Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 47
Mótóu&BLAÐlÍE^ ’ílAÍjGÁlSDÁG^JR 6. '
1986
4Íh
Handknattleikur:
íslendingar
unnu Norðmenn
ISLENSKA piltalandsliAiA í hand-
knattleik sigraAi þaA norska,
19:18, á handknattleiksmóti í
Noregi í gærkvöldi. Árni Friðleifs-
son átti mjög góðan leik og
skoraði sex mörk.
Fjórar þjóðir taka þátt í þessu
handknattleiksmóti sem fram fer í
Sarpsborg rétt utan við Osló. Vest-
ur-Þjóðverjar unnu Frakka í
gaerkvöldi með 25 mörkum gegn
18. Vestur-Þjóðverjar hafa á að
skipa mjög sterku liði.
Leikur Islands og Noregs var
lengst af mjög jafn og spennandi.
Staðan í leikhléi var 8:8. í byrjun
seinni háifleiks náði íslenska liðið
fjögurra marka forystu og fór Árni
Friðleifsson þá á kostum og skor-
aöi fjögur mörk í röð. Hann var
síðan tekin úr umferð seinni hluta
hálfleiksins og við það riðlaðist
leikur íslendinga og Norðmenn
náðu að saxa á forskotið.
Mörk íslands: Árni Friðleifsson
6, Héðinn Gilsson 3, Konráð Ólafs-
son 3, Þorsteinn Guðjónsson 2,
Páll Ólafsson 2 og Guðmundur
• Ámi Friðleifsson stóð sig
mjög vel f leiknum gegn Norð-
mönnum f gærkvöldi og skoraði
sex mörk.
Guðmundsson, Sigurður Sveins-
son og Óskar Helgason eitt mark
hver.
íslendingar leika við Vestur-
Þjóðverja í dag og Frakka á
sunnudaginn.
Frjálsar íþróttir:
Met hjá Nenow
MARK Nenow frá Bandarfkjunum
setti í gærkvöldi bandarískt met
í 10.000 metra hlaupi á frjáls-
íþróttamóti f Brussei.
Nenow hljóp á 27:20.57 mínút-
um. Hann hljóp án keppni síðustu
1. deild kvenna:
Svandís
skoraði
sigur-
markið
KEFLAVÍK sigraði Þór 1:0 í 1.
deild kvenna f knattspyrnu á Ak-
ureyri í gærkvöldi.
Svandís Gylfadóttir skoraði sig-
urmarkið í seinni hálfleik og kom
það eftir aukaspyrnu Ingu Birnu
Hákonardóttur. Markvörður Þórs
hélt ekki boltanum eftir skot Ingu
Birnu og Svandís fylgdi vel á eftir
og skoraði af stuttu færi.
sex kílómetrana. Hann bætti eldra
metið sem Alberto Aalazar setti
fyrir fjórum árum um 5,05 sekúnd-
ur. Þessi árangur Nenow er þriðji
besti árangur sem náðst hefur á
þessari vegalengd. Heimsmetið er
í eigu portúgalska hlauparans
Fernando Mamede, 27:13.81 mín.
Morgunblaöiö/Júlíus
• Torfi Ólafsson á æfingu f gær. Hér fer hann lótt með 305 kg f hnébeygju með tilheyrandi öskrum.
„Gef ekkert eftir fyrr
en I fulla hnefana"
— segir Torfi Ólafsson, sem ætlar að verja
heimsmeistaratitilinn í kraftlyftingum
„ÉG ER f betri æfingu núna en f
fyrra og ætla að bæta mig, en
að sjálfsögðu stefni ég að sigri f
keppninni, því heimsmeistaratit-
illinn er f húfi og honum ætla ég
að haldau sagði Torfi Ólafsson,
heimsmeistari unglinga f kraft-
lyftingum, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Torfi er 21 árs, en heimsmeist-
arakeppni unglinga í kraftlyftingum
er fyrir þá sem eru 23 ára og
yngri. Hann er eini íslendingurinn,
sem orðið hefur heimsmeistari í
íþróttinni, en því afreki náði hann
í Þýskalandi í febrúar í fyrra. Torfi
heldur til Cochin á Indlandi eftir
helgi, en þar mun hann verja titil-
inn í næstu viku.
„Ég hef æft mjög stíft undan-
Setur Kári Islandsmet
á Bárðarbungu í dag?
Akureyri.
HÓPUR kraftlyftingamanna hélt f
gær áleiðis inn á Bárðarbungu frá
Akureyri þar sem þeir ætla f dag
að halda kraftlyftingamót. Þar
ætlar Kári Elísson að reyna við
íslandsmet í bekkpressu. Hann á
metið, 167,5 kg, en ætlar að
reyna við 168 kg. Mótið fer fram
f rúmlega 2000 metra hæð.
Það eru þeir Víkingur Trausta-
son, Flosi Jónsson og Aðalsteinn
Kjartansson sem keppa á mótinu
auk Kára en dómari verður Harald-
ur Ólafsson. Það var um tíu manna
hópur sem hélt frá Akureyri og að
sögn Flosa er von á svipuðum
fjölda manna úr Reykjavík á Bárð-
arbungu í dag.
Það er hinn kunni fjallagarpur á
Akureyri, Baldur Sigurðsson, sem
er leiðangursstjóri.
Flosi sagði að ekki myndu fleiri
en Kári reyna við íslandsmet, „en
við reynum að taka vel á þessu,"
sagði hann. Þess má þó geta að
þeir Flosi og Víkingur ætla sér að
lyfta 500 kílóum af Svala á Bárðar-
bungu í dag.
farnar sex vikur, fimm til sex
sinnum í viku, þrjá tíma í senn.
Allur undirbúningur hefur miðast
við heimsmeistaramótið, en ég
veit ekkert um andstæðingana og
því er ómögulegt að segja hvernig
þetta fer. Einnig á ferðalagið til '*
Indlands örugglega eftir að sitja t
mér, en vonandi verð ég ekki svo
þreyttur að ég eigi ekkert í keppi-
nautana," sagði Torfi.
Á mótinu er keppt í hnébeygju,
bekkpressu og réttstöðulyftu. í
fyrra lyfti Torfi 807 kg samanlagt,
en hann hefur mest lyft 912 kg.
íslandsmet hans í hnébeygju er
357 kg, en í réttstöðu 370 kg.
Torfi er 148 kg aðþyngd og keppir
í yfirþungavikt. „Eg er vanur að
lyfta því sem er á stönginni hverju
sinni, klikka sjaldan á lyftu og fer
meö því hugarfari í keppnina. Þetta
verður erfið keppni, en ég gef ekk-
ert eftir fyrr en í fulla hnefana,"
sagði Torfi Ólafsson.
Ólafur Sigurgeirsson, formaður
kraftlyftingafélagsins, fer með
Torfa til Indlands.
Handknattleikur:
ÍBV vann hrað-
mót í Svíþjóð
2. DEILDARLIð ÍBV f handknatt-
leik hefur undanfarnar tvær vikur
veriö á æfinga- og keppnisferð f
SvfþjóA. Fyrr f vikunni slgraAi MA-
IA á fjögurra liAa móti á Gotlandi,
þar sem mótherjarnir voru sænsk
2. deildarlið.
Hraðmót þetta fór fram í Visby
á Gotlandi og lék ÍBV þar við þrjú
sænsk 2. deildarlið. ÍBV gerði jafn-
tefli við Derby 21-21, en Derby lék
í fyrra í alsvenskan, sænsku 1.
deildinni. ÍBV sigraði síðan
Sannadal 24-15 og Gute 19-18.
ÍBV var því sigurvegari þessa móts
og vakti frammistaða liðsins tals-
verða athygli í Svíþjóð. Fékk mót
þetta mikla umfjöllun í blöðum á
Gotlandi.
(BV hefur og leikið marga æf-
ingaleiki i ferðinni við sænsk
félagslið og gekk liðinu mjög vel í
þeim. Liðið er væntanlegt heim
um helgina eftir vel heppnaða ferð.
Ljóst er að þessi æfingaferð er
góður undirbúningur fyrir hand-
boltavertíðana sem senn hefst.
- hkj.
FRAM
VÍÐIR
aðalleikvangi á morgun kl. 14.00
Nýtt
ekta kebab
Nýr
matseðill
AMERICAN STYLE
SKIPHOLTI 70'SIMI 686838