Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Lag til að hætta skuldasöfnun eftir Vilhjálm Egilsson Á næsta ári verður betra tæki- færi til þess en í mörg ár að stöðva skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Um síðustu áramót var nettóskuld þjóðarinnar við útlönd rúmar 62.000 milljónir króna sem svarar til meira en 1.100 þúsunda króna á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Nettó vaxtagreiðslur til útlanda af þessum lánum voru yfir 5.600 milljónir sem er meira en 10 þúsund krónur á mánuði m.v. nú- verandi verðlag fyrir hvetja Qög- urra manna fjölskyldu. Það segir sig sjálft að þessi vaxtabyrði tekur mjög tilfinnanlegan toll af lífskjör- um landsmanna. Fyrir 10 árum síðan voru erlend- ar skuldir þjóðarinnar 32,9% af landsframleiðslunni en í fyrra var þetta hlutfall komið upp í 56,1%. Skuldaaukningin á þessum árum sést á mynd 1. Þar kemur fram að mestu skuldasöfnunarárin voru 1982 og 1983 en á þessum árum hækkaði skuldahlutfallið um 22,3% prósentustig. Oft hefur verið talað um að mikið hafi verið gert í landinu fyrir þá peninga sem teknir hafa verið að láni og að þeir hafi verið notaðir til að bæta lífskjörin. Þetta er rangt. Bæði vegna þess að á síðustu árum hefur þjóðarfram- leiðslan aukist mun hægar en þjóðarauðurinn, þ.e. fl'árfestingam- ar hafa ekki skilað sér nema að hluta í aukinni framleiðslu. Á árun- um 1974—1984 jókst þjóðarauður- inn um 49% meðan þjóðarfram- leiðslan jókst um 34%. Eins er ekki merkanlegt að fjárfestingin hafi verið meiri en venjulega þegar skuldasöfnunin var hvað mest. Lánin tekin af opin- berum aðilum Þjóðin í heild hefur því lifað um efni fram á undanfömum ámm og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu. Umframeyðslan hefur ekki verið með þeim hætti að al- menningur eða fyrirtæki hafi safnað skuldum í útlöndum. Ein- staklingamir skulda engin lán og einkafyrirtæki em ekki ábyrg fyrir nema milli 8% og 9% af heildar- skuldunum. Það em fyrst og fremst stjómmálamennimir sem em ábyrgir og kjósendur fyrir að kjósa stjómmálamennina en opinber lán em 68% af skuldunum. Svo hefur virst í umræðum um stjómmál að vilji almennings standi ekki til ábyrgðarlausrar skuldasöfn- unar í útlöndum. Og undantekn- ingalítið halda stjómmálamenn því fram að þeir séu á móti lántökum erlendis. En það sem á hefur skort er að stjómmálamennimir gerðu nauðsynlegar ráðstafanir í búskap hins opinbera til þess að hætta sláttunni. Orð og vilji hafa ekki leitt til athafna og þar hefur því miður verið of lítill munur á milli flokka. Stíga verður skrefið til fulls á næsta ári Að sumu leyti má segja að ein- hver viðskiptahalli og skuldasöfnun hafi verið eðlileg á ámnum 1982 og 1983 þegar útflutningstekjur drógust snögglega saman. En hægt hefði verið að ná meiri árangri við að ná niður viðskiptahallanum á ámnum 1984 og 1985 og staðan nú í vor væri ólíkt betri en hún er ef skuldasöfnuninni hefði verið hætt t.d. þegar á árinu 1984. En það var valið að fresta vandanum og nú er uppskeran m.a. sú að sjáv- arútvegurinn og fleiri útflutnings- greinar eiga í erfiðleikum vegna þess að samkeppnisstaða þeirra gagnvart öðmm atvinnuvegum var svo slök á ámnum 1982 til 1985. Útgerðin var fyrri árin á heljarþröm en nú hefur vandinn flust yfir á vinnsluna. Frystiiðnaðurinn þarf t.d. nú á sérstökum ráðstöfunum að halda til þess að geta unnið upp skuldahalann frá þessum ámm og nýlega hafa birst fréttir af hörmu- legri afkomu margra fyrirtækja í ffamleiðsluiðnaði á síðasta ári. Á þessu ári em horfur á því að viðskiptahallinn við útlönd fari und- ir 2,5% af þjóðarframleiðslunni og að skuldimar við útlönd lækki jafn- vel sem hlutfall af þjóðarframleiðsl- unni vegna þess hve hún sjálf hækkar mikið. Og á næsta ári má reikna með því að aflabrögð verði áfram góð og batni jafnvel ef eitt- hvað er frá þessu ári. Því em öll ytri skilyrði til staðar fyrir því að stöðva skuldasöfnunina þegar á næsta ári. Á ámnum 1984 og 1985 var því borið við þegar lagt var til að minnka viðskiptahaliann að bíða yrði þar til ytri aðstæður væm hag- Vilhjálmur Egilsson „Einstaklingarnir skulda engin erlend ián og einkafyrirtæki eru ekki ábyrg fyrir nema 8% og 9% af heildar- skuldunum. Það eru fyrst og fremst stjórn- málamennirnir sem eru ábyrgir og kjósendur fyrir að kjósa stjórn- málamennina en opin- ber lán eru 68% af skuldunum.“ stæðari. Nú í ár er sá tími og hann verður áfram næsta árið. Skref til fulls eða rúmlega það er stigið á þessu ári. Skrefið til fulls verður að stíga á næsta ári. 36 milljarða markaðs- hlutdeild hefur tapast Hlutfall innlendra peningalegra eigna af heildampphaeðinni sem er STAÐA ÞJÓÐARBÚSINS ÚT Á VIÐ % AF LANDSFRAMLEIÐSLU ( ÁRSLOK % AF VLF útistandandi á íslenska lánakerfinu hefur lækkað eftir því sem tekið hefur verið meira af erlendum lán- um og eftir því sem innlent sparifé hefur bmnnið á báli verðbólgunnar. Á mynd 2 sést hvemig þetta hlut- fall lækkaði úr 79,0% í árslok 1970 allt niður í 53,4% í árslok 1984, og jókst svo aftur í 57,9% um síðustu áramót. Hækkun hlutfallsins á síðasta ári varð m.a. vegna gengis- breytinga og árangurs af vaxta- stefnunni sem fylgt hefur verið á síðustu ámm, en nú em peningaleg- ar eignir landsmanna hættar að eyðast í verðbólgunni þar sem raun- vextir em jákvæðir og taka mun meira mið af markaðsaðstæðum en áður. Það er athyglisvert að sjá hve mikla pepinga hér er um að tefla. Heildarútlánin í lánakerfínu vom 171 þúsund milljónir króna um síðustu áramót. Hefði hlutfall inn- lends peningalegs spamaðar verið hið sama og á árinu 1970 væm þessar eignir rúmum 36 þúsund milljónum meiri en þær vom í raun. Þetta er upphæð sem nemur um 150 þúsund krónum á hvert manns- bam í landinu eða um 600 þúsund krónum fyrir hveija fjögurra manna Qölskyldu. Og nærri má geta um það hve mikla þýðingu tekjumar af slíkum spamaði hefðu fyrir venjulegar íjölskyldur. Þessar tölur gefa vissulega vísbendingu um hversu kostnaðar- söm sú stefna var að halda raun- vöxtum neikvæðum um langa hríð. Innlent sparifé lýmaði og markaðs- hlutdeild þess á lánamarkaðnum dróst saman á kostnað erlendra lánsfláreigenda. Áhrifín af hinu mikla innstreymi erlends lánsfjár birtust svo í þenslunni í flestum öðmm atvinnugreinum en útflutn- ingsgreinum og þeim greinum sem keppa á heimamarkaði. Ýmsar greinar fá nefnilega tekjur við inn- streymi af erlendu lánsfé sem þær geta notað um hríð til þess að yfir- bjóða útflutnings- og samkeppnis- greinamar. En þegar kemur að því að rétta þarf hag þeirra greina sem standa höllum fæti, þá lenda hinar í samdrætti. Þess vegna er svo mikilvægt að eðlilegt jafnvægi ríki milli atvinnugreina. Það verður án efa erfiður róður að vinna til baka 36 milljarða mark- aðshlutdeild á lánamarkaðnum. Þær fjögurra manna fjhölskyldur sem reyna að byggja upp 600 þús- und króna peningalegan spamað gera það af misjöfnum efnum. En einhvers staðar verður að byija og ef það er ekki gert þegar vel árar eins og allt bendir til að verði á næsta ári, þá er hætt við því að seint verði breytt um stefnu. Höfundur er formaður Sambanda ungra sjálfatæðiamanna. Menntun, heim- ilið og skólinn eftir Margréti Þorvaldsdóttur Æskan er tími vona, framtaks- semi og krafta í lífi þjóða jafnt sem einstaklinga, sagði vitur maður fyr- ir meira en öld. En það hefur líka verið sagt, að ef við sinntum plöntum okkar jafn illa og við sinnum bömum okkar, þá væru þær á kafi í illgresi. Uppeldi og menntun bama og unglinga ætti mun oftar að vera tekin til umræðu opinberlega en nú er gert. Það þarf að koma á fram- færi meiri fræðslu, þar sem framtíð æskunnar ræðst af því hvemig að þeim málum er staðið. í þjóðfélagi örra breytinga, eins og í þjóðfélagi okkar, er rétt að hafa hugfast að uppeldi og menntun bama er ekki eingöngu í höndum kennara og skólans, hún er einnig í höndum foreldra. Það eru foreldr- amir sem bera ábyrgðina, þeir fá dóm umheimsins þegar illa tekst til, en bamið ber skaðann. Því ber foreldram að fylgja mál- um vel eftir bæði heima og í skólanum. Foreldrum til stuðnings fylgja hér „gullnar reglur" foreldra- samtaka. Mættum við foreldrar gjaman hafa þær í sjónmáli dag- lega, til áminningar og eftirbreytni. Máttur foreldra Heitstrenging foreldra: 1. Ég vil að bam mitt fái besta mögulega menntun, og mér er því ljóst að góðir öflugir skólar era nauðsynlegir. 2. Ég vil sjá tii þess að aðstæður heima örvi bam mitt við námið. 3. Ég vil hjálpa bami minu að byggja upp gott bókasafn. 4. Ég vil fylgja því eftir að heima- vinnan sé unnin hvert kvöld. 5. Ég vil ræða við bam mitt við kvöldverðarborðið um það sem það hefur lært í skólanum hvem dag. „í þjóðfélagi örra breytinga, eins ogþjóð- félagi okkar, er rétt að hafa hugfast að uppeldi og menntun barna er ekki eingöngu í hönd- um kennara skólans, hún er einnig í höndum foreldra. Það eru for- eldramir sem bera ábyrgðina, þeir fá dóm umheimsins þegar illa tekst til, en barnið ber skaðann.“ 6. Ég vil hafa þroskandi bækur meðal gjafa til bamsins míns. 7. Ég vil rifja upp með bami mínu fréttir úr blöðum og sjónvarpi og ræða við það, á hvem hátt fréttir hafa áhrif á líf okkar. 8. Ég vil ræða reglulega við kenn- ara bamsins míns. 9. Ég vil minna bam mitt á nauð- syn aga í skólastofunni og þá sérstaklega sjálfsaga. 10. Ég vil hjálpa bami mínu að meta og njóta þess að læra, og um leið að hrífast í þekking- arleit sinni. Margir foreldrar reyna að fylgja þessum gullnu reglum vel eftir meðvitað og ómeðvitað. Þeir eiga því oft mjög erfitt með að sætta sig við, þegar kennarinn, sem ætti að vera samheiji, heldur frá þeim upplýsingum um nám og námsstöðu bams þeirra í skóla. Nú er gjaman hvatt til meiri samvinnu foreldra og skóla án þess að skilgreint sé í hveiju hún eigi að vera fólgin. Frá skólans hálfu era foreldrar gjaman boðaðir til funda með kennuram, en mörgum foreldram finnst oft sem harla litlar upplýsingar komi þar fram. Þegar foreldrar svo lejrfa sér að varpa fram spumingum um innri mál skólans, þ.e. kennsluna og árangur- inn, þá er sem veggur myndist á milli kennara og foreldris. Umræð- um er fljótlega beint inn á aðrar brautir, — rétt eins og foreldri komi málið ekkert við. Þar sem ekki er ósanngjamt að fram komi viðhorf foreldra til þessa atriðis í samstarfi foreldra og skóla, má benda á, að þegar áhugasamt foreldri spyr kennara hver staða bams þess sé í bekknum, hvort það sé ofan eða neðan til við miðju, þá er foreldrið oft að leita fleiri upplýs- inga. Foreldri veit nokkuð vel hver kunnátta bamsins er, því segir staða þess í bekknum talsvert til um kennsluna og árangurinn. Þetta er raunar hin mildasta aðferð til að fá upplýsingar um gang kennsl- unnar, — og hún er ekki einkamál kennarans. Þessvegna vekja loðin svör kennara oft tortryggni, en hreinskilin svör traust. Gleymið því ekki — samheijar — að traust er oftast gagnkvæmt og það er tor- tryggni líka. Eigi árangur að nást í menntun bama og unglinga og eflingu skóla þá verður það aðeins gert með sam- eiginlegu átaki heimila og skóla. Höfundur skrifar faatan dálk hér íblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.