Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
23
Húsavík:
Mokafli hjá rækju-
skipum norð-norð-
austur af Langanesi
Húsavík.
MIKIL og góð rækjuveiði hefur
verið fyrir Norðausturlandi und-
anfarið og hafa um 20 skip
stundað þessar veiðar. Ný rækju-
mið fundust út af Langanesi,
nánar tiltekið í svokölluðum
Kanti norðaustur af Langanes-
inu um 30 sjómílur frá landi.
Þrjú aðkomuskip hafa landað
afla sínum hér á Húsavík, en það
eru: Snæfari frá Reykjavík og Dag-
fari og Sjávarborg úr Sandgerði.
Öll þessi skip ásamt togaranum
Júlíusi Havsteen hafa aflað mjög
vel að undanförnu.
Dagfari kom til löndunar á
fimmtudag með 24 tonn af rækju,
ísaðri í kassa eftir aðeins 4ra daga
túr, en 11 tíma stím er af miðunum
til Húsavíkur. Sjávarborgin er hér
einnig til löndunar, hún er með 70
tonn, en hún fór vestur á Dom-
banka og tók þar nokkur höl. Þar
er stærri rækja og fer hún beint á
Japansmarkað fyrir mjög hátt verð.
Um borð í Dagfara hitti ég þá
Ólaf Karlsson, vélstjóra, og stýri-
manninn, Einar Kristjánsson. Þeir
voru að vonum kampakátir yfir
þessum veiðiskap og töldu að Dag-
fari yrði á þessum veiðum a.m.k. í
mánuð í viðbót og léti loðnuveiði
bíða þar sem mun betra aflaverð-
mæti væri í rækjunni við þessar
aðstæður, þeir væru nú búnir að
vera í 5 vikur á þessum veiðum og
fiskað um 150 tonn og má ímynda
sér að mikið fé er fólgið í þeim
afla, þar sem verð á rækju er mjög
gott um þessar mundir. Ætla má
að skipið fái um 53 krónur fyrir
kílóið af rækjunni og mun þá síðasti
túr Dagfara gera um þrettán hundr-
uð þúsund fyrir 24 tonnin. Það er
verksmiðjan Særún á Blönduósi
sem kaupir rækjuna af Dagfara og
ekur henni á bílum á milli.
Ólafur Karlsson sagði að miðað
við veiðar þeirra fyrir 2 árum væru
rækjuveiðarnar nú mjög hagstæðar
fyrir útgerðina, þá hefðu þótt ágæt-
ir túrar að fiska 15 tonn á 5 dögum
og þá bæri að líta á það að olíu-
verð hefði lækkað mikið síðan þá,
þannig að þetta væri eiginlega ekki
sambærilegt, þar sem þeir hefðu
núna verið 3 sólarhringa að veiðum.
Sex menn eru um borð í Dagfara
á rækjuveiðunum, en fjölgar í tólf
við loðnuveiðamar.
Þeir Einar og Ólafur voru vissir
um að nóg væri af rækju á þessu
svæði, þetta fiskirí kæmi á alveg
réttum tíma, rækjuveiðar í Barents-
hafi hefðu brugðist og nú byðu
Norðmenn mjög hátt verð fyrir
rækjuna.
Skipaafgreiðsla Húsavíkur sér
um löndunarþjónustu úr þessum
skipum og hefur það gengið alveg
eins og í sögu og má segja að
stemmningin við Húsavíkurhöfn
þessa dagana minni á síldarárin,
en þá var mikið líf og fjör við höfn-
ina. Þegar landað var úr Sjávar-
borginni færði Skipaafgreiðslan
skip frá Eimskip, sem þeir eru jafn-
framt umboðsaðilar fyrir, frá
hafnargarði að bryggju og hífðu frá
borði frystigáma og óku rækjunni
beint frá Sjávarborginni yfir í frysti-
gámana og fylltu þá. Þeim var síðan
skipað um borð aftur og skipið
sigldi með rækjuna beint á erlendan
markað. Þetta tók lítinn tíma og
sparaði mikið fé. Virkilega vel að
þessu staðið.
í dag er Húsavík miðstöð rækju-
veiðanna og verður svo enn um
tíma. Rækjuverksmiðjan á Húsavík
tekur við öllum afia úr togaranum
Júlíusi Havsteen og er von á honum
inn á morgun, föstudag, með 70
tonn. I verksmiðjunni er unnið dag
og nótt, þar sem svo mikill afli
berst nú á land, von er á 2 rækjubát-
um inn á laugardag.
Þess má geta, að skipin Dagfari
og Sjávarborg eru eign barna Þórs
Péturssonar útgerðarmanns á
Húsavík, sem rak stærsta útgerðar-
félagið hér á Húsavík, Barðann, um
áraraðir ásamt bróður sínum, Stef-
áni, og bömum þeirra beggja. Það
var mikil blóðtaka fyrir Húsavík
þegar það fyrirtæki flutti starfsemi
sína að mestu suður yfir heiðar
vegna aflabrests hér og annarra
orsaka.
Þ.E.
Frá Flúðum
Morgunblaðið/Sig.Sigm.
Flúðir Hrunamannahreppi:
Aldrei fleiri ferðamenn
Syðra-Langholti.
Ferðamannastraumur hér um
sveitina hefur verið mjög mikill
í sumar. Að sögn Jóhannesar Sig-
mundssonar hótelstjóra sumar-
hótelsins á Flúðum hafa gestir
aldrei verið fleiri. M.a. hafa
stærri og smærri hópar dvalið í
nokkrar nætur i senn og farið í
skoðunarferðir á daginn.
En frá Flúðum er stutt til margra
sögufrægra og fagurra staða. Gisti-
rými er fyrir 60—70 manns en
meginhluta þess, þ.e. í skólahúsinu,
verður nú lokað um mánaðamótin,
en Skjóiborg er aftur á móti opin
fallt árið. Margir ferðamenn hafa
einnig gist á tjaldstæðinu og notið,
svo sem aðrir, þein-ar miklu veður-
blíðu sem verið hefur í sumar. Þá
stansa fjölmargir áningarfarþegar
Flugleiða, sem eru í skoðunarferð-
um á svokölluðum Gullfoss —
Geysis-hring, á Flúðum til að snæða
hádegisverð og verður svo til sept-
emberloka.
Nú er verið að byggja ný sund-
skýli við sundlaugina á Flúðum en
þau gömlu voru orðin hrörleg enda
tekin í notkun árið 1949. Sundlaug-
inni er eðlilega lokað á meðan.
Verktakar eru þeir Guðmundur
Magnússon og Júlfus Sveinsson
byggingameistarar. Á byggingu
nýju sundskýlanna að vera lokið í
byijun október. Kennsla í Flúða-
skóla á að hefjast 8. september.
Sig.Signi.
Af Dagfara: skipstjórínn Hinrík Þórarínsson lengst til hægri, þá Einar Kristjánsson stýrimaður og
Ólafur Karlsson vélstjóri.