Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.09.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 19 Heimskringla hundrað ára HEIMSKRINGLA, elsta viku- blað, sem gefið er út á íslensku, verður hundrað ára 9. september næstkomandi. I tilefni aldarafmælisins hefír Þjóðræknisfélagið á Akureyri ljós- prentað fyrsta tölublaðið og verður því dreift vestan hafs og hér heima. Eru 200 eintök prentuð á mynd- pappír, tölusett og árituð. Með- fylgjandi verður svo annað blað, „Heimskringla hundrað ára“, og þar birtist ávarp útgefanda, ásamt afmæliskveðjum frá velunnurum blaðsins. Séra Kristján prestur á Grenjaðarstað SÉRA Kristján Valur Ingólfsson, farprestur á Isafirði, hefur verið kosinn sóknarprestur i Grenjað- arstaðarprestakalli í Þingeyjar- prófastsdæmi. Séra Kristján Valur var eini umsækjandinn um brauðið. A kjör- skrá voru 587. Alls kusu 301 og hlaut séra Kristján 282 atkvæði, eða 94% greiddra atkvæða. Auðir seðlar voru 15 og ógildir fjórir, að því er segir í fréttatilkynningu. Ljósmynd/Bðrkur Ámarson Á myndinni er Ted Knell, standandi fyrir framan Úr áJögum, ásamt aðstoðarmanni sinum, en Ted Knell er einn af stjórnendum Burleyfield, en hann hefur séð um eirsteypu ýmissa íslenskra höggmynda. Listasafn Einars Jónssonar: Unnið að því að steypa afmælis- gjöfina í eir Tveir mótasmiðir frá breska málm- steypufyrirtækinu Burleyfield í London vinna nú í safni Einars Jóns- sonar við mótasmíði af liöggmyndinni Úr álögum sem 58 fyrirtæki í Reykjavik gáfu höfuðborginni í af- mælisgjöf vegna 200 ára afmælisins. Hér er um að ræða stærstu höggmynd Einars Jónssonar, en listamaðurinn gerði hana á árunum 1916-1927. Hingað til hefur höggmyndin aðeins verið til í gifsi, en lokið verður við að steypa hana í eir í vetur og verður hún afhjúpuð í Reykjavík næsta vor. Ted Knell, annar breski mótasmiðurinn, sagði í samtali við Morgunblaðið að höggmyndin Úr álögum væri mjög flókið verk til eiraf- steypu, en um leið mjög spennandi verkefni í viðbót við þau fjölmörgu verk- efni sem Burleyfíeld hefði unnið fyrir íslendinga, m.a. flestar höggmyndimar í garði Einars Jónssonar, Fæðingu sálar í Vestmannaeyjum, Auðhumlu á Akur- eyri, höggmyndir eftir Ásmund Sveins- son og fleiri. Þrjú heimsmet I sambandi við sjávarréttabökubakstur? FYRIRTÆKIÐ Marska hf. á Skagaströnd ætlar í dag að setja heimsmet í sjávarréttaböku- bakstri með því að baka 10,3 fermetra sjávarböku á sýning- unni Heimilinu ’86 í Laugardals- höll, en það mun ekki hafa verið gert áður. Áætlað er að hægt verði að snæða fyrsta bitann af heimsmeta- bökunni um sexleytið og verður það Albert Guðmundsson, iðnaðarráð- herra, sem hlýtur þann heiður, eftir að Ömólfur Thorlacius, skólastjóri og ritsjóri Heimsmetabókar Guin- ness, hefur flutt ávarp. Reyndar er möguleiki á því að heimsmetin verði þijú í sambandi við þennan böku- bakstur. Til að baka sjávarréttabök- una þurfti að sérsmíða pönnu 300 sinnum stærri en heimilispönnu. Ekki er vitað til að svo stór panna hafí verið smíðuð áður. Það var Sindrasmiðjan í Kópavogi sem smíðaði pönnuna en þar em al- mennt smíðaðir tengivagnar og vömbílspallar. Einnig þurfti að smíða hitapönnu, sem líklega er sú stærsta sem smíðuð hefur verið, til að geta hitað upp pönnuna í 200 gráður og sá Rafha um það. Stefnt er að því að um 4000 manns fái að smakka á sjávarrétta- bökunni en í henni verða rækja, hörpufískur, náttúmleg kryddefni, jurtaólía og valin frönsk ostasósa. Neytendur kunna greinilega að meta Marskabökurnar því að eftir að hafín var framleiðsla á þeim hafa 80% af áætlaðri ársframleiðslu selst á fjómm mánuðum. Á mynd- inni er Steindór Haraldsson, fram- leiðslustjóri Marska, við hlið eftirlíkingar af pönnunni stóm, sem komið hefur verið upp við Miklatorg til að vekja athygli á uppákom- unni. Eftirlíkingin er 100 sinnum stærri en venjuleg heimilispanna. Gamli miðbærinn: Yerslanir opnar til eitt á laug,ardögnm „FRA OG MEÐ laugardeginum 6. september verða verslanir í Gamla miðbænum opnar til klukkann 13:00 á laugardögum, en þær hafa hingað til verið opnar til 12:00,“ sagði Skúli Jóhannesson, stjómar- maður í samtökum Gamla miðbæjarins, í samtali við Morgunblaðið. „Þessi opnunartími verður í gildi Reylq'avíkur fengust þær upplýs- í september og október en ætlunin er að endurskoða hann í nóvember og líklega lengja hann eitthvað, enda er þá farið að draga að jólaum- ferðinni og ætlun okkar að bjóða upp á uppákomur og skemmtiatriði í Gamla miðbænum á þessum tírna." Hjá Verslunarmannafélagi ingar að nú væri heimilt að hafa verslanir opnar til klukkann 18:30 mánudaga til fímmtudaga, til klukkan 21:00 á föstudögum og 16:00 á laugardögum. Ekki var vit- að hversu lengi verslunarmenn ætluðu almennt að hafa opið á laug- ardögum. JL Byggingavörur munu efna til víðtækrar vörukynningar á laugardögum í vetur. Tilgangurinn er að fræða viðskiptavini, og þá helst hinn almenna neytanda um sem flest atriði sem lúta að húsbyggingum, viðhaldi húseigna, verklag, aðferðirog mismunandi efni. Kynna helstu nýjungar á hverjum tíma. Við byrjum laugardaginn 6. september. Komið, skoðið, fræðist 2 góðar byggingavöruverslanir. Austast og vestast í borginni Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600 JL Byggingavörur v/Hringbraut. Laugardaginn 6. september kl. 10-16. FÚAVÖRN, FÚAVARNAREFNI. Sérfræöingur frá Pinotex - Sadolin verðurástaönum. JL Byggingavörur, Stórhöfða. Laugardaginn 6. septemberkl. 10-16. UTIMÁLNING, INNIMALNING. Sérfræðingurfrá Málningarverksm. Hörpu verður á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.