Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.09.1986, Qupperneq 44
V * The Color Purple“, nýj- asta mynd Stevens Spielberg, hlaut ærið misjafnar viðtökur við frumsýningxi í desember 1985 og deilurnar urðu há- værari eftir því sem leið á þetta ár; náðu svo hámarki er Oskarsverðlaunin voru afhent í mars. Kynþátta- fordómar? Kvenréttindakonur segja að myndin geri kynjum mishátt undir höfði, svertingjar segja að mjmdin lítillækki og smáni svert- ingja, en svo eru aðrir sem segja að myndin sé léttvæg þar sem hún forðist að fjalla um raun- verulegan vanda svertingja í Bandaríkjunum. Spielberg hefur nefnilega verið harðlega gagn- rýndur fyrir að kvikmynda skáldsögu Alice Walkers, sem er átakanleg saga ungrar konu og breytt henni í hálfgert Disney- ævintýri. Að minnsta kosti kemur myndin illa út í saman- burði við bókina. Það vakti mikla athygli þegar Spielberg ákvað að kvikmynda „The Color Purple". Spielberg hefur einbeitt sér að heimi barn- anna síðustu árin. Alice Walker sjálf var ákaflega ánægð þegar Spielberg setti sig í samband við hana, hún bjóst ekki við leik- stjóri úr Hollywood hefði áhuga á bókinni. Það er líka talið víst að engin mynd hefði verið gerð ef Spielberg hefði ekki sýnt áhuga. Arið 1985 var mjög lélegt hvað varðar listræn afrek í bandarískri kvikmyndagerð, enda voru flestar myndimar gerðar með böm og unglinga í huga. „The Color Purple" var ein þriggja sem stóðu upp úr, hinar voru „Out Of Afríca" með Meryl Streep og „Heiður Prizzis" með Jack Nicholson. En þegar „Color Purple" var loks tekin til sýninga þótti ljóst að Spielberg var ekki rétti leikstjórinn fyrir svo erfítt og viðkvæmt efni. En það hefur verið sagt að Spielberg sé að reyna að hrista af sér þann nei- kvæða stimpil sem hann hefur fengið á sig: höfundur bama- mynda. Það er virðingarvert í sjálfu sér, en heistu andstæðing- ar Spielbergs segja að æðsta takmark hans sé að næla sér í Óskar, hvað sem það kosti. „Col- or Purple“ var því kjörið verk- efni. Myndin hlaut síðan hvorki fleiri né færri en ellefu Óskarút- nefningar, en það sem vakti mesta athygli var að Spielberg sjálfur var ekki útnefndur. Það var mikið áfall fyrir hann, engu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Saga kúgaðrar svertingjakonu Nokkur orð um nýjustu mynd Spielbergs, „The Color Purple“ okkur,“ eins og Whoopi Goldberg gerði. Er ekki sá möguleiki fyrir hendi að „The Color Purple" og allir sem að henni stóðu hafí bara verið óheppnir að lenda í samkeppni við jafn góðar ef ekki betri myndir og listamenn? Leikstjórar lqósa leikstjóra, leikarar leikara. Alls em um það bil 4.000 manns í kvikmyndaaka- demíunni sem veitir Óskarsverð- launin. Er hægt að segja að þetta fólk hafí verið ófijálslynt er það veitti verðlaunin í mars? Besta erlenda myndin var kos- in „The Offícial Story", arg- entínsk mynd sem fjallar um fómarlömb hersins þar í landi. Myndin er sögð líkjast „Missing“ eftir Costa-Gavras. William Hurt var kosinn besti karlleikari í aðalhlutverki, hann lék homma í „Kossi köngulóar- konunnar“ og er það í fyrsta skipti sem slíkt hlutverk er verð- launað af akademíunni. Arið áður var Haing Ngor, kambódískur flóttamaður og læknir, verðlaunaður fyrir „The Killing Fields“, ogárið 1983 hlaut „Gandhi“ flest verðlaunin, alls átta. Þess má geta að tveir svertingjar hafa fengið Óskarinn, Sidney Poitier fyrir „Liljur vallar- ins“ árið 1963 og Louis Gossett fyrir „Foringjar og fyrirmenn" árið 1982. Og ekki má gleyma henni Hattie McDaniel, sem fékk Óskar fyrir aukahlutverk í „Á hverfandi hveli" árið 1939. („Hvað viljið þið að ég leiki“? að síður var hann viðstaddur at- höfnina og mátti þola þá niður- lægingu að tapa öllum útnefn- ingunum. „The Color Purple" hlaut ekki einn einasta Óskar. Var myndin fómarlamb kyn- þáttafordóma? Þijár leikkonur myndarinnar, Whoopi Goldberg, Margaret Avery og Öprah Win- frey, allar óþekktar og að sjálf- sögðu þeldökkar, voru útnefndar. Ein þeirra sagði eftir að úrslitin lágu fyrir: „Það er ekkert leynd- armál að meirihluti þeirra sem kusu em hvítir og það er ljótt að hugsa til þess að sú hafí ver- ið ástæðan fyrir útkomunni, en það er spumingin sem brennur á vörum allra.“ Staðreyndir málsins En það er ekki nóg að fóma höndum og hrópa: „Þið hatið Whoopi Goldberg, nýliði í kvikmyndaleik, fer með stærsta og mikil vægasta hlutverkiðí „The Color Purple". Hún er 35 ára og hef- ur getið sér gott orð fyrir gerð sjónvarps- þátta, en það má búast við miklu af henni á næstu árum. Hún er sjálfstæð kona eins og persónan sem hún leikur, er einstæð móðir, sem nú nýtur frægðar og frama.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.