Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986
Fer ðamannaþj ónusta
er vaxandi#
atvinnugrein
eftír Matthías
Bjarnason
samgönguráðherra
Ferðamál verða með ári hveiju æ ríkari
þáttur í efnahags- og menningarlífi þjóða.
Það eru ekki lengur hin grónu Evrópulönd
sem leggja kapp á ferðamál. Sú skoðun,
að ferðalög séu munaður sem aðeins nokkr-
ir útvaldir megi og geti leyft sér, heyrir
fortíðinni til. Orlof öllum til handa og ferða-
frelsi eru þær félagsbætur sem öll menning-
arríki kosta kapps um að veita þegnum
sínum ásamt sókn mannsins til bjartara og
betra lífs.
Tala þeirra sem ferðast á milli landa fer
vaxandi. Margvíslegar ástæður liggja til
þessarar aukningar ferðaþjónustu. Aukin
velmegun, samgöngutækni sem byggist á
stórum þotum í millilandaflugi og sérfar-
gjöld hafa gert almenningi mögulegt að
ferðast meira og lengra en áður.
Nú er svo komið að atvinnugrein ferða-
mála hefur stórum aukist í íslenskum
þjóðarbúskap og hefur skilað auknum gjald-
eyristekjum til þjóðarinnar. Þótt stefnt hafi
í rétta átt undanfarin ár virðist enn skorta
á að þjóðin átti sig nægilega á því að hér
er um veigamikinn atvinnuveg að ræða.
Atvinnuvegir okkar eru einhæfir en einn-
ig háðir stórkostlegum sveiflum. Einmitt
þessi einhæfni gerir það að þjóðarnauðsyn
fyrir íslendinga, að gera atvinnulíf okkar
fjölbreyttara til að skapa meira jafnvægi
og öryggi. Líf þjóðarinnar er undir því kom-
ið að við nýtum skynsamlega þær auðlindir
sem við eigum. Jafnt fiskinn í sjónum, ork-
una í failvötnunum, jarðhitann og landið
sjálft til landbúnaðar og útilífs. Ferða-
mannaþjónusta á íslandi byggist á þeirri
auðlind sem hýsir fámenna þjóð, með jöklum
sínum, eldfjöllum, ám og vötnum.
Með fámennri þjóð býr nokkur uggur í
sambandi við erlend áhrif. Vissulega kann
misjafnt að skolast með auknum ferða-
mannastraumi. í þessum málum er þörf á
aukinni upplýsingastarfsemi, fyrirbyggjandi
aðgerðum og auknu samstarfí. Hér eiga
Ferðamálaráð og náttúruvemdarmenn sam-
eiginlegt takmark að vinna. Vemd náttúm,
umhverfis og sögulegra minja er takmark
allra Islendinga.
Fjöldi erlendra ferða-
manna til landsins
Árið 1960 komu tæplega 13 þúsund er-
lendir ferðamenn til íslands. Næstu 13 árin
fjölgaði erlendum ferðamönnum ár frá ári
og árið 1973 var talan komin upp í 74 þús-
und.
Árið 1974 dró verulega úr komum er-
lendra ferðamanna til landsins, sem rekja
má til olíukreppunnar. Það var ekki fyrr
en árið 1978 að mettalan frá 1973 náðist
að nýju. Árið 1980 nam talan aðeins 66
þúsundum.
Síðustu þijú árin hefúr færst mikill vöxt-
ur í komu erlendra ferðamanna til landsins.
Árið 1983 vom þeir tæplega 78 þúsund.
Árið 1984 nam talan rúmlega 85 þúsund.
Árið 1985 var mesta ferðamannaár hingað
til, þá sóttu rúmlega 97 þúsund ferðamenn
landið heim, en það er um 14% aukning
miðað við árið 1984. Á sl. þrem ámm hefúr
erlendum gestum fjölgað rúmlega 34% og
horfur em á vemlegri aukningu á þessu ári.
Auk þess komu 19 skemmtiferðaskip til
landsins árið 1985 og með þeim 10.823
farþegar.
Þessi þróun er stómm meiri en gert var
ráð fyrir í faglega unninni skýrslu um ferða-
mál sem samgönguráðuneytið lét gera. Þar
var gert ráð fýrir 3,5% meðaltalsaukningu
á ári frá 1984—1992.
Komur íslendinga frá útlöndum árið 1960
vom 9.500. Árið 1973 nam talan nálægt
45 þúsundum. Afturkippur kom í utanlands-
ferðir íslendinga árið 1975 sem rekja má
til olíukreppunnar. Enn hafa þær aukist á
Matthías Bjarnason
ámnum 1984 og 1985. Nú em utanlands-
ferðir Islendinga fleiri en komur erlendra
ferðamanna.
Samfara þessu hefur ferðum Islendinga
um eigið land fjölgað vemlega. Margt kem-
ur til, Ferðamálaráð hefur á undanfomum
ámm lagt áherslu á ferðalög landsmanna
um eigið land. Veruleg breyting hefur orðið
á síðustu ámm til þess að auðvelda fólki
að komast um landið á eigin farartækjum.
Skal nefna stórbættar samgöngur, bæði í
Iofti og á landi, betri vegi, fjölgun einkabif-
reiða og bættan aðbúnað til næturgistingar
og annarrar ferðamannaþjónustu víða um
land. Fjölgun orlofsheimila, lengri sumar-
leyfi og batnandi lífskjör.
6
Framboö gistiaðstöðu
og veitingastaða
Mikil aukning hefur átt sér stað í veit-
inga- og gistihúsamálum í landinu á sl. ámm
eins og á öðrum sviðum sem snerta ferða-
mál. Enn getum við aukið tekjumar af
heimsóknum ferðamanna, en möguleikar
þessir takmarkast m.a. af flug- og gisti-
möguleikum á hveijum tíma. Mikið munar
um hvert hótel á jafnlitlum markaði og þeim
íslenska. Bygging hótelanna Sögu, Holts
og Loftleiða réði miklu um þá þróun sem
átti sér stað um miðjan sjöunda áratuginn.
Hótelrými á Reykjavíkursvæðinu hefur
aukist á sl. fjórum árum. Utan Reykjavíkur
hafa risið nokkur vönduð hótel undanfarin
ár og auk þess hefur sumargistihúsum fjölg-
að. Sumarhótelin eru flest á heimavistar-
skólum undir samheitinu Edduhótel, sem
rekin eru af Ferðaskrifstofu ríkisins.
Á síðustu árum hefur framboð aukist
mjög á gistirými á sveitabæjum. Samtök
bænda hafa sýnt þessari nýju atvinnugrein
áhuga og stofnað Ferðaþjónustu bænda,
sem hefur milligöngu milli ferðaskrifstofa
og ferðamanna. Ymist er um að ræða sér-
herbergi á sveitabæjum eða svefnpokapláss,
eða jafnvel sérstök smáhýsi.
Talsverður vöxtur í gisti- og hótelrekstri
virðist enn vera framundan. En jafnframt
er ljóst að hótel verða ekki reist til að
mæta þörfum sumarmánaðanna. Þau rísa
aðeins af grunni ef rekstrargrundvöllur er
fyrir hendi.
Eftir því sem næst verður komist voru í
júlí 1986, 1492 rúm í 808 herbergjum í
heilsárshótelum og 167 rúm í 84 herbergjum
í sumarhótelum í Reykjavík. Utan Reykja-
víkur voru í heilsárshótelum 2012 rúm í
1006 herbergjum og í sumarhótelum 2619
rúm í 1334 herbergjum, sjá eftirfarandi
töflu.
Fjöldi herbergja og rúma
eftir kjördæmum í júlí 1986.
Fjöldi herbergja.
Árs- hótel Sumar- hótel Vetrar- hótel Alls
Reykjavík 808 84 892
Reykjanes 43 43
Vesturland 119 242 361
Vestfirðir 103 147 250
Norðurland 325 476 n 812
Austurland 169 201 370
Suðurland 247 268 515
Landið alls 1814 1418 n 3243
Fjöldi rúma
Árs- hótel Sumar- hótel Vetrar- hótel Alls
Reykjavík 1492 167 1659
Reykjanes 86 86
Vesturland 228 442 670
Vestfirðir 205 300 505
Norðurland 626 958 22 1606
Austurland 332 419 751
Suðurland 535 500 1035
Landið alls 3504 2786 22 6312
í landinu er fjöldi herb.
í landinu er ijöldi herb.
í landinu er fjöldi herb.
Landið herbergi alls
í landinu er fjöldi rúma
í landinu er fjöldi rúma
f landinu er fjöldi rúma
Landið rúm alls
á heilsárshótelum
á sumarhótelum
á vetrarhótelum
á heilsárshótelum
á sumarhótelum
á vetrarhótelum
1814
1418
11
3243
3504
2786
22
6312
Eftir því sem næst verður komist var
fjöldi veitingastaða á íslandi í júlí 1986
þessi:
Veitingastaðir
Alls Þar af með vínveitingum
Rvík og nágrenni 86 30
Reykjanes 9 2
Vesturland 33 10
Vestfirðir 24 5
Norðurland vestra 21 17
Norðurland eystra 31 12
Austurland 29 9
Suðurland 38 12
Landið alls 271 97
Flest hótel og gististaðir reka veitingastarfsemi. Auk
þess eru fjölmörg og góð veitingahús rekin sjálfstætt.
Eftir því sem næst verður komist eru veitingastaðir
á öllu landinu, þar með talin hótel með veitingaþjón-
ustu, almenn kaffihús og skyndibitastaðir, i Reykjavík
86 þar af 30 með vínveitingar. Úti á landi eru alls 185
veitingastaðir þar af 67 með vínveitingar. Hérna er
um verulega aukningu að ræða á síðustu árum.
Mannafli í ferðamálum
Til þess að fá einhveija hugmynd um
mikilvægi ferðamálastarfsemi á vinnumark-
aði hefur Þjóðhagsstofnun skilgreint hana
sem allt, sem snertir hótel og gististaði,
helming þess sem gerist á veitingastöðum,
allan flugrekstur, helming af rekstri lang-
feðabíla og strætisvagna, fjórðung annarrar
starfsemi og loks allt sem viðkemur ferða-
skrifstofum o.þ.h. Þessi skilgreining sem
hér er notuð er ef til vill nokkuð þröng, en
hún er hagkvæm að því leyti að auðvelt er
að fylgjast með þróuninni á grundvelli talna
sem teknar eru saman á ári hveiju.
Samkvæmt þessu störfuðu 700 manns
að ferðaþjónustu árið 1940, eða innan við
1,5% af mannaflanum. Á sjöunda áratugn-
um fjölgaði starfsfólki í ferðaþjónustu ört.
Árið 1963 störfuðu 1805 manns við ferða-
þjónustu eða 2,7% af mannaflanum. í
upphafi áttunda áratugarins, árið 1973,
voru ársverk þeirra sem störfuðu að ferða-
málum um 2859 eða 3,2% af mannaflanum.
Árið 1983 nam þesi tala 3228. Á síðastliðnu
ári má ætla að ársverk þeirra sem störfuðu
að ferðamálum hafi verið um 3500 og enn
stefnir í aukningu. Til þess að fá saman-
burð við aðrar atvinnugreinar má t.d. nefna
að vægi ferðaþjónustu á vinnumarkaði er
heldur meira en allrar bankastarfsemi í
landinu.
Þessum ferðalögum og ferðaþjónustu
fylgir mikill fjárflutningur, en það á einnig
við um aðrar atvinnugreinar í misjafnlega
ríkum mæli. Skal nefna stórbætta gjaldeyr-
isstöðu, auknar tekjur flugfélaganna, sem
eru nær ein um hituna hvað varðar flug til
og frá Islandi, gisti- og veitingastaði, sér-
leyfis- og hópferðaakstur, leigubifreiðaakst-
ur, framleiðslu og sölu matvæla, minjagripi
og fatnað. Erlendir ferðamenn eru því eins-
konar viðbót við neytendur landsins.
Þjóð sem hefur ekki fleiri íbúa en 240
þúsund, munar mikið um 100 þúsund ferða-
menn sem bætast við markaðinn. Framlag
ferðaþjónustu í verðmætasköpun verður því
aldrei tíundað til fulls og gildi hennar fyrir
afkomu þjóðarinnar.
Þá hefur koma erlendra ferðamanna til
landsins verið mikilvæg fyrir þá þróun í
samgöngukerfi, sem þjóðinni hefur tekist
að byggja upp við umheiminn. Hið sama á
við um samgöngur innanlands, ekki síst um
innanlandsflugið og stóran hluta af sam-
göngum á landi.
Á þessu ári eru starfandi 28 ferðaskrif-
stofur í landinu og leggja þær aukna áherslu
á að selja ferðamönnum ferðir til íslands.
Gjaldeyristekjur af
erlendum ferðamönnum
Enn hefur ekki verið vikið að þeim hluta
ferðaþjónustunnar sem vegur ef til vill
þyngst, en það eru gjaldeyristekjur af ferða-
mönnum.
Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun
hafa gjaldeyristekjur farið ört vaxandi sl.
ár. Árið 1980 námu gjaldeyristekjur af
ferðamönnum 231 millj. kr. eða um 4,0%
af útflutningstekjum og nálægt 1,5% af
þjóðarframleiðslunni. Árið 1984 nam talan
2 milljörðum króna eða um 5,8% af útflutn-
ingstekjum og 2,5% af þjóðarframleiðslunni.
Á sl. ári reyndust gjaldeyristekjumar vera
3 milljarðar króna eða rúmiega 6,3% af
útflutningstekjum og nálægt 2,8% af þjóðar-
framleiðslunni. Aukningin frá árinu 1984
er 19,3% og hafa þessar tölur verið umreikn-