Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR J7. ÁGÚSX 1986
o43
ið tengist þó Reykjavík umfram öðmm stöðum á íslandi.
Á þetta er ekki minnt vegna þess að Reykjavík er fjöl-
mennust byggða heldur af því að þar stendur vagga
Ferðafélagsins.
Fyrir 59 ánim hvatti Sveinn Björnsson, fv. þingmaður
og forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur og síðar forseti ís-
lands, til stofnunar Ferðafélags. Sveinn var þá sendiherra
í Kaupmannahöfn og fékk Bjöm Ólafsson, er síðar varð
þingmaður Reykvíkinga og ráðherra, til að breyta hvatn-
ingarorðum í veruleika. Ferðafélag íslands var stofnað
27. nóvember 1927 og varð Jón Þorláksson, þingmaður
Reykvíkinga, fv. forsætisráðherra og síðar borgarstjóri í
Reykjavík, fyrsti forseti þess. Verður ekki annað ályktað
en þessir forystumenn Reykvíkinga hafi veitt félaginu
gott brautargengi þar sem þetta félag áhugamanna kemst
brátt á sextugasta árið og hefur eflst svo að nú eiu fá
félög í landinu fjölmennari.
Ferðafélagið hefur lagt nokkuð af mörkum til að kynna
Reykvíkingum umhverfi sitt og fegra og bæta útivistar-
svæði borgarbúa. Langflestar gönguferða félagsins eru
um svæði í nágrenni Reykjavíkur og eni ferðirnar á
Esju þekktastar þessara gönguferða. Árbækurnar 1936,
1984 og 1985 fjalla um Reykjavík og nágrenni og má
þar sérstaklega geta kaflanna um Heiðmörk, Bláfjöll og
Esju ogjarðsögu þessa svæðis sem birtust í Árbókinni
1985.
Árið 1950 var félaginu úthlutað spildu í Heiðmörk til
skógræktar. Hafa félagsmenn gróðursett þar um 100
þúsund plöntur. Á vori hveiju fer félagið í þrjár ferðir í
reit sinn til áburðardreifingar og til að hlúa að gróðri.
Þessi iðja hefur borið þann ávöxt að Skógræktarfélagi
Reykjavíkur þótti ástæða til að heiðra Ferðafélagið á
þessu 200 ára afmæli Reykjavíkur fyrir að hafa ræktað
þann reit sem nú þykir fegurstur félagsreita í Heiðmörk.
Skógræktarfélagið hefur lagt stíg um spilduna og hvet
ég Reykvíkinga sem og aðra landsmenn til að leggja leið
sína um þá lundi sem nú vaxa upp í þessu landi.
Ferðafélag íslands á þá ósk Reykvíkingum til handa
að áfram verði að því unnið að piýða borg þeirra og hlúa
að útivistarsvæðum hennar. Hverogeinn borgarbúi leggi
sitt af mörkum til að halda borg okkar og landi hreinu
og þannig á sig komnu að endurkoma á áningarstað
verði jafnan til ánægju.
Höfundur er forseti Ferðafélags Islands.
Opnun nýs göngustígs
í Heiðmörk.
Jón Þorláksson, fyrsti forseti
Ferðafélags íslands.
I
Þrefalt afmæli
hjá Eskfirðingum
Fjölbreytt afmælisdagskrá í heila viku
4 Eskifirði.
ÁTJÁNDA ágúst 1786 undirrit-
aði Kristján konungur sjöundu
auglýsingu um kaupstaðarrétt-
indi fyrir Eskifjörð. Á þeim tíma
voru á Eskifirði aðeins þrír bæir
og má því segja að þessi auglýs-
ing haf i markað upphaf þéttbýlis
á Eskifirði. Næstkomandi mánu-
dag fagna Eskfirðingar því ekki
aðeins 200 ára afmæli fyrstu
kaupstaðarréttinda. Einnig er
haldið upp á 200 ára verslunar-
°g byggðarafmæli.
í tilefni hátíðarhaldanna hefur
mikið verið unnið við að snyrta og
fegra bæinn. Búið er að helluleggja
torg í miðju bæjarins og gagngerar
endurbætur hafa farið fram á fé-
lagsheimilinu Valhöll. Þá hafa
einstaklingar og fyrirtæki lagt sitt
af mörkum við að hreinsa og snyrta
hver hjá sér. Dagskrá hátíðarhald-
anna hefur nú verið gefin út. Frá
mánudeginum 18. ágúst verður
gefið út dagblað á Eskifirði, auk
þess sem staðarútvarp verður með
útsendingar daglega frá kl. 15 til
19 á FM 90,4. Að öðru leyti er
dagskráin þannig: Laugardagur 16.
ágúst: Útitónleikar og hljómsveitar-
keppni. Sunnudagur 17. ágúst:
Brenna. Mánudagur 18. ágúst:
Hátíðarguðsþjónusta í Eskifjarðar-
kirkju og hátíðarfundur bæjar-
stjórnar þar sem kjömir verða
heiðursborgarar. Opnun sýningar í
gmnnskólanum, þar sem verður
málverkasýning frá Listasafni ASI,
málverkasýning Einars Helgasonar
og Steinþórs Eiríkssonar, ljós-
myndasýning byggðasögunefndar
auk bókasýningar og sýningar á
handunnu postulíni. Um kvöldið
verður síðan kvöldvaka í félags-
heimilinu Valhöll. Þriðjudagur 19.
ágúst: Jasstónleikar í Valhöll. Á
miðvikudag 20. ágúst fer fram
knattspymumót, þar sem keppa
munu lið Austra frá Eskifirði, Völs-
ungs frá Húsavík, Þróttar frá
Neskaupstað og Hattar frá Egils-
stöðum. Þá fer fram víðavangs-
hlaup, þar sem keppt verður í öllum
aldursflokkum og síðan útitónleikar
um kvöldið. Fimmtudag 21. ágúst
mun forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, heimsækja Eski-
flörð og um kvöldið verður kvöld-
vaka í Valhöll þar sem fram koma
Lúðrasveit Neskaupstaðar, Rögn-
valdur Siguijónsson, Róbert Am-
finnsson, Ásdís Skúladóttir, Gísli
Magnússon, Einar Bragi, Esjukór-
inn og fleiri. Föstudaginn 22. ágúst
verður helgistund með forseta ís-
lands í Eskifjarðarkirkju. Síðar um
daginn standa Slysavarnafélagið og
kvenfélögin á staðnum fyrir sölu-
og skemmtimarkaði í miðbænum.
Laugardaginn 23. ágúst hefst opna
Mazda-mótið í golfi þar sem keppt
verður um vegleg verðlaun og er
meðal annars bifreið í verðlaun fyr-
ir þann sem fer holu í höggi á 5.
braut. Hátíðarhöldunum lýkur síðan
með dansleik í félagsheimilinu Val-
höll þar sem hljómsveitin Bumburn-
ar mun leika fyrir dansi fram eftir
nóttu.
— Ingólfur
Fríkirkjan:
„Undrið að heyra og sjá“
í DAG, sunnudaginn 17. ágúst,
hefjast aftur guðsþjónustur í
Fríkirkjunni i Reykjavík að
afloknum sumarleyfum.
Þá verður guðsþjónusta og altar-
isganga í kirkjunni, auk þess sem
tvö börn verða skírð. Athöfnin byij-
ar klukkan 14.00. Séra Gunnar
Björnsson Frikirkjuprestur flytur
prédikun, sem hann nefnir: „Undrið.
að heyra og sjá.“
Ágústa Ágústsdóttir, sópran-
söngkona, syngur stólvers, Lofsöng
eftir Beethoven.
í Qaiveru Pavels Smíd annast
Kjartan Siguijónsson organslátt og
kórstjórn að þessu sinni.