Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 v Erfiður blýantur Iþessum blýanti eru falin fimm orð sem öll minna okkur á skóla. Reyndu að finna hver þau eru. Orðin eru á ská, upp og niður, en þó alltaf í röð. Sendu okkur svarið um leið og þú svarar myndagát- unni. Brosum að eru ekki bara María og Ólöf sem eru fastir pennavin- ir bamasíðunnar. Guðný Einars- dóttir, Ásvallagötu 40, sendir Bamasíðunni bréf öðm hvom. Um daginn sendi hún okkur þennan brandara: Pétur gamli átti níræðisaf- mæli. í tilefni dagsins átti að taka myndir af honum. Myndasmiður- inn var mættur til verks: Nú brosum við dálftið og sýnum tenn- umar. Nei, nei, ekki taka þær út. Upplýsingar um Eyrarbakka Hvar er Eyrarbakki: Á Suður- landi, í Ámessýslu. íbúa§öldi: 539. .* Atvinna: Aðailega fiskveiðar og -vinnsla. Samgöngur Hægt er að aka þangað. Áætlunarferðir frá Reykjavík með rútu þrisvar á dag. 1 Ekkert áætlunarflug. \ Engar feijuferðir. Ef þú ætlar að keyra þangað þá má geta þess að fjarlægð frá Reykjavík er um 70 km, frá ísafirði 599, frá Akureyri 492 og frá Egilsstöðum suður um 673 km. Póstáritun: 820 Eyrarbakki. Svæðisnúmer síma: 99. Einkennisstafur bíla: X eins og í allri Ámessýslu. Nítján í árgangi! Um daginn hitti Bamasíðan unga fEí’ega stúlku. Þegar hún var spurð kom í ljós að þetta var 12 ára stelpa frá Eyrarbakka. Það er alltaf gaman að hitta og kynnast nýju fólki. Við spyrjum þessa stelpu því um hagi hennar og fyrst hvað hún heiti. — Ég heiti Stefanía Þóra Jóns- dóttir. Hefurðu alltaf átt heima á Eyr- arbakka? — Já, næstum alltaf, ég flutti þangað þegar ég var eins árs. Hvað gera krakkar á Eyrar- bakka? — Við förum í fótbolta og ýmsa aðra Ieiki. Segðu okkur meira frá fótbolt- anum. — Þær sem eru fimmtán ára og yngri keppa saman í flokki. Við emm með þjálfara og æfum tvisvar í viku á sumrin. Svo kepp- um við við Stokkseyri. Fá krakkar á Eyrarbakka ein- hveija vinnu á sumrin? — Þau elstu em í fiski. Við fáum að vera í unglingavinnu. Ég sjálf passa böm. Ég passa yngri bróður minn sem er eins árs og svo passa ég tveggja ára stelpu. Ég sel Helgarpóstinn aðra hveija viku. Ertu ánægð með sumarvinn- una? — Já, mér finnst ég hafa gott upp úr þessu. Hvað með sumarfrí? — Við emm núna í sumarfríi. Ég á tvo bræður og við emm með pabba og mömmu í sumarhúsi sem við fengum lánað í viku. Hvað er hægt að gera í sumar- húsinu? — Það er mjög gott veður héma og er búið að vera það þann tíma sem við emm búin að vera hér. Það er hægt að vera í sólbaði, fara í sundlaug í nágrenninu, fara í göngutúra og beijamó. Og auð- vitað er hægt að slappa af og hafa það gott. Þú ert elst þriggja systkina. Hvemig er það? — Stundum er gott að vera elst, en oft er það líka erfítt. Nú líður senn að því að skólam- ir byiji. Hvað em margir krakkar í þínum bekk? Stefanía Þóra í sveitinni. — Við emm 19 í árgangi. Hvemig er skólinn hjá ykkur? — Það er mikið að gera í skól- anum. Við emm fyrir hádegi. Eftir hádegi er síðan sund og leik- fími. Fer öll kennsla fram á Eyrar- bakka? — Nei, við verðum að fara til Selfoss til að fara í leikfimi og sund. Við fömm með rútu. Hvernig er með félagslífið? — Það er ágætt. Stundum er diskótek sem skólinn heldur og ungmennafélagið heldur það stöku sinnum. Hafið þið mikið samband við krakka á Stokkseyri? — Ég sagði áðan að við keppum við þau í knattspymu og svo för- um við einu sinni á ári með skólanum þangað. Það er líka auðvelt að hjóla þangað og ganga. Fylgist þú með íjölmiðlunum? — Eg les Moggann. í sjón- varpinu er það Fame og Fyrir- myndarfaðir sem em skemmtileg- ustu þættimir. í útvarpinu em það aðallega vinsældalistinn og lög unga fólksins sem ég hlusta á. Um hvað talið þið vinkonumar þegar þið hittist? — Margt, t.d. um föt og hljóm- sveitir. Hefur þú einhveijum skyldum að gegna heima við? — Já, en engar fastar, stundum vaska ég upp og tek til. Þessu spjalli við Stefaníu er lokið. Á Éyrarbakka búa ekki mjög margir en þar em greinilega hressir og skemmtilegir krakkar. Bamasíðan sendir þeim öllum bestu kveðjur. MYNDAGÁTAN 11 Svarið við myndagátu 10 var frímerki. Mörg rétt svör bár- ust. Ur svarbréfunum kom upp nafn systra. Þær heita Ingibjörg og Gréta Hilmarsdætur, Fögm- brekku 11, Vopnafirði. Við þökkum ykkur fyrir bréfin sem þið sendið okkur krakkar. Héma er ný myndagáta. Til að gera hana erfiðari er myndin klippt niður og þið eigið að reyna að geta hvað á henni er. Ef þið finnið það ekki út öðmvísi má klippa hana úr blaðinu og reyna að raða henni saman. Svörin send- ið þið til okkar sem fyrst. Heimilis- fangið er: Barnasíðan Morgnnblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reylgavík. Rétt svar við „Tvö eins“ var H ög B. Rétt svar hafði m.a. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.