Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iur UJn/'Ull Þessir hringdu . . . C-vítamín- banni mótmælt O.H. hringdi: „Ég vil mótmæla tillögu aðstoð- arlandlæknis um að banna sölu á 1000 mg C-vítamín-töflum. Þessum annars ágæta manni væri nær að banna sölu á djúp- steikingarpottum og -pönnum ef hann vill forða fólki frá allskyns steinamyndun. Ef það er í raun heilbrigði þjóð- arinnar sem máli skiptir væri ráð að leggja meiri áherslu á fyrir- byggjandi starf en gert hefur verið. Ef fólk tæki almennt upp heilbrigðari llfshætti og hollara mataræði mætti spara mörg sjúkrarúm og þar með þjóðar- búinu mikla peninga. Það er engu líkara en heil- brigðisyfírvöld séu haldin ein- hverri meinloku gagnvart náttúrulækningastefnunni, sem hlýtur að teljast undarlegt og óæskilegt. Ég trúi því ekki að hófleg neysla vítamína og holl- ustuefna úr jurtaríkinu geti valdið nokkrum manni skaða, þvert á móti. BMX-reiðhjól hvarf Guðný hringdi: „Á fímmtudag eða föstudag í síðustu viku hvarf BMX-reiðhjól sem fjögurra ára gamall sonur minn á, af leiksvæði við Haga- og Hálsasel. Þetta er frekar lítið tvíhjól með gulum púðum. Ef einhver hefur orðið var við hjólið er hann beðinn að hafa samband í síma: 75002.“ Til ham- ingju IA Haukur Friðriksson frá Krossanesi hringdi: „Mig langar til að óska Akur- nesingum til hamingju með sigurinn í bikarkeppninni, þó seint sé.“ Endursýnið gamalt barnaefni Jóhanna Sveinsdóttir hringdi: „Mig langar að biðja Velvak- anda að koma því á framfæri við dagskrárstjóra sjónvarpsins hvort ekki séu tök á að endursýna gamla barna- og skemmtiþætti. Sérstak- Iega man ég eftir þáttunum um Skrepp seiðkarl og Dísu I flösk- unni. Með fyrirfram þökk.“ Vestur-íslend- ingur leitar ættingja sinna Harald Sigurðsson hringdi og sagði að vinur sinn, Vestur- Islendingur, hefði hug á að fræð- ast eitthvað nánar um ættmenni sín hér á íslandi. Móðir hans hét Sigurbjörg Ragnhildur Magnúsdóttir, fædd I Mjóafirði 24. maí 1896. Faðir hennar, Magnús Einarsson fædd- ist um 1870 og fórst í sjóslysi 1899. Móðir Sigurbjargar var Helga Bjamadóttir. Maðurinn vill gjaman komast í samband við frændfólk sitt og getur það skrifað honum á þetta heimilisfang: A.D.Ross 986 Hector dr. Kannloops, V1S1E3 Br. Columbia Canada Einnig getur það haft samband við Velvakanda. Léttið blað- burðarbörnum störfin Móðir blaðburðarbarns hringdi: „Sonur minn hefur borið út Morgunblaðið í mörg ár. Fyrir tveimur mánuðum var þeim til- mælum beint til áskrifenda að þeir greiddu áskriftina með greiðslukortum til að flýta fyrir og létta blaðburðarfólki störfín. Margir hafa bragðist vel við þessum tilmælum en þó er tölu- vert um að fólk sé tregt til að nota greiðslukortin í þessum til- gangi. Nú þegar vetur gengur í garð og starf blaðburðarbamsins verð- ur erfíðara og oft kalt að standa úti meðan fólk tínir til aura fýrir áskriftinni, langar mig að beina því til þeirra sem á annað borð nota greiðslukort að létta bömun- um störfín og greiða áskriftina með korti.“ Skólamál 4192-7828 skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég hef oft haft samband við þig út af ýmsu sem aflaga fer og eins þakka ég þér fyrir að hafa birt orð mín um það sem vel er gert. Nú langar mig að koma á fram- færi tveimur spurningum og vona að þeim verði svarað af þeim sem áhuga hafa á þessum málefnum og spumingunum er beint til. Nú fer sá tími í hönd þegar skól- amir hefjast og veltur þá á ýmsu hvemig vetursetan skilar sér. Ekki aðeins á börnunum, heldur einnig kennuram, og ekki síður heimilun- um. Þessar tvær spumingar varða helst yngstu nemenduma, en þó má segja að þær varði alla árganga. Fyrri spumingin er á þessa leið: Frú Salome Þorkelsdóttir lagði á sínum tíma fram frumvarp á þingi um nám sem átti að kallast „heimil- iskennsla", og var það nokkuð gott að mínu áliti. (Það veitir ekki af að kenna bömum prúða framkomu, hirðusemi á likama sínum og fatn- aði. Það ætti þá ekki að takmarka þá kennslu við skólana, heldur ætti kennari að hafa tal af foreldram ef barnið er ekki vel í stakk búið á einhvem hátt.) Nú langar mig að vita hvemig líður framkvæmd þessa máls og hvort framvarpið hafí náð fram að ganga. Foreldrafundir eru góðir út af fyrir sig, en ég hef gran um að það sé ekki það sama og heimiliskennslan sem frú Salome talaði um. Hin spurningin er: Er ekki lengur til neitt sem var kallað „tíma- kennsla"? Mér skilst að rætt sé um að fara að skipta börnum i bekki eftir getu hvers og eins. Þá væri gott ef hægt væri að fá einhveija aðstoð utan skóla og þá fyrst og fremst fyrir yngstu nemenduma. Sum böm era óframfærin og feimin og vekja ekki á sér mikla eftirtekt. Þau verða þá jafnvel útundan og gjalda þess að vori. Þessi böm þurfa örvun og athygli. Ég vona að frú Salome svari fyr- ir sig. Einnig vona ég að ég fái svar við síðari spumingunni um tímakennsluna. Ég set þessar spumingar fram, fyrst og fremst vegna þeirra bama sem þurfa að hugsa um sig sjálf af því að báðir foreldrar vinna úti. Þar held ég að þörfín sé mest. Með fyrirfram þakklæti til þeirra sem vilja sinna þessum spumingum mínum." "«L BENZ 200 T til sölu. Árgerö 1982, dökkblár. Powerstýri, power- bremsur. Útvarp og segulband. Sóllúga, centallæsing- ar, hleöslujafnari. Vélin er 109 hö. og mjög sparneytin, eyöir aöeins 1 1 Itr. á hundraöiö. Til greina koma skipti á nýlegum japönskum bíl eða nýlegu bitaboxi. Einnig kemur til greina aö selja bílinn gegn fasteignatryggöu skuldabréfi. Upplýsingar i sima 688 688. VerA 790 þús. V SKANIS HF Laugavegi 59 norræn viðskipti 101 Reykjavík sími 21800 Innflutnings- og umboðsverslun á sérhæfðum vörum og búnaði í hús og skip, ásamt tækniráð- gjöf við hönnun og uppsetningu á eldvarnarkerf- um og eftirlit og viðhaldsþjónusta þar að lútandi. Sérsvið: Brunaviðvörunarkerfi Halon-1301 slökkvikerfi Vatnsúðakerfi (sprinkler) Eldvarnarmálningar og lökk Brunalokur í loftræstikerfi Sjálfvirkur stýri- og lokunarbúnaður fyrir hurðir Sjálfvirkir lyftiþröskuldar fyrir hurðir Zink-ryðvarnarmálning (Nýgalvi) Skanis hf. gefur bindandi tilboð í verk og veitir ráðgjöf við val á efni frá framleiðendum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir á íslandi. Suomalaiselle siirtokunnalle tiedoksi: Yleisradion ulkomaanláhetykset radioviat presid- entti Kekkosen siunaustilaisuuden selostuksen seká suorana láhetyksená ettá myös toistoina sunnuntai-iltana ja maanantain vastaisena yöná eri suuntauksilla. Láhetysajat, taajuudet ja vastaavat aaltoalueet Islannissa: 9.45-13.55 11755 khz/25 m, 9650 khz/31 m ja 6120 khz/49 m tiivistetty toisto; 16.20—18.20 sama kuin edellá. Til finnska fólksins á íslandi Aðalútvarpið í Finnlandi ætlar að útvarpa y frá útför fyrrverandi forseta Finnlands, Kek- konen, á sunnudagskvöld og mánudags- kvöld. Metsölublad á hvetjum degi! -ff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.