Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST, 1986 23 Indland: Sex deyja ítrúar- átökum Nýju Delhí, AP. LÖGREGLA skaut á mann- fjölda í borginni Barodax í gær og felldi einn mann, að þvi er fréttastofa Indlands skýrði frá. Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í borginni vegna átaka milli hindúa og múhameðstrú- armanna. Sex hafa látist í átökuniun síðan á þriðjudag og yfir 50 særst. Lögreglan hóf skothríð í gær til þess að dreifa mannfjölda. Lét fólk- ið ófriðlega og kastaði í lögregluna gijóti, brennandi tuskum og flösk- um, sem það hafði fyllt með sýru. Baroda er ein stærsta borgin í fylkinu Gujarat í vesturhluta lands- ins. Átökin milli hindúa og múslima hófust í júní síðastliðnum er trúar- ganga hindúa, sem fór um hverfí múslima, var grýtt. 60 manns hafa látist í átökunum undanfama tvo mánuði. 0 . • W K * I 5.000 Boeing-þotur ÞÚSUNDIR manna fylgdust með þvi er Boeing-verksmiðjurnar afhentu fimmþúsundustu far- þegaþotuna, sem þær hafa smíðað. Þotan var afhent KLM-flugfélaginu hollenzka við athöfn í verksmiðjunum og var myndin tekin við það tækifæri. Flugvélin er af gerðinni Boeing 737-300. Skýrsla bandarískrar rannsóknarstofnunar: Hagvöxtur mestur á Taiwan Ncw York, AP. MESTUR hagvöxtur er á Taiwan, á Ítalíu og í Frakk- landi ef tekið er mið af hinum iðnvæddu þjóðum, að því er skýrsla sjálfstæðrar rannsóknarstofnunnar í Bandarikjunum hermir. Hagvöxtur er minni í Banda- rikjunum, Kanada og Vest- ur-Þýskalandi og hefur stöðvast í Bretlandi, Japan og Astralíu, segir ennfremur í skýrslunni. Að rannsóknarstofnuninni standa fyrirtæki, verkalýðsfélög og háskólar. Byggt er á upplýsing- um um pantanir fyrirtækja, byggingarleyfí og öðru sem talið er að segj til um ástand efnahags- lífsins. Samkvæmt skýrslunni er hagvöxtur á Taiwan 14% á ári, á Ítalíu 12% og í Frakklandi 8%. Bandaríkin eru næst með 4% hag- vöxt og í Vestur-Þýskalandi er 2% hagvöxtur. Bretland stendur á núllinu, þar er enginn hagvöxtur og í Japan og Ástralíu er spáð samdrætti efnahagslífsins um 4 og 6%. Bandaríkin: Smásöluverð lækkar Washington, AP. SMÁSOLUVERÐ stóð i stað í Bandaríkjunum í júlímánuði að því er opinberar tölur ríkis- stjórnarinnar herma. Það er einkum vegna lækkunar bensinverðs að smásöluverð i heildina tekið hækkaði ekki, þvi að matvara hefur ekki hækkað jafnmikið í tvö ár og hún gerði í síðasta mánuði. Verðlag í Bandaríkjunum hefur því lækkað um 0,2% það sem af er þessu ári og verður að fara allt aftur til ársins 1949 til að fínna sambærilega lækkun. Hagfræð- ingar eru þó ekki bjartsýnir á að þessi þróun haldi áfram. Búast þeir við að verðlag smám saman hækkandi síðar á þessu ári. Byggja þeir það einkum á því að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, hafa komið sér saman um samdrátt olíu- vinnslu til þess að verð á eldsneyti unnu úr olíu hækki á ný. Frá hjálparstarfinu í Suður-Súdan til að vera viss um að hún sé veitt þeim sem sárast þarfnast hjálpar." Hjálparstofnun Sameinuðu þjóð- anna keypti 4.500 tonn af komi í Kenýa fyrr á þessu ári til að flytja til Súdan en aðeins helmingur þess hefur komist á leiðarenda. Fimmtíu fullir komvagnar hafa beðið á landamæmm Kenýa og Súdan í tæpan mánuð eftir herfylgd til borgarinnar Juba þar sem 20.000 manns líða mikinn matvælaskort en herliðið hefur enn ekki látið sjá sig. Fréttir herma að agaleysi og óánægja ríki innan stjómarhersins. Árás SPLA á farþegavélina sýndi að skæruliðar hreyfingarinnar eru nær Malakal en áður var talið. Líklegt þykir að þjóðfrelsisherinn ætli sér að hrekja stjómarherinn út úr borgunum með því að ein- angra þær. Ef það tekst ekki kann hann að reyna að fá óbreytta íbúa borganna til að yfírgefa þær svo það verði auðveldara að hertaka þær þegar stjómarherinn verður eftir en færri óbreyttir borgarar. Þúsundir manna af landsbyggð- inni hafa flúið til borganna það sem af er þessu ári og bæst í hóp þeirra sem fyrir vom í leit að mat og skjóli. Ófriðurinn hefur aukið hung- ursneyðina í landinu en langvarandi þurrkar hafa valdið uppskembresti þar undanfarin ár eins og víða ann- ars staðar í Afríku. Nýjustu aðgerðir þjóðfrelsishersins auka enn böl íbúa suðurhluta Súdan. —111 1 "'im JERÚSALEM Kairó Ferð til ísraels og Egyptalands dagana 27. okt. til 19. nóv. Takið þátt í einstakri ferð um söguslóðir Biblíunnar. Sögur hennar fá nýtt líf. Margt sem áður var illskiljan- legt verður nú augljóst. „Jerúsalem, borgin helga, iætur mig ekki í friði, hún heldur hugan- um föngnum um daga og vitjar hans í draumi um nætur. Svo sterk eru áhrifhennaraóþau sleppa ekki tökum sínum, þótt annríki hversdagsins í heima- högum taki við og fylli allar stundir.“ Ólöf Ólafsdóttir “Að koma til ísraels var eins og að verða hiuti af sögunni. Allt í einu var ég staddur þar sem sögur gerðust sem ég þekki svo vel. Það eitt að sjá landslagið gæddi þær lífi og skýrði margt. Þá er landíð og þjóó- félagið svo furðulegt biand af nútið og fortíð, Israelsmenn virtust standa með annan fót- inn í fortíðinni og hinn í framtíðinni.“ (Sigfús Nikulásson) „Egyptaland heiliaði mig með dulúð fortíðar sinnar; pýramídamir, musterin og Egypta- landssafnið. Þá var ys og þys nútíma arababorgarinnar Kairo ógleymanleg, iyktin, spennan og fjölbreyti- leikinn. Það var eins og að stíga inn í Þúsund og eína nótt. Ég hefói alls ekki viljað fara á mis við Egyptalands- ferðina.“ (Eva Péturs- dóttir). Upplýsingar og verö Fcrðasl vcrrtur um isracl og Egyptaland ( loftkældri Uixus- rútu, 15 daga i ísracl og 5 daga fcrð unt Egyptaland. Lciðsögu- maður vcrður valinn israclskur Iciðsögumaður. en fararstjðri Hróbjartur Árnason scm hcfur stundað guðfræðinám undan- farin ár. einnig i hdskóla i Jerúsalcm. Hann þckkir því vel staðha-tti. sögu og mcnningu svæðisins. Vcrð cr kr. 64.790. lnnifalið er: Flugferöir, gisting ú góðum hötelum mcð hálfu l'æði. Allar fcröir skv. áætlun. 2 nsrtur i London. hölcl. V: fxði. (aðgangseyrír aó söfnum). farar- stjórn og lctðsögn. Bæklingur og myndband Ba'kilngur mcð fcrðatilhögun cr fáanlcgur á fcrðarskrifslofu Far- anda, cinnig VHS-myndbands- spóla unt lsracl svo og allar nánari upplýstngar. lÉ F ev&astiriiatoían arancli VESTURGATA 5, SÍMI 622420.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.