Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 58
Þéttsetnir þingbekkir
Það er ekki víst að skattsvikaskýrslan svonefnda
hafi verið á dagskrá þegár þessi mynd var tekin
á Alþingi sl. vetur, en hún sýnir þéttsetna þing-
palla. Það er líklegra að það hafi verið menning-
arlegri málefni, þó naumast z-an, þó Sverrir
Hermannsson, menntamálaráðherra sé í ræðu-
stóli.
Myndin sýnir fyrst og fremst að enn er al-
mennur áhugi á því sem fram fer á Alþingi, þó
að áhuginn sé oftar en ekki bundinn við svoköll-
uð „hasarmál1*.
aÍíÖR6irt«tíLÁöi8, -'stítftfBÖÁfeuíí{fi^SÖGÍöS^iÖée
IÞINGHLÉI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Skattastefna
í mótun
V estur-Barðastrandarsýsla:
Vegirnir eru slæmir
vegna ónógs viðhalds
VEGIRNIR í Vestur-Barðastrandarsýslu voru eitt algengasta um-
kvörtunarefni þeirra sem blm. Morgunblaðsins hafði tal af á ferð
um sýsluna nú á dögunum. Bragi Thoroddsen, rekstrarstjóri Vega-
gerðarinnar í Barðastrandarsýslu, sagðist reyna að halda vegunum
færum, viðhaldsfé dygði aðeins fyrir tveimur þriðju af nauðsynlegu
viðhaldi og t.d. væri altt það fé sem ætlað væri til heflunar vega í
ár þegar búið.
Magnús Bjömsson á Bfldudal,
oddviti Suðurfjarðarhrepps, sagði
áð vegakerfíð væri fyrir neðan allar
hellur, vegimir væru nánast ófærir.
Meira fé þyrfti í viðhald og ekki
væri vanþörf á að hefla vegina. A
það væri að vísu að líta að sýslan
væri stór og vegakerfið 1 angt, en
þetta væri alvarlegt mál, ekki síst
fyrir ferðamenn. Hann hefði heyrt
að ferðamenn veigri sér við að fara
um þessa vegi.
Guðjón Indriðason, oddviti
TáHtnaflarðarhrepps, Sigurður
Viggósson, oddviti Patrekshrepps,
og Einar Guðmundsson, oddviti
rBarðastrandarhrepps tóku í sama
streng. Vegir væru lélegir og við-
hald ekkert. Kom fram hjá þeim
að vetrarvegur suður yrði ekki kom-
inn fyrr en milli 2020 og 2040 með
sama framkvæmdahraða. Vildu
þeir því frekar fá nýja ferju yfir
BreiðaQörð. Samgöngur í lofti væru
ágætar. Flugleiðir fljúga þijá daga
í viku til Patreksfjarðar og Amar-
flug aðra þrjá til Bfldudals, en
slæmir vegir kæmu í veg fyrir að
fólk gæti notað sér það sem skyldi.
Þó bar þeim saman um að vegir
hafí farið batnandi en bundið slitlag
hefur verið lagt á nokkra vegar-
kafla.
Notum ekki sötnu
krónuna tvisvar
Bragi Thoroddsen rekstrarstjóri
lagði áherslu á að það væri stefnan
í vegamálum sem ylli þessu. Stefn-
an væri að leggja sem mest af
bundnu slitlagi, sem þýddi að þeim
peningum yrði ekki varið í viðhald.
Menn gætu gert annaðhvort en
ekki hvort tveggja fyrir sömu pen-
ingana.
Þolinmæðin og
fyrsti gírinn
Þó taldi Bragi vegina ekki eins
slæma og af er látið, fólk taki bara
meira eftir því af því að áður voru
allir vegir jafnslæmir, en nú séu
komnir góðir kaflar. „Það er nauð-
synlegt fyrir fólkið ef það vill halda
andlegu jafnvægi að hafa eitthvað
til að kvarta yfir,“ sagði hann. „Það
er til ein formúla fyrir að geta ekið
á Vestfjörðum, það er góð aksturs-
hæfni, þolinmæði, og að hafa fyrsta
gírinn f lagi.“
Bragi Thoroddsen lætur brátt af
störfum fyrir aldursakir, en hann
er að verða sjötugur. Hann hefur
starfað 32 ár hjá Vegagerðinni.
Hann er enn stálhraustur og enn
hressari í anda. „Mér líður alltaf
best þegar ég sé ekki fram úr verk-
efnunum," sagði hann. „Égerbúinn
að vera alltof lengi í þessu. Það er
mín skoðun að f þessu eigi að vera
ungir og frískir menn. Þegar menn
verða gamlir bilar kjarkurinn og
Svona steinar eru algeng sjón á
vegum vestra. Slitlagið er farið
og viðhaldsfé er ónógt til að bera
ofaní nýtt slitlag. Svona vegir
fara að vonum illa með bíla og
hjólbarða, þegar egghvasst gijót
stendur upp úr vegunum.
Árviss „glaðningur*1, skattseðillinn, barst landsmönnum um
síðastliðin mánaðamót. Viðbrögð hafa sjálfsagt verið mismun-
andi. Skattsárir menn tóku „glaðningnum“ ekki fagnandi
fremur en fyrri daginn. Og viðbúið er að ýmsir, sem lentu í
skattsveiflu, þ.e. verulegri hækkun skattgreiðslna á síðari helm-
ingi ársins eigi nú við vanda að stríða. Hér verður þó ekki
fjallað um meinta tekjuskattsþyngingu 1986. Hinsvegar verður
lítillega gluggað í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um
störf nefndar sem fékk það hlutverk að kanna umfang skatt-
svika á Islandi.
„Dulin starfsemi“
í samandregnum niðurstöðum
nefndarinnar um „dulda atvinnu-
starfsemi og skattsvik", segir m.a.:
„Niðurstaða starfshópsins er sú
að umfang dulinnar starfsemi hér-
lendis sé á bilinu 5—7% af VLF,
[vergri landsframleiðslu]. Ef miðað
er við 6% sem meðaltal nemur þetta
um 6,5 milljörðum króna árið 1985
m.v. áætlaða verga landsfram-
leiðslu. — Tap hins opinbera vegna
vangoldinna beinna skatta og sölu-
skatts má áætla um 2,5 til 3,0
milljarða króna árið 1985 . . .“
„Engar óyggjandi leiðir eru til
að áætla söluskattssvik. Samkvæmt
þeirri aðferð sem lýst er í kafla 5
má gera ráð fyrir að umfang sölu-
skattssvika hér á landi sé um 11%
af skiluðum söluskatti. Þetta jafn-
gilti 1,3 milljörðum króna 1985.“
„Helztu ástæður
skattsvika“
Starfshópurinn segir ennfremur
„Helztu ástæður skattsvika telj-
um við vera þessar:
A) „Flókið skattkerfi með óljós-
um mörkum milli hins löglega og
ólöglega. Frádráttar- og undan-
þáguleiðir íþyngja framkvæmd
skattalaga og opna margvíslegar
sniðgönguleiðir."
B) „Skattvitund almennings er
tvíbent og verður óijósari eftir því
sem einstök skattaleg ívilnunar-
ákvæði einstakra hópa aukast og
skatteftirlitið versnar. Þetta grefur
undan réttlætiskend skattgreið-
enda.“
C) „Há skatthlutföll hafa áhrif á
umfang skattsvika. Þau hvetja til
þess að nýta sér sniðgöngumögu-
leika og það þeim mun meira sem
hlutföllin eru hærri.“
„Auk þessa ber að nefna að
eflaust á tilhneigin til lagasetningar
og opinberra hafta á ákveðnum
sviðum sinn þátt í örvun til skatt-
svika.“
Samanburður við
önnur lönd
Sem fyrr segir áætlar starfs-
hópurinn, með ýmsum fyrirvörum,
umfang dulinnar [svartrar] at-
vinnustarfsemi hér á landi fimm til
sjö af hundraði landsframleiðslu.
Jafnframt er vitnað til erlendra
kannana um hliðstæður víða um
heim. Þann samanburð þarf þó að
taka með fyrirvara þar eð mismun-
andi aðferðum er beitt við að áætla
dulda starfsemi.
í Noregi er dulin atvinnustarf-
semi talin 4 til 6% af landsfram-
leiðslu. 40% aðspurða í könnun þar
í landi töldu sig hafa tekið þátt í
„svartri atvinnustarfsemi", annað
hvort sem kaupendur eða seljendur
eða hvort tveggja. í Svíþjóð var
þessi starfsemi talin 4 til 7% af
VLF. í Danmörku töldust undan-
dregnar atvinnutekjur vera 5,8%
af VLF. Þar höfðu 19% aðspurða í
könnun fengið aðila til að vinna
fyrir sig fram hjá skattkerfinu.
Við virðumst á heildina litið á
svipuðu skattsvikaróli og frændur
okkar á hinum Norðurlöndunum,
sem við berum okkur tíðast saman
við. Það réttlætir undandráttinn
hinsvegar engan veginn.
Skattsvik hleypa ekki aðeins við-
komandi fram hjá „réttmætri"
þátttöku í sameiginlegum kostnaði
samfélagsins. Þau hækka óhjá-
kvæmilega og verulega skatta
hinna, sem telja rétt fram. Þau leiða
því til óveijandi misréttis þjóðfé-
lagsþegnanna.
Staögreiösla skatta
Skatteftirlit hefúr verið hert í tíð
núverandi ríkisstjómar. Ýmsar
breytingar á „skattkerfinu“ hafa
og verið til athugunar. Stefnt mun
að því að koma á staðgreiðslu
skatta í stað þess að byggja skatta
hvers líðandi árs á [skattstofni]
næstliðins árs. Þá eru vaxandi líkur
á því að virðisaukaskattur verði
tekinn upp í stað söluskatts.
Með staðgreiðslu skatta verður
frekar komizt hjá þeim skattsveifl-
um, sem illa bitna á mörgum
greiðendum, ekki sízt þeim sem búa
við miklar tekjusveiflur milli ára,
svo sem sjómönnum. Breyting yfir
í staðgreiðslu kemur sér vel fyrir
báða aðila, hið opinbera og skatt-
greiðendur, ef tekst að halda
verðbólgu niðri, þann veg, að mæla
megi hana með eins stafs tölu á
ári. Það er hinsvegar mun þægi-
legra fyrir skattgreiðendur að
greiða skatta eftir á í viðlíka verð-
bólgu og hér var 1971—1983, það
er með árs gjaldfresti og mun
smærri krónum á gjalddögum en
þegar tekna [skattstofnins] var afl-
að. Staðgreiðsla skatta, að við-
bættri nýrri verðbólguhrinu, kæmi
skattgreiðendum í koll.
Viröisaukaskattur
Flestir eru sammála um að sölu-
skattskerfi okkar hafi gengið sér
Morgunblaðið/Þorkell
Bragi Thoroddsen rekstrarstjóri Vegagerðarinnar { Barðastrandar-
sýslu á veginum undir Svörtu hömrum á Ketildalavegi í Arnarfirði,
sem hann segir vera einn hættulegasta vegarkaflann í sýslunum,
bæði vegna gijóthruns og klakadröngla sem hanga niður úr berginu
á vetrum, en bergið slútír þarna fram yfir veginn.
áræðið. Nú er kominn önnur kyn-
slóð sem hlustar kurteislega á
okkur, kreppukynslóðina, en tekur
ekkert mark á því sem við segjum.
Menn verða að forðast að lenda
í þrætum við fólk. Maður verður
að nota allmikla sálfræði í þessu
starfi. Menn verða að hugsa sig um
tíu sinnum áður en þeir reka menn,
sérstaklega unglinga. Það getur
sært menn upp á lffstfð. En maður
má ekki hika við að reka menn sem
eru famir að spilla fyrir. Ég man
eftir, fyrir mörgum árum, þá voru
þrír 17—18 ára strákar sem ég var
sérstaklega varaður við ráða í vinnu
þar sem þeir höfðu fengið slæmt
orð á sig, voru heldur baldnir. Ég
fór beint og réð þá og sé ekki eftir
því. Þeir urðu allir hörkumenn og
góðir vinir mínir," sagði Bragi.