Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
17
ast, er skráð lífssaga manns, sem
á erindi inn í lífsframvinduna.
Þunguð kona hefur ekkert frelsi til
að taka líf, fremur en aðrir. Frelsi
kvenna er í því fólgið að standa
vörð um sinn eigin líkama, að þung-
un eigi sér ekki stað, ef þess er
ekki óskað, það er þeirra frelsi. Ef
bam verður til, er það siðferðileg
skylda konunnar og samfélagsins
alls að standa vörð um það líf og
búa því verðugan stað í móðurlífi
og utan þess.
Tilvitnun í Veru:
„Hvað nákvæmlega á konan við,
þegar hún segir, að við þurfum á
fötluðum bömum að halda til að
læra að elska og án þeirra séum
við fátækari?" — Tilvitnun lýkur.
Að sjálfsögðu sagði ég þetta ekki,
þótt vel geti falist sannleikskom í
þessari fullyrðingu Vem. Mín orð
vom: „Ef við ættum engin fötluð
böm til að lifa fyrir og elska, væmm
við fátækari en raun ber vitni."
Ég ætla ekki á þessu stigi máls
að fara í orðaleik við Vem, því orð
mín skýra sig sjálf, en vil benda
á, að Lífsvon getur að sjálfsögðu
ekki sætt sig við að fólk sé dregið
í dilka, — að eitthvað í nafni vísinda
ákveði hver á að lifa og hver á að
deyja. Slíkt er að margra mati sið-
leysi, enda er mér spurn, hver er
algjör mælikvarði bæklunar? Allt
Iíf hefur gildi, — það fer ekki á
milji mála í minni réttarvitund.
Á sama tíma og matvælafram-
leiðslan í heiminum er einum þriðja
of mikil, á sama tíma og einni millj-
ón króna er eytt hvetja einustu
sekúndu í bijálæðislegan vígbúnað,
sem þýðir 60 miljjónir hverja ein-
ustu minútu, auk ekki minni
upphæða í glómlausar vitleysur,
leyfum við okkur að tala um, að
fötluð böm séu samfélaginu of dýr.
Hafa menn gleymt því að hið vold-
uga ríki Rómveija féll og fall þess
varð mikið? Heimildir frá þeim tíma
sýna, að mikil fólksfækkun átti sér
stað. 2 böm á fjölskyldu var há-
mark, þrælum gefíð frelsi og þeir
gerðir ríkir, ef þeir fyrirfóm börnum
sínum.
Þegar maðurinn hættir að virða
helgi mannlegs lífs, eykst spillingin
í margvíslegri mynd með þeim af-
leiðingum, sem því fylgja. Nútíma
lífsgæðamat lokar dymm á börn.
Það er ekki rúm fyrir þau. Menn
em svo uppteknir við lærdóm og
lífskjarasköpun að kjaminn gleym-
ist. Ekkert er fjær lífsgæðum,
lífsdýpt og lífstilgangi en lífskjara-
mgl. Böm gera engan fátækan.
Börn eru ijárfesting hin allra besta,
— nú sem fyrr.
Ef sú lífssýn, sem þvinguð er inn
á nútímamanninn, hefði verið
ríkjandi fyrir nokkmm tugum ára,
væri ég og fólk á mínum aldri fátt
á foldu, — ég tala nú ekki um
mæður okkar og feður, ömmur og
afa, sem í miklum meiri hluta fædd-
ust í heim allsleysis, jafnvel heim
örbirgðar, þar sem björg var oft
lítil sem engin frá degi til dags.
En er það ekki einmitt þetta fólk,
sem samkvæmt dagsreglunni hefði
aldrei átt að fæðast, sem er gmnn-
ótvírætt næsti virkjunarkostur eftir
Blönduvirkjun.
Sýslufundur N-Múl. fellst á að
miðað við orkuþörf landsmanna
verði gerð útboðsgagna frestað, unz
horfur hafa glæðzt með orkusölu.
Fundurinn leggur áherzlu á að þær
rannsóknir, sem þegar hafa farið
fram, em mjög dýrmætar og þýð-
ingarmiklar fyrir þjóðarbúið í heild
og bendir á að markaðshorfur á
sölu orkunnar geta breytzt á
skömmum tíma og sífelldar nýjung-
ar ryðja sér braut í flutningi
rafmagns jafnvel landa milli.
Sýslufundur N-Múlasýslu lýsir
yfir mikilli óánægju með nýsam-
þykkt sveitarstjómarlög, einkum
þau ákvæði laganna, sem lúta að
sýslunefndum og væntanlegum hér-
aðsnefndum, en þau ákvæði em
mjög óljós og allt á huldu um, hvert
verður eiginlegt verkefni sýslnanna.
Sýslunefndin telur, að þótt fmm-
varpið til sveitarstjómarlaganna
hafi ekki verið gallalaust, hafi það
versnað til muna í meðfömm Al-
þingis."
urinn sterki, sem öll nútímavelferð
byggist á?
I þúsundir ára hefur siðfræði
lækna byggst á lotningu fyrir lífínu.
Læknaeiðurinn kveður á um að
vemda líf allt frá getnaði til graf-
ar. Margir líta svo á að læknaeiður-
inn sé lögum meiri. Nægir í því
sambandi að benda á PRO-VITA-
samtökin, sem vom stofnuð á
læknaþingi í Niðurlöndum árið
1947, byggð á gmnni gerðum af
franska erfðafræðingnum, læknin-
um, prófessor J. LeJeune, sem
margoft hefur verið nefndur í sam-
bandi við Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði. Prófessor J. Lejeune
er sá sem fann aukalitninginn Tri-
somi 21, sem orsakar mongólisma
og vinnur nú að því hörðum höndum
að lækna mongólisma m.m. — í
PRO VITA-samtökunum em nú
þegar yfir 130.000 læknar. Það
hlýtur því að teljast gróft brot gegn
öllu velsæmi og mannréttindum,
þegar Alþingi setur lög, sem þving-
ar lækna og aðrar heilbrigðisstéttir
til að vinna gegn heiti, sem verið
hefur homsteinn læknisfræðinnar
frá örófi alda.
Á sama hátt og ójafnvægi í
líkama mannsins leiðir til sjúkdóma
og skertra viðbragða, hlýtur ójafn-
vægissamfélag að verða sjúkt með
skerta dómgreind. Eitt af sorgleg-
um dæmum þessa ójafnvægis-
ástands í nútíma samfélagi er
einmitt sú staðreynd að vamarlaus
böm í móðurlífi eiga þar ekki griða-
stað lengur. Með lögum má taka
líf þeirra, þótt þau hafi ekkert til
saka unnið, nema það eitt að verða
til, fyrir tilverknað annarra. Lífið
krefst réttlætis. Lögum er ekki
ætlað að brjóta niður siðgæðisvit-
und fólks og þann þroska, sem því
fylgir að takast á við vanda. Lög
hvers lands hljóta að hafa það
markmið að styrkja og efla sið-
gæðis- og réttarvitund fólks, enda
nauðsyn, ef viðhalda á menningu
og lífskrafti þegnanna. Ég skora
því á alla íslendinga að fylkja sér
undir fána lífsins, að samtökin
Lífsvon megi verða voldugt verk-
færi til bjargar hundruðum íslend-
inga ár hvert. Okkur vantar
stuðningsfjölskyldur og góðar hug-
myndir. Margar hendur vinna létt
verk.
Trú mín og von er sú að ritstjóm
Veru, ásamt þeim öðrum, sem álíta
fijálsar fóstureyðingar frelsi, muni
innan tíðar, mjög skjótt, sjá fjar-
stæðuna. Fijálsar fóstureyðingar
em blekkingarfjötrar þess tíðar-
anda, hvers verðmætamat er
hlutasöfnun. Hlutir em góðir til síns
brúks, en hlutir gefa ekki það, sem
mannlegu lífi er nauðsyn til þroska
og lífs. Ef þetta gleymist er vél-
mennið á næsta leyti.
„Hin mesta ógnun við heims-
friðinn er hróp hins ófædda bams.“
Systir Teresa.
„Að vera móðir er ekki starf, það
er ekki einu sinni skylda. Það em
aðeins ein af mörgum réttindum
konunnar____“ Oriana Fallaci.
„Bam gerir þig að manneskju
og hjálpar þér að sjá hlutina í réttu
ljósi og réttri röð.“ Meryl Streep.
Böm em það dýrmætasta, sem
við eigum. Án bama ekkert líf. Án
morgundags engin framtíð.
Skrifstofa Lífsvonar er í Auð-
brekku 2, Kópavogi, sími 44500 og
pósthólf Lífsvonar er 5003, 101
Reykjavík.
Höfundur er forstödumaður Fæð-
ingarheimilis Reykjavikur og
formaður Lífsvonar.
Gullin horn 16 stk.
250 g Munka-hveiti
200 g smjör eöa smjörlíki
'h dl mjólk eöa rjómi
1 e99
2 stk lyftiduft
1 tsk vaniiludropar
Fylling: 150 g sveskjumauk
Til penslunar: 1 egg, þeytt, grófur strásykur,
möndluspænir, ef vill.
Ölíu efni er blandað saman og þaö hnoöaö i
samfellt deig. Skiptiö deiginu í tvennt,
mótiö 2 kúlur og tátiö þær bíöa í 5 mín.
Fletjiö kúlurnar út í kringlóttar kökur,
u.þ.b. 30 sm i þvermál. Skerið hvora um sig
í 8 hluta. Setjið 1 tsk af sveskjumauki ofan
á hvern bita og rúllið upp inn aö miðju.
Leggiö hornið á smurða plötu, snúið endanum
niður. Pensliö homin meö egginu, stráiö sykri
og möndlum yfir. Bakiö í miöjum ofni viö 200° C
i u.þ.b. 20 min.
Svona
kræsingar
bakar þú
með nýja
Munka-mjölinu
frá Danmörku
Nú fæst Munka-hveitimjölið óviðjafnanlega loksins
á íslandi. Munka-mjöl er uppáhald danskra húsmæðra
enda er það malað úr dönsku gæðahveiti.
Kauptu poka af Munka-mjöli í dag. Reyndu uppskriftina
að gullnu hornunum og uppskriftirnar á pokanum.
Þá geturðu hlakkað til að bera fram heimabakaðar kræsingar.
Úr Munka-mjöli!
Heildsöludreifing: Nathan og Olsen hf. Sími 681234.
- G.V.Þ.