Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 13
íjijíjt YI'JöÁ .8£ Hl)OAQflAöJAJ .vilCíÁJHKUDHUM Jtl MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 . 13 Tamílar á reki við Kanada: Flóttamenn leggja flest í sölurnar fyrir heimili eftir Onnu Bjarnadóttur Tamílarnir, sem kanadískir sjómenn fundu um borð í tveimur björgunarbátum á reki i þokunni undan Kanadaströnd hinn 11. ágúst sl., hafa beint athygli fólks að fjölda flóttamanna í heimin- um, erfiðleikum þeirra og vanda þjóðanna þar sem þeir leita hælis. Samkvæmt heimildum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru um 10 miiyón flóttamenn í heiminum um þessar mundir. Langflestir þeirra búa i flóttamannabúðum i þriðja heim- inum og hafa litla von um annað og betra heimili i náinni framtíð. Töluverður fjöldi flóttamanna reynir að komast til Vest- urlanda á hveiju ári til að hefja nýtt líf í nýju umhverfi. Það þarf dugnað og fjárráð til þess og oft eru viðskipti við glæpa- menn og svindlara, sem nota sér neyð fólksins og græða á henni, eina leiðin. Fjölskylda frá Sri Lanka eftir að hafa verið bjargað af kanadisk- um sjómönnum Flóttafólki er misjafnlega vel tekið á Vesturlöndum. Pólitískum flóttamönnum er þó yfírleitt veitt- ur griðastaður þar sem þeir leita hælis. Þróunin á undanfömum árum hefur samt verið sú, að Vesturlandaþjóðir hafa sett strangari reglur en áður um land- vistarleyfi og mörgum flótta- manninum reynist nú erfitt að sanna fyrir stjómvöldum að hann geti ekki snúið aftur til heima- lands síns vegna pólitískra of- sókna. Flóttamenn em grunaðir um að hafa yfirgefið föðurland sitt í ábataskyni og þjóðir sem eiga við atvinnuleysi og dulið kyn- þáttahatur að etja eru ekki reiðubúnar að taka við þeim. Flóttamönnum er því oft neitað um landvistarleyfí eftir margra ára bið og vísað úr landi. Bátafólkið frá Víetnam vakti mikla athygli á sínum tíma. Vest- urlandaþjóðir hliðruðu þá til og tóku á móti fleiri Víetnömum á skömmum tíma en þær hefðu gert við aðrar aðstæður. Tamí- lamir á Norður-Atlantshafi reru á sömu tilfínningamið og vfet- namska bátafólkið. Kanadastjóm var strax reiðubúin að veita þeim hæii þótt óttast væri að það yrði til þess að fleiri reyndu að nota sömu aðferð til að fá landvistar- leyfí í Kanada. Stjómin stóð við orð sín eftir að uppvíst varð að tamílamir lögðu upp frá Vestur- Þýskalandi en ekki frá Indlandi, eins og þeir þóttust hafa gert í upphafí. Akvörðun ríkisstjómarinnar hefur sætt talsverðri gagnrýni í Kanada og mörgum þykir rétt að senda tamílana aftur til Evrópu. En innflytjendaráðherrann, Gerry Weiner, sem er gyðingur, hefiir minnt landa sína á hinn svarta blett í sögu þjóðarinnar þegar Kanadamenn neituðu heilum skipsfarmi af gyðingum um land- vistarleyfi á tímum nasista og skipið var sent aftur til Þýska- lands þar sem ömurleg örlög biðu flóttamannanna. Hann sagði að slíkt mætti ekki endurtaka sig og tamflamir í björgunarbátunum væm velkomnir til landsins. Ovelkomnir víðast hvar Yfír 50.000 tamílar hafa leitað pólitísks hælis í Vestur-Evrópu á undanfömum árum. Flestir þeirra hafa sótt um landvistarleyfi í Vestur-Þýskalandi en önnur lönd, eins og Bretland og Sviss, hafa ekki farið varhluta af þeim. Bret- ar hafa veitt 4.000 tamílum iandvistarleyfi og hert reglumar mikið. Svisslendingum varð um og ó þegar „litlu dökku mennim- ir“ frá Sri Lanka fóm að flykkjast til landsins fyrir nokkmm ámm og vilja losna við þá sem allra fyrst. Sérstök sendinefnd fór til Sri Lanka til að kanna ástandið þar í vor og komst að þeirri niður- stöðu að tamílum væri óhætt að snúa aftur heim. Dómsmálaráðu- neytið í Bem gerði ráðstafanir til að senda hluta hinna 10.000 tamí- la, sem nú era í Sviss, heim en féll frá þeim þegar Amnesty Int- emational lét málið til sín taka og bað um að flóttamennimir yrðu ekki sendir til baka. Skæmr og harðir bardagar milli tamfla og singalesa á Sri Lanka hafa kostað fjögur til átta þúsund manns lífið sfðan átökin hófust. Tamflar em minnihluta- hópur hindúatrúar á eyjunni, sem er stundum kölluð „Draumaeyj- an“ í auglýsingabæklingum. Singalesar, sem em Búddatrúar, ráða ríkjum. Tamílar vilja aukin réttindi og baráttuhópar þeirra berjast hart gegn her stjómarinn- ar. Flóttamennimir á Vesturlönd- um og í Indlandi, en þar búa meira en 130.000 tamflar í flótta- mannabúðum, óttast ofsóknir og ófriðinn í heimalandi sínu og vilja flest til vinna til að þurfa ekki að snúa aftur heim. Opið hlið við Berlín- armúrinn Flóttamenn koma til Vestur- landa án nokkurra skilríkja eða á fölskum forsendum og sækja um landvistarleyfí þegar til landsins er komið. Það hefur reynst auð- veldast fyrir þá að fljúga til Austur-Berlínar og fara þaðan til Vestur-Berlínar og sækja um griðastað þar. Vestur-Þjóðveijar líta ekki á Berlínarmúrinn sem landamæri og því er ekkert vega- bréfaeftirlit við hann vestanverð- an. Austur-Þjóðveijar og Sovét- menn kunna að nota sér þessar aðstæður. Sovéska flugfélagið Aeroflot flýgur til flestra landa þriðja heimsins og býður upp á mjög ódýr fargjöld til Evrópu. Flestir flóttamannanna fljúga fyrst til Moskvu og áfram til Schörifeld-flugvallar í Austur- Berlín með Aeroflot eða austur- þýska flugfélaginu Interflug. Þeim er ekið af flugvellinum í langferðablum á Fried richstrasse-lestarstöðina og þaðan taka þeir neðanjarðarlest til Vest- ur-Berlínar og bætast í stóran hóp flóttamanna í borginni. Flóttamannastraumurinn til Berlínar fer vaxandi. 19.416 flóttamenn frá Afríku, Asíu og Suður- og Mið-Ameríku hafa beð- ið um hæli þar það sem af er þessu ári en alls komu 22.000 flóttamenn til Vestur-Berlínar árið 1985. Þetta skapar mikinn vanda fyrir borgina og stjómvöld hafa reynt að fá Austur-Þjóðveija til liðs við sig til að stöðva flótta- mannastrauminn til landsins. En þeir hafa ekki tekið því líklega til þessa. Þeir vilja knýja Vestur- Þjóðveija til að hefja útlendinga- eftirlit og vegabréfaskoðiin við Berlínarmúrinn og viðurkenna að hann sé hluti landamæranna milli landanna. Og stjómvöld austan- tjalds fella fá tár yfir erfíðleikun- um sem flóttamannastraumurinn veldur í velferðarþjóðfélögum Vesturlanda. Flóttamennimir em skráðir í Berlín og sendir til hinna ýmsu sambandsríkja V-Þýskalands. Þar bíða þeir eftir afgreiðslu umsókna sinna í mislangan tíma. Fæstir flnna atvinnu eða fá atvinnuleyfi og lifa því á framfæri hins opin- bera, skattgreiðendum til mismik- illar ánægju. Ferðaskrifstofur og Aeroflot njóta góðs af ferðum flóttamanna og svindlarar á Vesturlöndum græða á að selja þeim fölsk vega- bréf og önnur skilríki. Smygl og verslun með flóttamenn er sér- grein í glæpaheiminum en sjaldan fréttist af eins stórtækum aðgerð- um og skipsferð tamflanna til Kanada. Hvað ætluðust báta- tamílarnir fyrir? Tamflamir 155 sögðu kanadíska skipstjóranum, sem fann þá á reki, að þeir hefðu verið í björgunarbátunum í fimm daga en ferðin frá Indlandi hefði tekið mánuð. Skipstjórinn trúði þeim í fyrstu en honum þótti þeir þó ótrúlega vel á sig komnir eftir svo langt volk. Við nánari athugun kom í ljós að fólkið var með nýleg vestur-þýsk dagblöð í fóram sínum, vestur-þýsk mörk og að lokum kom sannleikurinn í ljós þegar félagsráðgjafar og banka- starfsmenn í Vestur-Þýskalandi þekktu tamflana á myndum og upp komst um ferð þeirra frá Evrópu. Vestur-þýska lögreglan telur að Wolfgang Bindel, eigandi og skipstjóri flutningaskipsins Aur- igae, hafi tekið að sér að flytja 200 tamfla til Kanada fyrir 700.000 mörk, 14 millj. ísl. kr. Nafnið hafði verið máð af björg- unarbát tamílanna en það var þó hægt að lesa það. Saga bátanna var rakin til brotajámssala, sem seldi Bindel bátana. Tamflamir komu alls staðar að úr Vestur-Þýskalandi og 155 fengu pláss í gámageymslum skipsins. Einn óánægður tamfli, sem fékk ekki far með skipinu, hringdi í kanadíska ræðismanninn í Hamborg og sagði honum frá ferðum landa sinna. Ræðismaður- inn lét lögregluna vita en hún gerði ekkert í málinu. Aurigae sigldi frá Brake nærri Bremerhaven árla morguns hinn 28. júlí. Ekkert var vitað um ferð- ir skipsins fyrr en skipstjórinn hafði samband við lögregluna eft- ir að kona hans sagði honum að hann væri orðinn fréttamatur. Hann sagðist ekkert vita um ferð- ir tamílanna og vera á leið heim til Bremerhaven frá Senegal. Þeg- ar þetta er ritað er hann enn á hafi úti og þykir hafa farið óvenju- lega leið til Senegal — síðast sást til skipsins nærri Azor-eyjum. Tveir tamílar vora handteknir í Vestur-Þýskalandi vegna ferða bátafólksins en þeir vom látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Tamílamir 155 hafa fengið landvistarleyfi í Kanada en enn hefur ekki fengist fullnægjandi skýring á ferðum þeirra. Ekki er Ijóst hvort ferðin var eingöngu skipulögð í gróðaskyni og tamí- lamir hafi hreinlega keypt far til Kanada eða hvort eitthvað meira býr undir. Getgátur hafa verið uppi um að tamílamir séu félagar í skæmliðahreyfingunni Frelsis- tígrisdýr Tamil Eelam og hafi verið sendir til Kanada af því að þar búa flóttamenn við betri kjör en í Vestur-Þýskalandi. Tígris- dýrin beijast fyrir sjálfstæðu ríki tamfla í héraðinu Eelam á Sri Lanka. Hreyfingin hefur reynt að safna fé í Vestur-Evrópu og sagt er að margir tamflanna í Vestur- Þýskalandi vinni fyrir hana, láti tryggingabætur sínar ganga í sjóð tígrisdýranna og selji eiturlyf tii að afla hreyfingunni fjár. Ekki er vitað hvort kanadískt skip hafi átt að taka við báta- tamflunum undan ströndum Kan- ada og smygla þeim til landsins eða hvort ætlunin hafi verið að þeir fyndust á reki eins og raunin varð. Tamflamir hafa ekki látið mikið uppi um skipulagningu ferðar sinnar. Þeir héldu svo lengi fast við lygasöguna um ferðina frá Indlandi að öllu, sem þeir segja, er tekið með fyrirvara. Þeir vissu væntanlega að það yrði auðveldara að fá landvistarleyfi í Kanada ef þeir segðust vera að flýja beint frá Indlandshafi eða kannski óttast þeir hefnd þeirra, sem smygluðu þeim frá Vestur- Þýskalandi ef þeir segja allan sannleikann. (Heimildin Spiegel, NZZ, Sunday Tele- gnraph, Sunday Timea.) Höfundur er fréttaritari Morgunbladsins í Zörich. Opið kl. 10 (Ö Vörumarkaðurinn hf. 1 EOSTORG111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.