Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 48
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGllsT 1986
48
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennarar
Tvo kennara vantar að Heiðaskóla í Borgar-
firði. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna
og smíðakennsla. Húsnæði er á staðnum,
hagstæð leiga, frír hiti og mjög ódýrt fæði í
mötuneyti skólans. Vinnuaðstaða er mjög
góð. Skólinn er rétt við vegamót Akraness
100 km frá Reykjavík. Uppl. veita Margrét
Magnúsdóttir formaður skólanefndar sími
93-1070 og Hörður Ragnarsson yfirkennari
sími 93-3927.
Hagsýsluverkefni
Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun, óskar eftir að ráða starfsmann til
að sinna ýmsum hagsýsluverkefnum. Starfs-
manninum er meðal annars ætlað að stjórna
slíkum verkefnum og er menntun eða reynsla
í stjórnun því æskileg.
Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri
störf sendist fjárlaga- og hagsýslustofnun,
Arnarhvoli, fyrir 25. september nk.
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða konu til afgreiðslustarfa
sem fyrst.
Vinnutími frá kl. 13-18 eða eftir nánara sam-
komulagi.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni
(ekki í síma).
Áklæði og gluggatjöld,
Skipholti 17a.
Atvinna
Tvo duglega menn vantar til starfa nú þegar
við útkeyrslu og þjónustustörf. Nauðsynlegt
að mennirnir geti starfað sjálfstætt, hafi
góða framkomu og séu snyrtilegir.
Allar nánari upplýsingar aðeins veittar á skrif-
stofu frá kl. 9-14 þriðjudaginn 19. ágúst.
Kolsýruhleðslan sf.,
Seljavegi 12.
Bókbindari
Prentsmiðja á Reykjavíkursvæðinu óskar eft-
ir röskum bókbindara. Þarf að vera vanur
bókbandi og alhliða bókbandsvinnu. Um
framtíðarstarf er að ræða. Með umsóknir
verður farið sem túnaðarmál. Tilboð sendist
augld. Mbl. merkt: „Bókbindari — 5686“.
Kennara
vantar að Varmalandsskóla Mýrasýslu. Gott
húsnæði, frír hiti. Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í síma 54979 17. ágúst kl.13.00-15.00
en eftir 19. ágúst í símum 93-5302 og 93-
5300.
Atvinna
Óskum að ráða konur í heilsdags- og hluta-
störf í kjötvinnslu vorri að Dalshrauni 9b,
Hafnarfirði.
Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum og í
síma 54489.
Síld og fiskur,
Dalshrauni 9b,
Hafnarfirði.
Kennarar
Tvær kennarastöður eru lausar við Alþýðu-
skólann á Eiðum. Æskilegar kennslugreinar
danska, þýska, stærðfræði og viðskipta-
greinar.
Ódýrt húsnæði fyrir hendi.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 91-
612342 næstu daga.
Skólastjóri.
Skrifstofustarf
Stúlka óskast til almennra skrifstofustarfa.
Um er að ræða mjög fjölbreytt starf gjald-
kera, útreikningi og útborgun launa, reikn-
ingsútskrift og innheimtu, greiðslu reikninga,
vélritun, bókhaldi ofl.
Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma
43123 kl. 10.00-12.00.
Dósagerðin hf. — Kópavogi
Endurskoðunar-
skrifstofa
Óskar eftir að ráða starfsmann í haust.
Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið við-
skiptafræðiprófi af endurskoðunarkjörsviði.
Skriflegar umsóknir með uppl. um aldur,
menntun og fyrri störf óskast sendar augld.
Mbl. fyrir 26. ágúst nk. merktar: „U — 3140".
Pökkunar- og
framleiðslustörf
Okkur vantar tvær röskar konur til pökkunar
og afgreiðslustarfa í september, október og
nóvember. Heils dags vinna, góð vinnuskil-
yrði.
Umsóknir sendist augld. Mbl. merktar:
„2410“. Tilboðum verður svarað í lok ágúst.
Klæðskeri
og vön saumakona
óskast til framleiðslu á dömu- og herrafatn-
aði. Góð laun fyrir vandvirkt og duglegt fólk.
Uppiýsingar í síma 23988 og á kvöldin í síma
618126.
Tískuhúsið Ina.
Fóstrur
starfsfólk
Fóstrur og starfsfólk óskast á dagheimilis-
og leikskóladeildir Ægisborgar. Um er að
ræða heilsdagsstarf og störf síðdegis.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í
síma 14810.
Viltu koma með til Bandaríkjanna?
Viltu vinna með 5 ára fötluðum dreng?
Við förum til Bandaríkjanna í nóvember til
níu mánaða dvalar. Sért þú ábyggileg, hlý
og ákveðin (18-30 ára) þætti okkur vænt um
að fá þig með. Ferðir, uppihald og vasapen-
ingar í boði auk tækifæris til að kynnast
vandaðri þjónustu.
Dóra S. Bjarnason.
- Sími 15973; '
Mikil vinna
Óskum eftir að ráða nokkra hörkuduglega
starskrafta til steypu gangstétta (akkorð) og
götukanta og við byggingu undirganga undir
Miklubraut.
Einnig vantar okkur meiraprófsbílstjóra á
vörubíl.
Umsóknir sendist augldeild Mbl. merktar: „N
- 3136“.
HÍ
VERKTAKAR HF.
STAPAHRAUNI 4, 220 HAFNARFIRÐI
SÍMAR 687787/53443, bílas. 2125
fmpfíN ?
i,- . .?>•
STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJORÐUR
SlMAR 687787 - 53443
BORGARSPÍTALINN
LAUSAR STÖÐUR
Staða reynds aðstoðarlæknis við lyflækn-
ingadeild Borgarspítalans er laus frá og með
15. sept. eða samkv. samkomulagi. Staðan
veitist til eins árs. Umsóknarfrestur er til 1.
sept. Umsóknirsendistyfirlækni deildarinnar
sem gefur allar uppl. um stöðuna.
Aðstoðarlæknir
Námsstaða aðstoðarlæknis er laus við geð-
deildir Borgarspítalans til eins árs. Staðan
er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Uppl. veitir yfirlæknir í síma 696600.
Sjúkraþjálfarar
Starfsmannasjúkraþjálfara vantar frá 1.
sept. 1986. Um er að ræða V2 stöðu með
öðrum sjúkraþjálfara sem fyrir er. Starfið er
aðalega fólgið í fræðslustarfsemi og ráðgjöf.
Nánari uppl. veitir yfirsjúkraþjálfari í síma
696366.
Iðjuþjálfi
Staða iðjuþjálfa við geðdeildir Borgarspítal-
ans er laus til umsóknar nú þegar. Nánari
uppl. um starfið veitir yfirlæknir í síma
696600.
Móttökuritari óskast í V2 starf á rannsóknar-
deild. Vinnutíma 12.00-17.00. Einnig er laust
starf við filmugeymslu röntgendeildar. Uppl.
gefur skrifstofustjóri í síma 696202.
Hússtjórnarkennari og matartæknir óskast
til starfa við sérfræðideild Borgarspítalans.
Uppl. gefur yfirsjúkrafæðissérfræðingur í
síma 696600-597.
Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa
Staða sérhæfðs aðstoðarmanns iðjuþjálfa
við geðdeildir Borgarspítalans er laus til
umsóknar nú þegar. Uppl. um starfið veitir
yfirlæknir í síma 696600.
Barnaheimili Borgarspítalans
— Furuborg — (nýtt barnaheimili)
óskar eftir starfsfólki frá 1. sept. nk. Uppl.
gefur forstöðumaður í síma 696705.
Reykjavik 17. ágúst 1986,
Borgarspítalinn.
LAUSAR STOÐUR HJÁ
STOÐUR
VIKURBC
REYKJAVIKURBOR6
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal-
inna starfa.
Staða félagsráðgjafa við fjölskyldudeild fé-
lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar er laus
til umsóknar.
Uppl. gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma
25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð
á sérstökum umsóknareyðubiöðUm sem þar
fást fynV föstudagínn,S. septamber 1986. ?