Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
Fóstureyðing’ar
gegn frelsi kvenna
Kveðja til Veru
eftir Huldu Jensdóttur
Tímaritið Vera er málgagn
Kvennaframboðsins í Reykjavík og
Samtaka um kvennalista. I 4. tölu-
blaði Veru 1985 er grein, sem ber
yfirskriftina „Lífsvon gegn frelsi
kvenna". Greinin fjallar um kynn-
ingarfund Lífsvonar í ísl. óperunni
vorið 1985. Lífsvon er landssamtök
til vemdar ófæddum bömum.
Eftir að hafa lesið nefnda grein
í Vem, hafði ég samband við einn
ritstjómarmeðlim Vem og bað um
að fá að senda inn svargrein. Málið
var lagt fyrir ritstjóm og sam-
þykkt. Nokkm síðar var ég beðin
að stytta grein mína, sem annars
tæki of mikið af rými blaðsins. Að
sjálfsögðu kom ég til móts við þá
ósk, þótt ekki færi framhjá mér,
að stytting greinarinnar átti að
gerast á kostnað þess sem að mínu
mati var mikilvægast að kæmi
fram. Fjórum mánuðum — eftir að
ég skila svargrein minni til Vem,
fæ ég ódagsett bréf, en póststimpl-
að, þar sem segir. „Ritnefndin
teystir sér ekki til að birta grein
í þessum anda, þar sem við teljum
hana vera á skjðn við þá kven-
frelsisbaráttu, sem við leitumst
við að standa fyrir."
Slík meðferð mála hlýtur að telj-
ast harla undarleg, ekki síst, þegar
haft er í huga, að blaðið segir:
„Greinar í Vem em birtar á ábyrgð
höfunda sinna og em ekki endilega
stefna útgefenda." — Auk þess er
sú kvennahreyfing, sem þama á
hlut að máli, að útiloka allar þær
konur sem em á móti fóstureyðing-
um. Varla geta það talist lýðræðis-
leg vinnubrögð né jafnréttisleg.
Eg undirrituð er að sjálfsögðu í
þeim hópi, sem berst fyrir og styð-
ur heilshugar frelsisbaráttu kvenna,
en fóstureyðing er fyrir mér frek-
legt brot gegn lífinu sjálfu og
konum. Fóstureyðingar setja konur
í hlekki sem undan svíður. Fijálsar
fóstureyðingar em flötrar á konur,
þvingun, sem óspart er notuð af
bamsfeðmm, eiginmönnum eða
sambýlismönnum, og því miður
einnig af foreldmm ungra stúlkna.
Og svo langt gengur vitleysan, að
kunningjar og jafnvel nágrannar
blanda sér í málið oft með þeim
hrikalegu afleiðingum, að viðkom-
andi kona fer í fóstureyðingu, þótt
forsendur séu engar. Slíkur þrýst-
ingur frá samfélaginu setur konu í
mjög erfíða aðstöðu. Hún berst við
öryggisleysi og sektarkennd gagn-
vart fjölskyldu og vinum ef hún
gengur með bamið, og hinsvegar
sektarkennd gagnvart baminu og
sjálfri sér ef hún lætur eyða því.
Alein verður konan að stíga skref
ákvörðunarinnar, enginn tekur
ábyrgðina á sig, né axlar byrðina.
Viðurkennd viðbrögð mikils
meirihluta kvenna, sem ganga í
gegnum fóstureyðingu em í fimm
megindráttum:
1) Léttir í fyrstu, 2) miklireftir-
þankar og tilraunir til að sannfæra
sjálfa sig um að hún hafi ekki gert
neitt rangt, 3) sjokk (lost), neitar
að trúa því, að hún hafi í raun lát-
ið framkvæma fóstureyðingu, 4)
mikill sársauki og reiði yfir stað-
reyndinni og reiði gagnvart þeim,
sem henni finnst hafa ýtt sér út í
fóstureyðinguna, 5) „dapurleiki —
sorg.“ Mikill grátur (WEBA
0801’85). Það er því alrangt og
mikið ábyrgðarleysi að flytja les-
endum svo einhliða upplýsingar sem
Vera gerir í fyrmefndu blaði, þar
sem konur segja sögur af sínum
eigin fóstureyðingum og láta sem
ekkert sé. Sannleikurinn er annar.
Enda er greinilega ekki um auðug-
an garð að gresja slíkra sagna, þ.e.
Vera verður að notast við gamlar
sögur úr blaði hinnar framliðnu
rauðsokkahreyfingar, Forvitin
rauð. Sögumar birtust fyrir meira
en áratug og þvf farið að slá í
þær, enda trú mín sú, að sömu
konur myndu svara öðruvísi í dag,
ef þær væm spurðar. Ég vona hins-
vegar af alhug þeirra vegna og
vegna allra þeirra kvenna annarra,
sem af einhveijum ástæðum hafa
fundið sig knúðar af kringumstæð-
um til að fara í fóstureyðingu, að
þær fyrirgefi sjálfum sér á þeim
forsendum, að þær sáu enga aðra
útleið á þeim tíma né vissu þær í
raun, hvað þær voru að gera. Upp-
lýsingamiðlun og raunhæf aðstoð
er nauðsyn. Hugarfarsbreytingar
er þörf, ekki síst meðal kvenna. í
réttmætri baráttu til jafnréttis og
frelsis úr viðjum hafta og rangs-
leitni gagnvart konum sem mann-
eskjum hafa sumar skotið langt
yfir mark. Eðli kvenna er og hefur
ávallt verið að standa vörð um og
hlúa að brákuðum reymum. Þannig
eru kynni mín af þeim í gegnum
áratuga starf með þeim og í þeirra
þágu. Enda ber sagan þeim glöggt
vitni í voldugu Grettistaki þeirra í
íslensku þjóðlífí. Megi þær halda
þeirri stefnu áfram. Nú er kominn
nýr og verðugur starfsvettvangur
sem kallar — sá, að hjálpa konum,
sem eru í neyð eftir fóstureyðingu
og hjálpa konum, sem standa aug-
liti til auglitis við ógnun fóstureyð-
ingar, að þær geti gengið með sitt
bam og fengið þá hjálp, sem til
þarf svo vel megi takast.
Hin hiiðin —
Fundur Lífsvonar
Fundur Lífsvonar í ísl. óperunni
fór í alla staði vel fram og miðað
við aðstæður þann dag var hann
vel sóttur. En fámennur hópur
kvenna hafði safnast saman framan
við ópemna í mótmælaskyni og
mátti þar sjá bamavagna og bama-
kerrur og konur með kornaböm á
örmum sér. Konumar dreifðu blaði
með yfirskriftinni: „Dæmið ekki, til
þess að þér verðið ekki dæmdir."
Þessu er til að svara, að hvorki
ég persónulega né samtökin Lífsvon
munu né hafa nokkra sinni dæmt
einstaklinginn, konuna, sem fyrr
eða síðar gengst undir fóstureyð-
ingu, — það er af og frá, en við
fordæmum að sjálfsögðu það réttar-
far, sem slær þegna sína blindu
með brengluðum og óljósum laga-
bókstaf, sem Ieiðir til stríðs gegn
lífinu sjálfu og eðlilegri framvindu
þess. Við fordæmum að sjálfsögðu
einnig þá heilbrigðisþjónustu, sem
sniðgengur þann sjálfsagða þátt að
fyrirbyggja með eðlilegum og
manneskjulegum aðgerðum. A
sama tíma sem fjöldaaftökur fara
fram í móðurkvði era stofnuð frið-
arsamtök, farið í friðargöngur og
fjálglega talað um bömin okkar,
sem við verðum að bægja kjam-
orkuvánni frá. Allt saman gott og
gilt, ef öll mannslíf væra jafnmikils
metin. Mér er spum. Hvemig geta
kjamorkuvopn og stríðsmenn horfið
burtu af heimsskjánum, meðan
hvorttveggja geisar hið innra með
okkur sjálfum, fyllir alla okkar
innrivera? Friður er sannarlega ekki
aðeins íjarvera vítisvéla og
stríðsdáta, heldur friður í okkar eig-
in barmi, sem ber umhyggju fyrir
öllu sem lifir, einnig litla baminu
f móðurlífi.
Við, sem stóðum að kynningar-
fundi Lífsvonar í ísl. óperanni,
voram þar að leggja okkar skerf á
vogarskálar lífsins, að öll böm á
öllum aldri mættu fá að Iifa og lif-
andi sjást í sveitum, bæjum og
borgum þessa lands í örmum og
umsjá mæðra og feðra, sem álitu
þau meira virði en gervifrelsi
frjálsra fóstureyðinga.
I fyrrnefndu dreifibréfí segir
áfram: „Fóstureyðing er alltaf
neyðarúrræði." „ísl. konur hafa
Hulda Jensdóttir
„Frelsi kvenna er í því
fólgið að standa vörð
um sinn eigin líkama,
að þungun eigi sér ekki
stað, ef þess er ekki
óskað, það er þeirra
frelsi. Ef barn verður
til, erþað siðferðileg
skylda konunnar o g
samfélagsins alls að
standa vörð um það líf
og búa því verðugan
stað í móðurlíf i og utan
þess.“
ekki flykkst í fóstureyðingu né not-
að þær sem getnaðarvöm." Þessar
stóra fullyrðingar fá ekki staðist,
og það vita þær konur fullvel, sem
að dreifibréfmu stóðu. Ég hlýt því
að spyija, hvem er verið að blekkja?
Víst era til konur, sem gengist
hafa undir fóstureyðingu vegna
mikils þrýstings, eins og áður seg-
ir, og hver finnur ekki til með þeim,
en eigi að síður tala staðreyndimar
sínu máli. í Heilbrigðisskýrslum,
fylgirit 1985, nr. 2, frá landlæknis-
embættinu í Reykjavík, segir, að
níu af hveijum tíu fóstureyðingum
á íslandi séu af félagslegum ástæð-
um einum saman. Og ég vil leyfa
mér að fullyrða, að flestar, ef ekki
allar þessar ástæður mætti leysa,
ef nægileg samstaða væri fyrir
hendi og meiri virðing borin fyrir
helgi mannlegs lífs. Fullyrðingunni
um, að íslenskar konur noti ekki
fóstureyðingar sem getnaðarvöm,
vísa ég á bug sem staðleysum. I
fyrmefndu riti frá landlæknisem-
bættinu kemur fram það, sem lengi
hefur verið vitað, að 75% þeirra
kvenna, sem fara í fóstureyðingu
nota alls engar getnaðarvamir. Eg
spyr enn, hvem er verið að blekkja?
— Að íslenskar konur „flykkist eicki
í fóstureyðingu", — hver trúir þvf?
Tala ekki tölur sínu máli?
Um sl. verslunarmannahelgi sá
ég hóp ungmenna „flykkjast" í frí
frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík, en það var þó ekkert á
við það, sem ég sé fyrir innri sjónum
mínum, þegar fyrmefndum rökleys-
um er fram haldið, því fjórtán,
jafnvel fimmtán fimmtíu manna
rútur þyrfti til, ef að líkum lætur,
ef allar konur, sem gengu undir
fóstureyðingu á árinu 1985 hefðu
farið af stað samtímis til aðgerðar-
innar. Hversvegna í ósköpunum
reynum við að draga dul á stað-
reyndir? Væri ekki nær að leita
orsaka meinsins og raunhæfra bóta
— fyrirbyggjandi aðgerða, þjóðinni
allri til heilla.
í grein Vera segir orðrétt: „Út
frá því er beinlínis gengið, með
stofnun Lífsvonar, að ég og þú séum
ekki þess umkomnar að ákveða á
ábyrgan hátt“ — „að ábyrgjast eig-
in gerðir, til að ráðstafa líkama
okkar..."
Ég spyr, — er það að ábyrgjast
og ráðstafa líkama sjálfrar sín á
ábyrgan hátt, þegar kona í góðum
efnum býður líkama sínum upp á
það að láta framkvæma fóstureyð-
ingu vegna þess, að hún er að fara
í utanlandsferð, eða er að kaupa
sér nýjan bíl, eða hefur gleymt að
taka pilluna eða hefur sofið hjá
„röngum" manni, eins og dæmið,
sem Vera segir frá í fyrmefndu
blaði. Þar segir orðrétt: „Hvað
mundir þú gera, ef þú værir gift
og ættir von á bami, en vissir ekki,
hvort maðurinn þinn ætti barnið eða
einhver annar væri faðirinn?" Til-
vitnun lýkur. Mannanna böm hafa
ávallt verið breysk og stigið víxlspor
og svo mun ávallt verða, en fæstir
skrifa um þau í blöðin. Flestir sem
betur fer reyna að takast á við sín
víxlspor.
í annan stað, hvernig er hægt
að tala um að ábyrgjast og ráð-
stafa líkama sínum, þegar verið er
að tala um bam í móðurlífi? Bamið
í móðurlífi er ekki likami konunn-
ar. Barnið í móðurlífi er þegar frá
fyrstu byijun lifandi einstaklingur,
ólíkur öllum öðram, sem fyrr eða
síðar munu í móðurlífi dvelja og
þaðan fara til tortímingar eða til
lífs. Skylda okkar allra er að beij-
ast fyrir lífsrétti bamsins í móð-
urlífi, hvers líffæri myndast nær
öll á fyrstu tíu vikum meðgöngunn-
ar, eftir það er fyrst og fremst um
vöxt að ræða. Á fyrstu 3 vikunum
er hjartað farið að slá, æða- og
öndunarkerfi þróað, vísir kominn
að kynfæram, skynfæram og útlim-
um, sem 8 vikna era mótaðir. Á
10. viku beinkjarnar, tær og fing-
ur. Bamið í móðurkviði hefur fengið
fullkomið mannsútlit, — er einstakl-
ingur, sem enginn annar einstakl-
ingur mun líkjast að fullu og öllu,
einstaklingur með sín séreinkenni,
sem enginn og ekkert getur frá
honum tekið meðan hann er.
Er ekki kominn tími til að menn
viðurkenni þá vísindalegu stað-
reynd, að um ieið og fijóvgun á sér
stað, er líf. í hvert egg, sem fijóvg-
Ályktanir sýslufundar Norður-Múlasýslu:
Bættum samgöngum
við Austurland fagnað
Geitagerði.
SÝSLUFUNDUR N-Múlasýslu
1986 var haldinn á Borgarfirði
dagana 6. og 7. júní.
Meðal margra samþykkta, sem
gerðar vora, má nefna eftirfarandi:
„Sýslufundur fagnar bættum
samgöngum milli Austurlands og
Norðurlanda, svo og Norður-
Evrópu. Kemur þetta fram í aukn-
um ferðamannastraumi og beinum
innflutningi. Til þess að fylgja þess-
ari þróun eftir ítrekar fundurinn
þá áskorun á Alþingi og ráðherra
að staðsettur verði tollvörður á
Austurlandi með aðsetur á Seyðis-
firði.
Sýslufundur skorar á Alþingi,
samgönguráðherra, vegamálastjóra
og stjóm SSA að gangast fyrir að
gera svofellda breytingu á reglu-
gerð nr. 62/1964: Felld verði úr
reglugerð þeirri, sem nú gildir,
ákvæði um óakfæra vegi merkta
bókstafnum Ó, en í þess stað verðí
haldið eftir 25% af ríkisframlaginu
til ráðstöfunar fyrir ófyrirséð. En
að öðru leyti verði reglan óbreytt,
svo og önnur ákvæði.
Sýslufundur ítrekar fyrri sam-
þykkt sína um að skora á stjóm
vegamála og Alþingi að gerður
verði aðalfjallvegur um Snæfell,
Hrafnkelsdal, Brúaröræfi, Kreppu-
tungur og tengist þar við Gæsa-
vatnaleið. Nefndin leggur til að
fjallvegur þessi beri nafnið Snæ-
fellsleið. Sú leið liggur þá um brýr
á Jökulsá á Brú, Kreppu og væntan-
lega brú á Jökulsá á Fjöllum.
Sýslufundur ítrekar fyrri sam-
þykkt um að skora á Alþingi,
samgönguráðherra og vegamála-
stjóra að vinna markvisst að því
að lagður verði vel uppbyggður
vegur um Hellisheiði milli Vopna-
fjarðar og Fljótsdalshéraðs. Núver-
andi vegarraðningur er fær 1—2
mánuði á ári en er þó mjög fjölfar-
inn. Væri þetta eðlilegust tenging
hringvegar milli Norður- og Austur-
lands.
Gera þarf núverandi Ó-veg að
sérverkefni. Á það skal bent, að
Austurland var hlunnfarið við ráð-
stöfun hafísvegafiár og er hér gott
tækifæri til veralegra úrbóta.
Sýslufundur skorar á Veiðimála-
stjóra og Alþingi að sjá til þess, að
á Austurlandi verði starfandi fiski-
fræðingur eins og lög mæla fyrir,
til leiðbeiningar fyrir bændur og
almenning, hér á Áusturlandi, sem
taka vill þátt í uppbyggingu þessar-
ar nýju atvinnugreinar. Sérstaklega
er lögð áherzla á að bændum verði
kynntar nýjungar í silungsræktun
og ræktun regnbogasilungs.
Sýslufundur skorar á iðnaðarráð-
herra að gera framhaldsrannsóknir
á perlusteini í Loðmundarfírði, með
það í huga, hvort aðstæður hafi
breytzt varðandi vinnslu perlusteins
og kannað verði til hlítar magn og
gæði efnisins, en aðeins hluti þessa
svæðis hefur verið kannaður. Sér-
staklega er ástæða til þess að kanna
þetta betur, ef kísilmálmverksmiðja
verður reist á Reyðarfírði, þar sem
þá myndu skapast nýir möguleikar
ogódýrir varðandi flutning efnisins.
Sýslufundur skorar á Hafrann-
sóknastofnun að halda áfram
rannsóknum á fískstofnum fyrir
Austurlandi, og þá sérstaklega er
varðar skelfiskmið á Héraðsflóa og
víðar. Einnig verði könnuð mið út-
hafsrækju fyrir Austurlandi.
Sýslufúndur skorar á iðnaðarráð-
herra og Orkustofnun að láta fara
fram frekari rannsóknir á gasi og
jörðu á Héraði. Þýðingarmikið sé
að fá úr því skorið, hvort hér geti
verið um veralegt magn að ræða,
sem gagnlegt væri að hagnýta.
Sýslunefnd N-Múlasýslu leggur
mjög ríka áherzlu á að haldið verði
markvisst áfram rannsóknum,
vatnamælingum og vegagerð við
Fljótsdalsvirkjun sbr. lög nr. 60 frá
1981 um orkuver. Samkvæmt
nefndum lögum er Fljótsdalsvirkjun