Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Mikill áhugi á leik 'Vals og Juventus — 205 ítalir koma í leiguflugi gagngert á leikinn Frá Brynju Tonwr, fréttaritara Morgunblaðslna f Torfnó, (talfu. ÍTALSKA ferðaskrifstofan Sombrero f Torínó hefur skipu- lagt fjögurra daga ferð til íslands dagana 29. september til 2. októ- ber fyrir fylgismenn Juventus vegna leiksins gegn Val og verða 205 stuðningsmenn f ferðinni. Alessandro Briglia hjá ferða- skrifstofunni sagöi í samtali við fréttaritara Morgunblaösins að ferðin kostaði 1250.000 lírur eða um 36 þúsund íslenskar krónur. Challaghan til Charlton NIGEL Callaghan var f gær seldur fró Watford til Charhton fyrir 125.000 pund. Challaghan er 24 ára og hefur leikið yfir 200 leiki með Watford og hann lók einnig á sínum tfma með enska landslið- inu skipað leikmönnum undir 21 árs. Hann er búinn að vera á sölulista f átta mánuði og í gær avar loksins gengið frá samning- um. Glasgow Rangers og Dundee United léku í fyrrakvöld í Scol- bikarnum skoska og lauk leiknum Forsala á leikinn '^ORSALA aðgöngumiða á lands- leik íslands og Frakklands á miðvikudaginn er nú f fullum gangi. í dag og á morgun verður for- sala fyrir framan Laugardalshöll í happdrættisbíl KSÍ frá kl. 12 til 20. Á mánudag og þriðjudag verður forsölu haldiö áfram í Austur- stræti frá kl. 12—18. Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur við forsöluna þar. Á miðvikudag verður forsala í Austurstræti frá kl. 12—15 og frá kl. 12 á Laugardalsvelii. með sigri þeirra fyrrnefndu eftir vítaspyrnukeppni. Terry Butcher var bókaður í þessum leik en hann kippir sér væntanlega ekki upp við það því þær sex vikur sem hann hefur verið í Skotlandi hefur hann verið bókaöur sex sinnum — eitt spjald á viku! Nú verður þessi 750.000 punda leikmaður væntan- lega settur í eins leiks bann. Dregið var í undanúrslit þessar- ar bikarkeppni í gær og stefnir allt í hörku úrslitaleik því Celtic leikur við Motherwell og Rangers við Dundee United og því ekki ólíklegt að Celtic og Rangers leiki til úr- slita. Þá var í gær dregið í aðra um- ferð Littlewood-bikarkeppninnar í Englandi, en það er hin gamla Mjólkurbikarkeppni. Nú eru 1. deildarliðin komin inn í keppnina og verður fyrri umferðin leikin 23. og 24. september en síðari um- ferðin 7. og 8. október. Helstu leikir eru: Livorpool- Fulham Reading - Aston Viila Cambrídge - Wimbledon Arsenal - Huddersfieid Everton - Newport Bamsley - Tottenham Preston - West Ham Watford - Rochdale Southend - Man. City Bradford - Newcastle Yoríc - Chelsea QPR - Blackbum Man. Unhed - Port Vale Charíton - Uncoln Sheff. Wed. - Stockport „Farið verður með hópinn í skoð- unarferöir að Gullfossi og Geysi og einnig til Grindavíkur og Krísu- víkur,“ sagði Briglia. — Hvar dvelja ítalirnir á ís- landi? „Leikmennirnir dvelja á Hótel Sögu en blaöamenn og aðrirfylgis- menn liðsins á Hótel Esju. Hótel- dvöl og skoðunarferðir eru innifaldar í verðinu og fólki finnst verðið síður en svo of hátt og set- ur það alls ekki fyrir sig. Flogið verður með Flugieiðum beint frá Torínó til Keflavíkur og fara 175 manns með þeirri ferð, en 30 manns, sem bættust við á síðustu stundu, fara með áætlunarflugi. Mér virðist fólk vera ákaflega spennt fyrir íslandsferðinni, fæstir farþeganna hafa komið þangað áður og hlakka allir mikið til,“ sagði Alessandro Briglia að lokum. Blak: Kínverji til Víkinga BLAKDEILD Vikings hefur ráðið til sín kínverskan þjálfara fyrir komandi vetur og er hann vænt- anlegur til landsins síðari hluta þessa mánaðar. Jia Chang-Wen heitir maðurinn og er 32 ára gamall kennari í íþrótt- um við íþróttaháskóla í Kína. Hann mun ef til vill leika með Víkingum í vetur, en þó er það ekki alveg Ijóst en aö sögn Víkinga mun hann fær um aö leika allar stöður á vell- inum og því ætti að vera þægilegt að nota kappann. Hann mun sjá um þjálfun meist- araflokka félagsins auk þess sem ætlunin er að hann sjái um yngri flokkana og ekki er ólíklegt að hann líti viö á æfingum hjá „eldri flokki kvenna" þar sem Sunneva Jóns- dóttir þjálfar. .v Morgunblaðið/Arni Sæberg Kvennalandsliðin íhandknattleik í æfinga- og keppnisferð f Hollandi • íslensku kvennalandsliðin í handknattleik háldu í gær til Hollands í viku æfinga- og keppnisferð. Liðin hafa æft í allt sumar, en A-liðið tekur þátt í C-keppninni í handknattleik á Spáni í lok október og U-21 liðið fer á Norðurlandamótið um miðjan næsta mánuð. Myndin af stúlkunum var tekin á síðustu æfingu fyrir ferðina. Þjálfari þeirra er Hilmar Björnsson. Knattspyrna helqarinnar: Nú dregur til tíðinda UM HELGINA verða úrslitaleikir í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna í knattspyrnu, síðustu leikir í 1. deild kvenna og næst síðasta umferð í 1. og 2. deild karla. í 1. deild stendur baráttan um titilinn á milli Vals og Fram og í 2. deild eiga fimm lið möguleika á tveimur sætum í 1. deild næsta ár. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á tímasetningu leikjanna um helgina, en dagskráin verður sem hér segir. 1. deild Tveir leikir verða í 1. deild karla í dag og þrír á morgun. ÍBVogFH leika í Eyjum og hefst leikurinn klukkan 14. ÍBV er fallið í 2. deild, en jafntefli nægir FH til að gulltryggja sætið í deildinni. ÍBK og ÍA berjast um 3. sætið. Leikur liðanna fer fram í Keflavík og þefst einnig klukkan 14. Fram og Víðirleika á Laugar- dalsvelli á morgun og verður flautað til leiks klukkan 14. Framar- ar verða aö sigra til að halda í titilvonina, en Víðismenn mæta afslappaðir til leiks. UBK og Þórmætast á Kópa- vogsvelli klukkan 16 á morgun. Þá verða úrslit kunn úr leik IBV og FH, en þau geta skipt UBK máli, þó ekkert nema kraftaverk geti bjargað liðinu frá falli. Valur og KR leika síðasta leik 17. umferðar. Leikurinn hefst á Valsvelli klukkan 18 á morgun og með sigri haloa Valsmenn örugg- lega forystunni í deildinni, og ef svo ólíklega fer, að Fram tapi fyrir Víði, getur Valur tryggt sér íslands- meistaratitilinn með sigri á morgun. 2. deild í 2. deild verður einnig heil umferð um helgina. Einherji og Völsungur leika á Vopnafirði og Skallagrímur og Þróttur í Borgar- nesi og hefjast báðir leikirnir klukkan 14 í dag. Leikur Selfoss og ÍBÍ byrjar hins vegar klukkan 15 í dag á Selfossi. Á morgun leika Njarðvík og KA klukkan 14 og leik- ur Víkings og KS hefst í Laugar- dalnum klukkan 16. Úrslitaleikir Úrslitaleikurinn í 2. deild kvenna verður í dag á Stjörnuvelli í Garðabæ og hefst klukkan 14. Stjarnan og KA leika til úrslita. Á sama tíma hefst úrslitaleikur Leifturs, Ólafsfirði, og ÍR í 3. deild karla á Akureyrarvelli. Sindri, Hornafirði, og Aftureld- ing, Mosfellssveit, leika til úrslita í 4. deild og hefst leikurinn á Val- bjarnarvelli klukkan 17 í dag. 1. deild kvenna Þrír síðustu leikirnir í 1. deild kvenna verða í dag og hefjast þeir allir klukkan 14. Á KR-velli leika KR og Haukar, Þór og ÍBK á Þórs- velli og ÍA fær íslands- og bikar- meistara Vals í heimsókn. Landsbanka- hlaupið í dag ÚRSLIT Landsbankahlaupsins fara fram í dag, laugardaginn 6. september, kl. 11 f.h. á Laugar- dalsvelli (Valbjarnarvelli), kepp- endur mæta kl. 10.30. Hlaupiö verður tvfskipt, telpurnar hlaupa fyrst og sfðan drengirnir. Gert er ráða fyrir að keppendur verði yfir 80 og koma þeirfrá öllum landshlutum. Að lokinni keppni er öllum þátt- takendum boðið í heimsókn í Aðalbanka Landsbankans. Þar fer fram verðlaunaafhending og mun varaformaður bankaráðs, Kristinn Finnbogason, annast hana. Verð- launin eru þrír fallegir bikarar í hvorum flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.