Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986 Tilungra myndlistarmanna 35 ára og yngri í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Ahrif tölvuvæðingar í 20 ár“. I tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 Fiórhióladrifinn msuzu PICKUP ENGIN ÚTBORGUN Útgerðarmenn, verktakar, bændurog aðrir athaínamenn, sem þurfið lipran, léttan og rúmgóðan bíl með mikla flutningsgetu, komið, sjáið og sannfærist um gæði og eiginleika ISUZU PICKUP. Ýmis greiðslukjör í boði, m.a. KAUPLEIGA: ENGIN ÚTBORGUN, aðeins mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar greiðslur til allt að fjögurra ára. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Tækniatriði: Bensínvél 88 hö. Diesel 61 hö. Fimm gíra. Aflstýri. Aílbremsur. Læstdrif. Fjórhjóladrifinn (4x4). Lengd á palli 2,29 cm. Lengd á palli (SpaceCap) 1,87 cm. Sportfelgur. Deluxe inn- rétting (allir mælar). Ýmsir litir. BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 AÐALHETJAN ÍKARATEKID- MYNDUNUM Karate- „drengurinn“ orðinn 24 ára Ralph Macchio er farið að lengja eftir hlutverki sem hæfír aldri hans Strax og ljóst varð að kvikmynd- in Karate Kid myndi njóta mikillar hylli bíóhúsgesta, hófst undirbúningur að gerð framhalds- ins, Karate Kid II, sem nú er sýnd í Stjömubíói. Fyrri myndin, sem Qallar um samskipti 16 ára ungl- ings og spekingsins gamla, Miyagi, sló í gegn og malaði gull fyrir fram- leiðandann. Alls seldust aðgöngu- miðar að Karate Kid fyrir um 120 milljónir dala. Með aðalhlutverk í báðum Karate AM-myndunum, fara þeir Ralph Macchio, sem leikur unglinginn Daniel, og Pat Morita, sem fer með hiutverk sj)ekingsins. í fyrri mynd- inni var mikið um karate-bardaga og þurftu bæði Macchio og Morita að fara á fímm vikna karate- námskeið til að ná réttum töktum. í Karate Kid II sýna þeir félagar hins vegar fremur lítið af sjálf- svamaríþróttinni, en verða í staðinn báðir ástfangnir upp fyrir haus. Sá gamli endumýjar kynni við gamla kærustu á eyjunni Okinawa og Daniel kynnist þar ástinni í fyrsta sinn. Um feril Morita og ævistarf hef- ur verið flallað áður í Fólki í frétt- um, en ferill Ralphs Macchio er kannski ekki öllum kunnur. Þrátt fyrir bamslegt útlit, er pilturinn fúllra 24 ára gamall og hefur hann hingað til átt í erfiðleikum með að fá hlutverk sem hæfa aldri hans. Allt frá því að hann hóf leik í kvik- myndum, hefur hann verið í hlut- verkum unglinga, s.s. í mjmd Francis Ford Coppola The Outsid- ers, sem gerð var árið 1983, myndinni Teachers, frá árinu 1984, sem byggð er á sögu Arthurs Hiller og myndinni Crossroads, sem frum- sýnd var fyrr á árinu. í öllum myndunum leikur hann 16 til 18 Ralph Macchino ára gamla pilta, og í báðum Karate /öVf-myndunum er söguhetjan á sautjánda aldursárinu. Nú hefur hann hins vegar fengið tækifæri til að spreyta sig á alvariegra hlut- verki en hann hefur átt að venjast. Að vísu leikur hann enn ungan mann, en í þetta skipti er það í leik- riti á Broadway, Cuba and His Teddy Bear. Macchio leikur þar ungan mann af spænskum upp- mna, sem er ýmist uppveðraður eða niðurbrotinn yfir framferði föður síns, Cuba, sem Robert De Niro leikur. Macchio er ákveðinn í því að festast ekki í ímynd karate- drengsins og sagði í nýlegu viðtali við People-tímaritið sagði hann: „Það besta við að leika í Karate Kid II var að fá tækifæri til að leika með Morita aftur, en ég hef ekki áhuga á að gera 12 framhalds- myndir um karate-drenginn. Ef ákveðið verður að gera þriðju mynd- Garry Shandling og hundurinn Ernie, sem er orðinn fremur aldurhniginn og fær ekki lengur að fara með í langar ferðir með húsbóndanum. . im

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.