Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 03.09.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 * 1 ! •rm- Eldri flokkur: Skagamenn íslands- meistarar • íslandsmeistarar ÍA 1986 í eldri flokki í knattspyrnu. Efri röð talið frá vinstri: Leó Jóhann- esson, Steinn Helgason, Gísli Gíslason, Halldór Jónsson, Björn Lárusson, Hjalti Kristó- fersson, Sigurvin Sigurjónsson, Eyjólfur Harðarson og Hörður Jóhannesson liðsstjóri. Fremri röð talið frá vinstri: Rúnar Hjálmarsson, Þröstur Stefáns- son, Jóhannes Guðjónsson, Karl Þórðarson, Davíð Kristj- ánsson, Jón Gunnlaugsson, Matthias Hallgrímsson og Hörður Ragnarsson. Morgunblaðið/Þorkell Svona spáum við ÞRIÐJA leikvika Getrauna verður nú um helgina og eins og venju- lega birtum við spá okkar auk fjögurra enskra dagblaða um leiki helgarinnar og er spáin hér á síðunni. Við ætlum einnig að gera Irtillega grein fyrir spá okkar og reyna að útskýra fyrir lesendum hvers vegna við setjum 1, x eða 2 á einstaka ieiki frekar en eitt- hvað annað. Arsenal — Tottenham 1 í fyrra varð jafntefli hjá þessum liðum á Highbury, en árið áður vann Tottenham 1:2. Síðastliðin sex ár hefur Spurs unnið tvo leiki, Arsenal þrjá og einu sinni marka- laust jafntefli. Þó svo Tottenham sé í efsta sæti eins og stendur þá er greinilegt að Arsenal verður að fara að taka sig á ef þeir ætla að komast eitthvað upp eftir stigatöfl- unni — og þeir munu gera það núna. Aston Villa — Oxford 1 Aston Villa vann í fyrra og er það eini leikur þessara liða síðast- * liðin ár. Villa er nú á botni deildar- innar ásamt Manchester United og leikmenn eru ákveðnir í að hrista af sér slenið og þeir vinna því örugglega 1:0 á laugardaginn. Charlton — Norwich X í fyrra vann Charlton en að þessu sinni eru leikmenn liðsins svo grobbnir yfir þvi að þeir unnu United á síðasta laugardag að þeir ná ekki nema jafntefli gegn Norwich sem hefur komið á óvart í leikjum sínum til þessa í deildinni. Chelsea — Luton 1 Chelsea verður að vinna þennan leik því þeir eru allt of neðarlega í töflunni eins og er og vilja því hækka sig og þar sem þeir hafa unnið heimaleiki sína gegn Luton síðastliðin tvö ár, spáum við því að þar verði engin breyting á. Leicester — Man. United 2 Það hlýtur að koma að því að þeir rauðu vinni leik og þó svo Leicester hafi unnið þá 3:0 í fyrra, spáum við United „óvæntum" sigri að þessu sinni. Man. City — Coventry 1 Pottþéttur heimasigur; City vann 5:1 í fyrra og þeir ætla ekki að breyta neitt út af þeirri venju að þessu sinni. Þeir keyptu líka í vikunni Robert Hopkins frá Brim- ingham og hann skorar eitt marka liðsins á laugardaginn. Newcastle — Sheff. Wed. X Heimamenn hafa unnið tvær síðustu viðureignir en þeim hefur ekki gengið nógu vel að undan- förnu þannig að við spáum bara jafntefli og það kæmi manni ekki á óvart þó það yrði markalaust. Getrauna- spá MBL. Sunday Mirror Sunday People Sunday Express Sunday Telegraph o ö <0 2 c 3 ? o 2 SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Tottenham X 2 X X 1 1 3 1 Aston Villa — Oxford 1 1 1 1 i 5 0 0 Charhon — Norwich 1 X X X X 1 4 0 Chelsea — Luton 1 X 1 1 1 4 1 0 Leicester— Man. Utd. 2 1 2 2 2 1 0 4 Man City — Coventry 1 1 X 1 1 4 1 0 Newcastle — Sheff. Wed. 2 X 2 X X 0 3 2 South. — Nott’m Forest 1 1 X 2 1 3 1 1 Watford — Wimbledon 1 1 1 1 1 S 0 0 West Ham — Liverpool X X X 2 2 0 3 2 Blacburn — Sunderland X 2 2 1 1 2 1 2 Sheff. Utd. — Birmingham X X 1 1 2 2 2 1 Southampton — Nott. Forest 1 Dýrðlingarnir hafa unnið sfðustu tvær viðureignir liðanna á heima- velli sínum og á því verður engin breyting. Clough og félagar verða að sætta sig við að Southampton kemst upp fyrir þá í stigatöflunni að sinni að minnsta kosti. Watford — Wimbledon 1 Hér er ekki nokkur vafi á heima- sigri strákanna hans Elton John. Þeir keyptu í gær Kevin Richards- son frá Everton og hann er örugglega orðinn þyrstur í fótbolta drengurinn sá, því hann hefur löng- um verið sveltur hjá Everton. Nýliðar Wimbledon eiga ekki möguleika þó svo þeim hafi gengið vel það sem af er. West Ham — Liverpool 2 Hörkuleikur og best hefði verið að sleppa því að tippa á hann. Jafntefli varð í fyrra, 2:2, en þar áður vann Liverpool tvívegis þann- ig að við höldum því og segjum að þeir vinni leikinn. Blackburn — Sunderland 1 Heimasigur því í fyrra unnu þeir 2:0 og líklega endar þessi leikur einnig 2:0. Sheff. Utd. — Birmingham 2 Siðast léku liðin árið 1984 og þá vann Birmingham 3:4 í hörku- leik. Þrátt fyrir að þeir hafi selt aðal sóknarmann sinn til Man. City í gær verður liðið bara betra fyrir bragðið þvi Hopkins var og er svoddan röflari og eyðilagði meira fyrir liðinu en hitt. Þess vegna 2. Undankeppni Ol: Fyrsti leikurinn úti gegn Ítalíu I GÆR var gengið frá niðurröð- un leikja í undankeppni ólympíuleikanna í knattspyrnu en lokakeppnin fer fram á sum- arleikunum i' Seoul árið 1988. Eins og kunnugt er mega þeir leikmenn sem tekið hafa þátt i' heimsmeistarakeppninni ekki leika með í þessari keppni og því eru flestir okkar bestu menn útilokaðir frá þessari keppni. ísland er í riðli með ítölum, Hollendingum, Austur-Þjóðverj- um og Portúgölum í riðli og hefst riðlakeppnin strax í desember með leik Hollands og Austur- Þýskalands en keppni okkar liðs hefst ekki fyrr en 15. apríl á næsta ári og lýkur 29. maí árið 1988. Fyrsti leikurinn er gegn ítölum á Ítalíu þann 15. apríl 1987 en 26. maí leika íslendingar hér heima við Hollendinga og 2. september leika þeir við Þjóð- verja, einnig hér heima. Síðasti leikurinn á næsta ári verður síðan við Portúgal þann 7. október. íslenska liðið heimsækir Hol- lendinga 27. apríl árið 1988 og 30. sama mánaðar leikur liðið við Þjóðverja en tveir síðustu leikir liðsins i undankeppninni verða hér heima. Fyrst leika Portúgalir hér 24. maí og þann 29. sama mánaðar leika ítalir hérna. 2. deild kvenna: Stórsigur Akureyri. KA-STÚLKURNAR sigruðu stöllur si'nar i Skallagrími frá Borgarnesi 13:0 í síðasta leik 2. deildar kvenna í knattspyrnu á iaugar- dagsmorguninn á Akureyri. Hér var um að ræða leik sem frestað hafði verið fyrr í sumar. Úrslit leiksins segja allt um gang hans — yfirburðir Akureyrarstúlkn- anna voru alveg í samræmi við þau. Anna Gunnlaugsdóttir skor- aði 5 mörk fyrir KA, Hjördís Úlfars- dóttir gerði 3, Valgerður Jónsdóttir einnig 3, og Erla Sigurgeirsdóttir 14 með 11 ÞAÐ var enginn með 12 rétta í 2. leikviku Getrauna að þessu sinni enda kannski ekki nema von þvi' mikið var um óvænt úrslit. Manchester United tapaði enn eina ferðina og að þessu sinni fyrir nýliðum Charlton. Svo gæti farið að það yrði að sleppa leikj- um United af seðlum á næstunni þvi' það er að verða öruggur leik- ur og það er ekki æskilegt að hafa of marga leiki sem eru gull- tryggðir. í síöustu viku komu fram 14 raðir með 11 réttum og fær hver um sig 35.915 krónur í vinning. Fyrir 10 rétta fær hver röð 957 krónur því að það voru alls 225 raðir með tíu róttum. Alls seldust 299.332 raðir að þessu sinni og knattspyrnudeild Fram var sölu- hæsti aöilinn en þeir seldu rúm- lega 21.000 raðir. Þess má geta hór til gamans að af þeim 14 röðum sem fengu 11 rétta í síðustu viku voru sjö þeirra með réttan leik Manchester United og Charlton. og Tinna Óttarsdóttir skoruðu 1 mark hvor. Hopkins til City Frá Bob Hennessy fréttaritara Morg- unblaðsins í Englandi. í GÆR var gengið. frá sölu Kevin Richardson frá Everton til Watford eins og við sögð- um frá fyrir viku að stæði til. Kaupverðið var 250.000 pund. Richardson er 23 ára gam- all og hefur leikið með Everton í sjö ár en ekki tekist að vinna sér fast sæti í liðinu og kaus því frekar að verða fastamaður hjá Watford en varaskeifa hjá Everton. Manchester City keypti einnig leikmann í gær og heit- ir sá Robert Hopkins og kemur frá Birmingham. Hopkins er 24 ára gamall og hefur skorað mikið af mörkum um ævina en hann hefur ávallt verið til vandræða og má sem dæmi nefna að í fyrra var hann „spjaldahæsti" leikmaður deildarinnar er hann náði sér í 13 gul spjöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.