Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
29
formaður SUF, sagði að hér væri
átt við öll samskiptin við Banda-
ríkin, en Finnur Ingólfsson, fráfar-
andi formaður SUF, sagði, að hér
væri fyrst og fremst vísað til þriggja
mála: hvalveiðimálsins, kjötinn-
flutnings varnarliðsins og einokun-
ar Rainbow Navigation á sjóflutn-
ingum fyrir varnarliðið.
Steingrímur Hermannsson lagði
orð í belg í þessum umræðum og
taldi vafalaust að kjötinnflutningur
varnarliðsins væri lögmætur. Aftur
á móti teldi hann rétt að stöðva
hann nú, þar sem aðrar aðstæður
væru fyrir hendi hér á landi hvað
varðaði framboð og gæði kjöts en
þegar varnarsamníngurinn var
gerður. Kvaðst hann hafa ásamt
landbúnaðarráðherra rætt um það
við utanríkisráðherra, að heimildin
til kjötinnflutningsins í viðbæti við
varnarsamninginn yrði felld brott.
Steingrímur vakti jafnframt at-
hygli ungra framsóknarmanna á
því, að Islendingar hefðu mikil-
vægra hagsmuna að gæta í
Bandaríkjunum. Þar væri mikil-
vægasti fiskmarkaður okkar og
fyrir sérstaka velvild bandarískra
stjórnvalda fengju Flugleiðir að
bjóða lág fargjöld, sem væru for-
senda fyrir áframhaldandi Atlants-
hafsflugi þeirra. í þessu efni yrðum
við að láta skynsemina ráða. En
um utanríkismálaályktun þingsins
almennt sagði forsætisráðherra:
„Mér finnst þessi ályktun að mörgu
leyti ágæt og geri engar athuga-
semdir við hana.“
í drögum að ályktun um utan-
ríkismál var klausa, þar sem orðrétt
sagði: „Gjalda ber varhug við hvers
konar ásælni hersins [þ.e. varnar-
liðsins] um aðstöðu úti á lands-
byggðinni, sbr. hugmyndir um
varaflugvöll á Sauðárkróki." Ungir
framsóknarmenn í Norðurlands-
kjördæmi vestra sættu sig ekki við
þetta orðalag. Guðrún Sighvats-
dóttir, sem hafði orð fyrir þeim,
sagði að Sauðkrækingar legðu
áherslu á að fá þennan flugvöll og
væri það mál nú á „viðkvæmu
stigi“. Ályktunin gæti truflað þessi
áform. Tillagan var borin undir at-
kvæði og niðurfellingin samþykkt
með öllum þorra atkvæða gegn um
tíu. Sagði þá einn ágætur fram-
sóknarmaður upphátt: „Bara
kommúnistamir á móti“.
„Af ávöxtunum ...“
Með þinginu í Hrafnagilsskóla
hafa ungir framsóknarmenn sýnt,
að þeir em að sækja í sig veðrið.
Þeir em ekki aðeins bjartsýnir held-
ur fullir eldmóðs. Vandinn er bara
sá, að hólmganga þeirra er við eig-
in flokksmenn og útlit fýrir að hún
geti skapað flokknum nýja erfíð-
leika. Staðreyndin er sú, að það em
alls ekki allir framsóknarmenn sam-
mála skýringum SUF á fylgistapi
flokksins eða því, hver leiðin er til
„vinsælda og áhrifa". Það er jafn-
vel hugsaniegt, að verði hart gengið
fram í því að iosna við suma núver-
andi þingmenn flokksins, muni
koma til sérframboða óánægðra
framsóknarmanna.
Hitt er þó enn þýðingarmeira í
þessu samhengi, að greining SUF-
þingsins á vanda Framsóknar-
flokksins kann að vera á miklum
misskilningi byggð. Ef tii vill er hin
„neikvæða fjölmiðlaímynd" Fram-
sóknarflokksins á rökum reist og
flokkurinn í raun hentistefnuflokk-
ur, sem hefur viðurværi sitt af
þröngum sérhagsmunum áhrifa-
mikiila kjósenda í dreifbýli, þar sem
hvert atkvæði vegur meira en at-
kvæði í þéttbýli vegna úreltrar
kjördæmaskipunar. Þennan skiln-
ing á Framsóknarflokknum má
sækja í reynsluna af stjórnarþátt-
töku flokksins sl. áratug, en á þeim
tíma hefur hann starfað með öllum
höfuðflokkunum og fylgt mjög
ólíkri stefnu eftir því í hvaða ríkis-
stjórn hann hefur setið. Hann hefur
verið stjómlyndur í samstarfí við
Alþýðubandalag og Alþýðuflokk og
fijálslyndur í samstarfi við Sjálf-
stæðisflokk. í ljósi þessa kunna
fjölmiðlaæfíngar og breytt skipulag
að duga skammt, því af verkunum
eru menn á endanum dæmdir.
Þingfulltrúar voru 130—140 og er þetta liklega fjölmennasta þing SUF um árabil.
er hljóta að krefjast aukinna ríkisút-
gjalda. Hér, eins og oft áður, virðast
framsóknarmenn eiga erfitt með
að ákveða í hvorn fótinn þeir eiga
að stíga.
í drögum að stjórnmálaályktun-
inni var að fínna harða gagnrýni á
íslenskt viðskiptalíf og því m.a. lýst
yfír að þar væri siðleysi ríkjandi.
Þessi setning var hins vegar felld
brott í endanlegri gerð, enda um
stóryrði að ræða sem erfitt yrði að
rökstyðja. Þetta gefur hins vegar
svolitla vísbendingu um kaldan
anda í garð verslunar og viðskipta
meðal ákveðins hóps ungra fram-
sóknarmanna.
Umhverfismála-
ráöuneyti?
Áður en SUF-þingið kom saman
var látið í veðri vaka, að meginefni
þingsins yrðu umræður um um-
hverfísmál. Tilkynnt var, að von
væri á Petru Kelly, fyrrum þing-
manni Græningja í Vestur-Þýska-
landi, og myndi hún ávarpa þingið.
Kelly komst ekki á þingið og hvort
sem það var þess vegna, eða af
öðrum ástæðum, var þar harla lítið
rætt um umhverfísmál, heldur voru
það innanflokksmálin sem mestur
tími fór í. Hins vegar samþykkti
þingið sérstaka ályktun um um-
hverfísmál, þar sem m.a. er lagt til
að sett verði lög um samræmda
heildarstjóm umhverfismála, sem
feli í sér að mengunarvarnir, skipu-
lagsmál og náttúruvernd verði á
vegum sama ráðuneytis í Stjómar-
ráði íslands. Má líklega skiija þessa
ályktun, sem tillögu um stofnun
sérstaks ráðuneytis umhverfismála.
Vafalaust eiga ungir framsókn-
armenn eftir að láta meira í sér
heyra um umhverfísmálin, enda er
alls ekki loku fyrir það skotið að
Framsóknarflokkurinn geti markað
sér einhvetja sérstöðu á því sviði,
ef aðrir flokkar vanrækja þau.
Kjarnorkuslysið í Chemobyl í Sóv-
étríkjunum hefur sett umhverfismál
í brennidepil með nýjum hætti og
það er bæði eðlilegt og óhjákvæmi-
legt að borgaralegir flokkar taki
þau upp af festu, en láti þau ekki
eftir flokkum yst til vinstri.
Ekki á móti vara-
flugveili
Á þinginu urðu nokkrar umræður
um utanríkismál og þar komu ljós-
lega fram sárindi og gremja í garð
Bandaríkjamanna vegna lykta hval-
veiðideilunnar. í ályktun þingsins
um utanríkismál er þess krafist, að
samskiptin við Bandaríkin verði
tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Þórður Ægir Óskarsson, sem sæti
á í stjóm SUF, hreyfði efasemdum
við þessu orðalagi og taldi óljóst
hvað átt væri við. Eigum við að
hætta að selja þeim fisk eða segja
upp vamarsamningnum? spurði
hann. Gissur Pétursson, hinn nýi
Nokkrir þingfulltrúa í Hrafnagilsskóla. Morgunblaðið/Skai.ti Halldórsson
opnum, því þar segir að Framsókn-
arflokkurinn hafí lagt fram áætlun
um að stýra þjóðfélaginu inn á
„brautir velmegunar, vaxandi
frjálsræðis, félagshyggju og minnk-
andi ríkisafskipta“. Sjálfstæðis-
menn gætu vafalaust skrifað undir
sams konar orðalag, enda má skilja
„félagshyggju" mörgum skilningi,
svo sem höfundur þessarar greinar
hefur áður bent á hér í blaðinu.
Því verður ekki mótmælt með
neinni sanngimi, að Framsóknar-
flokkurinn eigi þátt í því aukna
fijálsræði í atvinnu- og viðskipta-
lífí, sem skapast hefur á kjörtímabili
núverandi ríkisstjórnar. Að vísu
hafa nokkrir þingmenn flokksins
verið andvígir þessum breytingum,
en Steingrímur Hermannsson hefur
stutt þær dyggilega og er líklega
reiðubúinn að ganga lengra á þessu
sviði, en enn hefur verið gert. í
stjómmálaályktuninni segir enn-
fremur, að ungt fólk innan Fram-
sóknarflokksins hafi unnið og barist
fyrir áðurnefndri áætlun flokksins.
í ljósi þess er það undrunarefni, að
hvergi er annars staðar í sam-
þykktum SUF-þingsins vikið að
nauðsyn fijálsraeðis og minnkandi
ríkisafskipta eða hugmyndir þar að
lútandi settar fram, en aftur á
móti víða lýst stuðningi við áform
nn og tók nokkurn þátt í umræð-
Utf lutningsráð:
Þriggja ára
kynningar-
átak um
útflutning
Lög um Útflutningsráð Islands
taka gildi 1. október næstkom-
andi. Ráðið tekur yfir starfsemi
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins. Það á að veita útflytjendum
alhliða þjónustu og ráðgjöf og
vera stjórnvöldum til ráðuneytis
í málum sem snerta utanríkisvið-
skipti. Meðal verkefna sem hið
nýja útflutningsráð fær verður
þriggja ára kynningarátak í
þágu íslenzkrar útflutnings-
framleiðslu, sem Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins befur undirbúið.
I nýlegri skýrslu iðnaðarráðherra
segir að „harðnandi samkeppni í
heiminum og aukin þörf okkar Is-
lendinga á sókn á erlenda markaði
geri kröfur um sérmenntað fólk á
sviði uiflutnings- og markaðsmála".
Þar segir og að stofnsamningur við
Stjórnunarfélag íslands um útflutn-
ings- og markaðsskóla hafí verið
undirritaður í janúar sl. og að skól-
inn hafi hafið störf í marzmánuði sl.
Frumkvæðisnefnd:
Áfangaskýrsla
væntanleg*
Um nokkurt skeið hefur verið
starfandi frumkvæðisnefnd á
vegum iðnaðarráðherra til að
huga að aðgerðum til að auka
innlenda og erlenda fjárfestingu
í iðnaði hér á landi.
Áfangaskýrslu nefndarinnar er
að vænta innan tíðar. Meðal tillagna
sem nefndin hefur fjallað um má
nefna: a) aukið skattalegt hagi-æði
af hlut.afjárcign í atvinnufyrirtækj-
um, b) tímabundið skattfrelsi fyrir
nýjar og vaxandi iðngreinar, c) gerð
fríverzlunarsamnings við Banda-
ríkin, d) skattalegar aðgerðir til að
hvetja starfandi fyrirtæki til að efla
markaðsstarf erlendis, vöruþróun
og rannsóknir, f) samvinna og sam-
starf innlendra og erlendra fyrir-
tækja, g) kynning erlendis á
tækifærum til iðnrekstrar hér á
landi.
í nýlegri skýrslu iðnaðarráðu-
neytis um verkefni, sem undir
ráðuneytið heyra, segir m.a. að
ráðuneytið hafí kynnt í ríkisstjóm-
inni ýmis grundvallarskjöl frá
OECD um alþjóðlegar íjárfestingar
og tjölþjóðafyrirtæki.
Frumvarp
iðnaðarráðherra:
Afnám skatta
á raforku
til iðnaðar
Iðnaðarráðuneytið vinnur nú
að gerð lagafrumvarpa, sem fela
í sér, ef samþykkt verða, „afnám
skatta á raforku til iðnaðar til
samræmis við nágrannalönd okk-
ar“. Frá þessu er greint í yfirliti,
„Af vettvangi iðnaðarráðherra“,
sem fjallar um verkefni og stofn-
anir, er undir ráðuneytið heyra
frá október 1985 til og með júlí
1986.
í yfírlitinu segir að með lögum
um ráðstafanir í ríkisfjármálum
hafí verðjöfnunargjald af raforku',
sem var 16%, verið fellt niður frá
og með 1. marz 1986. Landsvirkjun
hafí síðan lækkað verð á raforku
til almenningsveitna um 10%. Sam-
tals hafí raforkutaxtar lækkað um
því sem næst 20%. Hitaveitur hafi
og lækkað gjaldskrár um 7% eða
hætt við fýrirhugaðar hækkanir.