Morgunblaðið - 06.09.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1986
29
Heimsmeistaraeinvígið:
Fimmta jafn-
teflið í röð
Skák
Margeir Pétursson
ÞRETTANDU einvígisskák
þeirra Kasparovs og Karpovs
lauk með jafntefli í gærkvöldi
eftir að leiknir höfðu verið
fjörutíu leikir. Þetta var fyrsta
skákin eftir níu daga hlé, sem
notað var tíl að flytja einvigið
til Leningrad þar sem seinni
helmingur þess verður tefldur.
Skákina átti að tefla á miðviku-
daginn var, en á síðustu stundu
fékk Karpov frest. Hann hefur
því notað tvær af þijár frestun-
um sínum, en Kasparov aðeins
eina. Finn síðustu skákum í ein-
víginu hefur lokið með jafntefli
og Kasparov er ennþá yfir,
hann hefur hlotið sjö vinninga
en Karpov sex.
Byijunin í gær var Griinfelds-
vöm, sem Kasparov hefur nú beitt
í sex skákum af þeim sjö sem
hann hefur stýrt svörtu mönnun-
um. Karpov, sem hafði hvítt, vaidi
fremur rólegt afbrigði og stóð
sjónarmun betur í miðtaflinu.
Flestir bjuggust við að Kasparov
myndi reyna að jafna taflið með
því að skipta upp á sem mestu
liði, en hann tefldi mun hvassar
og reyndi að ná mótspili á kóngs-
væng. Það heppnaðist vonum
framar og með öflugum peðsleik
í 29. leik náði hann frumkvæðinu
í sínar hendur. Þá voru báðir
komnir í tímaþröng, en samt sem
áður tókst Karpov að verjast.
Hann lét af hendi peð, en náði
sjálfur gagnsókn sem dugði til
jafnteflis.
Þó meistaramir hafi flutt til
Leningrad virðist svo sem tafl-
mennskan hafi ekki tekið neinum
stakkaskiptum. Kasparov komst
tvímælalaust betur frá skákinni,
honum tókst að sölsa til sín frum-
kvæðið í miðtafli sem við fyrstu
sýn virtist ekki bjóða upp á neinar
hættur fyrir hvít. Með hveiju jafn-
tefli færist Kasparov líka nær því
að vetja titilinn. Karpov þarf að
setja meiri brodd í taflmennsku
sína, en til þess þarf hann að taka
áhættu og á þessu stigi einvígisins
virðist hann ekki treysta sér til
þess.
13. einvígisskákin:
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Griinfelds-vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rf3
Karpov snýr baki við framhaldinu
3. Rc3 - d5 4. Bf4, sem hann
hefur yflrleitt beitt í einvíginu, en
er þó ekki enn reiðubúinn til að
beita hvössustu leiðinni gegn
Griinfelds-vöminni. Það er upp-
skiptaafbrigðið 3. Rc3 - d5 4.
cxd5 - Rxd5 5. e4 - Rxc3 6. bxc3.
3. - Bg7 4. g3 - c6 5. Bg2 - d5
6. cxd5 - cxd5 7. Rc3 - 0-0 8.
Re5 - e6 9. 0-0 - Rfd7 10. f4
Karpov teflir skarpar en í þriðju
skákinni, sem varð litlaust jafii-
tefli eftir 10. Rf3 - Rc6 11. Bf4
- Rf6 12. Re5 - Bd7 13. Dd2 .
Rxe5.
10. - f6 11. Rf3 - Rc6 12. Be3
- Rb6 13. Bf2 - f5
Gefur eftir e5-reitinn, en nær
sjálfúr yflrráðum jrflr e4. Báðir
þessir reitir eru einkar hentugir
fyrir riddara.
14. Re5 - Bd7 15. Dd2 - Rc8 16.
De3 - Kh8 17. Hfdl - Rd6 18.
b3 - Hc8 19. Hacl - Be8 20. Bel
- Bf6 21. Ra4 - b6 22. Rb2 -
Re4 23. Rbd3 - g5!?
Karpov var kominn vel á veg með
að ná c-línunni á sitt vald. Kasp-
arov spymir ekki við fótum á
drottningarvæng, en andæfir hin-
um megin á borðinu.
24. Rxc6 - Bxc6 25. Re5 - gxf4
26. gxf4 - Be8 27. Dh3 - Hg8
28. Kfl!?
Það er venjulegra að koma kóng
í skjól með því að leika honum inn
í hom, en Karpov vill eiga mögu-
leika á að bjarga kónginum á
flótta ef illa skyldi fara.
28. - Hxcl 29. Hxcl - h5!
Sjá stöðumynd.
Skemmtilegur leikur sem þrengir
að hviti á kóngsvængnum. 29.
Bf3 er nú svarað með 29. - De7!
og 30. Bxh5? gengur ekki vegna
30. - Dh7. Karpov leggur nú kapp
á að hindra að svartur komi
drottningu sinni yflr á g-línuna,
en þar með er hann líka kominn
í vöm.
30. Bb4 - a5 31. Ba3 - Bxe5
Rétti tíminn til að losa sig við
óþægilegan riddara hvíts á e5, því
hvíti svartreitabiskupinn hefur
lokast úti frá kóngsvængnum.
32. dxe5 - Hg4! 33. Bxe4 - dxe4
34. Bd6!
Karpov verður að hindra svörtu
drottninguna í að komast í sókn,
jafnvel þó það kosti peð.
34. - Hxf4+ 35. Kel - Hg4
Svartur á ekkert betra en að leika
hróknum til baka. 35. - Dg5 er
auðvitað svarað með 36. Hc8 og
35. - h4!? 36. De3 - Dg5 37.
Kd2! er vafasamt.
36. De3 - Dg5
Nú fjarar skákin út í jafntefli, en
svartur átti ekki annarra kosta
völ vegna hótunarinnar 37. Dh6.
37. Dxg5 - Hxg5 38. Hc8 - Hg8
39. e3 - h4 40. h3 - a4 og hér
var samið jafntefli því svartur
á enga möguleika á að hagnýta
sér umframpeðið.
Fræðslunám- "
skeið á vegum
Samtaka um
kvennaathvarf
SAMTÖK um Kvennaathvar^
halda fræðslunámskeið nu
um helgina í skrifstofuhús-
næði samtakanna í Hlaðvarp-
anum á Vesturgötu 3. Hefst
námskeiðið í dag með kynn-
ingu á bæði þátttakendum og
markmiði námskeiðsins.
Námskeiðið stendur fram á
sunnudag og hefst báða dagana
kl. 10 og lýkur um eftirmiðdag-
inn. Á námskeiðinu verða m.a.
kynnt helstu atriði í hugmynda-
fræði Samtaka um Kvennaathvarf
og gerð grein fyrir starfsemi'
þeirra. Einnig verður fræðsla um
kreppuviðbrögð og samtalstækni,
rætt um nauðgunarmál og málefni
bama. Gert verður grein fyrir for-
dómum í sambandi við ofbeldi
gegn konum og hvaða ástæður
liggja að baki þess að sumar kon-
ur eru beittar ofbeldi.
Þátttakendur fá fræðslu um
hvemig starfsemi kvennaat-
hvarfsins er háttað, t.d. kynntar
skyldur og ábyrgð starfsmanna,
hveijar húsreglur séu í athvarfinu
og þar fram eftir götum.
Állir starfsmenn kvennaat-
hvarfsins era skyldugir til að tak$._
þátt í námskeiðinu, en allar konur
sem áhuga hafa á málefninu era
hvattar til að mæta. Ekkert þátt-
tökugjald er á námskeiðinu.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggans! J
Heimilissýningnnni
lýkur um helgina
SÝNINGUNNI Heimilið 86 lýkur
á sunnudaginn klukkann 23.00. í
gærkvöldi höfðu um 24.000
manns séð sýninguna. Búist er
við gesti númer 30.000 í dag,
laugardag, og er ætlunin að taka
konunglega á móti honum.
í dag er það helst á dagskrá að
klukkan 14.00 verða meðlimir
hljómsveitarinnar Greifamir klippt-
ir og um klukkan 18.00 lýkur
bakstri á heimsmets sjávarrétta-
böku Marska hf. frá Skagaströnd.
Einnig mun ijöllistaflokkurinn
Commodores koma fram kl. 17.00,
19.00 og 21.00. Á myndinni má sjá
Huldu Ægisdóttur, starfsmann
Blindrafélagsins, í bási félagsins en
þar er seld framleiðsla Blindra-
vinnslustofnunarinnar í Hamrahlíð,
s.s. ýmsar tegundir af burstum og
körfiim og almenn hjálpartæki fyrir
blinda.
*
Ahugahópur um byggingu náttúrufræðihúss:
Skoðunarferð á selaslóðir
ÁHUGAHÓPUR um byggingu
náttúrufræðihúss gengst fyrir
skoðunar- og fræðsluferð suður
með sjó sunnudaginn 7. septem-
ber, þar sem skoðaðir verða selir
og skimað eftir hvölum. Sjáv-
arlíffræðingamir Ámi Waage og
Erlingur Hauksson munu fræða
þátttakendur um seli og hvali og
þjóðtrú tengda þeim.
Með þessari ferð er áhugahópur-
inn að vekja athygli á nauðsyn þess
að komið verði upp náttúrufræði-
húsi og hvað slíkt hús kæmi til með
að gera.
Lagt verður upp í ferðina frá
fimm stöðum: Grófartorgi
(kl. 12.30), Hafrannsóknastofnun
(12.35), Náttúrugripasafninu,
Hverflsgötu 116, (kl. 12.45), Nátt-
úrafræðistofu Kópavogs (kl.13.00)
og Sjóminjasafninu í Hafnarflrði
(kl.13.10). Mælt er með með því
að þátttakendur komi með sjónauka
með sér.
« Gódan daginn!
G.J. FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 ~ Reykjavík- Símar 18560- 13027
PRESTQ
SNITTVERKFÆRI, BORAR,
ÚRSNARAR, ENDAFRÆSAR
OG FLEIRA í MIKLU
ÚRVALI.