Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 43

Morgunblaðið - 03.09.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 43 Kveðjuorð: Margrét Thoraren sen, Akureyri Hinn 18. ágúst sl. lést í sjúkra- húsi í Reykjavík frú Margrét Thorarensen, Brekkugötu 35 á Akureyri. Hún var jarðsungin frá Háteigskirkju 22. ágúst sl. Enda þótt Margrét tæki alvarleg- an sjúkdóm fyrir nokkrum árum, höfðu vinir hennar og vandamenn vonað að hún sigraði sjúkdóminn, en því yrði ekki öfugt farið. Sjálf barðist hún hetjulegri baráttu og var alltaf bjartsýn. Hún var reglu- lega til eftirlits og rannsókna hjá hinum færustu sérfræðingum, en allt kom fyrir ekki. „Maðurinn með ljáinn“ bar sigur úr býtum löngu fyrr en sanngjarnt gat talist. Bæri heilsu Margrétar á góma, þegar hún kom úr eftirliti, sagði hún jafnan hress í bragði: „Mér líður ágætlega, ég fékk góða skoðun." Margrét fæddist í Reykjavík 2. júní 1931 og var dóttir hjónanna Theodóru Ellenar Sigurðardóttur og Ingólfs Gíslasonar læknis frá Papey. Hún var önnur í röðinni af 4 systkinum. Eldri er Theodór og yngri eru Steinunn og Gísli. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum fyrst í Reykjavík og síðan á Djúpavogi, þar sem faðir hennar var héraðs- læknir, meðan heilsa hans leyfði. Hann fékk lausn frá embætti í jan- úar 1945 vegna alvarlegs heilsu- brests. Flutti fjölskyldan þá til Reykjavíkur aftur og bjó þar síðan. Ingólfur lést 1981. Ung að árum eða í nóvember 1952 giftist Margrét eftirlifandi manni sínum, Oddi C. Thorarensen lyfsala á Akureyri, og varð þeim fímm barna auðið. Þau eru: Ellen, fædd 1952, Gunnlaug, fædd 1956, Oddur Carl, fæddur 1958, Hildur Sólveig, fædd 1960 og yngst er Margrét Steinunn, fædd 1964. Öll eru börnin gjörvileg og hið mann- vænlegasta fólk, enda hafa þau hlotið gott uppeldi og góða mennt- un. Margrét var glæsileg kona, há- vaxin og fyrirmannleg í fasi og vöktu þau Oddur athygli hvarvetna fyrir glæsileik og prúðmennsku. Margrét gekk í Zontaklúbb Ak- ureyrar 19. janúar 1970 og starfaði með okkur til hinsta dags. Af þeim 16 árum, sem hún var í klúbbnum, sat hún 10 ár í stjórn og þökkum við það samstarf af heilum hug. Hún tók jafnan jákvæða afstöðu til allra góðra málefna, sem við börð- umst fyrir og veitti þeim allt það lið, er hún mátti. Einni veitti per- sónuleiki hennar, sem frá stafaði birtu og gleði, okkur aukna orku til framkvæmda. Ekki má gleyma að geta þess, að Margrét var mikil húsmóðir og bar glæsileg heimili þeirra hjónanna og frábær gestrisni þeirra því glöggt vitni'. Oft opnuðu þau heimili sitt fyrir okkur ásamt gestum okkar innlendum sem er- lendum og eigum við margar ánægjulegar minningar frá slíkum gestaboðum heima hjá þeim. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast slíkri konu. Blessuð sé minning hennar. Eftirlifandi eiginmanni hennar, móður, börnum, systkinum og öðr- um vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Zontasystur í Z.A. t Útför föður míns, bróður og afa, GUÐJÓNS V. MÝRDALS, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. september kl. 15. Valtýr Ómar Guðjónsson, Júlíana Valtýsdóttir. t Eiginmaður minr., faðir og tengdafaðir, JÓN H. ODDSSON, Þórunnarstrœti 106, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. september kl. 13.30. Sigurveig Árnadóttir, ÁrniJónsson, Sigríður Jónsdóttir, Ólína Steindórsdóttir, Magnús Stefánsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdafööur, afa og langafa, JÓNS MARGEIRS SIGURÐSSONAR, Þórufelli 10, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks og vistmanna á dagvistunarheim- ili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, fyrir kærleik og hlýhug. Elenora Þórðardóttir, Helga Ósk Margeirsdóttir, Ingibjörg Margeirsdóttir, Margrét G. Margeirsdóttir, Friðjón Margeirsson, Kjartan H. Margeirsson, Hreiðar Margeirsson, Birna K. Margeirsdóttir, Anna S. Margeirsdóttir, barnabörn og Helga Hjaltadóttir, Guðmundur Þorkelsson, Sveinn Pálsson, Fjóla Jónsdóttir, Huida Ólafsdóttir, Sigurbjörg Baldursdóttir, Árni Jónasson, Þórir Lúðvíksson, barnabarnabörn. \ t Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jaröarför móður okkar, VALFRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Ólafur Jón Jossa, tengdabörn, barnaþörn og barnabarnabörn. \ Við erum rétt að Ijúka við að bóna gólfin 1 og setja upp gardínurnar í nýja húsnæð- inu okkar og bjóðum upp á eldhressa I vetrardagskrá í 2 sölum. Þar er að finna jazzdans, jazzballet, leikfimi og / sérstaka barnatíma fyrirþau litlu, allt frá 2ja ára. Nýjasta nýtt er svo SA-þolþjálfunarkerfið okkar, sérhannað fyrir hresst fólk á öllum aldri. í ofanálag bjóðum við upp á frískandi gufu og y* nuddpott. Láttu ekki vetrardrungann ná tökum á þér. Stígðu rétta sporið! HVERFISGOTU 105 SÍMI 13880 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.