Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.09.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1986 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Kristján Haraldsson hefur hér sloppið framhjá Helga Björgvinssyni og þá er reynt að koma Agli Emi Einarssyni úr jafnvœgi með gabbhreyfingu. Þessi mynd ertekin úr leik drengja- og unglingalandsliðanna. Drengjalandsliðsmennirnir Axel Vatnsdal, Gunnar Másson og Anton Markússon fengu viðurkenningu fyrír að hafa gengið best um vistarverur sfnar. Knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni: Úrvalshópur úr 4. flokki — dvaldi þar í knattspyrnubúðum í eina viku DAGANA 22.-29. ágúst var 24 manna hópur 14 ára gamalla stráka á Laugarvatni og gerðu þeir fátt annað en sparka f bofta. Þeir voru þama f Knattspymu- skóla KSÍ og höfðu veríð valdir til þessara œfinga þar sem þeir þóttu hafa skaraðfram úrísínum aldursflokki í sumar. Þetta er í fyrsta skiptið sem valinn er úrvalshópur úr 4. flokki, en þessir piltar leika í þeim aldurs- flokki, og þeir kailaðir saman til æfinga. Markmiðið er að búa tii landsliðskjarna sem síðan myndar piltalandsliðið á næsta ári. Knatt- spymuskólinn er nýjung í starfi KSÍ og verður vonandi árviss atburður framvegis. Rófur og agúrkur seldust upp Þátttakan í knattspyrnuskólan- um býður ekki uppá neitt letilrf enda óvíst að strákunum mundi líka það. Morgunmatur var klukkan níu á hverjum morgni en áður var Hinn harðskeytti drengjalands- liðsmaður Ámi Kvaran leggur sig hér allan fram til að koma boltan- um framhjá unglingalandsliðs- manninum Helga Björgvinssyni og fyrír markið. Krístján Haraldsson, Krístján Finnbogason og Áki Sveinsson harðir af sér f rigningunni. Þeir eru sterkir — sögðu drengjalandsliðsmennirnir Kristján Haraldsson, Kristján Finnbogason og Áki Sveinsson um mótherja sína í Evrópukeppninni Drengjalandsliðsmennirnir Krístján Haraldsson KR, Kristján Finnbogason KR og Jörundur Áki Sveinsson Stjörnunni voru að sjálfsögðu mættir f æfingarbúð- irnar á Laugarvatni og voru þeir spurðir hvernig haustlandsleík- irnir við Austur-Þjóðverja legðust í þá. „Þeir eru sterkir og því veitir okkur ekki af þeirri samæfingu sem við höfum fengið hérna. Annars getum við vel unnið þá á góðum degi, við sýndum það á Norður- landamótinu að við erum til margs líklegir þrátt fyrir dálitla óheppni á því móti," svöruðu þeir, greinilega ákveðnir að koma vel útúr hinum erfiðu leikjum sem framundan eru. Páll Gíslason og Helgi Björgvinsson: Ágætt að fá tilbreytingu Unglingalandsliðsmennirnir Páll Gíslason og Helgi Björgvins- son eiga ásamt félögum sfnum erfiðan vetur fyrír höndum við þrotlausar æfingar til undirbún- ings leikjunum gegn Póllandi, Danmörku og Belgíu næsta vor. Þeir félagar sögðust vera nokk- uð ánægðir með riðilinn sem þeir hefðu lent í á Evrópumótinu því þeir hefðu svo oft lent á móti ensk- um liðum og það væri ágætt að fá tilbreytingu. Páll sem leikur með Þór Akur- eyri er orðinn allreyndur í lands- leikjabransanum því hann á 9 landsleiki að baki og sagði hann að þaö væri nú skemmtilegra að spila með landsliöinu en félagslið- inu. „Fyrir norðan eru nefnilega mörg liðin ansi slök og mótspyrnan Irtil," bætti hann við til skýríngar. Páll og Helgi Ifta bara snyrtilega út þrátt fyrír að vera nýbúnir að spila erfíðan leik þegar þessi mynd var tekin. Þorsteinn Jónsson: Fyrsti lands- liðshópsmað- ur Magna EINN þeirra stráka sem voru valdir í unglingalandsliðshópinn sem dvaldi á Laugarvatni er Þor- steinn Jónsson en hann er leikmaður með Magna, Grenivík. Þetta er í fyrsta skipti sem leik- maður með því félagi er valinn til landsliðsæfinga og þvf spurði ég Þorstein hvernig honum hefði orðið við þegar hann frétti af þessu. „Ég varð alveg orðlaus. Fram- kvæmdastjóri Magna hringdi í mig en þá var ég alveg búinn að af- skrífa þetta. Það voru margir heima á Grenivík sem óskuðu mér til hamingju þannig að það var tekið eftir þessu heima," svaraði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins eru allir strákar á Grenivík í fótbolta enda lítið annað við að vera. Þó er aðstaða til æfinga ekki sem best að hans mati og á vetuma fara æfingar fram í danssai þar sem súlurnar skaga fram á gólfið. Knattspyrnukóngur Grenvíkinga undi hag sínum vel á Laugarvatni, hann sagði strákana vera skemmtilega og mun meira spil væri i knattspyrnunni sem þeir spiluðu en hann ætti að venjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.