Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTBMBER 1986
1
Heimilið ’86:
Heimsmeistari
í töfrabrögðum
SÝNINGUNNI Heimilið ’86 lýkur
í kvöld, sunnudagskvöld, klukk-
an 23.
Töframaðurinn Shahid Malik og
fjöllistaflokkurinn Commodores eru
líklega eitt af þeim atriðum sem
hafa vakið hvað mesta athygli og
hrifningu gesta sýningarinnar.
Shahid Malik, sem er fæddur í
Pakistan, er þekktastur í heima-
landi sínu, Englandi, fyrir að
bijótast út úr ýmiss konar spenni-
treyjum, hlekkjum og öðru þess
háttar. Hann hefur sett tvö heims-
met í þeim efnum. Annarsvegar
fyrir að losa sig úr hlekkjum í mestu
hæð, 600 metrum fyrir ofan yfir-
borð jarðar og hinsvegar fyrir að
losa sig á skemmstum tíma, 13
sekúndum, úr spennitreyju hang-
andi nokkra tugi metra upp í loftið.
Shahid hefur oft verið hætt kom-
inn. 1975 reyndi hann, í beinni
sjónvarpsútsendingu BBC, að flýja
úr „Kínverska vatnspyntingarklef-
anum“ sem er eitt hættulegasta
flóttaatriði sem til er og varð reynd-
ar hinum fræga Houdini að bana
árið 1926. Shahid rétt marði að
losa sig úr spennitreyjunni og síðan
úr klefanum sem hékk efst í krana,
áður en leið yfir hann.
„Öll flóttaatriðin eru utanhúsat-
riði og ekki var pláss til að fram-
kvæma þau í Laugardalshöllini,"
sagði Shahid Malik í samtali við
Morgunblaðið. „Við erum með
margar tegundir af sýningum og
þessi sem við sýnum hér á Islandi
núna er innanhússýning án flóttaat-
riða. En hver veit nema að við
verðum með þannig sýningu hér á
næsta ári?“ Aðspurður sagðist Sha-
hid því miður ekki hafa hitt neina
íslenska töframenn ennþá. Hann
vildi þó gjarna hitta einhveija og
spjalla um töframannafagið. Eitt
það skemmtilegasta atriði sem hann
hafði sýnt, að hans eigin mati, var
fyrir Peugeot-bílaverksmiðjumar
nýlega í Monte Carlo. „Eiginkona
mín fór ofan í búr sem síðan var
sett teppi yfir, þegar ég tók teppið
af var komið ljón í búrið, en það
er merki Peugeot. Teppið var síðan
aftur sett yfir búrið og þegar það
var tekið af að nýju var ljónið horf-
ið en í stað þess kominn splunkunýr
bíll.“
Á myndinni sést Shahid á Heimil-
inu ’86, framkvæma hið sígilda
atriði þar sem aðstoðarkona hans
hefur farið ofaní kassa sem hann
síðan stingur spjótum í án þess að
henni verði á nokkum hátt meint af.
Þórskaffi 40 ára:
Einnar viku
hátíðardagskrá
ÞÓRSKAFFI á 40 ára afmæli um þessar mundir. Aðstandendur
skemmtistaðarins hyggjast minnast þessara tímamóta með veglegum
hætti og stendur afmælishátíðin í viku, þar sem reynt verður að
gera sem flestum til hæfis.
í dag, sunnudaginn 7. septem-
ber, verður samsæti í Þórskaffi til
heiðurs Ieigubílstjórum og vilja eig-
endumir þannig sýna þakklæti sitt
fyrir þá þjónustu, sem leigubílstjór-
ar hafa sýnt gestum staðarins
undanfarin ár. Hljómsveitin Santos
leikur fyrir dansi og Ómar Ragnars-
son og Haukur Heiðar flytja
skemmtidagskrá.
Þriðjudagskvöldið verður sér-
staklega tileinkað ellilífeyrisþegum
úr ýmsum verkalýðsfélögum tengd-
um veitingahúsarekstri. Boðið
verður upp á kaffiveitingar, Jónas
Þórir og Helgi Hermannsson leika
fyrir dansi, ásamt Sigurði Ólafssyni
söngvara og Karvel og Helgi Seljan
flytja gamanmál.
Á miðvikudeginum verður ungl-
ingakvöld, þar sem unglingahljóm-
sveitin Rauðir fletir, kemur fram,
Herbert Guðmundsson syngur
nokkur lög og Dansnýjung sýnir
nokkur dansatriði.
Á fimmtudeginum verðu dag-
skránni áfram haldið. Dansnýjung
og Herbert koma þá aftur fram.
Heiðar Jónsson kynnir tískusýningu
frá Tískuhúsinu Inu og hljómsveitin
Kikk kemur fram.
Á föstudaginum verður sérstök
skemmtidagskrá, sem Ómar Valdi-
marsson kynnir. Carl Möller leikur
fyrir matargesti, Karl Ágúst Úlfs-
son, Örn Ámason og Sigurður
Sigurjónsson skemmta, hljómsveit-
in Santos leikur fyrir dansi, Sonja
B. Ólafsdóttir og Ragnar Bjamason
syngja með.
Á laugardeginum verður sama
dagskrá á boðstólum, nema að því
leyti að Stefán Jónsson bætist í hóp
söngvaranna.
Á lokadegi hátíðardagskrárinn-
ar, á sunnudeginum, verður fjöl-
skylduskemmtun og er húsið opið,
meðan húsrúm leyfir. Ómar Ragn-
arsson og Haukur Heiðar verða
með skemmtidagskrá og Dansnýj-
ung sýnir.
LONDON
3ja daga helgarferð.
Innifalið: Flug, gisting í 2ja manna herbergi með
baði og morgunmat á Scanhotel. Auk þess
afsláttarkort I fjölmargar verslanir, veitingahús
ogskemmtistaði. .
Verðfrákr. 12.505
GLASG0W
4ra daga helgarferð.
(frá15.september).
Innifalið: Flug, gisting í 2ja manna herbergi með
baði og morgunmat á Hotel Crest.
Verðfrákr. 12545
ijj»
&
jjf-
/i
AMSTERDAM
3ja daga helgarferð.
Innifalið: Flug, gisting í 2ja manna herbergi með
baði og morgunmat á Hotel Owl og sigling um
síkiAmsterdam. AAonn
Verðfrákr. 14.600
* • §
HAMB0RG
5 daga helgarferð.
Innifalið: Flug, gisting í 2ja manna herbergi með
morgunmat á Hotel Graf Molke. .
Verðfrákr. 17.110
Samvinnuferdir - Landsýn
Austurstræti 12 • Símar 91-27077 & 91-28899
Hótel Sögu við Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 14 • 96-21400
NWSIMANUMER
Afl-OO