Morgunblaðið - 23.08.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST-1986
35
í Hvammi og konu hans Guðbjargar
Jónsdóttur frá Skarði. Alls voru
systkinin tíu og tveir uppeldis-
bræður. Eyjólfur var hreppsnefnd-
aroddviti sveitar sinnar í áratugi
og frumkvöðull í ræktunar- og
sandgræðslumálum. Hann var mik-
ið hraustmenni og lýsir Ingólfur
heitinn ráðherra á Hellu því í upp-
hafi æviminninga sinna. Eyjólfur
var einkavinur sumra helstu höfð-
ingja landsins um sinn dag. Björn
í Isafold gaf honum nafnbótina
Landshöfðingi og Tryggvi Þórhalls-
son forsætisráðherra var heimilis-
vinur í Hvammi. Tryggvi studdi
einnig drengilega við stofnun
Mjólkurbús Flóamanna. Einar
Benediktsson, skáld og sýslumaður,
var einkavinur Eyjólfs, en hann
aðstoðaði Einar mjög í virkjunar-
málunum og hjálpaði honum við
vatnsréttindakaup. Þau réttindi
runnu síðan öll til íslenska ríkisins
og eru grundvöllurinn að hinum
miklu virkjunum á Þjórsár- og
Tungnársvæðinu. Bæði Landsvirkj-
un og Landgræðsla ríkisins eiga því
spor í bænum þar sem Gunna fædd-
ist, auk hverskonar annarra fram-
faramála héraðs og þjóðar. Hversu
stoltur hefði gamli maðurinn í
Hvammi ekki orðið hefði hann nú
mátt sjá undursamlegan árangur
landgræðslunnar á eyðisöndum
sunnlensku afréttanna og það af
völdum stofnana, sem hann
dreymdi um í æsku. Hann sem
horfði á býlin í Landsveitinni fjúka
upp hvert af öðru og bjargaði sjálf-
ur heilu fjölskyldunum, sem komnar
voru í algjört bjargarleysi og hung-
urvofan vofði yfír.
Gunna elskaði þjóðlegan fróðleik
og hélt því fast að okkur systra-
bömunum að ástunda vel þau fræði
og alla sögu þjóðarinnar. Sérstak-
lega hafði hún gaman af ættfræði
og þekkti vel til ótal manna. For-
eldrar hennar voru bæði úr Land-
sveitinni og móðurafí hennar sjátfur
Landshöfðinginn í Hvammi, afí
Eyjólfs Ágústssonar, sýslunefndar-
manns, sem býr þar nú. Amma
hennar í móðurlegg og kona Eyj-
ólfs var sem áður segir Guðbjörg
Jónsdóttir frá Skarði á Landi, Áma-
sonar bónda á Galtalæk, Finn-
bogasonar ríka á Reynifelli á
Rangárvöllum Þorgilssonar. Vom
þetta allt annálaðir góðbændur og
sveitahöfðingjar í sinni tíð eins og
fleiri af hinni kunnu Bolholtsætt.
Bróðir Guðbjargar í Hvammi var
Guðni í Skarði, afi Guðna hrepp-
stjóra og stórbónda Kristinssonar í
Skarði.
Kona Árna Finnbogasonar á
Galtalæk var Margrét dóttir Jóns
bónda og smiðs á Ægissíðu í Holt-
um, Jónssonar. Móðir hans var
Guðrún á Ægissíðu Brandsdóttir á
Felli í Mýrdal, Bjamasonar Hall-
dórssonar ættföður Víkingslækjar-
ættar.
Jón á Ægissíðu var kvæntur
Valgerði Guðbrandsdóttur bónda á
Geirlandi á Síðu, Eiríkssonar hrepp-
stjóra þar Bjamasonar á Geirlandi
Eiríkssonar, ættfóður hinnar geysi-
fjölmennu Geirlandsættar í Skaft-
árþingi. Af henni má nefna Helga
Bergs, forstjóra Sláturfélags Suð-
urlands, og Jón Helgason í Segl-
búðum, landbúnaðarráðherra.
Bróðir Guðbrands á Geirlandi var
hins vegar Sverrir bóndi á Segl-
búðum, faðir Þorsteins bónda á
Uppsölum, sem var afi Jóhannesar
Kjarval, listmálara.
Annar sonur Sverris í Seglbúðum
var Eiríkur sýslumaður á Kollabæ
í Fljótshlíð. Af afkomendum hans
má nefna Pál Briem, amtmann á
Akureyri, Eggert Claessen, banka-
stjóra, Gunnar Thoroddsen, forsæt-
isráðherra, Eirík Briem, forstjóra
Landsvirkjunar, og Þórð Bjömsson,
ríkissaksóknara.
u Mamma Guðbjargar í Hvammi
og kona Jóns í Skarði var Guðrún
Kolbeinsdóttir, bónda á Hlemmi-
skeiði, Eiríkssonar hreppstjóra á
Reykjum á Skeiðum Vigfússonar
ættföður hinnar fjölmennu Reykja-
ættar. Af henni em t.d. Pétur
Sigurgeirsson, biskup yfír íslandi,
og bændahöfðinginn Þorsteinn á
Vatnsleysu í Biskupstungum Sig-
urðsson formaður Búnaðarfélags
Islands um langt árabil.
Kona Eiríks á Reykjum var Guð-
rún eldri Kolbeinsdóttir, prests og
skálds í Miðdal, þess er orti Gils-
bakkaþulu í orðastað dóttur sinnar,
eftir heimsókn hennar til afa síns
og ömmu að Gilsbakka í Borgar-
fírði.
Kona Kolbeins Eiríkssonar á
Hlemmiskeiði var Sólveig Vigfús-
dóttir bónda á Fjalli á Skeiðum
Ofeigssonar, ættföður hinnar
kunnu Fjallsættar. Af henni em t.d.
Tryggvi Ófeigsson, útgerðarmaður,
og bræður hans.
Móðir Eyjólfs Landshöfðingja í
Hvammi var Guðríður Jónsdóttir
bónda að Gunnarsholti á Rangár-
völlum, Jónssonar en móðir hans
var Guðríður Árnadóttir prests í
Steinsholti Högnasonar — Presta-
högna. Af þeim víðfræga presti að
Breiðabólstað í Fljótshlíð em t.d.
Tómas Sæmundsson, Fjölnismaður,
skáldin Þorsteinn Erlingsson og
Tómas Guðmundsson, Helgi yfír-
læknir Tómasson á Kleppsspítala,
Jóhann Hafstein, forsætisráðherra,
Einar ríki Sigurðsson í Vestmanna-
eyjum, Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, og Erlendur Einars-
son, forstjóri Sambands íslenskra
samvinnufélaga.
Þetta var um móðurlegg Gunnu
og leyfist okkur enn að ganga í
smiðju til Sigurgeirs Þorgrímsson-
ar, þess magnaða ættfræðings, sem
oft hefur glatt okkur Gunnu svo
sem marga aðra með þekkingu
sinni.
Guðlaugur í Tryggvaskála, pabbi
Gunnu, var sonur Guðrúnar Sæ-
mundsdóttur frá Lækjarbotnum á
Landi og Þórðar í Fellsmúla á
Landi, Guðlaugssonar, skálds á
Hellum á Landi, Þórðarsonar á
Hellum, Stefánssonar á Bjalla á
Landi, Filipussonar prests í Kálf-
holti. Systir hans var Rannveig
F'ilipusdóttir, sú er Bjarni Thorar-
ensen amtmaður orti hið und-
urfagra ljóð til. Bróðir þeirra var
Jón á Brekkum í Holtum, afí Sól-
veigar Pálsdóttur ljósmóður í
Reykjavík, en hún var amma Ás-
geirs Ásgeirssonar, forseta íslands.
Kona Guðlaugs á Hellum var
Vilborg skátd Einarsdóttir útvegs-
bónda á Hólum í Stokkseyrarhreppi
Jónssonar. Hann var móðurbróðir
Brynjólfs Jónssonar fræðimanns og
skálds að Minna-Núpi og systurson-
ur Bjarna Sívertsen riddara. Einar
á Hólum var víðkunnur happafor-
maður, hann eignaðist ellefu böm
og ól upp fjölda annarra. Frændi
hans var Bergur í Brattholti Stur-
laugsson, sá er Bergsætt er kennd
við.
Meðal afkomenda Guðlaugs og
Vilborgar á Hellum er Árný Filipus-
dóttir skólastjóri í Hveragerði og
Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri í
Reykjavík.
Sæmundur faðir Guðrúnar í
Fellsmúla var Guðbrandsson bónda
á Lækjarbotnum Sæmundssonar,
ættföður Lækjarbotnaættarinnar.
Sæmundur bjó á Lækjarbotnum og
var hreppstjóri Landmanna um ára-
tugaskeið. Hann sat margar jarðir
samtímis í Landsveit og notaði
áveitur fyrstur manna til að hefta
sandfok. Þá var Landsveitin því sem
næst að fjúka upp, t.d. hvarf allt
skógarflæmið fyrir ofan Galtalækj-
arskóg upp að Búrfelli í samfelldu
hálfsmánaðar norðanofsaáhlaupi
um 1880. Bróðir Sæmundar var
Ampi sá er reyndi búsetu inni í
Veiðivötnum. Annar var Sigurður,
sem einn afkomenda hans, Guð-
mundur Daníelsson, stórskáld og
snillingur á Selfossi, hefur tileinkað
heila bók og gert ódauðlegan.
Kona Sæmundar á Lækjarbotn-
um var Katrín Brynjólfsdóttir frá
Þingskálum á Rangárvöllum Jóns-
sonar. Hún var ljósmóðir sveitarinn-
ar í áratugi og tók á móti 700
bömum, því síðasta þegar hún var
karlæg. Móðurforeldrar hennar
voru Bárður á Heiði á Rangárvöll-
um Sigvaldason í Hvammi í Skaft-
ártungu og Katrín Sigurðardóttir í
Kálfafellskoti í Meðallandi Brynj-
ólfssonar að Klauf í Fljótshverfí í
Skaftárþingi Þorsteinssonar.
Þau Bárður og Katrín á Heiði
höfðu flúið úr Skaftártungu undan
eldhrauni Skaftáreidanna með allt
sitt upp á einu hrossi um örbjarga
sveitir,. allt þar til þau fengu jarð-
næði á Rangárvöllum.
Meðal afkomenda þeirra Katrín-
ar Ijósmóður og Sæmundar hrepp-
stjóra á Lækjarbotnum, af hinni
samheldnu Lækjarbotnaætt, má
nefna Katrínu Pálsdóttur, borgar-
fulltrúa í Reykjavík, Sigríði Theó-
dóru Sæmundsdóttur, húsfreyju í
Skarði, Magnús Kjartansson, bónda
á Hjallanesi á Landi, Guðrúnu Er-
lendsdóttur, hæstaréttardómara,
Kára Þórðarson, rafveitustjóra í
Keflavík, Sverri Haraldsson, bónda
í Selsundi á Rangárvöllum, Sæ-
mund Jónsson í Búnaðarbankanum,
Runólf Sæmundsson í Blossa, Hauk
Morthens, söngvara, og Guðlaug
Bergmann í Kamabæ.
Nokkm áður en Gunna fæddist
sviptist nýbyggður bær afa hennar,
Landshöfðingjans í Hvammi, af
undirstöðum sínum í landskjálftun-
um miklu 1896 og sér þess merki
enn. Fjallið fyrir ofan bæinn,
Skarðsfjall, hristi sig eins og hund-
ur og um allt héraðið hmndu niður
bæir eins og hráviði. Þegar Gunna
var átta ára bar eldinn og Þórs-
drunumar úr Kötlu um allt land.
Aldarfjórðungi síðar sendi Hekla
gamla, höfuðtign Landsveitarinnar,
gosmökkinn upp um tug kílómetra
eins og hún hefur reyndar gert
nokkrum sinnum síðan. þetta er
ísland, landið okkar, sem býr yfír
svo miklum töfmm, fegurð og un-
aði að hinar ægilegustu hamfarir
hafa ekki náð að rýra trú þjóðarinn-
ar á landið. „Landið sem aldrei
skemmdi sín böm.“
Fyrst og síðast elskaði Gunna
landið sitt, þjóðina, tunguna og
menninguna og hún boðaði þessa
trú heils hugar. Sálarþrekið sem
hún sýndi til hinstu stundar í veik-
indum, ástvinamissi og sorg var
borið uppi af þessari ást og um-
hyggju fyrir þeim sem henni vom
kærir. Náttúmöflin máttu hafa sinn
gang, landið og bros bamsins vom
helgidómurinn. Eigin hagur skipti
engu máli.
Nú drúpum við höfði og þökkum
fyrir þessa yndislegu frænku, syst-
ur og vinkonu. Hún verður lögð til
hinstu hvílu í kirkjugarðinum á
bökkum elfunnar miklu, þangað
sem hún átti svo margar ferðir að
huga að látnum ástvinum. Algóður
miskunnsamur Guð geymi Gunnu
mína.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á I miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegár eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
t GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, Fjólugötu 6,
er látin. Herdfs Vigfúsdóttir, Valgeir Pótursson, Líney Pálsdóttir.
t
Frænka okkar,
KRISTBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR,
Framnesvegi 16, Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 25. ágúst kl. 15.00.
Arnþrúður Arnórsdóttir,
Indriði Sigurðsson.
t
Móðir okkar og fósturmóðir,
SIGURBJÖRG B. STEPHENSEN,
Ljósheimum 6,
Reykjavík,
andaöist i Landakotsspítala fimmtudaginn 21. ágúst.
Sigríður M. Stephensen,
Steinunn M. Stephensen,
Guðrún Magnúsdóttir,
Magnús Þorleifsson.
t
Eiginmaður minn,.
SIGURÐUR JÓNSSON
flugmaður,
Álfheimum 40,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 22. ágúst.
Guðbjörg Sigurjónsdóttir.
t
Sonur okkar og bróðir,
GUÐMUNDUR PÉTUR GYLFASON,
Laufskógum 2,
Hveragerði,
lést 21. ágúst sl.
Sigriður Guðmundsdóttir, Gylfi Hallgrímsson
og systkini.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐBERGUR EINARSSON
frá Klyppstað
f Loðmundarfirði,
veröur jarösunginn frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 25. ágúst,
kl. 14.00.
Ingibjörg Friðbergsdóttir, Einar Friöbergsson,
Hildur Friðbergsdóttir, Magnús Friðbergsson,
Sólrún Friðbergsdóttir, Eyþór Friðbergsson,
Sigfriður Friðbergsdóttir, Haraldur Friðbergsson,
Berglind Friðbergsdóttir, Hreggviöur Friðbergsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS MARGEIRS SIGURÐSSONAR,
Þórufelli 10, Reykjavík,
fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjálfsbjörg.
Elenora Þórðardóttir,
Helga Hjaltadóttir,
Helga Ósk Margeirsdóttir, Guðmundur Þorkelsson,
Ingibjörg Margeirsdóttir, Sveinn Pálsson,
Margrót Margeirsdóttir,
Friðjón Margeirsson,
Kjartan H. Margeirsson,
Hreiðar Margeirsson,
Birna K. Margeirsdóttir,
Anna S. Margeirsdóttir,
Fjóla Jónsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir,
Sigurbjörg Baldursdóttir,
Árni Jónasson,
Þórir Lúðvfksson,
barnabörn og barnabarnabörn.