Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 48

Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 Æskuár — Við hefjum okkar samtal. — Hverjir voru foreldrar þínir? „Jörgen Eiríksson frá Amheiðar- stöðum, sem var Kjerúlfur og Elísabet Jónsdóttir frá Brekku- gerði, sem var vefari. Þau bjuggu fyrst að Brekkugerði í sambýli við ömmu mína Margréti Sveinsdóttur frá Bessastöðum og þar fæddist ég 8. september 1906 þriðji f röðinni, en systkini mín voru: Eiríkur, Margrét, Sigurður, Sigríður, Jó- hanna, Guðrún Droplaug, Hulda, Una, Herdfs og Regína, sem fædd- ist að Stóra-Sandfelli." — Segðu mér frá æskuheimilinu. „Ég ólst upp hjá móðurömmu minni Margréti. Faðir minn, sem var hagur á alla hluti, töluvert skáld, kaupmaður og raunar gat allt nema að vera bóndi, átti erfítt með að sjá okkur farborða. Fjöl- skyidan hafði vissar grasnytjar í Brekkugerði og Húsum, sem lang- afí minn Þorsteinn Jónsson, hrepp- stjóri og vefari fram í fíngurgóma, hafði náð í með harðfylgi. Sagan segir að Erlendur nokkur sem bjó f Húsum hafi dáið eins og flestir íslendingar á þeim dögum úr lungnabólgu, en þegar sýnt var hvert stefndi um líðan hans hafí hreppstjórinn í Brekkugerði söðlað hest og riðið hratt til umboðsmanns þjóðjarða á Eskifírði og leigt jörð- ina. Hann var harður af sér þessi langafí minn og gat verið sparsam- ur, enda kallaði lífsbaráttan á hagsýni, en hann átti þeim mun gjafmildari eiginkonu, Þorbjörgu Pétursdóttur, sem fór með mat og hluti úr búinu undir svuntu sinni út á hlað þegar þurfandi komu og bóndi hafði synjað erinda." — Er einhver æskuminning þér ljóslifandi? „Fyrsta bemskuminning mfn er frá snjóavetrinum mikla 1910. Þá var ég fjögurra ára og pabbi átti hús sem hann hafði byggt utan garðs fyrir fáeinar kindur og 2 hesta ásamt heyi. Það er mér brennt í minni hve erfíð vorkoman var. Bændur voru orðnir heylausir en einhvem veginn hafði það atvikast á þann veg að pabbi átti hey. Frændfólk mitt á Amheiðarstöðum, þar sem amma bjó með seinni manni sínum, Sölva Vigfússyni hrepp- stjóra, varð heylaust og kom Sölvi og falaði hey af pabba. Þá var Jörg- en Kjerúlfur stoltur þegar hann mældi heyið af hendi úr stabbanum sínum og ekki gleymi ég því né hversu þeir urðu glaðir yfír glasi á eftir. Þó fór svo að þetta hey var ekki gefið, því daginn eftir gerði hláku og brá til hlýinda. Þá var búið þannig í Fljótsdalnum að fé var sleppt þegar sá fyrst í auða jörð á vori.“ — Fórstu í skóla? „Það er ég nú hræddur um. Það var í góðu lagi, farkennsia milli bæja og kennt þannig svona þijá mánuði á vetri og lært heima þar í rnilli." — Manstu fyrstu störfín þín? „Það voru þessi algengu störf þá, reka kýmar og ná í þær, sækja hrossin og á kvöldin að fara með þau og hefta. Það kemur f hugann að eitt sinn voru kýmar frá Geita- gerði saman við okkar kýr og kunni ég engin betri ráð en reka þær með Jón Kjerúlf, „glaðr og reifr“ heima f Holti í dag. ____________Rœtt við Jón Kjerúlf bónda______________________ aö HöM undir Eyjafjöllum Að heita Jón Kjerúlf, en hafa næstum aldrei verið kallaður annað en frændi á fyrri hluta ævinnar austur á landi og nú síðustu árin undir Eyjafjöllum, afi, það segir slna sögu. Hver sú saga er, verður ekki rakið í viðtali, en sannarlega segir viðmótið frá hlýju og staðfestu, sem minnir á þessa frændsemi, sem við getum öll fundið. Það er líka þessi íslenzki bóndi, sem hefur lifað af kynslóð eftir kynslóð, — þraukað, farið sér hægt, en ekki kunnað að hopa. Þeim fylgir svo mörgum að taka í nefið. Það gefur tíma til að kynnast, — til að svara og einnig að handleika pontuna eða dósina á sinn sérstaka hátt. Og þeir gleðjast á góðum dögum og eiga sinn pela. Og þá er gjarnan farið með ljóð, — ljóð annarra eða eigin frá ungdóms árum þegar vorið var í þeirra sinni. Þannig er Jón Kjerúlf. heim. Var mér síðan sagt að reka þær áleiðis að Geitagerði út yfír Marklæk, en það var orðið myrkt og einhver uggur í mér við myrkrið og þetta óþekkta sem bamið óttast að búi í svartnættinu. Allavega komust kýmar ekki heim til sín og lágu úti um nóttina og ég var skammaður um morguninn. Þannig man ég sterkt fyrstu ávítumar frá ömmu. Svo þegar ég varð 10 ára varð mér treyst fyrir orfí og ljá og þá fannst mér ég vera orðinn full- orðinn. Það beit þó aldrei eins vel hjá mér og hjá Sigurði bróður mínum, sem var snemma hagur og mesta smiðsefni. Eiríkur Vigfússon var bústjóri hjá ömmu í mörg ár og var hestamaður. Honum þótti ég vera liðtækur með hestana svo ég fékk að fara ungur ullarferð á Reyðarfjörð. Þá var farið fyrst í hestalest á Egilsstaði og ullin tekin af við Fljótshúsið, svona um 10 hestburðir og þaðan keyrð til Reyð- aifyarðar á hestvögnum. Ég man í þessari fyrstu ferð að til okkar kom maður við klöppina í mýrinni hjá Fljótshúsinu og þáði kaffí sem við hituðum á prímusum. Hann var eftirminnilegur og ræðinn. Þetta var Páll Hermannsson, sem síðar varð alþingismaður. Nokkrum árum síðar kom fyrsti báturinn á fljótið sem var nefndur Lagarfljótsormur og tók um 80 hestburði og breytt- ust þá allir flutningar að og frá Fljótsdalnum, en bændumir voru ekki nógu góðir sjómenn. Eitt sinn bilaði mótorinn og rak þá bátinn upp í kletta hjá Geitagerði og brotn- aði. Enn síðar kom annar bátur með öðmm mönnum og nýjum tímum." Fullorðinsár og skólaárin að Eiðum — Hvenær mættu þér fullorðins- árin? „1922 um vorið, — eitthvert bezta vor sem ég man, það var komin liður á yngri æmar þegar við náðum í þær fyrir uppboð heima — það er skrítið, svona vor koma ekki lengur, — já það var þá um vorið sem amma hætti búskap og það var haldin mikil aksion, margir hlutir sem mér þótti vænt um vom seldir á vægu verði. Sjaldan ef nokkm sinni hefur mér þótt jafn erfitt að vera fátækur. Sonur henn- ar, Pétur, og eiginkona tóku við búi í Brekkugerði og ég flutti með for- eldmm mínum og flestum systkin- um að Stóra-Sandfelli í Skriðdal. Pabbi var mikið að heiman að reyna að afla heimilinu tekna svo það mætti mér þá 16 ára, sem elzta syninum heima að hugsa um skepn- umar og þær urðu þungar áhyggj- umar sem lögðust að, þó ekki væri hugsað lengra en til hvers morgun- dags. Það var á þessum tveimur ámm sem við bjuggum í Skriðdal, sem ég varð fullorðinn. Fljótsdalur- inn kallaði á mömmu og þegar það varð að ungu hjónin í Brekkugerði dóu með stuttu millibili, byggði pabbi Brekkugérðishús eftir nýsett- um nýbýlalögum um rétt skyld- menna til að byggja ríkisjarðir. íbúðarhús var byggt í Húsum, sem enn stendur, fyrsta árið okkar þar 1924 og eins og vorið 1922 var gott, var vorið 1924 erfitt. Ég hélt Treystu engum svo vel ad þú treystir ekki sjálfum þér betur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.