Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands:
„Allur almenningnr læt-
ur sig skógrækt varða“
Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir
Frá aðalfundi Skógnektarfélags íslands, sem nú stendur yfir í Reynihlíð I Mývatnssveit.
— segir Hulda Valtýsdóttir,
formaður félagsins
Mývatni, frá Kristínu Gunnarsdóttur,
blaðamanni Morgunblaðsins.
AÐALFUNDUR Skógræktarfé-
lags íslands hófst í Reynihlíð í
Mývatnssveit í gær og stendur
hann fram á sunnudag. Fundinn
sitja 120 fulltrúar aðildarfélaga
frá öliu landinu og gestir. Meðal
gesta á fundinum er Jón Helga-
son, landbúnaðarráðherra, og
Wilhelm Elsrud, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Noregs.
Hulda Valtýsdóttir, formaður
Skógræktarfélags íslands, setti
fundinn og bauð gesti velkomna.
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, flutti ávarp og sagði meðal
annars að þeim færi sífellt fjðlgandi
sem gerðu sér grein fyrir að með
hagkvæmni og hagræðingu gæti
farið saman sauðfjárrækt og skóg-
rækt og lýsti ráðherra yfír stuðningi
við hugmyndir um svokallaða
„bændaskóga". Um leið og hann
árnaði skógræktarmönnum heilla
og velfamaðar á komandi árum,
sagðist hann vonast til að þeim hjá-
róma röddum færi fækkandi sem
ekki ynnu að skógrækt, nema að
fá samtímis fullar hendur fjár.
Hólmfríður Pétursdóttir, formað-
ur Skógræktarfélags Mývatnssveit-
ar, tók næst til máls og bauð
fundargesti velkomna fyrir hönd
félagsins, en skógræktarfélagið
hefur séð um allan undirbúning
fyrir móttöku fulltrúa og gesta.
Erindreki fyrir Skóg-
ræktarfélag Islands
Hulda Valtýsdóttir gerði því næst
grein fyrir störfum stjómar sl. ár
og kom þar fram að tillaga frá
síðasta aðalfundi um ráðningu er-
indreka á vegum Skógræktarfélags
íslands hafi hlotið góðar undirtektir
ráðamanna, en tillagan felur í sér
að ríkissjóður greiði að hluta laun
hans eins og tíðkast þegar ráðu-
nautar á vegum búnaðarsamband-
anna eigi í hlut. _ Tillaga um að
Skógræktarfélag íslands beiti sér
fyrir því að sem minnstar hindranir
verði á að skógræktarfélög eða
aðrir, sem ætla að stunda skóg-
rækt, fái keyptar jarðir eða jarðar-
hluta til skógræktar, og lögð var
fram á síðasta aðalfundi, hefur ver-
ið send til landbúnaðarráðuneytis-
ins, en ekki fengið afgreiðslu.
Tiliaga um stofnun styrktarkerfis
fyrir Skógræktarfélag íslands hefur
verið til umQöllunar í stjóminni og
tekið nokkrum breytingum. Engar
ákvarðanir hafa verið teknar og
sagði Hulda að brýna nauðsyn bæri
til að ræða og taka ákvörðun um
hvaða leið, eða leiðir, ætti að fara
til að hægt væri að marka stefnu
eftir því.
í máli Huldu kom fram að ákveð-
ið hafí verið við endurskoðun á
fjárveitingu til landgræðslu að
skjólbeltarækt fari undir landvemd
og slík ræktun heyri undir jarðrækt-
arlög. Önnur tillaga um vamir gegn
meindýrum og hert eftirlit með inn-
flutningi jólatijáa var send Skóg-
rækt ríkisins, landbúnaðarráðu-
neytinu og Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins, en nú fer fram
endurskoðun á reglugerð um inn-
flutning á tijám. Af öðrum tillögum
sem Hulda drap á, má nefna tillög-
ur um skógræktarþing, sem ákveðið
hefur verið að efna til síðla vetrar
1987 og er undirbúningur þegar
hafinn.
Styrkur ríkisins til félagsins var
330.000 krónur á síðasta ári og af
landgræðsluáætlun fengust 67.000
krónur. Úr Þjóðhátíðarsjóði voru
veittar 60.000 krónur vegna hand-
bókar um skógrækt, sem er í
vinnslu. I ræðu sinni vék formaður-
inn síðan að þeim Qölmörgu ritum,
sem gefin hafa verið út um skóg-
rækt á árinu og benti fundargestum
m.a. á að kynna sér drög að áætlun
landbúnaðarráðuneytisins um land-
nýtingu á íslandi og forsendur fyrir
henni.
„Staðreyndin er sú að verið er
að ræða um tijá- og skógrækt hér
á landi af ijölmörgum aðilum, auk
þess sem allur almenningur lætur
sig málið varða og ber til þess já-
kvæðan hug,“ sagði Hulda og vék
síðan að norrænu skógræktarráð-
stefnunni, sem haldin var í Finn-
STEINDÓR Árnason skipstjóri
lést á Borgarspítalanum í
Reykjavík að morgni föstudags-
ins 5. september á 89. aldursári.
Steindór fæddist 27. desember
1897 að Réttarholti í Vindheima-
hreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans voru Árni Ámason,
bóndi á Höfðahólum á Skaga, og
kona hans Ingibjörg Pálsdóttir frá
Syðri-Leikskála í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
Steindór stundaði sjómennsku
frá unga aldri, fyrst á kútter Há-
koni 1912, og Langanesi, á árabát-
um og mótorbátum fram til ársins
1920. Það ár lauk hann farmanna-
landi í sumar, en þar hafði hún
heyrt fararstjóra og fagmann hvetja
menn til að missa ekki kjark þótt
aðeins um 50 plöntur af 1.000 gróð-
ursettum yrðu að tijám.
„Ef ekki lifðu heldur þessar
fímmtíu, þá væri til gott ráð. Nefni-
lega gróðursetja aðrar 1.000. Svona
tala menn með hundrað ára hefð-
bundna skógrækt að baki. Hvað
erum við þá að kvarta?" spurði
Hulda. í lokin lét hún í ljós þá ósk
prófí frá Stýrimannaskólanum.
Eftir 1920 var hann fyrst á skonn-
ortunni Skími, siðan á togaranum
Þórólfí og var hann á togurum til
ársins 1954. Hann var stýrimaður
og skipstjóri frá árinu 1925 og alla
tíð farsæll í starfí.
Eftir að Steindór lét af sjó-
mennsku stundaði hann hænsna-
rækt á Seltjamamesi allt til ársins
1972. Hann lét félags- og hags-
munamál sjómanna mjög til sín
taka og skrifaði fjölda blaðagreina
um þau mál. Hann var heiðraður
af sjómannadagsráði fyrir störf sín.
Steindór var kvæntur Guðmundu
Jónsdóttur. Hun lifír mann sinn.
Steindór Arnason
skipstjóri látinn
sína að íslenska þjóðin þekkti sinn
vitjunartíma varðandi skógrækt í
landinu.
Umhirðu skógarreita
víða ábótavant
Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags íslands,
sagði í ræðu sinni að umhirðu skóg-
arreita væri víða ábótavant. Árið
1985 var farið um Vestfírði og
skógarreiti lagfærðir og í sumar var
farið um Vestur- og Austurland.
Snorri vék síðan að starfí skógrækt-
arfélaganna og sagði hann að
þriðjungur þeirra plantna sem gróð-
ursettar em ár hvert í landinu
kæmu úr stöðvum Skógræktarfé-
lags Eyfírðinga og Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur.
í sumar komu hingað 50 norræn-
ir skógræktarmenn og -konur í
gróðursetningarferð og héðan hélt
álíka hópur til Noregs í sams konar
erindagjörðum. Slíkar ferðir eru
famar á þriggja ára fresti.
Loks talaði Sigurður Blöndal,
skógræktarstjóri, og sagðist verða
var við mikla undiröldu í þjóðfélag-
inu, skógræktinni í hag. Aukinn
áhugi á skógrækt leyndi sér ekki.
Bændur, sem einhverra hluta vegna
gætu ekki lengur stundað þann
búskap sem tíðkast hefði frá land-
námi, væm famir að líta á skóg-
rækt sem valkost í stað þess að
bregða búi og leggja sveitir þar
með í eyði. Hann hvatti síðan fund-
armenn til dáða og sagði: „Gmnd-
völlur félaganna er harður kjami
hugsjónamanna. Kjami, sem tekist
hefði á við margfalt meiri erfiðleika
en okkur atvinnumönnunum dytti í
hug að glíma við og sigrast á þeirn."
Fyrir hádegishlé gerði Þorvaldur
S. Þorvaldsson, gjaldkeri, grein fyr-
ir reikningum félagsins, og vom
þeir samþykktir.
Steindór Árnason
Þau eignuðust tvo syni, Áma, sem
lést 1941, og Jón, sem er kvæntur
og búsettur í Reykjavík.
Könnun á útvarpshlustun:
Fleiri hlustuðu á Bylgjuna
en rás 1 og rás 2 til samans
HAGVANGUR gerði síðastliðinn miðvikudag, samkvæmt beiðni
Sambands íslenskra auglýsingastofa, könnun á útvarpshlustun á
meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Selfossi. í könnun-
inni kom í Ijós að nýja útvarpsstöðin nýtur mikilla vinsælda
hlustenda. Könnunin náði til 250 aðila sem valdir voru úr síma-
skrá og voru 150 af höfuðborgarsvæðinu en 50 af Akranesi og
Selfossi.
Þátttakendur í könnuninni vom
spurðir á tímunum 7.00-9.00,
12.00-14.00, 15.00-17.00,
17.00-18.00 og 20.00-22.00.
Tvær spumingar vora lagðar fyr-
ir þátttakendur. Er kveikt á
einhveiju útvarpstæki sem þú
hefur tækifæri til að hlusta á
þessa stundina? Ef kveikt var á
útvarpstæki var vikomandi spurð-
ur: Á hvaða útvarpsstöð er
útvarpstækið stillt núna?
Hafa ber í huga þegar niður-
stöðumar em skoðaðar að Bylgj-
an var nýtekin til starfa þegar
könnunin var framkvæmd. Eftir-
tektarvert er að enginn þátttak-
enda nefndi Keflavíkurútvarpið
eða Svæðisútvarp Reykjavíkur og
nágrennis.
Af heildamiðurstöðunum má
sjá að Bylgjan hefur greinilega
verið sú stöð sem mest var hlust-
að á síðastliðinn miðvikudag. Af
þeim sem hlustuðu á útvarp vom
35,3% með stillt á rás 1, 7,4% á
rás 2 og 57,3% á Bylgjuna. Þó
ber að hafa í huga að rás 2 send-
ir einungis út á tveim þeirra tíma
sem könnunin náði til.
Á milli 17.00 og 18.00 þegar
flestir hlustuðu á útvarp (51%)
og fjórar rásir vom í boði höfðu
27o stillt á rás 1, 15,7% á rás 2
og 82,3% á Bylgjuna.
„Ég hugsa að þetta hafi ein-
hver áhrif á auglýsendur," sagði
Solveig Einarsóttir, fram-
kvæmdastjóri SÍA, í samtali við
Morgunblaðið. „Þó má fastlega
gera ráð fyrir því að menn taki
þessu með nokkmm fyrirvara þar
sem Bylgjan er það nýkomin til
sögunar að margir hlusta eflaust
á hana fyrir forvitnis sakir. Við
munum framkvæma aðra könnun
til samanburðar innan mánaðar
þegar forvitnistíminn ætti að vera
liðinn og verður fróðlegt að sjá
hvað kemur út úr henni. Þá verða
einnig tímamir sem spurt er um
þrengdir.
Við hjá SÍA viljum stuðla að
því að komið verði á stigagjöf
fyrir mismunandi útvarpsþætti og
að því unnið í samráði við sérfræð-
inga. Það yrði hvorki félagsfræði-
leg könnun né könnun sem legði
mat á gæði einstakra dagskrárliða
heldur einungis til að fínna út
hversu margir hlusta og horfa á
einstaka þætti svo auglýsendur
viti hvar þeir geti náð stærstum
hópi neytenda."
Útvarpshlustun eftir
útsendingartíma:
Kl. 7.00 - 9.00
Hlutfall Einungis þeir sem hðfðu
af heildar- kveikt
úrtaki áútvarpi
Ekki kveikt 65,6% —
rás 1 24,1% 69,9%
rás2 — _
Bylgjan 10,3% 31,1%
Kl. 12.00 - 14.00
Hiutfall af Eínimgis þeir
heildarúr- sem höfðu
taki kveikt á út- varpi
Ekki kveikt 36,2% _
rás 1 34,1% 53,4%
rás2 — —
Bylgjan 29,7% 46,6%
Kl. 15.00 - 17.00
Ekki kveikt 49,0% _
rás 1 1,0% 2,0%
rás2 7,9% 15,7%
Bylgjan 92,1% 82,3%
Kl. 20.00 - 22.00
Ekki kveikt 83,4% _
rás 1 3,8% 22,4%
rás 2 — —
Bylgjan 12,8% 77,6%
Heildarniðurstöður
Ekki kveikt 56,7%
rás 1 15,3% 35,3%
rás 2 3,2% 7,4%
Bylgjan 24,8% 57,3%