Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 23.08.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 1986 43 Skipulagningin var frábær Ragiia Sveinsdóttir hringdi: „Ég vil nú byrja á að taka fram að ég er mjög ánægð með hátíða- höldin vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Skipulagningin var al- veg frábær og gaman að sjá allt þetta fólk skemmta sér án þess að hafa Bakkus með í för. Það var þó eitt sem mér fannst vanta tilfinnanlega. Það voru fleiri salemi. Almennu salemin vom allt- of stijál og þegar að var komið voru þar langar biðraðir. Ekki var ástandið skárra á salemum greiða- sölustaða, þar komust líka færri að en vildu. Einnig hefði ég viljað hafa upp- lýsingamiðstöðvar á nokkrum stöðum. Sjálf tók ég leið 4 niður í bæ og gekk það greiðlega en þegar kom að heimferðinni vandaðist málið, ég hafði ekki hugmynd um hvar ætti að taka vagninn. Á endan- um þurfti ég að ganga niður á lögreglustöð og spyijast þar fyrir um hvar vagninn stoppaði. Að lok- um hefði mér þótt ráðlegt að auglýsa betur hvar hægt hefði verið að fá læknisaðstoð. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur skemmti ég mér piýðilega. Það var mikill myndar- og menningarbrag- ur á allri framkvæmd hátíðahald- anna. A manudagskvöldið var eitthvað fyrir alla og var þetta líklega í fyrsta skipti sem ég hlusta á popptónlist. Flugeldasýningin var miklu meira en 500.000 kr. virði. Það var að vísu leiðinlegt að eitt- hvað var um ölvun á þriðjudags- kvöldið en það er víst ekkert við því að gera.“ Óviðeigandi að tala um veðurguði Helgi Elíasson hringdi: „Undanfarið hefur verið mikið um að veðurguðunum hefur verið þakkað gott veður í fjölmiðlum. Finnst mér það heldur leiðinlegur kækur. Samkvæmt skoðanakönnunum erum við Islendingar mjög trúaðir og því þykir mér skjóta skökku við þegar sí og æ er talað um guði á meðan þjóðkirkjan boðar eingyðis- trú. Þetta guðatal fer að minna á ástandið hjá heiðingjum sem hafa akuryrkjuguði, frjósemisguði og svo framvegis. Það var nú ekki ætlunin að hafa þetta eitthvert nöldur, bara vinsam- lega ábendingu. Það hlýtur að vera einfaldast og best að hafa þetta bara eins og mér, eins og flestum öðrum, var kennt sem bami, að þakka guði fyrir það sem gott er, og þá væntanlega veðrið líka þegar við á.“ Karlmannsúr týndist niðri í miðbæ Þóroddur hringdi: „Síðastliðinn mánudag var ég eins og fleiri á ferð um miðbæ Reykjavíkur og varð þá fyrir því óláni að tapa Casio-karlmannsúri. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 656489. Fundar- laun.“ Oþarfa geðvonska 1 góða veðrinu G.Þ. hringdi: „Ég var að hlusta á útvarpið sl. miðvikudagsmorgun og varð meira en lítið hissa þegar ég heyrði í fólki sem var að kvarta undan tónleikun- um á Arnarhóli sl. þriðjudag. Það er nú varla hundrað í hættunni þótt ekki takist að svæfa bömin fyrr en klukkan eitt eina kvöld- stund. Þama sáum við heilbrigða æsku sem kann að gleðjast og skemmta sér, það sást varla vín á nokkmm manni. Ég varð hreinlega stoltur af því að vera Islendingur þegar ég sá æskuna þarna að skemmta sér. Það er alger óþarfi að vera með svona nöldur og geðillsku núna í góða veðrinu.“ Ferðafólk Farið varlega í óbyggðum og fjallaferðum eftir að hausta tek- ur, hafið með ykkur ljós og merkjabúnað. Fylgist vel með veðri og farið ekkert án þess að láta aðra vita um ferðir ykkar. Slysavamafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.