Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 23
lÁÚÖÁRfiÁGtJR fe.'áEPrEtóBEK’Wge m Geimvarnaáætlunin: Leynilegt geimskot frá Kanaveralhöfða Kanaveralhöfða, AP. TVEIMUR drápsgervihnöttum var skotið á loft með leynd frá Kanaveralhöfða á föstudag. Þeim er ætlað að elta hvor annan og er gert ráð fyrir að annar þeirra muni reyna árekstur við hinn í þeim tilgangi að eyða hon- um. Reynt var að fá staðfestingu á tilgangi ferðarinnar, en hvorki NASA né skrifstofa Geimvama- áætlunarinnar vildi segja neitt um málið. Aðaltilgangur skotsins er að gera tilraunir með tæknibúnað, sem seinna kann að verða notaður í Geimvamaáætlun Bandaríkja- stjómar. Reyndir verða innrauðir skynjarar og siglingakerfi. Þetta er í fyrsta skipti, sem geim- skot með Delta-eldflaug er reynt frá því að slíkt skot mistókst hinn 3. maí og sprengja þurfti flaugina í loft upp. NASA og flugherinn vonast til þess að þetta skot takist, svo að Delta-flaugin öðlist fyrra traust. Filippseyjar: Vopnahlé með ríkis- sljóm og múslímum Jolo á Filippseyjum, AP. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, og leiðtogi músl- imskra uppreisnarmanna, Nur Misuari, náðu í gær samkomu- lagi, sem bindur enda á uppreisn múslíma, sem reyndar var að mestu farin út um þúfur. Nur Misuari, sem hefur barist fyrir því að suðurhluti eyjarinnar Mindaná fái Sjálfstæði, heftjr verið Japan: Nakasone leiðtogi í eitt ár enn í útiegð í Miðausturlöndum sl. ára- tug. Hann ræddi við Aquino í rúmlega klukkustund. Viðræðumar fóru fram í klaustri nokkm og vom verðir úr liðum beggja. Þær vom í orði kveðnu aðeins vopnahlésvið- ræður, en frekari friðarviðræður em áformaðar. Uppreisnin hefur staðið í 14 ár og hafa a.m.k. 50.000 manns fallið í átökunum. Hún hófst þegar fyrr- verandi forseti landsins, Ferdinand Marcos, setti herlög árið 1972, en þeim var ekki aflétt fyrr en átta ámm síðar. Vopnahlé tókst fyrir milligöngu Líbýustjómar árið 1976, en það rann út í sandinn. Smátt og smátt hafa þó sveitir múslíma gefíst upp og hin síðustu ár hefur aðeins slegið í brýnu öðm hveiju. Herskáir múslímar hafa verið í slag- togi við uppreisnarmenn kommún- ista. íbúar Uppsala í Sviþjóð héldu 700 ára afmælishátíð borgarinnar við öllu lakari aðstæður en þegar Reykvikingar fögnuðu 200 ára afmæli höfuðborgar íslands. Úrhellisrigning var í Uppsala á af- mælisdaginn og varð því fátt um fina drætti á afmælinu. 700 ára afmæli Uppsala haldið í hellirisfninöfu Uppsölum, frá Helgu Soffíu Konrádsdóttur, fréttaritara Morgrxnbladsins. ^ ^ ^ Það varð fátt um fína drætti á 700 ára afmæli Uppsalaborg- ar sem halda átti hátiðlegt um síðustu helgi. Á laugardeginum mældist mesta rigning á Upp- salasvæðinu í 40 ár. Á einum degi rigndi jafn mikið og venju- lega í öllum ágústmánuði samanlagt. Forsvarsmenn hátíðarhaldanna höfðu sagt í auglýsingum að um helgina mynda ganga í garð „stærsta hátíð frá víkingatíma til videoaldar". Hátíðin átti að fara fram á götum miðborgar Uppsala með skrúðgöngum, dansi og spili. Fjöldi listamanna frá Brasilíu kom til borgarinnar til að skapa suður- ameríska stemmningu með sam- batónlist og -dansi og margir innlendir tónlistarmenn voru mættir til leiks. En ekkert varð af dýrðinni á götum úti sökum vatnsveðursins og á síðustu stundu var reynt að skipuleggja hátíðardagskrár innanhúss þar sem aðeins fáir áhorfendur kom- ust að. Töluvert Ijón varð í húsum vegna vatnselgs og nokkrar fyöl- skyldur urðu að yfirgefa heimili sín. í gegnum kjallara Upplands- museet flóði vatnið og eyðilagði gamlar hannyrðir og bækur sem þar voru geymdar. En 700 ára afmæli borgarinnar fór fyrir bí af völdum náttúru- aflanna og það minnti okkur íslendingana, sem hér eru búsett- ir, á að það er ekki alltaf besta veðrið í útlöndum þegar mikið stendur til. Uppsalabúar hefðu gert sig ánægða með brot af því blíðskaparveðri sem Reykjavík fékk í afmæiisgjöf. Tókýó, AP. LEIÐTOGAR Fijálslynda flokks- ins í Japan hafa orðið ásáttir um, að Yasuhiro Nakasone, forsætis- ráðherra, gegni embættinu i eitt ár enn, en öðru kjörtímabili hans átti að ljúka í lok október nk. í Japan er það venjan að leiðtogi stjómarflokksins sé jafnframt for- sætisráðherra en lög Frjálslynda flokksins kveða á um, að sami maðurinn gegni leiðtogastarfinu aðeins í tvö kjörtímabil. Stórsigur Fijálslynda flokksins og Nakasones í kosningunum í júlí sl. og vinsæld- ir hans meðal þjóðarinnar valda því hins vegar, að keppinautar hans innan flokksins treysta sér ekki til að hrófla við honum. Japanska þingið hefur verið kvatt saman til skyndifundar í næstu viku til að ákveða framtíð ríkisjám- brautanna. Gífurlegt tap er á rekstrinum og er stefnt að því að láta þær í hendur einkaaðila. Skattafrumvarp norska Verkamannaflokksins: Gæti kostað af sögn rí kisstj órnarinnar Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. TÍÐINDA er að vænta nú í haust almenníngi, þegar minnihlutastjórn Gro Harlem Brundtland leggur fram frumvarp um aukna skattheimtu á norska Stórþinginu. Sam- kvæmt frumvarpinu mun skatt- byrði aukast hjá öllum einkum hátekju- fólki. Ef Verkamannaflokkurinn og borgaraflokkarnir breyta ekki afstöðu sinni gæti þetta mál leitt tíl afsagnar ríkisstjómar Verkamannaflokksins. Aukin skattlagning heildartekna er eitt lykilatriðið í ^kattafrumvarpi ríkisstjómarinnar. Því meiri sem heildartekjumar em því hærri verð- ur sköttunin. Samkvæmt núverandi kerfí em nettótekjur manna skattlagðar. Þetta þýðir að lífeyrir manna, þ.e. Kyrrahafið: Samþykkja Bandaríkjamenn kjamorkuvopnalaust svæði? Washington,AP. RICHARD LUGAR, formaður utanríkismálanefndar öldungadeUdar Bandaríkjaþings, telur að Bandaríkin geti samþykkt sáttmála um kjarnorkuvopnalaust svæði á Kyrrahafi. Hann segir ólíklegt að Nýsjálendingar taki í bráð upp aftur hernaðarsamvinnu við Banda- ríkin og Ástralíu. Lugar er nýkominn heim úr ferð til nokkurra Kyrrahafslanda, þar sem hann ræddi við ráðamenn. Hann sagði á miðvikudagskvöld, á fundi félags áhugamanna um mál- efni Asíu, að Nýsjálendingar álitu að land þeirra yrði síður fyrir kjarn- orkuárás, ef þeir leyfðu ekki skipum er búin væm slíkum vopnum að koma til hafnar. En eins og kunn- ugt er varð þessi afstaða Nýsjálend- inga, ANZUS, hernaðarbandalagi ríkjanna þriggja, að aldurtila. Hann sagði að ríkisstjórn Nýja Sjálands hefði þó fullan hug á að halda áfram samstarfi við Bandaríkin um sam- eiginlegan könnunarleiðangur til Suðurheimskautsins. Lugar kvaðst álíta að Bandaríkin gætu samþykkt uppkast sáttmála samtaka Kyrrahafsríkja frá 1985, þar sem kveðið er á um kjarnorku- vopnalaust svæði á Suður-Kyrra- hafí. Sáttmálinn sem Ástralía, Nýja Sjáland og 12 smærri eyríki skrif- uðu undir, mun banna géymslu á og tilraunir með kjamorkuvopn á svæðinu. Einnig verður bannað að koma þar fyrir geislavirkum úr- gangi. Ríkin geta sagt upp sátt- málanum ef þau telja þjóðarhags- munum stefnt í voða. Lugar lagði áherslu á, að Banda- ríkjamenn fylgdust betur með því sem gerðist á Kyrrahafssvæðinu og sýndu því meiri áhuga og skilning. Sovétmenn reyndu nú að gera fisk- veiðisamninga við ýmis ríki á Kyrrahafi og taldi hann nauðsyn- legt að samningaviðræður er lengi hafa staðið milli Bandaríkjanna og 16 eyríkja um túnfiskveiðar yrðu leystar farsællega á næstunni. Þeg- ar allt kæmi til alls væri það vilji fólksins á hveijum stað sem réði því t.d. hvort Bandaríkjamenn fengju aðstöðu fyrir herstöðvar í viðkomandi löndum. þær tekjur sem eftir standa að frá- dregnum vaxtagjöldum og öðrum frádráttarbærum liðum, eru skatt- lagðar. Þar með geta menn haft háar heildartekjur en lágan skatt- stofn. Þessu vill Verkamannaflokk- urinn breyta og telur að kerfí þetta tryggi að hinir ríku verði ríkari. I tillögum ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir að Ieggja viðbótar- skatt á heildartekjur. 5% verða lögð á launþega með lægri árstekjur en 170.000 krónur, 7% á þá sem hafa allt að 340.000 krónur yfír árið og 9% á alla þá sem hafa hærri tekjur en það. Hægri menn hafna öllum hug- myndum um aukna skattlagningu og Miðflokkurinn og Kristilegi þjóð- arflokkurinn eru henni einnig andvígir. Raunar hafa leiðtogar Kristilega þjóðarflokksins látið að því liggja að einhvers konar sam- komulag við Verkamannaflokkinn sé ekki óhugsandi. Allt frá því að minnihlutastjóm Gro Harlem Bmndtland tók við stjómartaumunum hafa menn velt vöngum yfír því hversu lengi stjóm- in lifi. Margir telja að Bmndtland forsætisráðherra hafí hugsað sér að láta stjómina falla á skattafrum- varpinu og treysta þar með mál- efnalega stöðu Verkamannaflokks- ins fyrir næstu þingkosningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.