Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 15
genginni kynslóð þannig að enginn
þarf að velkjast í vafa um af hvaða
; ætt gripurinn er.
Meðal þeirra atriða sem hafa
verið hvað mest endurbætt er fjöðr-
un sem nú er mýkri en áður í
venjulegum akstri, öflugar hlífðar-
pönnur eru undir skiptingum og
tanki, hásingar eru breiðari (sömu
og undir Cherokee), grind er úr
lokuðum prófíl og stýri er nákvæm-
ara, vökvastýrið er að því er virðist
ónæmt fyrir ójöfnum. í akstri er
Wranglerinn „þíður" eins og
fólksbíll miðað við gamla CJ, sem
í okkar tali heitir nú ævinlega Wil-
lys og ekki kæmi á óvart að þessi
fengi að halda því sæmdarheiti eins
og hveiju öðru ættamafni.
Af búnaði er það helst að segja,
að val er um tvennskonar vélar,
2,46 1 fjögrastrokka eða 4,2 1 sex-
una gömlu. 5 gíra beinskipting er
fyrir harðjaxlana, sjálfskipting
handa þessum „fint folende" sem
kjósa þægindin. Diskabremsur eru
við framhjólin, en skálamar halda
enn velli að aftan. Vökvastýrið er
með stillanlegu hjóli og fótstig em
lauflétt.
Með Jeep Wrangler virðist sem
AMC hafí tekist allvel það erfiða
verkefni að sníða gamla torfæm-
tröllið að nýjum tímum með nýjum
kröfum og verður fróðlegt að sjá
hvetjar vinsældir þessa yngsta með-
lims jeppaíjölskyldunnar verða á
1 Islandi. E.t.v. verður hægt að lýsa
> ítarlega kostum og göllum Töffar-
ans þegar fleiri þeirra flytjast
hingað í draumalandið, næg ættu
verkefnin að vera fyrir þá í fjalla-
1;ferðum og snjóbrölti.
Tölumar hér á eftir sýna niður-
stöðumar nú í ár og einnig
samanburð við fyrri ár. Sést þar
að frammistaða framleiðenda er
nokkuð söm og jöfn, furðu litlar
sviptingar em á þessu sviði og er
undravert, því að almenningsálitið
— skoðanir manna á bílum og öðm
— virðist oft vera hvikult í svipti-
vindum markaðarins. Ætla má að
íhaldssemi sé nokkur í mönnum og
e.t.v. er enn í fullu gildi sagan af
honum Jóni Jónssyni hinum
ameríska sem var spurður hvers
vegna hann keypti sér Buiek. „Afí
minn átti Buick og faðir minn átti
Buick og þess vegna á ég og mun
alltaf eiga Buick“ var hið einfalda
og skothelda svar. Kannski er líka
eitthvað til í því sem gámngar segja
að Kanar séu ángæðir með allt sem
þeir eiga — ef það er innflutt(I).
Hvað um það, úrslitin tala sínu
máli og aðrar heimildir em ekki á
lausu um álit manna í Vesturheimi
á bifreiðum sínum. Skal því vísað
til íslenskra Hondaeigenda að
dæma um frammistöðu þeirra
ágætu bfla hér á íslandi, væri vissu-
lega gaman að sjá niðurstöður
áþekkrar könnunar hér, hver vill
framkvæma?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
15
Veiðiþáttur
Umsjón Guðmundur Guðjónsson
Ætli betri tímar með blóm
í haga bíði Blöndulaxa?
Húkksár geta verið æði ljót. Það er ekki vist að þessi hafi sloppið
af þrikróki en þó gætu verksummerkin alveg eins bent til þess.
Þessi lax veiddist i Efra-Rauðabergi í Leirvogsá.
Umsjónarmaður þessa þáttar
var viðstaddur miklar veiðium-
ræður fyrir skömmu og þar voru
Blönduveiðar m.a. á dagskrá og
óýktar sögur frá fyrstu hendi,
ekki miklaðar frásagnir eftir
mörgum milliliðum. Þvi var vert
að leggja eyru við þar sem ljóst
var að sannleikur var þarna
framreiddur.
Sá sem sagði frá hafði verið í
Blöndu einhvem tímann í júlí, var
boðinn og þekktist það. „Við feng-
um bara sjö og þóttum varla menn
með mönnum," sagði kappinn og
skírskotaði til þess að gífurleg veiði
hefur verið í Blöndu, sú mesta í
mörg ár. En hvemig veiði er hér
um að ræða? Bjanda er engin venju-
leg laxveiðiá. A nokkurra ára fresti
tekur einhver sig til og skrifar um
Blönduveiði, fær yfír sig reiðigusu
þeirra sem hana stunda og síðan
fellur allt í logn á ný. Haldið er
áfram að telja Blöndu með í veiði-
fréttum, greina frá aflatölum þaðan
eins og þar sé allt með felldu, en
af því að spurt var áðan hvurs lags
veiði hér væri á ferðinni væri ekki
úr vegi að svara með orðum viðmæl-
anda blaðsins: „Blessaður, þetta er
allt húkk.“
Nú vita þeir sem reynt hafa, að
það má vel veiða lax með löglegum
hætti þótt vatnið sé gmggugt,
stangveiði í Langholti, Snæfoks-
stöðum, Laugarbökkum, Skjálf-
andafljóti og víðar renna stoðum
undir það. Hvers vegna þá ekki í
Blöndu. Meira að segja í bergvatns-
ánum er hægt að fá mokafla á flugu
í kolgmggugu vatni, hvað þá ef
maðkur er notaður. Satt best að
segja em þeir til sem veiða heiðar-
lega og löglega í Blöndu, en fregnir
herma að þeir séu ekki í meirihluta
sem það gera, þvert á móti. Við-
mælandi þáttarins sem að framan
greinir sagði spón vera mest notaða
agnið, hann hefði sjálfur notað
svartan 28 gramma Tóbí og var
honum tíðrætt um hversu erfítt
væri að veiða í Blöndu þar sem
mest af laxinum liggur á litlu
svæði, vegna þess að botninn er svo
þakinn línuflækjum og spónum sem
þar hafa orðið eftir. Hann sagði að
félagi sinn hefði eitt sinn fest í
botni og eftir talsvert baks tókst
honum loks að losa, en á land barst
heill hrafnslaupur af línuendum og
spónum. Er hann fór að greiða úr
þessu drasli öllu að gamni sínu dró
hann allt í einu línu eina frá og í
henni hengu eigi færri en þrír 28
gramma „Tobbar". Já, mikið rétt,
þrír spónar á sömu línunni. Hvemig
skyldi laxinn líta út þegar hann
kemur á land eftir að hafa orðið
fyrir slíkum tækjum? Og hvað ef
hann sleppur eftir slík viðskipti?
Viðmælandi þáttarins sagði einmitt,
„þeir missa annað eins og þeir veiða
og það hefur verið rosalega mikill
fiskur í sumar, einn fór langt fram
jrfír 14 laxa kvótann, ég vissi að
hann fékk 28 laxa og þú hefðir átt
að sjá hendumar á honum eftir
hamaganginn, hann var næstum
óvinnufær næstu daga, svo skomar
og bólgnar voru hendumar eftir að
hafa haldið í línuna er stórir laxar
börðust um með spóninn í bakinu
eða sporðinum."
Annar sem rætt var við sagði frá
„Blönduspæninum" sem er fram-
leiddur þama einhvers staðar fyrir
norðan og fæst í ákveðinni verslun
á Blönduósi. Þeir fást 12 í pakka
og þríkrókar fylgja ekki með, þeir
eru keyptir sér. Þetta em að sögn
risavaxnir skeiðlaga spænir og
hvemig skyldi liturinn vera? Þeir
em mjólkurlitir til þess að þeir sjá-
ist ekki í vatninu, sagði viðmæl-
andinn. Hann sagðist einu sinni
hafa þóst vera að skoða sig um í
búðinni og beðið þess að einhver
keypti tólin. Loks komu tveir vörpu-
legir heimamenn og báðu umsvifa-
laust um spónapakka, þeir væm
nefnilega að fara í Blöndu á morg-
un. Annar keypti einn pakka, 12
spóna, hinn keypti þrjá pakka, 36
spóna.
Að húkka lax vísvitandi er lög-
brot. Að húkka óvart getur hent
hvem sem er og hvar sem er, hve-
nær sem er og er lítið við slíkum
slysum að gera. Lax er svo sem
húkkaður vísvitandi víðar en í
Blöndu, í Korpu og Brynjudalsá til
dæmis. Það vita það allir og það
er ekkert geðfelldara á þeim
vígstöðvum, alls ekki. Það er hins
vegar ekki nema von þótt spurt sé
hversu lengi svona lagað á að við-
gangast? Væri ekki nær að selja
netaveiðileyfí úr því að það virðist
óhagganleg regla í Blöndu að Iaxin-
um sé gersamlega ómögulegt að
sjá agn, opna kjaftinn og bíta á
það. Það er auðvitað tóm tjara, en
hér er við viðtekna venju og hefðir
að etja.
í ljósi þessa hefur ýmsum þótt
einkennilegt að Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hefur lagt lag sitt við
þessa á í sambúð með þeim stanga-
veiðifélögum heimamanna sem áður
vom þar einráð. Umsjónarmaður
þessa þáttar spurði Friðrik hjá
SVFR einu sinni hvemig þeim dytti
slíkt í hug? Friðrik var fljótur til
svara eins og hans var von og vísa,
sagði að horft hefði verið til fram-
tíðarinnar, SVFR sæi Blöndu
framtíðarinnar sem tært bergvatns-
fljót í kjölfar virkjunarframkvæmd-
anna sem framundan em og þá
myndi aldeilis breytast mál til batn-
aðar. „Þá verður þetta gullfalleg
laxveiðiá þar sem vonandi sem
fæstum dettur í hug að kasta öðm
agni en flugu þótt ég sé ekki með
fordóma," sagði Friðrik. Vonandi
er framtíðarsýn Friðriks og félaga
ekki tálsýn, ókomnar kjmslóðir laxa
í Blöndu myndu eflaust fagnað því
að fá einhvetju um það ráðið með
hvaða hætti einstaklingar þeirra
biðu sín endalok. Að bíta á með
fúsum vilja í stað þess að vera
dregnir öfugir upp úr. Þá yrðu
hendur veiðimanna sjálfra einnig
hreinni...
Það er býsna breitt bil milli þeirra viðhorfa að húkka eins marga
laxa og hægt er annars vegar, eða sleppa laxinum að glímu lokinni
með fögrum fyrirheitum eins og þeir Gardner Grant og Siggi
Fjeldsted gera hér í Grimsá í sumar____
(geogisskr. 28.8 86)
MAZDA BRVTIIR VERRMllRI
MAZDA 323 4 dyra Sedan 1.3 árgerð
1987 kostar nú aðeins 384 þúsund
krónur. Þú gerir vart belri bílakaup!
Aðrar gerðir af MAZDA 323 kosta frá
348 þúsund krónum.
Nokkrir bílar til afgreiðslu úr viðbótar-
sendingu, sem er væntanleg eftir
rúman mánuð. Tryggið ykkur því bíl
strax.
Opið laugardaga frá 1 - 5
BÍLABORG HF.
SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 68-12-99