Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 55 Einkpim- isatafir TF-BMW TF-ELT SKRÁÐ LOFTFÖR JANÚAR—ÁGÚST 1986 Eigandi rp : Hreyflar/ —----tt~-----------------FarJj.sæfi Skr/,,1 Stanzið sfEng-ihjalla 19. Kópavogi. Ccssna 152 ~~ FlugrekandirFlugtakhf. g Árg 1979 1/1 15/1 Höldur sf.,Tryggvabraut 14, Akureyri. TF-FLB Fiugíeiðir hf„ Rvkflugvelli. Cessna 425 Árg. 1983 2/7 15/1 TF-OBO Douglas DC-8-55 Arg. 1965 4/189 15/1 19/2 P,alur Arnþórsson, Byggðav. 118, Ak.Piper PA-28-161 iTT --- --------Hugickandi: Flugfél. Noróurl. Ar^. 1986 TF‘SKA c^Tsöj 771------------------^77 ------ Hólavegi 19, Sauðarkrnk» Áro- iqkq TP-GRO ~ ~-------------------------rg.uby Landhelgisgæsialsihlseljav. 32, Rvk. Aerospatiale AS 350b777 (þyrla) Arg. 1980 7/4 TF-LWF Björn Ingason, Dalal. 5, Rvk. TF-AED Air-X-port, Brussel, Belg. Flugrekandi: flugfél. Atlanta. Piaggio FW-P 1490 Arg. 1959 1/4 11/4 Douglas DC-8F-55 Árg. 1966 4/0 17/4 P-K. FinansS.A.,Lúxemborg. Cessna550 Flugrekandi: Flugstöðin hf./Þotuflughf. Árg. 1981 18/4 TF-FLP Flugleiðir hf., Reykjavíkurflugvelli. FokkerF-27-200 Árg. 1963 2/48 23/5 Orn Höskuldsson, Arnartanga 27, Anwson, Uirutanga 8, 5aðir i Mosfellssveit. Flugrekandi: FIiid+nI, nr Cessna 150M Árg. 1968 Flug Gunnar Þorsteinsson Flugvélaviðskipti hér á landi voru lífleg fyrstu sjö mánuði ársins. Á þessu tímabili skráði Loftferðaeftirlitið 27 loftför sem ekki hafa verið skrásett hér áður. Jafnframt voru 9 loft- för tekin af skrá. Þetta þýðir að í íslenska flugflotanum hef- ur fjölgað uip 18 flugvélar mánuðina janúar til ágúst. Til samanburðar má geta þess að allt sl. ár voru skráð 20 loftför og 14 afskráð sem þýðir að allt árið í fyrra fjölgaði íslenskum flugvélum aðeins um 6. Flest nýskráðu loftförin eru af ýmsum Cessna gerðum eða 15 taisins. Næst flestar voru Piper vélar eða 4. Af loftförunum 27 er ein þyrla og ein sviffluga. Sem fyrr segir hafa 9 loftför verið af- skráð vegna þess að þau höfðu eyðilagst eða verið seld úr landi eða þá þeim var skilað að lokinni leigu eða af ýmsum öðrum orsök- um. Meðfylgjandi yfirlit sýnir hvetj- ir eru eigendur/flugrekendur nýskráðu loftfaranna, af hvaða gerð og árgerð þau eru, fjölda hreyfla og farþegasæta og skrán- ingardag. Farnborough-flugsýningin: Stærsta sýning frá upphafi 27. alþjóðaflugsýningin í Farnborough verður haldin dagana 31. ágúst — 7. september nk. Sýningin nú verður sú stærsta hing- að til og verða 30—40 flugvélar til sýnis sem 'ekki hafa áður sést á Farnborough-sýningum. Þar af eru nokkrar athyglisverðar, sem aldrei hafa verið sýndar á flugsýningum. Sýningin verður opin almenn- sinn og mörgum til undrunar 27 flugvélar keyptar til lands- ins fyrstu sjö mánuði ársins ingi þijá síðustu dagana, 5. til 7. september. Þá verða flugsýning- aratriði fyrri dagana endurtekin auk ýmissa vinsælla atriða fyrir almenning. Má þar nefna minn- ingarflug um orustuna um Bret- land, listflug Rauðu örvanna og heimsókn Concord-þotu síðasta sýningardaginn. Flugsýningarat- riðin eru eftir hádegi dag hvem og taka a.m.k. þijár klukkustund- ir. Fyrsti dagurinn er skipulagður fyrir fjölmiðla og dagarnir 1. — 4. september eru ætlaðir boðsgestum og viðskiptavinum þeirra fyrirtækja sem sýna fram- leiðslu sína. Sýnendur verða 600 talsins að þessu sinni og þrátt fyrir að byggð hafí verið ný sýningarhöll, sú fjórða, komust 200 færri sýnend- ur að en vildu. Þó að mikið hafi verið rætt um hræðslu Banda- ríkjamanna við hryðjuverk þá verða bandarískir sýnendur nú fleiri en undanfarin ár eða 79. Árið 1984 vom þeir 68 og 62 árið 1982, en Farnborough-sýn- ingamar eru haldnar annað hvert ár á móti Le Bourget-sýningunum í París. Kanadísk, sænsk og þýsk fyrirtæki verða fleiri og öflugri í ár en á fyrri sýningum. Norðmenn og Singapore-búar taka nú þátt í Famborough-sýningunni í fyrsta Morgunblaðið/Olafur Bragason. Um síðustu mánaðamót voru 248 loftför skráð á íslandi, þar af 3 þyrlur og 22 svifflugur. Þeim fjölgaði um 18 fyrstu sjö mánuði þessa árs. Margir einstaklingar eiga sumar flugvélarnar eins og þessa á myndinni, TF-PIA, sem er í eigu hlutafélagsins Vélflug hf. á Akureyri. Að því félagi standa um 90 aðilar og er það líklega mesti fjöldi sem á í einni íslenskri flugvél. verða 6 kínversk fyrirtæki meðal sýnenda. Rúmleg’a 100 flug- vélar til sýnis I sýningarhöllunum gefur að líta allt frá smærstu skrúfum í flugvélar upp í heilu hreyflana fyrir risaþotur, og raunar allt þar á milli er tengist flugi og geim- ferðum á einn eða annan máta. Á flughlöðunum er búist við svipuðum fjölda sýningarvéla og undanfarin ár eða rúmlega eitt hundrað. Þær verða frá 17 lönd- um. Það má ganga út frá því sem vísu að breska EAP-orustuþotan og franska Rafale-orustuþotan verði mest í sviðsljósinu enda að- eins búið að smíða eitt stykki af hvorri vél. EAP-þotan verður t.d. notuð til að prófa ýmsan tækja- búnað fyrir Evrópu-orustuþotu framtíðarinnar sem fjögur ríki standa að og er mikið til umræðu í flugheimi Evrópu þessa mánuð- ina. Hvorki EAP né Rafale hafa verið sýndar á flugsýningum og sömu sögu má segja um tvær nýjar farþegavélar, Fokker 50 og British Aerospace ATP-skrúfuþo- turnar. Á milli 30 og 40 flugvélar sem nú verða sýndar í Fam- borough hafa ekki verið sýndar þar áður. Sovétmenn höfðu Upp áætlanir um að mæta til leiks með nokkrar af sínum vélum en þegar þetta er ritað er alls óvíst hvað úr verð- ur. Þó mun ákveðið að þeir sýni Antonov AN-124-vélina sem er stærsta flugvél í heimi. Samgöngur frá miðborg Lon- don til Farnborough í Hampshire- héraði eru mjög góðar. Ferð með lest frá Waterloo-brautarstöðinni til Aldershot-stöðvarinnar tekur innan við klukkustund og þaðan eru sérstakir strætisvagnar á sýn- ingarsvæðið. Einnig eru beinar strætisvagnaferðir frá Victoria- rútustöðinni í London á sýningar- svæðið. Fyrir almenning kostar aðgöngumiðinn fyrir hvem dag 8 sterlingspund eða sem samsvarar um 480 íslenskum krónum. Það er Félag breska flugiðnað- arins sem stendur fyrir Fam- borough-sýningunum og vandar mikið til þeirra enda mikið í húfi fyrir Breta að vel takist til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.