Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 28
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, STEINDÓR ÁRNASON skipstjóri, andaðist í Borgarspítalanum að morgni föstudagsins 5. september. Guðmunda Jónsdóttir, Jón Steindórsson, Guðný Ragnarsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, KARL GUÐJÓNSSON rafvirkjameistari, Suðurgötu 15-17, Keflavfk áður Mávabraut 11 b, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt 5. sept. Jarðarförin auglýst síðar. Dagrún Friðfinnsdóttir, börn og tengdabörn. t Litli drengurinn okkar og bróðir, ÁRNI KRISTINN FRIÐRIKSSON DUNGAL, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. september kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á foreldra- og vinafélag Kópavogshælis. Friörik Dungal, Árný Richardsdóttir, Richard Þór Friðriksson Dungal. t Innilegar þakkir fyrir hýju og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu INGIGERÐAR GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Sólvaliagötu 45, Keflavfk. Guö blessi ykkur öll. Ingólfur Eyjólfsson, Karl Karlsson, Kristrún Samúelsdóttir, Sigurður Karlsson, Hjördfs Ólafsdóttir, Rúnar Karlsson, Ingibjörg Þórhallsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar og bróður, GUÐMUNDAR PÉTURS GYLFASONAR. Sigrfður Guðmundsdóttir, Gylfi Hallgrfmsson, Hallgrfmur Geir Gylfason, Kristinn Gylfason, Anna Kristín Gylfadóttir, Marfa Gylfadóttir. t Þökkum heilshugar þann hlýhug og vinarþel sem við höfum notið vegna fráfalls og útfarar GUÐMUNDAR BJARNASONAR frá Mosfelli. Sigrún Þóra Magnúsdóttir, Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Þórunn Bjarnadóttir, Sif Bjarnadóttir, Þóra Sigurþórsdóttir, Bjarki Bjarnason Ýr Þórðardóttir. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okk- ur samúð og vinarhug í veikindum og við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS GÍSLASONAR, Brekkugötu 14, Hvammstanga. Blessun fylgi ykkur öllum. Elínborg Halldórsdóttir, Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir Elfsabet Halldórsdóttir, Sigfús ívarsson, Halldór Sigfússon, Halldór Þór, Þórarinn og Lárus Jónssynir. Islandsmeistara- keppni í ökuleikni íslandsmeistarakeppnin i öku- leikni verður haldin í dag við nýbyggingu Mazda-umboðsins, Bílaborgar hf., við Dragháls. Dagskrá keppninnar verður allan daginn og hefst með umferðar- spumingum, en sjálfur þrautaakst- urinn hefst kl. 11.30. Eknar verða tvær umferðir og er ráðgert að seinni umferðin heijist á bilinu 14.00-14.30. Vegleg verðlaun verða í boði fyr- ir bestu keppenduma. Bflaborg gefur bikarverðlaun til handa sigur- vegurunum, en auk þess fá þeir utanlandsferðir, er Amarflug mun veita. Þá heftir Mazda-umboðið ákveðið að gefa þeim keppanda, sem kemst villulaust í gegnum þrautaplanið í annarri hvorri ferð- inni og er með einn af tólf bestu tímunum í þeirri umferð, nýjan Mazda 626. Dagskrá dagsins lýkur síðan með kvöldverðarboði og verðlaunaaf- hendingu á Hótel Loftleiðum. Edvard Hoem Norræna húsið: Edvar Hoem les úr verk- um sínum NORSKI rithöfundurinn, ljóð- skáldið og leikritahöfundurinn Edvard Hoem les úr verkum sínum i Norræna húsinu sunnu- daginn 7. september kl. 17. Hann les úr nýjustu bók sinni, „Heim- landet barndom", sem út kom 1985 og segir þar frá æskuárum höfundar. Einnig les hann upp nokkur Ijóð. Edvar Hoem fæddist 1949 í Raumsdal, en er nú búsettur í Osló. Hann vakti strax athygli með fyrstu ljóðabók sinni „Som grcnna musik- antar“, sem út kom 1969, en vann almenna viðurkenningu með skáld- sögunni „Kjærleikens feijereiser", sem út kom 1974 og var bókin til- nefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1975 og hlaut hann verðlaun norskra gagmýn- enda fyrir bókina. Gerð hefur verið kvikmynd eftir sögunni og bókin verið notuð til kennslu í skólum. Ekivard Hoem er einnig mikils metinn sem leikritaskáld og hefur hann starfað við „Dei norska tea- tret frá 1980. Leikritið „Lenins madam“ er m.a. ávöxtur þess sam- starfs. Leiðrétting Purpuraliturinn Norræni heilunarskólinn heldur kynningarfund sunnudaginn 7. september kl. 14 að Austurbrún 2, 13. hæð. Markmið skólans er að veita nemendum fræðslu um andleg efni. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri f Reykjavíkurspjaili um blöð og blaða- menn á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Reykjavíkurspjall á Kjarvalsstöðum UM helgina verður að venju Reykjavíkurspjall á Kjarvals- stöðum. Á laugardag klukkan þijú flytur Ingibjörg Benediktsdóttir sakadóm- ari erindi sem hún nefnir „Úr dagbókum Páls Ámasonar lög- regluþjóns (1904—1930)“. Á sunnudag á sama tíma flytur svo Ludvig Hjálmtýsson fyrrverandi ferðamálastjóri spjall um „Veitinga- gistihús í Reykjavík á fyrri tíð“. Afar góð aðsókn hefur verið að fyrirlestrum í röðinni „Reykjavík- urspjall" sem fluttir hafa verið á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Reykjavíkurspjallið er um hveija helgi, laugardaga og sunnudaga klukkan þijú og klukkan fjögur eru svo sýningar á leikþættinum „Flensað í Malakoff". Seinustu tvær sýningarhelgamar verður þó aðeins sýnt á sunnudögum. Sýningin „Reykjavík í 200 ár — svipmyndir mannlífs og byggðar“ stendur til 28. september. (Fréttatilkynning) í nafnalista sem birtist ásamt bekkjarmynd af F-bekk Laugames- skóla á bls. 47 í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, var sagt að Hilmar Ingólfsson væri skólastjóri Garða- skóla. Svo mun þó ekki vera, heldur er hann skólastjóri Hofsstaðaskóla, sem reyndar er líka í Garðabæ. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Austurbæjarbíó: Akosua Busia (t.v.) og Desreta Jackson í hlutverkum sínum sem Nettie og Celie i myndinni „Purp- uraliturinn“ AUSTURBÆJARBlÓ hefur nú tekið til sýninga myndina „Purp- uraliturinn“, („The Color Purple“). Leikstjóri myndarinn- ar og framleiðandi er Steven Spielberg og var hún tilnefnd til ellefu Óskarsverðlauna. Myndin er saga §ölskyldu í Suð- urríkjunum Bandaríkjanna, þar sem fátækt og fáfræði er mest, og þá sérstæðu baráttu, sem hún verður að heyja vegna aðstæðna, erfða- Kynningar- fundur heil- unarskólans venja og kúgunar, sem erfist á milli kynslóða eins og sjálfsagður hlutur. Purpuraliturinn er fyrsta mynd- in, sem Steven Spielberg vinnur eftir tveggja ára hlé, og hefur hann sagt að myndin sé mesta ögrun starfsferils síns. Aðalhlutverkin í myndinni em í höndum Whoopi Goldberg og Danny Clovers og tónlistin eftir Quincy Jones. Menno Meyes gerði handrit að myndinni, sem byggir á skáldsög- unni „Thc Color Purple", eftir Alice Walker og hlaut hún Pulitzer-verð- launin fyrir hana á sínum tíma. Fer ínn á lang flest heimili landsins! Blómabúðin Hótel Sögu sími 12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.