Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 26
^26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28: ÁGÚST1986 A. * Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra: Námskeið fyr- ir leiðbein- endur í íþrótt- um aldraðra NÁMSKEIÐ fyrir leiðbeinendur í íþróttum aldraðra stendur yfir þessa dagana i Árbæjarskóla. Námskeiðið hófst þann 22. ágúst og stendur til 24. ágúst. Námskeiðið er haldið á vegum Félags áhugamanna um íþróttir aldraðra, en það félag var stofnað á síðasta ári og er þetta fyrsta námskeiðið sem haldið er á vegum félagsins. Námskeiðið er hugsað fyrir íþróttakennara og aðra þá sem taka að sér að leiðbeina öldruðum í íþróttum og eru þátttakendur um 50 talsins. Námskeiðið er sambland af fyrir- lestrum og leikfimi, dansi og sundi. Meðal fyrirlesara er sjúkraþjálfari, læknir, félagsráðgjafi og íþrótta- kennari. Formaður félagsins er Guðrún Nielsen. Norrænir lista- menn í Norræna húsinu NORRÆNA HÚSIÐ fær næstu vikur nokkra norræna listamenn í heimsókn. Sunnudaginn 31. ágúst verður opnuð sýning á verkum sænska myndlistarmannsins Ulf Trotzig, sem er einn kunnasti núverndi myndlistarmaður þeirra. Sama dag heldur sænski listfræðingurinn Sven Sandström fyrirlestur um Trotzig. Sýningin stendur til 21. september. Einnig kemur til landsins kona hans, Birgitta Trotzig, sem er sænskur rithöfundur og var bók hennar „Dykungens dotter“ lögð fram til bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs í ár. Hún mun lesa upp og segja frá verkum sínum 2. sept- ember. Þá eru einnig væntanlegir norsku listamennimir Edvin Hoem, rit- höfundur, sem mun lesa úr verkum sfnum sunnudaginn 7. september og Wolfgang Plagge, píanóleikari, sem mun leika 6. september. í 4 * I fil mmgmm 'JÍBiíMlk \wWm y í Ip :• ' 4 Félagarnir Alexander Kantzarin, starfsmaður Sovésku friðarnefndarinnar, Pavel Naúmov, varafor- seti hennar og þingmaður í Æðsta ráðinu, og Haukur Már Haraldsson, formaður íslensku friðar- nefndarinnar. Friðamefndir íslands og Sovétríkjanna: Fagna tillögnm Sovétríkjanna Segja friðarbaráttuna erfiða vegna andstöðu Bandaríkjasljórnar FRIÐARNEFNDIR íslands og Sovétríkjanna héldu í gær blaða- mannafund i húsakynnum MÍR og var sameiginleg yfirlýsing nefndanna kynnt. Á fundinum var m.a. staddur Pavel Naúmov en hann er varaforseti Sovésku friðamefndarinnar og þingmaður í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Hann og aðstoðarmaður hans hafa dvalist hér á landi að undanfömu og m.a. hitt forseta íslands. Fundinum stjómaði Haukur Már Haraldsson formaður ís- lensku friðamefndarinnar og kynnti hann yfirlýsingu nefnd- anna. í yfirlýsingunni segir m.a. um friðarbaráttuna: „Baráttan hefur verið erfíð vegna andstöðu ríkis- stjómar Bandaríkjanna og þeirra sem hallir eru undir stefnu Hvíta hússins." í yfirlýsingunni em síðan látnar í ljós frekari áhyggjur af stefnu Bandaríkjanna, sérstak- lega í ljósi þess að þau „hafna öllum raunhæfum tillögum um að draga úr vígbúnaðarkapphlaup- inu“, en „Sovétríkin hafa að undanfömu lagt fram ýmsar raunhæfar tillögur í ftíðar- og afvopnunarmálum". Naúmov var spurður hvort líkur væru á því að Kolaskagi yrði lýst- ur kjamorkuvopnalaus ef Norð- urlönd gerðu slíkt hið sama og taldi hann ekki loku fyrir það skotið, en tók þó fram að rétt yfirvöld yrðu að semja um slíkt. Sovéska friðamefndin er mjög á móti Geimvamaáætlun Banda- ríkjanna og var Naúmov því spurður hvort Sovétmenn væra ekki í raun að viðurkenna gildi fælingarstefnunnar. Hann tók því fjarri og sagði að Sovétríkin óttuð- ust engan. Þeir félagar vora spurðir hvort innrásin í Afganistan og kaf- bátaheimsóknir í sænska skeija- garðinum væra dæmi um sovéskan friðarvilja og svaraði Naúmov því til að sovéskir her- menn í Afganistan væra að aðstoða þjóðina gegn glæpamönn- um og að þeir einu sem stæðu í styijaldarrekstri væra Banda- rílcjamenn því að þeir styddu óaldarhópa í Pakistan sem gerðu árásir inn í Afganistan. Þrátt fyr- ir ítrekaðar spumingar sagði hann ekkert um atvikið í Karlskrona, en þá strandaði sovéskur kafbátur búinn kjamorkuvopnum í Svíþjóð. Aðspurður sagði Naúmov að friðarvilji Sovétríkjanna væri ekki síður af efnahagslegum rótum en pólitískum, því hemaðarappbygg- ingin væri dýr. í stjóm Islensku friðamefndar- innar era auk Hauks þau María Þorsteinsdóttir varaformaður, Bergþóra Einarsdóttir, Erlingur Viggósson og Öm Erlendsson. Fyrirlest- ur á Kjar- valsstöðum UM HELGINA verða flutt tvö erindi á Kjarvalsstöðum i flokkn- um „Reykjavíkurspjall". Á laugardag klukkan þijú talar Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri, um blöð og blaðamenn í Reykjavík á fyrri tíð og klukkan þrjú á sunnudag flytur Gerður Magnúsdóttir kennari erindi um lífið í Skuggahverfi. Þá era leiksýningar í tjaldinu sömu daga klukkan fjögur og fimmtudags- og föstudagskvöld klukkan níu. Það er leiksýningin „Flensað í Malakoff", sem Erlingur Gíslason og Brynja Benediktsdóttir tóku saman. Brynja leikstýrir sýn- ingunni, en Finnur Torfi Stefánsson sér um tónlistina. Sögnferð um Grófina FÉLAGIÐ í Grófinni stendur fyrir söguferð um Grófina í dag. Farið verður frá Grófartorgi kl. 17 og gengið um hluta Hafnar- strætis, Aðalstrætis og Vesturgötu. Leiðsögumaður verður Páll Lindal. GENGIS- SKRANING Nr. 157 - 22.ágúst 1986 Kr. Kr. ToU- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,410 40,530 41,220 Stpund 60,676 60,856 60,676 Kan.dollari 29,086 29,172 29,719 Dönskkr. 5,2506 5,2662 5,1347 Norskkr. 5,5489 5,5654 5,4978 Sænakkr. 5,8838 5,9013 5,8356 Fi.mark 8,2807 8,3053 8,1254 Fr.franki 6,0474 6,0653 5,9709 Belg. franki 0,9570 0,9599 0,9351 Sv.franki 24,5878 24,6608 23,9373 HoU.gyUini 17,5696 17,6217 17,1265 V-þ. mark 19,8151 19,8740 19,3023 ítlira 0,02871 0,02880 0,02812 Austurr. sch. 2,8170 2,8254 2,7434 Portescudo 0,2777 0,2786 0,2776 Sp.peseti 0,3030 0,3039 0,3008 Jap.yen 0,26395 0,26473 0,26280 Iraktpund 54,735 54,898 57,337 SDR(Sérst. 49,0473 49,1926 49,9973 ECU, Evrópum. 41,6668 41,7905 40,9005 Öryggið í fyrirrúmi hjá Kasparov Skák Margeir Pétursson TIUNDA skákin í einvígi þeirra Kasparovs og Karpovs fór í bið í London í gær eftir að leikið hafði verið 43 leikjum. Biðstað- an er mjög jafnteflisleg, en Kasparov, sem hefur hvítt, er að tefla til vinnings. Snemma urðu mikil uppskipti í skákinni, eftir að Karpov kom með nýjan leik í afbrigði sem hann beitti einnig í síðasta einvígi. Kasþarov tefldi þessa skák ekki af sömu dirfskunni og síðustu tvær skákir sem hann hafði hvítt í. Hann beitti sömu leikaðferð gegn drottningarbragðsvöm Karpovs og í næstsíðustu skák einvígisins í fyrra. Þá var Kasparov sáttur við jafnvægi og af síðustu tveimur skákum af dæma, óttast skákáhugamenn nú að heimsmeistarinn ætli að láta öryggið sitja í fyrirrúmi. Það var aldrei nein veraleg barátta í skákinni í gærkvöldi. Upp kom róleg staða þar sem hvítur, Kasparov, var í engri tap- hættu, en vinningsmöguleikar hans vora einnig afskaplega tak- markaðir. Karpov varðist fimlega með þvi að skipta upp á hveijum manninum á fætur öðrum og nú era aðeins eftir á borðinu biskup gegn riddara, auk peðanna. 10. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov. Drottningarbragð. 1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - Be7 4. Rf3 Uppskiptaafbrigðið 4. cxdö — exd5 og síðan 5. Bf4 hefur verið í hávegum haft hjá báðum að undanfomu. Val Kasparovs bend- ir ekki til þess að hann sé í miklum baráttuhug. Skákin tekur fljót- lega sömu stefnu og 23. skák einvigisins í fyrra. 4. - Itf6 5. Bg5 - h6 6. Bxf6 - Bxf6 7. e3 - 0-0 8. Hcl - c6 9. Bd3 - Rd7 10. 0-0 - dxc4 11. Bxc4 — e6 12. h3 — exd4 13. exd4 — c5! í áðumefndri skák fékk hvítur betra tafl eftir 13. — Rb6 14. Bb3 - He8 15. Hel - Bf5 16. Hxe8+ — Dxe8 17. Dd2. Ef hvítur vill forðast enn frekari uppskipti á miðborðinu verður hann nú að leika 14. d5, en þá fær svartur virka stöðu eftir t.d. 14. — Rb6 15. Dd3 - g6 og síðan 16. - Bf5. 14. Bb3 - cxd4 15. Rd5 - b6! Góður vamarleikur hjá Karpov. Hann tryggir riddara sinum afnot af c5—reitnum og hleypir Bc8 í spilið. 16. Rxd4 - Bxd4 17. Dxd4 - Rc5 18. Bc4 - Bb7 19. Hfdl - Hc8 20. Dg4. Að reyna að koma hrók í kóngs- sókn með 20. Hc3 er meira í stíl Kasparovs, en svartur virðist mega vel við una eftir 20. — He8 21. Hg3 - Re6 því 22. Rf6+ - Kh8 kemur engu til leiðar. 20. - Bxd5 21. Hxd5 - De7 22. Hcdl — De4! Drottningauppskipti létta svörtum vömina. 23. Dxe4 - Rxe4 24. Ba6 - Rf6 25. Bxc8 - Rxd5 26. Ba6 - Rf6 27. f4 - He8 28. Kf2 - Kf8 29. Kf3 - He7 30. Hd8+ - He8 31. Hxe8+ - Rxe8 32. Ke4 - Ke7 33. Bc4 - Rc7 34. Ke5 - f6+ 35. Kf5 - Re8 36. Ke4 - Rc7 37. h4 - Kd6 38. Kf5 - Ke7 39. Kg6 - Kf8 40. Kf5 - Ke7 41. Ke4 - Kd6 42. g4 - Ke7 43. b4 - Kd6. Hér fór skákin í bið. Aðeins kraftaverk getur komið I veg fyr- ir jafntefli, því hvíti kóngurinn kemst ekki í gegn um svarta vam- armúrinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.