Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 44
© 1984 Universal Press Syndicate M Ef þkrer Zarna. pó cg seg\ pc&, henrx., pá. vW Kílnn aleirei Qóiar í vtaréKoldi ást er. ... aðplanta með henni ígarð- inn. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Með moiminkaffinu Húsnæðismál Kæri Velvakandi. Nú er búið að setja ný lög, eða reglugerð um lán til húsnæðiskaupa og má margt gott segja um það. Þær leysa vanda margra, en fjöldi manna er þó settur hjá, eins og svo oft áður. A landinu er fjöldi fólks sem ekki er í lífeyrissjóðum, sérstaklega í smærri stéttarfélögum, og aðrir. Þeir fá lakari Iq'ör. Kökunni er mis- skipt. Mér finnst að allir ættu að sitja við sama borð hvað þetta snert- ir, en svo er ekki. Þeir sem setja þessi lög eru þó vel menntaðir menn og það er ekki annað en gott um það að segja, en mannkærleika og réttsýni skortir, eins og svo oft áður. Mér fínnst að allir Islendingar eigi að hafa sama rétt til þessara lána. Nú bregður svo við að verð á húsnæði rýkur upp úr öllu valdi af þessum sökum. Eiga húsabraskarar að hagnast á þessu? Er ekki kominn tími til að setja hámarksverð á húsnæði f samræmi við rúmmetra og sömuleiðis á leiguhúsnæði? Ég heyrði fyrir nokkru um ung hjón, sem bæði eru við nám, að þau urðu að greiða kr. 12.000 fyrir tveggja herbergja íbúð með eldunaraðstöðu, sem þó var af lakara taginu. Nær þetta nokkurri átt? Hver getur borgað svo háa húsaleigu? Á fólk að svelta og líðá skort af þessum sökum? Ég segi nei. Þessu verður að kippa í lag sem allra fyrst. Vinsamlegast, Eggert E. Laxdal, Ási, Hveragerði. Takið tillit til barnanna Seðlaveski tapaðist Atli Sigurjónsson hringdi og sagðist hafa týnt peningaveski með verðmætum við Garðsapótek, nú fyrr í vikunni. Skilvís fínnandi getur hringt í síma: 695640. Fundarlaun- um er heitið. Krakkar úr Laugarneshverfi skrifa: „Við erum hér nokkrir krakkar úr Laugameshverfí við Sundahöfn- ina. Við erum óánægð með að hvergi virðist gert ráð fyrir að böm geti leikið sér í boltaleikjum eða öðrum leikjum þar sem nauðsynlegt er að hafa nóg pláss og stétt eða malbik. í innkeyrslum er ekki hægt að leika sér út af bílum og í görðum er heldur ekki hægt að vera vegna gróðurs, og svo skoppa boltar ekki á grasinu. Við biðjumst afsökunar á ókurt- eisinni en við viidum gjaman að eitthvað yrði gert í málinu." Víkverji skrifar Umferðin í miðborg Reykjavíkur hefur verið svo mikil undan- fama daga, að menn verða að ætla sér góðan tíma til að komast á milli staða. Ekki bætir úr skák að starfsmenn Reykjavíkurborgar em önnum kafnir við að malbika marg- ar helstu umferðaræðamar. Á miðvikudaginn brá Víkveiji sér síðdegis í ökuferð frá höfuðstöðvum sínum við Aðalstræti inn á Kringlu- mýrarbraut. Var hann rúmar fímmtán mínútur að komast þennan spotta. Á Hverfisgötunni var sam- felld bílaröð alveg frá hominu á Lækjargötu og Kalkofnsvegi, sem miðaði svo hægt að sá kostur var valinn að fara upp Klapparstíg og aka síðan austur eftir Grettisgöt- unni. Þegar komið var að Rauðar- árstíg náði bílaröðin suður að Háteigsvegi, svo að segja má, að öngþveiti hafí verið samfellt í aust- ur og vestur átt bæði á Laugavegi og Hverfísgötu. Á hinni fróðlegu Tæknisýningu, sem efnt var til í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar, kom fram, að 24.000 bílar fara um Laugaveginn á sólarhring en 42.000 bílar fara á sama tíma um Kringlumýrarbraut- ina. Þegar starfsemi hefst í stór- markaðnum í Kringlunni og aðrar byggingar á því svæði hafa verið teknar í notkun á bílaumferð á Kringlumýrarbraut og Miklubraut, þar sem nú fara um 30.000 bílar á sólarhring, enn eftir að aukast. Hlýtur það að vera yfirvöldum umferðarmála töluvert umhugsun- arefni, hvemig á að bregðast við þeim aukna umferðarþunga. TiIIitssemi hefur heldur aukist í umferðinni í Reykjavík; a.m.k. er það algengara en áður, að menn víki, þótt ekki sé það skylt sam- kvæmt umferðarreglum. Þetta dregur úr spennu, þegar öngþveitið er mikið og stuðlar að jöfnum hraða, þar sem þess er á annað borð kost- ur að halda honum. Á hinn bóginn er enn of varasamt að treysta því að stefnuljósum sé beitt af þeirri nákvæmni að þau komi að fullum notum í umferðinni. Þá ber talsvert á því, að menn einbeiti sér ekki nægilega að akstrinum og séu svifa- seinir og ekki viðbragsfljótir, þegar tækifæri gefast. Þá er áberandi, hve margir láta undir höfuð leggj- ast að virða almennar reglur um að víkja fyrir umferð frá hægri, þar sem það er skylt. Áður hefur Víkvetji vakið máls á því, að meira ber á því en áður, að ménn virði ekki rauðu ljósin að fuliu á gatnamótum. Kann það að stafa af því, að hér virðast ljósin stillt með þeim hætti, að við hvetja skiptingu líða nokkrar sekúndur, þar sem rauð ljós loga alls staðar samtímis. Færa sumir sér þetta í nyt og halda áfram akstri, þótt rautt ljós blasi við þeim. xxx Niels nokkur Houkjer, sem er dálkahöfundur í Berlingske Tidende segir frá því hinn 26. ágúst sl., að hann hafí dvalist 14 daga í óbyggðum íslands nú í sumar og verið í sömu flugvél til Kaupmanna- hafnar og Bertel Haarder, mennta- málaráðherra Dana, þegar hann kom héðan eftir að hafa ritað und- ir endanlegan samning við íslend- inga um skiptingu handritanna. Þetta verður Houkjer tilefni til að láta orð falla um það, að sér hafí reynst best að tala við íslendinga á ensku og að bókmenntamenn á íslandi séu fyrir löngu staðnaðir í „amerikansk kiosklitteratur", þ.e. amerískum blaðsölubókmenntum. Þá er hann þeirrar skoðunar, að betra hefði verið að geyma handrit- in áfram í Kaupmannahöfn. Og enn heldur hann því fram, að það sé misskilningur að unnt sé að læra norræna sagnahefð af Islendingum. Það er svo sem ekkert nýmæli að lesa vangaveltur í þessum dúr um íslenska menningu eftir nor- ræna menn, sem vafalaust eru skær menningarljós í löndum sínum. Þó kemur á óvart að lesa nú grein af þessu tagi í Berlingi í tilefni af þessari heimferð Bertels Haarder. Hljótum við að vona, að Niels Houkjer verði fljótur að ná sér eft- ir 14 daga dvöl í íslenskum óbyggðum innan um amerískar blaðsölubókmenntir og hann rekist ekki á þær í Kaupmannahöfn! MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Tekur dómarinn það illa upp þó ég hvetji hann að fara til augnlæknis? HÖGNIHREKKVISI KATTAFÓPOR (fþ. I' ií FJB J,VIV PuRrUAA AÐ MAFA EUMNi í STJORNIMM/ SEM eTUR VÖKOHA . "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.