Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 196. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslysið í Los Angeles: Átján létust á jörðu niðri Þnðja vélin truflaði flugumf erðarstj órann ^ Cerritos, Kaiiforníu, AP. ÁTJÁN manns á jörðu niðri fórust í flugslysinu, sem varð yfir Los Angeles sl. sunnudag, þar af 15 veislugestir í einu húsanna, sem brakið lenti á. Tala látinna er því komin upp í 85. Dagblaðið Los Angeles Times skýrði frá því í gær, að 18 manns hefðu farist á jörðu niðri þegar mexíkanska farþegaflugvélin hefði hrapað til jarðar í Cerritos- úthverfínu í Los Angeles. Varð mikil sprenging í henni þegar hún kom niður og kveikti logandi brak- ið í 16 húsum. Brunnu níu þeirra til kaldra kola. Fundust fljótlega þrír menn látnir í einu húsanna en nú hafa fundist í öðru húsi 15 að auki. Höfðu húsráðendur boðið fólkinu til fagnaðar. John Lauber, starfsmaður bandaríska flugferðaeftirlitsins, sagði í gær, að ljóst væri, að flug- umferðarstjórinn, sem hafði með mexíkönsku flugvélina að gera, hefði iátið þriðju flugvélina trufla sig. Hefði hann beint athyglinni að henni litla stund en að því búnu var allt orðið um seinan. Talsmað- ur réttarlæknisdeildar lögreglunn- ar í Los Angeles skýrði einnig frá því, að nú væri vitað að flugmaður litlu einkavélarinnar hefði fengið hjartaáfall rétt áður en áreksturinn varð. Sviss: Skógar- dauðinn sækir á Birmensdorf, Sviss, AP. NÆSTUM annað hvert tré í Sviss er sjúkt vegna meng- unar og ástandið versnar stöðugt. Hefur opinber rannsóknarnefnd komist að þessari niðurstöðu og var skýrt frá henni í gær. Við athuganir kom í ljós, að 46% alls skógar í Sviss eru sjúk og hef- ur sú tala hækkað um 10% á einu ári, var 36% í fyrra. Felix Mahrer, sem stjórnaði rannsókninni, segir, að menguninni sé fyrst og fremst að kenna en þar að auki hafí mikl- ir þurrkar í fyrrahaust flýtt fyrir skemmdunum. Árið 1984 varð „skógardauðinn" það mál, sem Svisslendingar hafa mestar áhyggj- ur af og er svo enn þótt deilumar um holskeflu erlendra flóttamanna setji um stund meiri svip á þjóð- málaumræðuna. Mengunin hefur ieikið lauftré og ban-tré jafn grátt en verst er ástandið til fjalla, í Alpafjöllunum. Boðar það ekkert gott fyrir fólk á þeim slóðum því skógurinn er eina vörnin fyrir snjóflóðum og skriðu- föllum. Siysið á Svartahafi: Fórst á fimmta hundrað manna? Moskvu, AP. AP/Símamynd í loftbelg yfir Atlantshaf „Hollenski víkingurinn," loftbelgur með þremur hollenskum ofurhugum, lenti i gær í Hollandi, eftir frækilega för þvert yfir Atlantshaf. Var lagt upp frá Nýfundalandi og það tók loft- belgsfarana ekki nema 51 klukkustund að leggja að baki 4200 km. Er það nýtt met. Þegar belgurinn lenti lá við, að Ula færi þvl að körfunni hvolfdi. Meiddist leiðangursstjórinn, Henk Brink, dálitið á mjöðm en óliappið varð þó ekki til að draga úr ánægjunni með afrekið. Sjá bls. 26. AP/simamynd LÍK 79 manna hafa fundist og I þegaskipinu Nakhimov aðmíráli, I nótt mánudagsins. Eru þessar Sovéska farþegaskipið Nakhimov aðmíráll í höfninni í Batumi. 319 er saknað af sovéska far- | sem sökk á Svartahafi aðfara- | upplýsingar hafðar eftir embætt- ismanni í sovéska siglingamála- ráðuncytinu. 1.234 manns voru um borð í farþegaskipinu þegar árekstur varð milli þess og sov- ésks flutningaskips. Leonid P. Nedyak, aðstoðarsigl- ingamálastjóri Sovétríkjanna, sagði í gær, að tekist hefði að bjarga 836 manns en miklar björgunaraðgerðir stóðu þá enn yfir. Var ijöldi skipa og þyrlna á slysstaðnum og höfðu kafarar verið sendir niður í skipið í þeirri von, að takast mætti að finna þar einhveija á lífi. Sagði Nedyak, að flutningaskipið hefði siglt þvert á síðu farþegaskipsins, sem hefði sokkið á 15 mínútum. Liggur það nú á 43 metra dýpi um 15 km frá höfninni í Novorossiysk. Farþegarnir voru allir sovéskir borgarar, aðallega frá Moldavíu, Úkraínu, Eystrasaltslöndunum og Mið-Asíu. Fréttaflutningur af slysinu hefur verið lítill þar til nú. Tass-fréttastof- an sovéska sagði frá því á mánudag og þá aðeins að áreksturinn hefði orðið og menn farist. Washington Post vegna Rainbow-málsins: Yegið að „heigustu“ fyrirgreiðslu til bandarískra kaupskipafélaga „SJÓHERINN, sem hefur lengi haldið því fram, að hann greiði of há farmgjöld fyrir sjóflutninga til annarra landa, hefur gert tillögu um nýjar reglur, sem myndu færa milljónir dollara frá bandariskum skipafélögum til erlendra félaga, sem ódýrara er að skipta við.“ Með þessum orðum hefst fréttagrein á viðskipta- síðu bandaríska blaðsins Washington Post síðastliðinn föstudag. Segir blaðið, að tilraunir sjóhersins að til ná farmi frá fyrirtæk- inu Rainbow Navigation fyrir íslensk skipafélög, séu kveikjan að þessum nýju, umdeildu tillögum. Washington Post segir, að til- stórfé á síðasta ári. Blaðið segir, laga sjóhersins hafi mætt harðri andstöðu meðal þeirra, sem gæta hagsmuna bandaríska kaupskipa- flotans. Þeir segi, að framkvæmd hennar hefði hörmulegar afleið- ingar fyrir útgerðarfyrirtæki, sem beijast flest í bökkum og töpuðu að forréttindi bandarískra skipa til flutninga fyrir sjóherinn, sem tryggð eru með lögum frá 1904, séu „helgasta" opinbera fyrir- greiðslan til þeirra. Á síðasta ári greiddi flutningadeild sjóhersins 1,8 milljarða dollara (um 80 millj- arða ísl. króna) til bandarískra skipafélaga fyrir flutning á vam- ingi til herstöðva í öðrum löndum. Þá segir í blaðinu, að sjóherinn hafi lengi talið, að hann gæti spar- að stórfé, ef erlendum fyrirtækj- um yrði heimilað að gera tilboð í flutninga. Er talið, að erlend skipafélög gætu boðið 10 til 30% lægri farmgjöld. Haft er eftir Mark Young, forstjóra Rainbow Navigation, að bandarísk fyrir- tæki gætu alls ekki keppt við erlend. Eins og málum er nú háttað getur Bandaríkjaforseti veitt und- anþágu frá lögunum frá 1904 ef krafist er of hárra farmgjalda. Nýju reglurnar gera meðal annars ráð fyrir, að flotamálaráðherrann fái þetta vald. Telja talsmenn bandarísku skipafélaganna, að heimild ráðherrans sé of rúmt orðuð og gefi honum of mikið vald til að veita undanþágur. Reglurnar voru sendar til um- sagnar hagsmunaaðila 28. júlí síðastliðinn; umsagnarfrestur er liðinn og er beðið endanlegra ákvarðana bandaríska varnar- málaráðuneytisins. (Sjá forystugrein um Rain- bow-málið á miðopnu.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.