Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 49

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 49
SUW4;UDA<gUM Æ SSPÍEÉMBKR4936 m ... og heldur hvernig hann brýnir ljáinn. að við myndum ekki lifa það, hvað þá blessaðar kindurnar okkar." — Hvað mætti þér næst? „Skólaár að Eiðum 1925 til 1927.. Þá var þar skólastjóri sr. Ásmundur Guðmundsson, sem síðar varð bisk- up. Hann var mikilhæfur skólamað- ur, fluggáfaður og virkilega okkar maður í sveitum þessa lands. Ég 1 gleymi því ekki hvað ég bar mikla virðingu fyrir honum og konu hans, Steinunni Magnúsdóttur. Okkur nemendunum þótti vænt um þau. Ásmundur gerði kröfur til okkar og það var gott. Ég man eftir rit- gerð sem ég gerði úr Islendingasög- unum: „Glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana“ sem Ásmundur hældi mér fyrir og sagði að hver háskólastúdent mætti vera fullsæmdur af að hafa skrifað. Heimavist skólans var ekki fullgerð svo við þjuggum nokkrir saman í Gróðrarstöðinni. Ég minnist Eiríks Stefánssonar frá Skógum í Hörg- árdal og Hermanns Hermannssonar frá Seyðisfirði, Ara Ásmundssonar frá Bjargi, Helga frá Helgustöðum og Einars frá Heiðarseli og allir voru þeir góðir námsmenn. Við vor- um þama saman og þurftum daglega að ganga dágóða leið eftir hraungarði til skólans. Við vorum léttir á fótinn strákamir og vega- lengdin í þeirri viðmiðun stutt. Ásmundur útvegaði mér einhvem styrk fyrir fyrsta námsári mínu sem brúaði bilið til þeirra peninga sem ég hafði sjálfur safnað saman fyrir kindumar mínar og seinna árið hjálpaði hann mér með þeim hætti að ég fór á plægingamámskeið, og stundaði síðan plægingar og skurð- gröft og um sumarið teigarslátt hjá bændum. Kaup mitt var 3 kr. á dag og frítt fæði og það fannst rcær mikið. Þetta voru skemmtileg ár. Á lokaprófi var Bjöm Hallsson á Rangá, alþingismaður, prófdómari og eitthvað hefur honum litist á strákinn því hann spurði hann hvort hann væri baggatækur. Af þeim orðum réðst að ég réð mig til hans sem kaupamaður og þar vom ungar heimasætur. Þetta var skemmtileg- ur tími sem ég átti í Tungunni. Eg kynntist bændunum þegar ég var sendur á milli við sléttun, sem var torfskurður og var erfitt verk, en ég var kappsfullur og hafði lúmskt gaman af að þreyta stórbændurna. Þarna var ég í 2 ár og kom síðan heim að Húsum 1930 en þar tóku við erfiðari ár. Móðir mín var veik og ýmislegt fleira, sem kailaði á að ég vildi fara að festa mitt ráð. Hugur minn var hjá frændkonu minni Þorbjörgu Metúsalemsdóttur Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum. Faðir hennar var magnaður karl, höfðingi sinnar sveitar. Hann gaf mér eitt heilræði: Hann sagði: „Treystu eng- um svo vel að þú treystir ekki sjálfum þér betur." Við Þorbjörg fómm í vinnumennsku saman að Amheiðarstöðum og síðan að Hrafnsgerði. Við giftum okkur þeg- ar við vomm þar 1935 og hófum síðan á fardögum það ár okkar fyrsta búskap á Hreiðarstöðum í Fellum. Við leigðum jörðina af Sveinbjörgu Bjamadóttur frá Hafrafelli fyrir 120 kr. á ári. Fyrsta árið okkar vomm við með 60 kind- ur. Þorbjörg var mikil búkona. Kýmar vom fáar, en allt vann hún heima úr mjólkinni og garðurinn hennar gaf af sér margfalt. Fljótið færði okkur silung og það má segja að okkur hafi búnast vel með allt nema að bömin fæddust ekki. At- vikin höguðu því svo að Haraldur Jóhannesson og Kristín Sveinsdóttir í Fjarðarseli á Seyðisfirði gáfu okk- ur dóttur sína Guðrúnu. Það var mikill gleðidagur í lífí okkar Þor- bjargar að fá barnið. Allt breyttist og allt fékk annað gildismat. Það varð í framhaldi að við fluttumst að Brekkugerðishúsum vegna þess að ég vildi eiga jörðina sem ég bjó á. Það var í eðli mínu að búa á minni eigin eign. Eigandi Hreiðar- staða vildi ekki selja jörðina vegna þess að hann vonaði að einhver dætranna myndi vilja búa á jörð- inni. Svo vom Hreiðarstaðir dálítið út úr, en Þorbjörg var þannig gerð, að hún vildi ekki vera ein og svo síðast það að Eiríkur bróðir minn hætti að húa í Húsum og Stefán og Jóhanna, sem þá bjuggu í Brekkugerði hvöttu okkur til að koma. Það varð á fardögum 1943.“ — Hvemig búnaðist ykkur að Húsum? Kaupfélagsstjór- inn gat ekki útvegað fóðurvörur oggafískynaðmér vœri ekki treystandi. Ég lét ekki bjóða mér það. Við vorum nokkrir sem létum ekki svelta okkur inni, pöntuðum fóðurvörur beint frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem varð síðan vísir að stofnun Verzlunarfélags Austurlands. „Það þurfti að taka til hendinni þar, girða öll heimalönd og rækta tún. Þetta var engin búskaparjörð á við Hreiðarstaði, en þó búnaðist okkur þar og sem meira var um vert, þar fæddust dætur okkar, Margrét 1944, Jóna Sigríður 1946 og Aðalbjörg 1953. Annars vom sjálf búskaparárin fremur erfið í Húsum, jörðin var landlítil til hey- skapar og það þurfti miskunnar- laust að beita fénu að vetrinum, þannig að það vom oft erfíðar vetr- arferðir við smalanir í hríðarbyljum og heyskap sótti ég á sumrin upp í fyall jafnvel upp í brúnir. Ekkert rafmagn kom á bæinn fyrr en um 1966 og lengi var bæjarlækurinn notaður til allra þvotta af Þorbjörgu minni.“ Búpeningurinn — Segðu mér frá hestunum þínum. „Þegar ég var í vinnumennsku á Arnheiðarstöðum keypti ég mér tvo hesta, annan mjög dýran, Létti frá Víðivöllum í Skagafírði, ótaminn á 80 kr. og Frosta frá Frostastöðum í Skagafírði sem var ódýrari. Kind- in kostaði þá 7 til 9 kr og þótti frændfólki mínu þetta lítið búlag. Léttir varð bezti hestur á Héraði, mikill gæðingur. Aðeins ef ég ætti svona gæðing í dag, það væri dá- samlegt. Hann var háreistur, hágengur en þó ásetumjúkur og alltaf jafn sækinn í vilja. Hann er mér ógleymanlegur og margar ferð- imar fórum við víðsvegar og alltaf var ég meiri en ég var þegar ég reið honum. Smalamennskur voru erfiðar á haustin og alltaf fórum við í lengstu göngumar á vestur- öræfin. Einu sinni uppgaf ég hann og er skömm frá því að segja. Brú- arjökull hleypur af og til fram og ganga tvær jökulkvíslar fram úr jöklinum með gróðurreim á milli. Þegar jökullinn er nýskriðinn fram verður sundvatn yfír á hesti. Fómm við þarna yfír við slíkar aðstæður og smöluðum reimina og rákum yfír með ærinni fyrirhöfn 53 kind- ur. Þegar upp úr jökulkvíslinni kom fann ég að Léttir var búinn. Bar hann mig þó að gangnakofanum og eftir góða hvfld um veturinn náði hann sér aftur. Frosti var annarrar gerðar. hafði verið graðhestur og gengið kaupum og sölum vegna hrekkja. Ég var þá beitarhúsasmali á Amheiðar- stöðum og reið honum á hveijum degi um veturinn upp bratta hlíðina." — Varstu ekki hræddur um að hann snéri við og hlypi með þig niður? „Nei, á þessum dögum var ég aldrei hræddur. Frosti varð síðan bezti klár, góður vinnuhestur við búskapinn og ég sjálftamdi önnur hross með honum.“ — En hvað um annan búfénað sem þú áttir? „Við vorum með svona 2 til 4 mjólkurkýr. Metúsalem gaf okkur kú sem hann átti í Skriðdal hjá Björgvini á Víðilæk, Gæfu, sem var mikil vitkýr. Hún kom alltaf sjálf heim á kvöldin með kýmar með sér á sama tíma. Ef hinar fylgdu ekki kom hún ein heim og baulaði og krakkamir fóm síðan með henni að ná í hinar. Einu sinni kom það fyrir að hún fór í djúpt dý snemma dags hjá þýfðum bökkum hjá Mark- læk. Hún gat brotist upp úr og kom heim og baulaði á okkur og vildi fá okkur með. Þegar við fylgdum henni fór hún með okkur og dýinu og baulaði hátt og skildum við þá hvað orðið hafði. Ég átti flest fé í Húsum svona um 600 á fjalli. Vegna beitarinnar var mest lagt upp úr að eignast gott forystufé. Friðrik á Hóli skipti á forystufé við Hákon í Haga á Barðaströnd, alþingismann, og fékk ég forystukind þaðan sem ég rækt- aði út frá á móti þeim kindum sem ég kom með úr Fellunum. Annars var fjárstofninn minn frá Metúsal- em og ég kunni að rækta fallegt fé, átti alltaf heiðursverðlaunahrúta og var svolítið öfundaður af því svona eins og gengur og gerist í sveitinni." Af íhaldsmönnum á Héraði — Varstu eini íhaldsmaðurinn á Fljótsdalshéraði? „Nei, Guttormur í Geitagerði var sjálfstæður eins og ég. Ég lét aldr- ei bjóða mér hvað sem var. Eins og t.d. þegar ég sagði mig úr kaup- félagi Héraðsbúa. Kaupfélagsstjór- inn gat ekki útvegað fóðurvörur og gaf í skyn að mér væri ekki treyst- andi. Ég lét ekki bjóða mér það. Við vorum nokkrir sem létum ekki svelta okkur inni, pöntuðum fóður- vörur beint frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem varð síðan vísir að stofnun Verzlunarfélags Austur- lands. Helgi Gíslason frá Skóga- gerði var þarna í forsvari. En gaman þótti mér að síðar kom kaup- félagsstjórinn heim að Húsum og vildi tala mig til. Ég var úti við að loka hlöðudyrum og lét karlinn hjálpa mér. Bauð honum síðan að góðri stundu liðinni inn og þar gaf Þorbjörg mín okkur dýrindis gott öl, sem hún ein kunni að búa til. Hann fór ánægður burt, án þess að hafa komið mér aftur til við- skipta við kaupfélagið." — Varstu alla tíð sjálfstæðis- maður? „Nei, ég fylgdi framsóknar- flokknum í upphafi og Tryggvi Þórhallsson var minn maður. Hann var stórkostlegur, hvemig hann safnaði fólkinu á stóra fundi til sín og útskýrði mál með hógværð og rökum. Það var voðalegt hvernig flokkurinn gat hent sínum eina for- ingja burt. Auðvitað varð ég bændaflokksmaður og fylgdi Sveini á Egilsstöðum og Jóni í Stóradal. Við vomm bjartsýnir í byijun en framsóknarmenn náðu kaupfélags- taki á bændunum og því fór sem fór. Þá varð ég sjálfstæðismaður og er það enn.“ Undir Eyjafjöllum — Hvenær fluttir þú undir Eyja- fjöllin? „Það var á fardögum 1971. Þor- björg mín var flutt til dóttur okkar Margrétar og tengdasonar, sr. Halldórs Gunnarssonar, en ég þrózkaðist við í eitt ár. Lífíð er svo órætt og óskiljanlegt. Þar hefur mér liðið vel, verið bóndi með mitt fé, kynnst mörgu góðu fólki og orð- ið afí í Holti. Þar hef ég alltaf verið kallaður afí og það hafa fleiri gert hér í kring. Fyrir austan kallaði konan mín mig frænda og það fylgdi mér þar.“ — Sérðu eftir að hafa flutzt að austan? „Svona er ekki hægt að spyija. Eitt tekur við af öðm og lífsleiðinni breytum við ekki. Vissulega sakna ég heiðanna, víðáttunnar og öræf- anna um leið og ég játa að ég hef laðast að þessum sterku og nálægu Eyjafjöllum." — Þegar þú á góðum dögum hefur opnað pelann þinn, þá ferðu oft með eigin ljóð. Hvaða ljóð em þér kæmst? „Oftast koma upp í huga minn ljóð um vorið, sem ég setti saman þegar ég var yngri: Vor Vorið alla vermir lund vafið sól og mána. Fönnum blæðir frera á grund fjöll og hæðir blána. Vor í huga, vor í sál vor í hjartans inni vorið indælt vekur mál vor á tungu minni. Sól á vori, sól um láð, sól um daga og nætur. Sól í hjarta, sólarbráð, sól er rís á fætur. Með þessum ljóðum ljúkum við Jón Kjerúlf samtali okkar á fögmm haustdegi, sem gæti eins minnt á vorið. Jón hyggst á afmælisdaginn heimsækja öræfin og líta þá víðáttu sem hann í svo mörg ár leit á hveiju hausti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.