Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.09.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 að loknu langstökki STUTTGART 1986 AUSTUR-ÞÝZKA stúlkan Heike Drechsier, sem varð Evrópumeistari í langstökki og 200 metra hlaupi er ein mesta afrekskona ársins í frjálsíþróttum. Hún setti heimsmet í iangstökki í sumar, stökk 7,45 metra, og í úrslitahlaupinu í Stuttgart jafnaði hún heimsmetið í 200 metra hlaupi. Hefði heimsmetið örugglega fallið ef að- stæður hefðu verið hagstæðari, því hlaupabrautin var ^ rennblaut eftir rigningarskúr og auk þess hafði hún vind í fangið. • Austur-þýska stúlkan Heike Drechsler er ein mesta afrekskona ársins i frjálsum íþróttum. Hún setti heimsmet í langstökki í sumar og á Evrópumótinu í Stuttgart jafnaði hún heimsmetið í 200 metra hlaupi. Drechsler vakti fyrst athygli þegar hún varð Evrópumeistari unglinga árið 1981, aðeins 17 ára gömul, þá með nafninu Heike Daute. Ári seinna setti hún ungl- ingaheimsmet, stökk 6,98 metra. Á heimsmeistaramótinu í Helsinki 1983 var búist við því að aðrar konur kepptu um verðlaunin, en óvænt úrslit verða alltaf á stórmót- um; Heike Drechsler sigraði og varð yngsti gullverðlaunahafi mótsins. Pólitík kom hins vegar í veg fyrir að hún keppti á ólympíu- leikunum í Los Angeles ári seinna, en það ár stökk hún lengst allra V kvenna heimsins, 7,40 metra. Drechlser setti heimsmet, 7,44 metra, í fyrra og tapaði aðeins tveimur mótum. Það sýnir yfirburði hennar í langstökki hvað bezt, að hún hefur unnið á annan tug móta með 7,30 metra eða lengra stökki, en aðeins þrjár konur aðrar hafa stokkið lengra en 7,30 metra, að- eins þó einu sinni hver. Galina Tschistjakowa, Sovétríkjunum, varð þeirra síðust yfir þann múr, en hún stökk 7,34 metra í lands- ^ keppni Austur-Þjóðverja og Rússa í Tjallin í sumar þegar Drechsler setti heimsmetið. Þess má geta að síðasta keppni, sem Drechsler tapaði, var fyrir Tschistjakowu, en það var í úrslitakeppni Evrópubik- arkeppninnar í fyrra. Drechsler þurfti að nauða í þjálf- ara sínum til að fá að spreyta sig i 200 metrum. Hann taldi of mikla hættu á meiðslum, en lét loks undan í fyrra. Keppti hún einu sinni og hljóp á 23,19 sek. Framfarirnar eru því ótrúlegar í ár. Á austur- þýzka meistarmótinu í borginni Jena jafnaði hún heimsmet löndu sinnar Maritu Koch, en það var aðeins fimmta hlaup hennar á vegalengdinni frá upphafi. Metið jafnaði hún aftur í úrslitahlaupinu í Stuttgart. Ekkert varð hins vegar úr keppni þeirra Koch því sú síðar- nefnda einbeitti sér að 400 metrunum á Evrópumeistaramót- inu. Þrátt fyrir góðan árangur í 200 metra hlaupi eru spretthlaupin aukagreinar hennar, langstökkið hefur forgang. Hún telur litla framtíð fyrir sig í 200 metra hlaupi. „Ég er of stór og leggjalöng fyrir 200 metrana,“ sagði Drechsler við blaðamenn. Þjálfarinn, Peter Hein, er á öðru máli og telur að með örlítið betra starti gæti hún hlaup- ið á talsvert betri tíma, jafnvel niður undir 21,30 sek. í sumar hefur Drechsler einnig sýnt að hún væri til alls líkleg í 100 metra hlaupi. Hún hljóp á 10,97 sek. í sumar og 10,80 og 10,91 í of miklum meðvindi. Síðarnefnda hlaupið var á friðarleikunum í Moskvu þar sem hún veitti heims- methafanum og ólympíumeistar- anum Evelyn Ashford frá Bandaríkjunum harða keppni. Hlutu þær sama tíma en Ashford var sjónarmun á undan yfir marklínuna. Þá varð Drechsler austur-þýzkur meistari í 100 metr- um í sumar, en útilokað var fyrir hana að keppa í þeirri grein hér vegna tímaseðilsins; langstökkið fór fram á nær sama tíma og und- anúrslit og úrslit 100 metranna. g Hin miklu afrek Heike Drech- sler í langstökki og spretthlaupun- um hafa orðið til þess að henni er nú líkt við afburðamanninn Carl Lewis. Drechsler sagði blaða- mönnum í Stuttgart að hún kærði sig ekki um samjöfnuð af þessu tagi. „Ég er ég sjálf, Heike Drech- sler," eins og hún orðaði það, „en ekki Carl Lewis kvenfólksins." Drechsler hefur fengið íþrótta- hæfileika í arf frá móður sinni, sem var góður langstökkvari. Annars sagði hún árangurinn að þakka. strangri og mikilli þjálfun. „Ég legg mig alla fram við það sem ég tek mér fyrir hendur. Fullkomnun er alltaf takmarkið, hvort sem það er í langstökkinu, í náminu, eða við að sjóða kartöflur fyrir manninnn minn," sagði hún í einlægni. Áhugamál hinnar glæsilegu íþróttakonu, sem er 1,81 metrar á hæð, eru matseld og kvikmyndir. Hún er fædd í borginni Gera, en býr nú í Jena, þar sem hún hefur stundað kennaranám. í sömu borg er Marita Koch fædd. Keppir hún með íþróttafélaginu SC Motor í Jena, en meðal frægra íþrótta- manna félagsins er Marlies Göhr, þrefaldur Evrópumeistari í 100 metra hlaupi. Reyndar er miðstýr- ing íþróttanna mikil í Austur-Þýzkalandi og frambæri- legustu unglingarnir „settir" í viss félög eftir því hvaða greinum þeim er ætlað að afreka í. Heike Drechsler var úthlutað sæti á austur-þýzka þinginu í sum- ar fyrir frækileg íþróttaafrek sín. Austur-Þjóðverjar viðurkenna íþróttafólk sitt gjarnan með þess- um hætti. Wolfgang Nordwig, ólympíumeistari í stangarstökki 1972, var einna fyrstur valinn. Einnig eru afreksmenn gerðir að fulltrúum á þingi kommúnista- flokksins, en í þeim hópi eru m.a. Marlies Göhr og Ruth Fuchs, tvö- faldur ólympíumeistari í spjótkasti. Drechsler sagði að sér hefði verið falin mikil ábyrgð með þing- sætinu. Fyrst um sinn yrðu stjórn- málin þó aukaatriði því íþróttirnar yrðu að njóta forgangs. „Ég tek pólitíkina hins vegar ef til vill alvar- lega þegar ég legg skóna á hill- una,“ sagði hún. Áðspurð sagðist hún nú myndu taka stefnuna á ólympíuleikana í Seoul 1988. • Sovétmaðurinn Igor Paklin var hinn öruggi sigurvegari i hástökki og sagðist hann hafa stokkið enn hærra ef hann hefði ekki þurft að stytta aðhlaupið vegna þrengsla á vellinum f Stuttgart. Sjöberg óheppinn SÆNSKI hástökkvarinn Patrick Sjöberg var óheppinn á Evrópu- meistaramótinu í Stuttgart og varð aðeins sjötti. Honum hafði verið spáð verðlaunum. Sovétmaðurinn Igor Paklin, sem á heimsmetið, var hinn öruggi sig- urvegari og sagðist hann hafa stokkið enn hærra ef hann hefði ekki þurft að stytta aðhlaupið vegna þrengsla á vellinum. Landi hans Maltschenko varð óvænt í öðru sæti. Áhorfendum til mikillar gleði sveif Vestur-Þjóðverjinn Carlo Tranhardt yfir 2,31 í þriðju tilraun og nældi í bronzverðlaun. Var það sárabót fyrir ólympíumeistarann og Evrópumeistarinn Dietmar Mögenburg, sem missti rétt áður af lestinni. Tranhardt náði sínum bezta árangri í ár. Sjöberg var aldeilis óheppinn að fara ekki yfir 2,28 metra. Hann virkaði mjög öruggur þar til að þeirri hæð kom. Atrennan gekk ekki upp í fyrstu tveimur tilraunun- um og gramdist honum það greinilega, því í þriðju tilraun setti hann mikinn kraft í aðhlaupið og uppstökkið og var 10-15 senti- metra yfir ránni, en hefur snert hana hárfínt, því augnabliki eftir að hann var lentur féll hún öllum að óvörum niður. Áhorfendur voru byrjaðir að fagna en urðu allt í einu felmtri slegnir. Úrslit: 1. Igor Paklin, Sovótr. 2,34 2. Sergej Maltschenko, Sovótr. 2,31 3. CarloTranhardt, V-Þýzkal. 2,31 4. Dietmar Mögenburg, V-Þýzkal. 2,28 5. Krzystof Krawczyk, Póll. 2,28 6. Patrik Sjöberg, Svíþjóö 2,25 7. Gerd Wessig, A-Þýzkal. 2,25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.