Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986
Að fá nafn sitt
skráð á
sögunnar spjöld
Það er kunnara en frá þurfí að
segja að til þess að komast í heims-
metabók Guinness detta sumum í
hug hin ótrúlegustu uppátæki. Að
fá nafn sitt skráð á sögunnar spjöld
kostar allt í senn, útsjónarsemi,
þolinmæði og þrautseigju. Þetta
vissi hinn 19 ára drengur, Bruce
Block, sem búsettur er í Banda-
ríkjunum, er hann ákvað að setja
heimsmet í einhverri listgrein. Hann
lagði höfuðið í bleyti og fékk loks
þá bráðsnjöllu hugmynd að verða
fyrstur til að setja heimsmet í
vindlakassa-jafnvægislist. Þar sem
það var ekki venja Bruce Block að
láta sitja við orðin tóm, hóf hann
æfíngar sínar og náði loks settu
marki fyrir fáeinum vikum. Þá tókst
honum að halda jafnvægi með 73
vindlakassa á höku sér í rúmar
fímm sekúndur. Geri aðrir betur!
Sammy Davis jr.
leiðir dóttur sína upp að altarinu
Þrátt fyrir að heldur hafi virðing
fólks fyrir hinu heilaga hjónabandi
farið þverrandi hin síðari ár njóta
brúðarmyndir af frægu fólki
sífelldra vinsælda. Hátíðleikinn sem
hvílir yfír hjónavígslunum er sá
sami og áður þó svo athöfnunum
hafí kannske farið fækkandi.
Það var líka mikið um dýrðir í
Los Angeles á dögunum er dóttir
Sammy Davis jr. og fyrrum konu
hans, May Britt, Tracey Davis,
þrammaði upp að altarínu og hét
Guy nokkrum Gamer trú sinni og
tryggð. Mörg hundruð manns var
boðið í veislu þá, kampavín og kaví-
ar eins og hver gat í sig látið. Að
sögn viðstaddra var veislan með
þeim vegiegri, sem haldnar hafa
verið í Hollywood-hverfinu í Los
Angeles, enda Sammy Davis jr.
ávallt verið glysgjam í meira lagi.
Guy Gamer er starfsmaður Col-
umbia-kvikmyndaversins og komst
hann í kynni við konu sína í gegn
um tengdapabbann fyrir tveimur
árum. „Þetta var ást við fyrstu
sýn,“ fullyrti Guy, er hann kom út
úr kirkjunni með brúði sína sér við
hlið. „Sennilega hefði ég aldrei lagt
í að bjóða henni út, ef ég hefði
hugsað eitthvað út í það. En, það
er svo skrítið að þegar ástin grípur
mann svona gersamlega þá gleymir
maður að vera feiminn, maður fer
að hugsa með hjartanu í stað heil-
ans, sem betur fer,“ bætti hann
við. Þau hjónakom ættu heldur
ekki að þurfa að hafa neinar gífur- og fyrrverandi frú hans fengu þau
legar fjárhagsáhyggjur í framtíð- bæði hús og bíl. Ekki amalegt
inni, því í brúðargjöf frá Sammy það...
Með heilan haug af vindlakössum á höku sér
héit Bruce Brooke jafnvægi í rúmar fimm sek-
úndur og setti þar með heimsmet í vindlakassa-
jafnvægislist.
Það fannst mörgum snobbhönunum að Tracey Davis hefði gifst nið-
ur fyrir sig er hún hét Guy Gamer ævarandi trú og tryggð. En þaii
segjast bæði alsæl og það er jú það sem máli skiptir.
Einka-
sam-
kvæmi
sljarn-
anna
Þ að eitt að tilheyra hópi hinna fínu
og frægu er tímafrekt, allt að því
fullt starf. Skyldustörfín í skemmt-
analífínu em fjölmörg, skyldumæt-
ingar í veglegar veislur og
stærðarinnar samkvæmi daglegt
brauð. Góðgerðarfélög um víða ver-
öld sitja um þessar stjömur, biðja
Foreldrar brúðarinnar, Sammy Davis jr. og May Britt,
skemmtu sér konunglega í brúðkaupsveislunni veglegu og
þótti mörgum undarlegt hversu vel fór á með þeim.
Sérstök sjóngleraugu
fyrir friðarsinna
Samantha Fox, sem fyrst vakti
athygli fyrir fyrirsætustörf sín,
þar sem hún birtist lesendum
ýmissa tímarita æði fáklædd.
Samantha hefur hins vcgar nú
sagt skiiið við sitt fyrra starf,
snúið sér alfarið að því að
syngja og gengur bara þokka-
lega.
Hingað til hafa þeir sem beijast
fyrir bættum hoimi, aðbúnaði
sjúkra <>g soltinna, friði og farsæld,
látið sér nægja að læra barmmerki
með slagorðum ýmiss konar eða
heyja baráttu sína í hljóði með fjár- HHHjjáijH^lBBk
nú
Jjykir það hins vegar engan veginn
næg sönnun þess að hugsjónirnar H
séu bæði sannar og sterkar, því ^HHMK^dP<wH
hafín er framleiðsla á gleraugum
sem sérstaklega eru ætluð friðar-
sinnum. Þessi gleraugu eru prýdd VaH
tveimur dúfum, hvítum að lit, sem ' M
eiga að hafa tyllt sér á spangirnar sérhönnuðu sjóngleraugu koma á
við sitthvort gagnauga þess sem markað hérlendis, er ekki vitað en
illa sér. Hvenær þessi sérstöku og við bíðum að sjálfsögðu spennt.
Ekki stundlegur friður — Ge-
orge Michael og unnusta hans,
Cathy, áttu sér einskis ills von
er þau komu i veisluna lians
Prince en úti fyrir biðu tugir
Ijósmyndara og blaðamanna og
fylgdust grannt með öllu þvi
sem fram fór.
fclk i
fréttum