Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 56

Morgunblaðið - 07.09.1986, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sérverslun óskar eftir starfsstúlku 25-45 ára til framtíð- arstarfa. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrir störf sendist augld. Morgunblaðsins merktar: „L — 3171“. Bókari Traust fyrirtæki á Suðurnesjum óskar eftir vönum bókara til starfa sem fyrst. Um er að ræða gott framtíðarstarf. Umsóknir sendist augldeild Mbl. fyrir 9. sept. merktar: „Framtíðarstarf — 520“. Byggingaverka- menn Byggingaverkamenn óskast til starfa í Selás- hverfi. Fæði á staðnum. Upplýsingar í síma 79111 milli kl. 08.00-18.00. Vélstjórar Vélavörð vantar á MB Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10 sem er að hefja rækjuveiðar og fryst- ir aflann um borð. Þarf að hafa réttindi til að leysa 1. vélstjóra af. Aðalvél er Caterpiller 850 hö. Upplýsing- ar í símum 92-8413 og 92-8090. Rækjuver hf. Bíldudal óskar eftir starfsfólki í rækjuvinnslu. Mikil vinna. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 94-2195 og 94-2196 á daginn. Kvöld- símar 94-2112 og 94-2105. Ritari Ritari óskast á lögfræðiskrifstofu fyrir há- degi. Góð vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 11. þ.m. merktar: „O - 3172“. Innflutnings— fyrirtæki óskar að ráða nú þegar sölu- og afgreiðslu- mann. Umsóknir sendist augld. Mbl. fyrir 10. sept. merktar: „I — 8287“. Verkstjóri á saumastofu Eina stærstu saumastofu landsins vantar verkstjóra. Erum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Farið verður með umsóknir sem algjört trún- aðarmál. Umsóknir sendist augld. Mbl. merktar: „Góð laun — 1931“. Endurskoðunar- skrifstofa óskar eftir að ráða starfskraft í hlutastarf við skráningu á tölvu og fleira. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsreynsla nauðsyn- leg. Æskilegt að umsækjandi hafi verslunar- próf. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist augldeild Mbl. fyrir 15. sept. merktar: „E — 521". RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Deildarstjóri II óskast við blóðónæmis- fræðideild Blóðbankans. Umsækjandi skal hafa háskólapróf í náttúrufræði og starfs- reynslu íblóðnæmisfræði. Umsóknirergreini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítala fyrir 10. október nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við blóðskilunardeild Landspítalans. Athugið að nær eingöngu er um dagvaktir að ræða og ekki er unnið á sunnudögum. Boðið er upp á starfsþjálfun og aðlögun. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Land- spítalans í síma 29000. Meinatæknar óskast nú þegar eða eftir samkomulagi við rannsóknadeildir Landspít- alans í blóðmeinafræði og meinefnafræði. Heilsdags- eða hlutastörf. Upplýsingar veita deildarmeinatæknar rann- sóknadeildar Landspítalans í síma 29000. Meðferðarfulltrúi óskast við Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Starfið er fólgið í að veita meðferð innlögðum börn- um með geðrænar truflanir. Umsækjandi verður að hafa lokið uppeldisfræðilegu námi sem svarar til BA-prófs í sálarfræði, félags- vísindum, uppeldisfræði eða kennaraprófi. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 84611. Fóstra og starfsmaður óskast nú þegar við dagheimili ríkisspítala, Litluhlíð. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimil- isins í síma 29000-667. Starfsfólk óskast til ræstinga við Landspít- ala. Um fullt starf eða hlutastarf er að ræða. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítal- ans í síma 29000. Félagsráðgjafi óskast til starfa við geð- deild Barnaspítala Hringsins. Starfið er einkum fólgið í vinnu með fjölskyldur skjól- stæðinga með hvers konargeðrænartruflan- ir. Bæði er um að ræða göngudeildarsjúkl- inga og innlögð börn og unglinga. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítala fyrir 29. sept- ember nk. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi Geð- deildar Barnaspítala Hringsins í síma 84611. Starfsfólk óskast til vinnu við þvottahús ríkisspítalanna, Tunguhálsi 2. Boðið er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi. Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahúss í síma 671677. Sendimaður óskast við vakt- og flutninga- deild Landspítalans í hálft starf. Vinnutími frá kl. 12-16 virka daga. Upplýsingar veitir verkstjóri vakt- og flutn- ingadeildar í síma 29000. Deildarþroskaþjálfar óskast við Kópa- vogshæli. Starfsfólk óskast á deildir Kópavogshælis. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópa- vogshælis í síma 42800. Starfsfólk óskast til ræstinga við Kópa- vogshæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri \ síma 42800. Reykjavík 7. september 1986. Verkamenn Viljum ráða nokkra verkamenn til starfa nú þegar við framkvæmdir okkar í Grafarvogi og í Ártúnsholti. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 671773 og 671691. Stjórn verkamannabústaða íReykjavík. Birgðastjóri Sindra Stál hf., vantar vanan mann til að stjórna vinnu í stálbirgðastöð fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti starfað sjálfstætt, hafi góða stjórn á fólki og sé ná- kvæmur í hvívetna. Skriflegar umsóknir sendist til: Starfsmanna- stjóri, Sindra Stál hf., Borgartún 31, P.O.Box 880, 121 Reykjavík, fyrir 15. september nk. Knattspyrnu— þjálfarar Knattspymudeild Þróttar óskar eftir þjálf- urum fyrir 2.-6. flokk fyrir næstkomandi keppnistímabil. Þeir sem áhuga hafa sendi umsóknir til augld. Mbl. sem fyrst merktar: „K - 3170“. Dýralæknir Hjá Sauðfjárveikivörnum á tilraunastöðinni á Keldum er laus til umsóknar staða dýralækn- is. Starfssvið eru greiningar og rannsóknir á búfjársjúkdómum. Umsækjandi skal láta fylgja umsókn sinni ítarlegar upplýsingar um námsferil og störf. Umsóknum skal skila til Sauðfjárveikivarna á tilraunastöðinni á Keldum við Vesturlands- veg 110 Reykjavík fyrir 1. október 1986. Ritari Ensk stúlka með vélritunarkunnáttu óskar eftir vinnu. Allt kemur til greina. Upplýsinar í síma 46318. Skrifstofustarf Bandalag háskólamanna og launamálaráð ríkisstarfsmanna innan bandalagsins, BHMR, óska eftir að ráða skrifstofumann nú þegar. Við leitum að liprum starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt og á auðvelt með að um- gangast aðra. Starfið felst einkum í að veita upplýsingar um kjaramál háskólamanna, vél- ritun, símavörslu, tölvuinnslætti og almennri afgreiðslu. Laun samkvæmt samkomulagi. Umsóknir berist skrifstofu BHM, Lágmúla 7, 108 Reykjavík í síðasta lagi 15. september nk. Bandalag háskólamanna. Launamálaráð ríkisstarfsmanna. Netagerðarmenn ath. Ung kona óskar eftir vinnu á netaverkstæði. Hefur góða reynslu á sjó. Vinsamlegast hringið í síma 35263. Rafeindatækni- fræðingur óskar eftir starfi. Hef aðallega unnið við hönnun, smíði og forritun á örtölvurásum auk annars rafeindabúnaðar fyrir bandaríska rannsóknastofnun sl. 4 ár. Nánari upplýsing- ar í síma 46496 (Hannes) eftir kl. 19. Ung hjón óska eftir atvinnu og húsnæði. Upplýsingar í síma 622588.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.