Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 25

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Brottför og koma eru aðskilin þannig að brottfararfarþegar ganga inn í bygginguna að vestanverðu og komufarþegar ganga út úr henni að austanverðu. Bifreiðastæði verða bæði vestan og austan við flugstöð- ina. Greiðir þetta fyrirkomulag mjög fyrir umferð um bygginguna. aðar til meðalviðskiptagengis ársins 1985. Og enn stefnir í aukningu. í þessum tölum er ekki tekið tillit til „duldra gjaldeyris- tekna" og má því ætla að heildargjaldeyris- tekjur vegna seldrar þjónustu til erlendra ferðamanna hafi verið 3,5 milljarðar króna. Virðist því sem tekjur þjóðarinnar af erlend- um ferðamönnum hafi nú í fyrsta skipti numið hærri upphæð en íslendingar notuðu til ferðalaga erlendis. Hér er því vissulega um að ræða merkileg tímamót. Seðlabankinn áætlar tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi í tvennu lagi: annars vegar fargjaldatekjur íslenskra flug- félaga vegna erlendra farþega sem hingað koma og hins vegar eyðslu þeirra hér á landi, samanber eftirfarandi tölur. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum Lausleg áætlun 1980 1981 1982 1983 1984 1985 m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. Áætlaðar fargjaldatekjur 119 200 345 780 930 (1.360) Eyðsla innanlands 112 155 314 682 1100 (1.660) Samtals í milljónum króna 231 355 659 1462 2030 (3.020) Til hliðsjónar í erlendri mynt: (73) Samtals í millj. USD 48 49 53 58 64 Samtals í millj. DMK 88 111 128 150 183 (212) Fólksflutningar á landi Mjög stór hluti ferðamanna, bæði inn- lendra og erlendra, ferðast með stórum og smáum bifreiðum. Ómögulegt er að gera sér neina grein fyrir ferðalögum með einkabílum. Takmarkaðar upplýsingar liggja einnig fyrir varðandi annan rekstur, nema sérleyfísakstur, og áætlaðar tölur um akstur í leigubílum eða bílaleigubílum virð- ist hvergi vera til. Árið 1982 var bílaeign sérleyfis- og hóp- ferðaleyfishafa 311 bílar, 10 sæta og fleiri. Á þessu ári er bílaeignin 359 bílar. Bílaleigur hafa mikið af viðskiptum sínum við erlenda ferðamenn, en nýting er mest yfir sumarmánuðina eða allt að 90—100%. Bílaleigugjöld hér á landi eru há í saman- burði við nágrannaþjóðirnar. Stöðvarbílar annast talsverðan akstur vegna erlendra ferðamanna. Engar tölur eru tii um þennan akstur, en sumir stöðvarstjór- ar telja að hann geti orðið 15—25% af heildarakstrinum. Með hliðsjón af ofangreindu er ljóst, að samgöngur á landi vegna ferðamanna gefa talsverðar gjaldeyristekjur og aukin at- vinnutækifæri. Flugsamgöngur Sú mikla aukning, sem varð á komu er- lendra ferðamanna til íslands á árunum 1960—1985 er tvímælalaust undirstaðan undir stórbættum flugsamgöngum, sem ís- lendingar hafa notið á undanförnum áratug- um við nágrannalönd. Einnig má segja að aukinn ferðamanna- straumur hafi haft veruleg áhrif á aukna ferðatíðni innanlands. Flugleiðir hf. annast mestan hluta alls flugs að og frá landinu og innanlands. Am- arflug hf. þjónar vissum flugleiðum, bæði innanlands og til annarra landa. Framboð og eftirspum á flugleiðum flug- félaganna hefur yfirleitt verið í jafnvægi, enda er tiltölulega auðvelt að halda slíku jafnvægi í fluginu. Framboð flugmöguleika til og frá landinu er því að öllu jöfnu ekki vandamál að því er ferðamenn varðar. Árlega em farnar flugferðir innanlands í áætlunarflugi á vegum Flugleiða hf. og Arnarfiugs hf. Auk þess fljúga minni flugfélög áætlunar- flug til ýmissa staða. Þá er talsvert um leigu- og einkaflug innanlands. Flug með ferðamenn kemur mjög við sögu á sumrin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun er talið að árið 1963 hafi ársstörf í flugrekstri verið 570, árið 1973 nam þessi tala 1040, árið 1983 var talan 931. Tölur frá sl. ári liggja ekki fyrir. Flugrekstur landsmanna skapar því veralega atvinnu, eins og ýmiss konar leiguflug á vegum flug- félaganna, s.s. pílagrímaflug o.fl. Tekjur íslenskra flugfélaga af fargjöldum erlendra ferðamanna milli íslands og um- heimsins hafa verið lauslega áætlaðar 1360 m.kr. árið 1985, en 1191 m.kr. árið 1984 umreiknað til 1985 gengis. Starfsemi á Kefla- víkurflugvelli Árið 1973 fóra 390.259 þús. farþegar um Keflavíkurflugvöll. Á sl. ári var talan komin upp í 567.236 þús. Á Keflavíkurflugvelli er starfrækt toll- frjáls verslun og verslun með ýmsan íslensk- an iðnvarning. Þessar verslanir skila veralegum gjald- eyri og einnig tekjum fyrir ríkissjóð. Þá era þessar verslanir mikilvægar vegna atvinnu- tækifæra og kynningar á íslenskum iðnaðar- vörum. í apríl 1987 er áætlað að opna nýja flug- stöð á Keflavíkurflugvelli, en vinna við hana hófst í október 1983. Flugstöðin verður alls 13 þúsund fermetrar og mun kosta um 42 milljónir dollara. Fyrirkomulag innanhúss miðast við að veita farþegum og gestum skjóta og góða þjónustu. Tekið hefur verið tillit til þarfa hreyfihamlaðra við hönnun byggingarinnar. Farþegabrýr verða notaðar til þess að tengja flugvélar við landgang. Farþegar munu geta gengið um borð og frá borði óháðir vindi og úrkomu. Vinna við innréttingar er í fullum gangi og sömuleiðis er unnið að frágangi flug- hlaða, akbrauta flugvéla og aðkeyrsluvegar að flugstöðinni. Á þessu ári verður einnig unnið við frágang lóðar og bifreiðastæða. Ferðamálaráð Þróun íslenskra ferðamála á mikið undir landkjmningarstarfi. Afla þarf nýrra og stöðugra viðskipta. Þessi landkynningar- starfsemi er lögum samkvæmt verkefni Ferðamálaráðs. Þótt Ferðamálaráð sé þann- ig hinn opinberri landkynningaraðili fer því íjarri að það standi eitt að landkynningu. Nefna má flugfélögin, sendiráð íslendinga erlendis, ferðaskrifstofur sömuleiðis. Kaup- sýslumenn og viðskiptafrömuðir sem kynna viðskiptalífíð. íslendingar sem era erlendis vinna margir hverjir að góðri landkynningu með lífemi sínu og breytni. Leiðir Ferðamálaráðs og Ferðamálasjóðs skildu að nokkra leyti 1. október 1985 með gildistöku nýrra laga um ferðamál. Með þeim lögum er ákvarðanaréttur Ferðamála- ráðs um lánveitingar felldur úr gildi og færður til samgönguráðherra. Árið 1985 gerði stjórn sjóðsins tillögu til Ferðamálaráðs um 38 lánveitingar. Af þeim kom 31 til útborgunar, um 61 millj. kr. Á árinu 1984 gerði stjóm sjóðsins tillögu um lán til 23 aðila að fjárhæð rúmlega 35 millj. kr. og er því um að ræða 74% hækk- un milli ára. Upphæð sú sem kom til skipta á árinu 1985 var tekin að stærstum hluta að láni hjá Framkvæmdasjóði Islands. Framtíð íslenskra ferðamála Fáar atvinnugreinar í þjóðfélaginu hafa vaxið jafnört og ferðamál sl. ár. Fólk ferð- ast þegar vel árar og ekki síst þegar reynt verður að tryggja öryggi þess svo sem hægt er. Þróun ferðamála á komandi áram er ekki síst háð því hvort varanlegur vöxtur verður í efnahagsmálum hér á landi og í umheimin- um og þessi atvinnugrein fái viðunandi rekstrarskilyrði. Það er grandvallaratriði að samgöngur innanlands verði stórlega bættar frá því sem nú er. Sérstaklega verður að hraða lagningu bundins slitlags um allt land og ljúka verð- ur framkvæmdum við alla áætlunarflugvelli, m.a. annars með lagningu bundins slitlags, byggingu flugstöðvar í Reykjavík og bygg- ingu varaflugvallar fyrir millilandaflugið. Það er fyrst og fremst undir okkur sjálf- um komið hvernig til tekst á komandi áram og hvernig þjóðin bregst við nýjum við- horfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.