Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 06.09.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 HOTELBRUNINN I NOREGI Brunastigamir náðu ekki upp á efstu hæðir Bj örgnnarþyrlan reyndist best Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi, Jan Erik Laure, AP. FJÓRTÁN MANNS létu lífið og 53 voru fluttir á sjúkrahús er eldur kom upp í 12 hæða hóteli í Kristiansand í Suður-Noregi, Hotel Caledonien, aðfaranótt föstudagsins. Eldsupptök eru ókunn. Um 6 klukkustundir tók að ráða niðurlögum elds- ins og er þetta annar versti hótelbruni er orðið hefur í Noregi. Hinir látnu voru 6 Norðmenn, 4 Svíar, Breti og Kanadamaður, en ekki hafa verið borin kennsl á lík tveggja. Eldurinn kom upp í móttöku á jarðhæðinni, um kl. 4.40 og varð annar tveggja næturvarða hótelsins hans fyrst- ur var. Vörðurinn hófst þegar handa við að vekja gestina og var innanhúskallkerfí m.a. notað til þess. Slökkvilið bæjarins segir að kona hafí hringt og tilkynnt um brunann nokkrum sekúndum áður en sjálfvirkt viðvöruna- rkerfí sem tengt var hótelinu fór í gang. Allt tiltækt siökkvilið var kallað út og einnig aðstoðuðu her- og lögreglumenn við að slökkva eldinn og bjarga fólki, alls um 250 manns. Eldur og reykur breiddust hratt um alla bygginguna. Björgunaraðgerðir voru mjög erfíðar og tók um 5 klukku- stundir að bjarga öllu fólkinu. I ljós kom að stigar bifreiða slökkviliðsins náðu ekki upp á efstu hæðimar og stóð hrópandi fólk þar við glugga er því hafði tekist að bijóta, en engir opnan- legir gluggar voru í húsinu. Fengnir voru kranabílar frá ná- lægum byggingasvæðum, þar sem kranamir náðu hærra en brunastigamir. Björgunarþyrla kom á vettvang og náði til fjöl- margra sem orðnir vom vonlitlir. Hékk maður neðan úr henni og fór inn um glugga og bjargaði þeim sem inni vom lokaðir. Einn maður lést er hann stökk út um glugga. Reykkafarar gengu um hótel- ið og leituðu í öllum herbergjun- um 205 og fundu marga er króast höfðu af. Fimmtíu og þrír vom fluttir á sjúkrahús, en í gærkveldi vom níu þar enn, vegna reykeitmnar og minni- háttar meiðsla. Flestir þeirra sem létust, fundust á göngum hótelsins og í móttökusalnum. Miklar skemmdir urðu á byggingunni, vegna elds, vatns og reyks og er jafnvel talið að þijár fyrstu hæðimar séu gjör- ónýtar. Skelfingu lostin lætur konan sig siga siðustu metrana eftir að hafa verið bjargað úr hinum mannskæða hótelbruna í Kristian- sand, þar sem 14 manns létu lifið. „Hreinasta víti“ Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins í Noregi. „ÞETTA var hreinasta víti,“ sagði einn hótelgest- anna sem björguðust úr brunanum í Hotel Cale- donien í Kristansand, Rolf Sörá, frá Ósló. “Reykurinn barst eftir göngum og einnig eftir loftræstikerfínu. Ég reyndi að halda ró minni og hélt röku handklæði fyrir munni og nefí. Bmnastigi var settur upp að glugga herbergis míns, en var tekinn frá strax aftur. Þá lá við að ég gæfi upp alla von. Þegar ég varð eldsins var reyndi ég að fínna neyðarútgang, en sá varla handa minna skil, er fram á gang- inn kom, svo ekki var um annað að ræða en að bíða björgunar í herberginu og því sé ég ekki eftir í dag.“ SörÁ segir að hræðilegt hafí verið að heyra hrópin í fólkinu er ráfaði um gangana eða stóð við herbergisgluggana. Eftir tvo klukkutfma kom reykkafari inn í herbergið til hans og fór með hann, með handklæðið þrýst upp að andlitinu, í annað herbergi þar sem minni reykur var. Þar biðu nokkrir hótelgestir og á gólfínu lá ungur maður er lést skömmu síðar. Hann hafði reykkafarinn fundið á gangi hótelsins. Brunavarnir gagnrýndar Hótel Caledonien stendur i ljósum logum snemma á föstudags- morgun. Um 140 gestir voru í hótelinu þegar eldurinn kom upp, en um 5 klst. tók að bjarga þeim sem lífs komust af. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morg- unbladsins í Osló. YFIRMENN norsku bruna- málastofnunarinnar fara hörðum orðum um ástand brunavarna í norskum gisti- húsum. Reglur þar að lútandi eru skýrar og grein- argóðar en hótelin fara ekki eftir ákvæðum gildandi reglugerða. Talsmaður brunamálastofnun- arinnar segir að oftlega séu dyr neyðarútganga læstar og bruna- heldar dyr opnar og stuðli þannig að frekari útbreiðslu elds. Fyrir nokkrum árum lét norska brunamálastofnunin og Samband gistihúsa í Noregi gera bækling fyrir hóteigesti þar sem rétt við- brögð við eldsvoða voru kynnt. Bæklingur þessi var prentaður í geysistóru upplagi og átti hann að vera fyrirliggjandi í hverju hótelherbergi í landinu líkt og Heilög ritning. Þetta reyndist ósk- hyggja ein því hann er aðeins að fínna á örfáum gistihúsum. Starfsmenn brunamálastoftiun- ar og lögreglumenn munu rann- saka hótelbrunann í Kristiansand. Sérþjálfað hjúkrunarfólk er einnig komið tii Kristiansand til að hlynna að þeim sem fengu taugaáfall vegna brunans og ætt- mennum þeirra sem fórust. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Shultz um Daniloff: Fangaskipti koma alls ekki til greina Washington, AP. GEORGE SHULTZ, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, útilok- aði í gær þann möguleika að blaðamaðurínn Nicholas Danil- off, sem í haldi er i Moskvu, verði frelsaður með fangaskiptum. Shultz sagði að þetta mál sýndi „skuggahlið þjóðfélags, sem reiðu- búið væri að taka gísla f því skyni að framfylgja stefnu sinni“. Embættismaður í Washington sagði að Bandaríkjamenn væru nú að íhuga gagnráðstafanir vegna handtöku Daniloffs. Hann sagði að til greina kæmi að fresta fundi Eduards Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, og Shultz í þessum mánuði. Fundinn átti að halda til að ákveða umræðuefni á ráðagerðum leiðtogafundi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mik- hails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að þó yrði vitaskuld lögð áhersla á að Daniloff yrði sleppt án þess að magna upp spennu milli ríkjanna. Shultz sagði að handtaka Danil- offs væri hneyksli, hann væri saklaus: „Og skipti koma ekki til greina. Við Nick erum sammála um það.“ Vestur-Berlín: 34 slasast í bandarískri ratsjárstöð Berlln, AP. SPRENGIBÚNAÐUR, sem nota átti í neyð, sprakk fyrir siysni í ratsjárstöð Bandaríkjahers skammt frá Berlínarmúrnum. 34 hermenn brenndust og þurfa 10 þeirra að gista sjúkrahús. Óhappið átti sér stað þegar verið var að þjálfa hermennina í notkun sérstaks búnaðar, sem ætlaður er til þess að eyða skjölum á fljótan og öruggan hátt. Tækin eru fyllt af fosfórblöndu, sem brennur þegar hún kemst í snertingu við loft, en ekki er vitað hversvegna búnaður- inn fór af stað. Enginn hermann- anna er alvarlega brenndur. Heimsmeistari kvenna í skák með vinningsf orskot Vínarborg, AP. JAFNTEFLI varð f annarri skák þeirra Maiu Chiburdanidze, heimsmeistara kvenna i skák, og Elenu Akhmilovska, áskoranda. Chiburdanidze hefur því eins vinnings forskot í einvíginu, því hún sigraði í fyrstu skákinni. Stúlkurnar eru báðar sovéskar og fer einvígið fram í Sofíu, höfuð- borg Búlgaríu. Þriðja skákin verður tefld í dag, laugardag. Sú sigrar sem fyrr hlýtur 8 V2 vinning, en ekki verða tefldar fleiri en sextán skákir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.