Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
Afurðalánakerfi loðskinnafram-
leiðslunnar sprakk við verðfallið:
SEÐLABANKINN og viðskiptabankarnir tóku afurðalánakerfi loð-
dýraræktarinnar til sérstakrar athugunar í vor. Kom þá í Ijós að af
um 100 milljónum króna sem þeir höfðu lánað út á framleiðsluna
voru 60 milljónir kr. ógreiddar en mest öll skinnaframleiðsla ársins
seld. Það kom fram á aðalfundi loðdýrabænda sem haldinn var í
Varmahlíð í Skagafirði fyrir nokkru að þessi staða hefur sett sam-
skipti loðdýrabænda og bankanna í hnút.
Við afgreiðslu afurðalánanna var þess sem bankamir munu taka
miðað við skinnaverð árið á undan,
sem var 2.700 krónur, og var al-
gengt lán 2.000 krónur út á hvert
skinn. Síðan gerðist það að skinna-
verðið féll niður í 1.400 til 1.500
krónur og greiddist því ekki nema
hluti afurðalánanna með söluand-
virði skinnanna. Bankamir hafa
einnig ásakað suma loðdýrabændur
fyrir að hafa svindlað á kerfínu,
með því að veðsetja fleiri hvolpa
en þeir áttu og að skila ekki afurða-
lánum af lífdýrum. Haukur Hall-
dórsson formaður SÍL mótmælti því
að of mörg dýr hefðu verið veðsett,
en taldi að brögð hefðu verið að
því að lán vegna lífdýra hefðu ekki
verið greidd.
Bankamir hafa nú boðað strang-
ara aðhald í lánveitingum auk þess
sem afurðalánakerfínu hefur verið
breytt. Útborgun lánanna á nú að
verða í meira samræmi við kostnað-
armyndun í rekstri búanna. Lánað
er út á hvem framleiðsluferil fyrir
sig. Lánshlutfail yerður svipað og
áður miðað við skinnaverð, en það
setur bændur í vanda að lánin verða
lág vegna verðfallsins í vetur auk
megnið af nýju lánunum upp í van-
skil á afurðalánunum frá því í fyrra,
ef ekki tekst að semja við þá.
Aðalfundur loðdýrabænda lýsti
jrfir ánægju sinni með nýja afurða-
lánakerfið. Jafnframt var talið
óraunhæft að eftirstöðvar afúrða-
lána greiddust allar af afurðalánum
1986, það hefði í för með sér
óyfírstíganlega rekstrarörðugleika
loðdýrabænda, hefti þróun loðdýra-
ræktarinnar í landinu og myndi
valda miklum vanda hjá fóðurstöðv-
unum. Lagði fúndurinn til að leyst
yrði úr þessum vanda að hluta með
því að jafnvirði 30% afurðalána frá
1985 verði skuldbreytt til þriggja
ára með jöfnum afborgunum, hinni
fyrstu 1987.
Morgunblaðið/Arinbjöm Sigurgeirsson
Borgarstarfsmenn við borinn, sem notaður er við töku jarðvegssýna á Bárulóðinni.
Borað við Tj örnina
Á VEGUM borgarverkfræðings
hófust nýlega jarðvegsathug-
anir á Bárulóðinni á mótum
Tjamargötu og Vonarstrætis.
Tilgangur þessara jarðvegsat-
hugana er að kanna möguleika
á byggingu ráðhúss borgarinn-
ar á þessum stað. í því húsi er
fyrirhugað að verði skrifstofur
borgarstjóra og fundaaðstaða
fyrir borgarstjórn.
Að sögn Hjörleifs Kvaran verð-
ur innan skamms efnt til sam-
keppni um hönnun hússins.
Dómnefnd var nýlega skipuð og
er hún nú að semja útboðslýsingu
fyrir væntanlega þátttakendur í
samkeppninni. Formaður dóm-
nefndarinnar er Davíð Oddsson
borgarsljóri, en aðrir sem sitja í
nefndinni fyrir hönd borgarstjóm-
ar em Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi og Þorvaldur S.
Þorvaldsson arkitekt og forstöðu-
maður Borgarskipulags. Af hálfu
Arkitektafélagsins eiga þeir
Guðni Pálsson og Þorsteinn Gunn-
arsson arkitektar sæti í nefndinni.
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands:
„Tímabært að móta lang-
60 milljónir
ógreiddar en
skinnin seld
Tekið upp nýtt kerfi sem ekki á
að vera hægt „að spila á“
tímaáætlun fyrir skógrækt“
— segir dr. Vilhjálmur Lúðvíksson
Mývatni, frá Kristínu Gunnarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
HVAÐ ER ÞAÐ sem Skógrækt ríkisins ætlar sér í starfi sínu? Hver
eru markmiðin? Hvernig skilur almenningur og þá stjórnmálamenn
ætlunarverk skógræktarinnar? Þessum spurningum leitaðist dr. Vil-
hjálmur Lúðvíksson við að svara í erindi sínu „Hugleiðingar um
markmið skógræktar á íslandi", sem hann flutti á aðalfundi Skóg-
ræktarfélags íslands í Reynihlíð í Mývatnssveit í gær.
Siglufjörður:
Togarar komu
með sjúklinga
Sigiufirði.
TOGARINN Siglfirðingur SI 150
kom til hafnar á Siglufirði um
kl. 15 á föstudag með mann, sem
þjáður var af botnlangabólgu og
var hann samstundis fluttur i
sjúkrahús.
Togarinn Sigluvík SI2 kom einn-
ig óvænt til hafnar um kl. 19, en
þar hafði einn skipveija slasast á
handlegg.
Togaramir fóru fljótlega aftur
út á miðin eftir að sjúklingamir
höfðu verið fluttir í land.
Dómkirkjan
Messutími í dag, sunnudag, er hinn
hefðbundni tími kl. 11, en ekki kl.
10 eins og stendur í messutilkynn-
ingunni hér í blaðinu í gær.
HJÁ Þjóðhagsstofnun hefur að
undanfömu verið unnið að end-
urskoðun þjóðhagsáætlunar
fyrir yfirstandandi ár, samhliða
þjóðhagsspá fyrir árið 1987. Að
sögn Jóns Sigurðssonar forstjóra
stofnunarinnar er búist við að
endurskoðuninni Ijúki fyrir helg-
ina og að niðurstöðumar verði
birtar á mánudag.
I erindi sínu rifjar Vilhjálmur upp
lög um markmið skógræktar á Is-
landi og gerir að umtalsefni laga-
greinina „Að græða upp nýja skóga
þar sem henta þykir". Imynd sú sem
Skógrækt ríkisins hefur skapað sér
í hugum landsmanna með málflutn-
ingi og verkum sínum er á þá lund
að þéttklæða eigi landið hávöxnum,
beinvöxnum tijám af heppilegum
innfluttum tegundum, sem af
tæknilegum ástæðum hljóta að vera
barrtré. Enda verði þetta nytja-
skógar og skógrækt þannjg arðbær
og nytsöm fjárfesting. Á þessum
Jón vildi ekki greina frá einstök-
um atriðum áætlunarinnar, en sagði
að ný spá um breytingar á þjóðar-
framleiðslunni sýndi betri tölur en
gert var ráð fyrir í vor. Einnig
væri gert ráð fyrir minnkandi við-
skiptahalla. Kaupmáttur atvinnu-
tekna á mann er áætlaður meiri í
ár en fyrri spár gerðu ráð fyrir og
hefur verið rætt um 2% aukningu
forsendum, segir Vilhjálmur, virðist
leikmanni að lagt hafí verið út í
skógrækt á ekki færri en 65 stöðum
á alls 60 ferkílómetrum um allt
land. Að fenginni reynslu við frem-
ur erfið ræktunarskilyrði virðist
honum sem verið sé að vinna að
miklu fleiri markmiðum samtímis
en af er látið og að aðstandendum
sé alls ekki alltaf ljóst hvaða mark-
miðum er verið að ná í hveiju tilviki.
Vilhjálmur bendir á að ef ætlunin
er að rækta nytjaskóg af arðsemis-
og atvinnulegum ástæðum, þá sé
hrein fásinna að dreifa kröftum á
umfram fyrri áætlun í því sam-
bandi. í spánni fyrir árið í ár var
gert ráð fyrir 4 til 5% kaupmáttar-
aukningu, en samkvæmt endur-
skoðuninni er gert ráð fyrir að
aukningin geti orðið 7%. í nýju þjóð-
hagsáætluninni eru einnig nýjar
áætlanir um verðþróun, erlenda
skuldabyrði og hag atvinnuveg-
anna.
65 litlar stöðvar. Þá er það og
umhugsunaratriði að miðað við
þann viðarvöxt sem hér hefur
mælst, má rækta allan þann timb-
urvið sem landsmenn þurfa á um
400 ferkílómetrum lands. Með tilliti
til þess að hér á landi er um 14
þúsund ferkílómetrar af algrónu
ræktarlandi undir 200 metra hæð
yfír sjó og aðeins einn tíundi hluti
þess, 1400 ferkílómetrar, undir
ræktun í dag, segir Vilhjálmur að
erfítt sé að skilja af hveiju ekki
hafí verið byijað fyrir löngu á nytja-
skógrækt af alvöru og spyr um leið
af hveiju verið sé að blanda saman
nytjaskógrækt við þá hugsjón að
klæða landið skógi?
Síðar í erindinu segir hann að
ekki fari saman nema að takmörk-
uðu leyti ræktun nytjaskógar og
umhverfis- og útivistarékógar. Ein-
hæfni nytjaskógar, sem ræktaður
er með hagkvæmustu tækni, er
ekki aðlaðandi umhverfí nema með
því skjóli sem hann getur skapað á
opnum svæðum. í umhverfis- og
útivistarskógi er flölbreytni og sam-
spil tegunda mikilvægara sjónar-
mið. Landgæði og hagstæð skilyrði
til vaxtar er ekki meginatriði við
val á skógræktarsvæði í þessu
skyni. Höfuðverkefnið er að finna
tegundir sem henta mismunandi
skilyrðum.
Viljhálmur vék síðan að nauðsyn
þess að gerð verði langtímaáætlun
fyrir skógrækt þar sem markmið
verði skilgreind, hvaða verkefni,
vinnubrögð og starfshætti verði að
viðhafa. „Ég held að kominn sé tími
til þess að endurskoða markmið og
starfshætti Skógræktar ríkisins og
kannski Skógræktarfélags íslands
samtímis og gera langtímaáætlun
um starfsemi skógræktarinnar í
landinu," sagði Vilhjálmur. Benti
hann á þær róttæku breytingar sem
nú væru í þjóðfélaginu, samdráttur
í hefðbundnum búgreinum, sem
hafa mun víðtæk áhrif á landnýt-
ingu í framtíðinni. Þá er reynsla
sem Skógrækt ríkisins, skógrækt-
arfélög og einstaklingar hafa aflað
orðin svo yfírgripsmikil að hægt er
að gera nokkuð marktækar áætlan-
ir um skógrækt.
Endurskoðun
Seðlabankans:
Niðurstöð-
ur í byrjun
október
SEÐLABANKINN vinnur að
endurskoðun bankakerfisins og
er búist við niðurstöðum í byrjun
október, að sögn Jóhannesar
Nordal Seðlabankastjóra.
Meðal þeirra mála, sem fjallað
er um, er vandi Útvegsbankans, en
eins og fram hefur komið í fréttum
vantar bankann hundruðir milljóna
króna til að geta staðið við skuld-
bindingar sínar. Einnnig verður
fjallað um aðrar hugmyndir um
endurskipulagningu bankakerfis-
ins, sem verið hafa á döfínni á
undanfömum ámm.
Betri horfur í endur-
skoðaðri þjóðhagsáætlun