnilega 870 eftir burð Krists,
heldur benda fomleifar hér á landi miklu
fremur til þess að það geti verið laukrétt
og um leið að líta megi á það sem sögu-
lega vissu að þá hafí Reykjavík byggzt.“
Reykjavík höfuðstaður
Þegar minnst var 150 ára afmælis kaup-
staðarréttinda Reykjavíkur, kom út ritið
Þættir úr sögu Reykjavíkur. Var félagið
Ingólfur útgefandi þess. Félagið starfaði
á ámnum 1934-42 og var Georg Ólafsson,
bankastjóri, formaður þess til 1940 en
síðan Bjarni Benediktsson, þáverandi borg-
arstjóri. Gaf félagið út 26 ritverk, stór og
smá. Félagið Ingólfur var endurreist á
fundi 14. nóvember 1981 og hafði dr. Bjöm
Þorsteinsson, prófessor, forgöngu um það,
en Steingrímur Jónsson er formaður fé-
lagsins. Tilgangur þess er að gefa út rit
er heiti: Landnám Ingólfs og hafa verið
gefín út tvö bindi í safninu frá endurreisn
félagsins.
í fyrrgreindu afmælisriti, sem félagið
Ingólfur gaf út 1936, er ritgerð eftir Vil-
hjálm Þ. Gíslason, útvarpsstjóra, sem
heitir: Hversu Reykjavík varð höfuðstaður.
Þar er skýrt frá því, að Skúli fógeti Magn-
ússon „varð til þess sjálfrátt og ósjálfrátt,
að leggja gmndvöll hins íslenzka höfuð-
staðar í skjóli stjórnar- og viðskiptastefnu
hins upplýsta einveldis. En hmn og hrak-
farir erlendrar einokunar urðu til þess að
lyfta undir trúna á tilraunimar til að þess
að bæta ástandið á íslenzkum gmndvelli.
Á þeim gmdvelli reis Reykjavík sem höfuð-
staður nýs lífs í nýju landi.“
Segir Vilhjálmur að nú fínnist mönnum
það máske ekkert merkilegt, hvað Skúla
fógeta og fylgismönnum tókst þegar þeir
lögðu í hina þjóðlegu íslensku viðreisnar-
baráttu nýjan þátt, baráttuna fyrir efna-
legri endurreisn atvinnulífsins í landinu.
Laugardagur 16. ágúst
En þá hafi þetta verið „það merkilegasta,
sem fyrir þjóðina hafði komið í mörg
hundmð ár og það svo, að mikill hluti ís-
lendinga þumbaðist á móti þessu, á meðan
hann gat. Það, sem um var að ræða, og
það, sem stórhugur og framkvæmdaþrek
Skúla fógeta vildi koma hér á, var nýtt
íslenzkt þjóðfélag, verklega og fjárhags-
lega séð, ný íslenzk verzlun, peningaverzl-
un, og ný íslenzk sjósókn og íslenzkur
iðnaður. Hið sýnilega tákn þessarar nýju
íslenzku menningar var Reykjavík."
í ritgerð sinni segir Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, að sú almenna skoðun hafí legið í
loftinu, að Reykjavík hafi verið valin sem
tilraunastöð hins nýja atvinnulífs, áf því
að hún var bær fyrsta landsnámsmanns-
ins. Hann bendir á, að í Reykjavíkursögu
sinni telji Klemenz Jónsson, að þetta muni
að minnsta kosti með fram hafa ráðið
staðnum. „En þetta er eflaust ekki rétt,“
segir Vilhjálmur og minnir á þau orð Egg-
erts Ólafssonar í ferðabókinni, að enginn
hafí hugsað um það, að í Reykjavík var
elsti bær landsins og bústaður fyrsta land-
námsmannsins, þegar innréttingunum var
valinn þar staður. Sama segi Eggert í einu
kvæði sínu, Mánamálum, að enginn hafí
munað, að í Reykjavík væru „helgar tóft-
ir“ hins fyrsta landnámsmanns.
Vilhjálmur segir, að Reykjavík hafí
vantað virðuleikann. Um þetta hafí Skúli
fógeti ekki hugsað í fyrstu eða ekki tekið
eftir því. En hér hafí Eggert Ólafsson,
einn helsti aðdáandi Skúla, komið til sög-
unnar. Hann hafí gert sér grein fyrir því,
að til að hin nýja atvinnumálastefna bæjar-
menningarinnar í Reykjavík ætti að
heppnast, þyrfti hún ekki einungis að vera
reist á rökum hagfræðinnar og hinnar
nýju náttúrufræði um hagnýtingu lands-
gæðanna, heldur þyrfti Reykjavík einnig
að tileinka sér þann þjóðlega, sögulega
grundvöll, sem eldri sveitamenning og
stórbýlaskipulag hvíldi á og verða þjóðleg-
ur framtíðarbær á sögulegum grundvelli.
„Þann grundvöll fann Eggert í þeirri stað-
reynd, að Reykjavík var einhver elzti
sögustaður landsins og helgur staður hins
fyrsta landnámsmanns. Þannig varð Egg-
ert Ólafsson höfundur hinnar nýju Ingólfs-
helgi í landinu og hvatamaður hinnar
þjóðlegu Reykjavíkur, eins og Skúli er
stofnandi Reykjavíkur sem verzlunar- og
atvinnubæjar."
Alþingi í Reykjavík
Hér verður ekki rakin saga byggðar-
þróunar í Reykjavík eða lýst reiptogi milli
embættismanna og kaupmanna. Smám
saman safnaðist valdið í þjóðfélaginu á
hendur manna, sem bjuggu í bænum.
Menn skiptust í flokka um það, hvar skóli
og biskupsstóll ættu að vera, en deildu
laust fyrir miðja 19. öld enn ákafar um
það, hvar þingstaður þjóðarinnar ætti að
vera. í konungsauglýsingunni frá 1840
um endurreisn Alþingis var hugmyndinni
um að þingið skyldi endurreist á Þingvöll-
um gefíð undir fótinn. Jón Sigurðsson
beitti sér fyrir því af festu og rökvísi, að
Alþingi yrði í Reykjavík. Um þetta segir
Vilhjálmur Þ. Gíslason:
„Jón Sigurðsson er að vísu engu
ómælskari en Þingvallamennirnir sjálfír,
þegar hann er að tala um hinn forna al-
þingisstað: „Hvergi væri því hátíðlegri
staður en við Öxará til að byija starf það,
sem vekja skal oss og niðja vora til foður-
landsástar og framkvæmdarsemi, slíkra
sem sæmir siðuðum og menntuðum mönn-
um á þessari öld,“ segir hann og enn
fremur: „Sá mætti vera tilfinningarlaus
Islendingur, sem ekki fyndi til föðurlands-
ástar eða nokkurra djúpra hugsana, þegar
hann kemur á þann stað, sem Alþingi feðra
vorra hefír staðið. Náttúran hefír í fyrstu
sett þar á merki sitt, eitthvert hið stórkost-
legasta, sem hún á til ... sá staður hefír
verið vitni til hins bezta og ágætasta, sem
fram hefír farið á landi voru: til heitrar
trúar og sambands hinnar fyrstu kristnu,
til margra viturlegra ráðstafana, til að
halda við góðri stjórn og reglu í landinu,
til baráttu feðra vorra fyrir frelsi sínu...“
Hvað á nú Reykjavík á móti þessu öllu?
Jón Sigurðsson telur sjálfur fram ýmsa
Moiyunblaðið/Árni SælxT(t
kosti Reykjavíkur — „ekki ófagurt bæjar-
stæði“, nóg rými til bygginga, góða höfn
og víða, stutt til aðdrátta á sjó og landi
frá beztu héruðum og samgöngur jafn-
hægastar til alls landsins og til útlanda,
og loks telur hann það, að töluverður stofn
sé í þeim embættis- og lærdómsmönnum,
kaupmönnum og iðnaðarmönnum, sem þar
séu. Þess vegna telur Jón Sigurðssom, að
„þótt hugur og tilfinningar mæli fram með
Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skyn-
semi og forsjálni með Reykjavík“. Þótt
menn hafí hatazt við Reykjavík af því að
hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu
þjóðerni íslendinga, þá telur hann, „að það
standi í voru valdi að gera hana íslenzka,
ef vér viljum". Jón Sigurðsson var samt
ekki með Reykjavík sem alþingisstað, af
því að þingið ætti að vera Reykjavík til
framdráttar, þvert á móti af því „að þing-
ið getur betur orðið það, sem því er ætlað
í Reykjavík en á Þingvöllum". Þessar og
þvílíkar röksemdir Jóns Sigurðssonar og
hans manna urðu ofan á, eins og kunnugt
er. Þar með var Reykjavík í sannleika orð-
in höfuðstaður, og af Alþingi fékk hún
nýjan virðuleik, vegna þeirrar helgi, sem
hvíldi á hinni foniu stofnun, sem gekk í
endumýjun lífdaga sinna, og Reykjavík
varð þá einnig Alþingi gott hæli.“
Mikil saga
í tilefni af 200 ára afmæli Reylgavíkur
hefur hér verið staldrað við þá þætti úr
sögu hennar, sem lúta að Ingólfshelginni
og þeirri ákvörðun að endurreisa Alþingi
hér á þessum stað. Saga mannlífs, at-
vinnu, menningar og lista er ekki síður
merk. Þar er af mörgu að taka eins og
sést af öllu því, sem um Reykjavík hefur
verið ritað og á eftir að rita. Árið 1967
bundust Reykjavíkurborg og Sögufélagið
samtökum um að heíja útgáfú á Safni til
sögu Reykjavíkur. Ac.ta Civitatis Reykia-
vicences. í þeim flokki hefur Lýður
Bjömsson annast útgáfu á tveimur bókum,
Kaupstaður í hálfa öld 1786-1836 og
Bæjarstjórn í mótun 1836-1872. Auk þess
hafa komið út fjögur verk önnur í ritröð-
inni; tvö ritgerðasöfn: Reykjavík í 1100
ár og Reykjavík miðstöð þjóðlífs; og Ómag-
ar og utangarðsfólk. Fátæktarmál
Reykjavíkur 1786-1907 eftir Gísla Ágúst
Gunnlaugsson og nú í tilefni 200 ára af-
mælisins Sveitin við sundin. Búskapur í
Reykjavík 1870-1950 eftir Þóranni Valdi-
marsdóttur.
Þegar þessi rit eru lesin og annað, sem
um Reykjavík hefur verið skrifað, kemst
lesandinn fljótt að raun um, hve breyting-
ar og framfarir í borginni hafa verið örar
á þessum 200 áram og þá ekki síst á
síðustu áratugum. Borginni hefur verið
vel stjómað og af sama framfarahug og
einkenndi upphaf hennar. Hér hafa á ör-
skömmum tíma verið tekin svo stór stökk
að með ólíkindum er. Á slíkum breytingar-
tímum er sú hætta ávallt fyrir hendi, að
menn gleymi því sem áunnist hefur i kröfu-
gerð um enn meiri framfarir.
Reykjavík er borg er býður allt það, sem
miklu fjölmennari borgir í milljónaþjóð-
félögum veita. Þeirri þróun verður ekki
snúið við og henni á ekki að snúa við. En
því aðeins viðurkenna menn þau stórvirki,
sem unnin hafa verið, að þeir meti þau í
réttu ljósi. Þá birtu veitir rannsókn á for-
tíðinni. Nú á tímum hættir okkur til að
leggja efnislegt mat á alla hluti, en eins
og hér hefur verið leitast við að draga
fram, er það eldmóður hugsjónanna, þrótt-
ur skáldanna, virðingin fyrir fortíðinni
ásamt með skynsemi og forsjálni, sem
hefur veitt íslendingum þann kraft, er einn
dugði til að gera Reykjavík að þeirri höfuð-
borg, sem nú fagnar 200 ára afmæli sínu.
„Efalaust verður
að telja, að bær
Ingólfs í Reykjavík
hafi staðið við \ ■%,
sunnanvert Aðal-
stræti að vestan,
andspænis þeim
stað þar sem síðar
var kirkjan og
gamli kirkjugarð-
urinn. Ollum má
kunnugt vera,
hversu það bar til,
að höfuðborg
landsins var reist á
túnum og tóftum
hins f yrsta land-
námsmanns, þar
sem ævaforn sögn
hermir að guðirnir
haf i vísað honum
bólfestu. Sögu-
heigi þessa staðar
er sameign allra
Islendinga. Engin
þjóð önnur kann
frá slíkum atburð-
um að segja úr
sinni sögu, þar sem ^
á einn stað koma
upphafog
framtíð.“
(Úrávarpi frá 1959)