Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.09.1986, Blaðsíða 50
Jtð * 50 flMtiMft'H&lí .6 >!Mí)AC!tr4lV'!IM ;C5!VAJ4V1,):>í!OV MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Opið bréf til óþekkts ökumanns Ég hafði boðist til að aka út á Loftleiðahótel góðkunningja mínum, amerískum prófessor sem hér hefur dvalið um skeið á Birki- mel 10 ásamt konu sinni og ungum syni. Ég var kominn þangað vestur um 20 mínútum fyrir klukkan þijú, síðdegis laugardaginn 31. ágúst, en þá gekk á með sunnan skúrum og hvassviðri og ég ákvað að leggja bflnum sem næst dyrunum svo styttra væri að bera farangurinn út. Fólkið var ekki alveg ferðbúið þegar ég kom upp að sækja þau, en þau áttu að vera mætt á hótelið klukkan liðlega þijú til að ná rút- unni suður á völl. Ég dokaði smástund við meðan þau voru að ganga frá töskum sínum og bar farangurinn með þeim út í bfl. En þá kom í ljós að ekið hafði verið á bíl minn meðan ég var inni. Hægra brettið var dældað og stefnuljósabúnaður brotinn, gler- brot út um allt. Otrúlegt er að sá sem ók á bílinn hafi ekki orðið þes var, en hitt sennilegra eins og hendir því miður of marga, að hann hafi forðað sér burt ti! að láta annan bera skað- ann, sem hann er þó valdur að. Ég vil nú bjóða þessum sem tjón- inu olli að ég borgi fyrir hann bónusinn sem hann missir af ábyrgðartryggingunni ef hann gef- ur sig fram við mig. Ég mun ekki erfa þetta óhapp hans á nokkurn hátt eða láta nafn hans uppi við aðra ef hann kemur þarna til móts við mig. Það geta verið ýmsar ástæður til þess að hann brást svona við í fljótræði og skal ég ekki gerast dómari í hans sök, en ég trúi ekki öðru en að drengskaparmaður bregðist vel við þessum tilmælum þar sem þetta verður honum algjör- lega útlátalaust en hans sómi meiri á eftir. Með von um að við þessu verði vel brugðist, Agnar Þórðarson, Sólheimum 23. Sími 38557. * Æi mamma, látt’ann bera mig yfir þröskuldinn. HÖGNIHREKKVÍSI „ VOfZU EINHVER VANDRÆÐI Ap KOMA HONUM HINGAP?" Allir komast til altaris í Hallgrímskirkju Hermann Þorsteinsson for- maður byggingarnefndar Hallgrímskirkju skrifar: „Velvakandi birti sl. sunnudag stóra og fallega mynd af hinum veglegu hvelfingum Hallgríms- kirkju, sem nú eru að koma í ljós eftir margra ára vinnu. Jakob lýsir þar áhyggjum sínum af hinum 7 þrepum upp í kór kirkj- unnar. Af því tilefni er rétt að upplýsa að séð verður fyrir því framvegis sem hingað til að allir sem vilja, fái altarisþjónustu í Hallgrímskirkju. Til þess eru næg úrræði. Um það munu Jakob og aðrir sannfærast er þar að kemur. Honum er velkomið að hringja í síma 19958 til að fá frekari upplýs- ingar. Að „allt sé á suðupunkti" fyrir vígslu kirkjunnar er mesti misskiln- ingur. Aðeins er rösklega unnið, nú eins og áður, en fjöldi sjálf- boðaliða, íslendingar og Norðmenn, létta undir, flýta fyrir og spara veruleg útgjöld. Og nú í vikunni verður þörf fyrir enn fleiri til að handlanga vinnupallatimbur út úr kirkjunni, naglhreinsa það og raða á hagstæðu verði ættu að koma á því til sýnis. Skólavörðuhæðina, líta á efniviðinn Þeir sem vilja kaupa gott timbur og semja við okkur." Víkverji skrifar Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að málið breytist eins og annað og einstök orð fá nýjan svip eða merkingu í tímans rás. Fyrir skömmu ræddi Víkveiji um orðið bætingur, sem var notað í íþróttafréttum Morgunblaðsins um það að bæta sig í keppni eða að ná betri árangri en áður. Hvort þetta orð festist í málinu í þessari merkingu er ógerlegt að segja fyrir um á þessari stundu. Enn má líta á orð, sem skýtur nú alloft upp kollinum í blöðum meðal annars í þeim dálki Morgunblaðsins, sem ber yfirskriftina Fólk í fréttum. Þetta er orðið skötuhjú. Á fimmtudaginn í síðustu viku var rætt um skilnað Rods nokkurs Stewart og konu hans Alönu og komist þannig að orði, að skilnaður þeirra skötuhjúa hafi ekki vakið litla athygli á sínum tíma. Og á sunnu- daginn var í sama dálki sagt frá því, þegar Sylvester Stallone hitti núverandi eiginkonu sína, Birgitte, og komist þannig að orði: „Fundum þeirra skötuhjúa bar fyrst saman fyrír tveimur árum . . .“ í orðabók Menningarsjóðs segir um orðið skötuhjú: (ógiftj karl og kona (fremur niðrandi). I orðabók Sigfúsar Blöndal er orðinu skötuhjú meðal annars lýst með þessu dæmi: áður en skötuhjúin, Svarti-dauði og Stóra-bóla, lögðu lag sitt saman og heijuðu landið. Verri gestir hafa varla komið hingað en þeir, sem þetta dæmi lýsir, þannig að orðið skötuhjú hefur sannarlega haft nei- kvæða merkingu í málinu fyrr á tímum. Víkvetji hefur orðið var við, að svo sé enn, því að glöggur les- andi Morgunblaðsins kvartaði undan því á dögunum, að það væri notað um fólk í fréttum. Getur Víkveiji tekið undir það með lesand- anum, að með hliðsjón af hefð- bundinni merkingu þessa orðs sé það niðrandi og eigi ekki við um þau Rod Stewart og Alönu eða Sylvester Stallone og Birgitte, enda virðist ekki ætlun þess, sem ritar um þau í dálkinn Fólk í fréttum, að líkja þeim við Svarta-dauða og Stóru-bólu. XXX Verndun tungunnar er mikils- vert viðfangsefni. Hið sama má segja um vemdun náttúru landsins. Valdsvið Náttúi-verndar- ráðs er á hinn bóginn mun betur skilgreint og markað í lögum en þeirra, sem eiga að stuðla að varð- veislu tungunnar. Raunar má segja, að það sé miklu auðveldara að fylgja fastmótaðri stefnu í náttúruvernd en málvemd. Þótt allir séu sammála um nauð- syn náttúmvemdar, er það að mörgu leyti vanþakklátt og vanda- samt starf að hafa forgöngu um hana af hálfu hins opinbera. Víkveija var til að mynda skýrt frá því, að á stað nokkmm hafi tjarnir myndast, þar sem vegagerðarmenn tóku efni í veg. Þegar náttúmvernd- armenn komu á staðinn til að sinna skyldum sínum og friðlýsa svæði, vom þessar tjarnir friðaðar sem náttúmminjar. Ferðir manna í Skaftafell aukast jafnt og þétt. Leggja flestir þar land undir fót og kynna sér fegurð náttúrunnar. Slasist einhveijir þar eða veikist er leitað til heilsugæslu- stöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri um aðstoð, en þar starfar einn læknir. Björgunarsveitin Kyndill rekur sjúkrabíl á Klaustri og er hann sendur í Skaftafell, ef nauðsyn krefur, en vegalengdin milli stað- anna er 70 km. í Vík í Mýrdal er flugvél, sem notuð er til sjúkra- flugs. Getur hún lent á velli við Kirkjubæjarklaustur. Tillaga var lögð fram um það, að braut fyrir vélina yrði mdd í nágrenni Skafta- fells. Náttúravemdarráð lagðist gegn tillögunni á þeirri forsendu, samkvæmt heimildum Víkveija, að flugvélin myndi tmfla fuglalíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.