Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 63

Morgunblaðið - 07.09.1986, Side 63
MOBGUNBLASH), SUNNUDAGUR-7,, SgRTEMBER lðS6 UMSJÓN/Vilmar Pétursson Þegar unglingalandsiiðið, drengjalandsliðið og strákamir sem voru í knattspyrnuskólanum, hittust ailir á Laugarvatni, voru þar samankomnir um 60 af efnilegustu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. stuttur fundur þar sem farið var yfir dagskrá komandi dags. Tvær aefingar voru á hverjum degi, önn- ur í einn og hálfan tíma en hin í tvo. Auk þessa voru töfluæfingar, farið í gufu og sund, kvöldvökur og dálítið kjaftað inná herbergjum til að ná upp liðsandanum. Auk alls þessa komu í heimsókn ýmsir aðilar og fræddu strákana um ýmislegt sem er gott fyrir fót- boltamenm að vita. Einn þessara manna var Jón Gíslason matvæla- fræðingur og sagði hann meðal annars að mikið hamborgara- og sælgætisát auk hemjulausrar gos- drykkjadrykkju væri ekki mjög heppileg fyrir þá sem ætluðu sér að ná langt sem knattspyrnumenn. Skipti engum togum að sala á öll- um slíkum varningi datt niður í kaupfélaginu á Laugarvatni en þess í stað seldust rófur, agúrkur og annaö grænmeti upp á auga- bragði. Strákar sem aldrei höfðu fengist til að boröa kartöflur fóru nú að taka sér tvær frekar en eina. Að sögn Lárusar Loftssonar yfirþjálfara knattspyrnuskólans, sem manna best þekkir til ungl- ingaknattspyrnu á íslandi sfðasta áratug eöa lengur, sagðist einmitt hafa orðið var við mikla breytingu til hins verra í mataræði drengja á síðustu árum. „í dag er ég senni- lega með stráka sem eru leiknari og fara betur með bolta en strákar gerðu almennt hér áður en þeir eru líkamlega veikbyggðari og ekki eins hraustir," sagði Lárus. Þetta taldi Lárus vera það alvarlegt mál að KSÍ þyrfti að taka á málinu og taka mataræði inní sem hluta af uppbyggingu strákanna. Aðrir fyrirlesarar voru þeir Sig- urjón Sigurðsson íþróttalæknir sem fræddi strákana um íþrótta- meiðsl og Guðmundur Haraldsson sem talaði um dómgæslu og sam- skipti dómara við leikmenn. Drengja- og unglinga- landsliðin mœttu líka Fjórða flokks strákarnir voru ekki eini hópurinn sem dvaldist á Laugarvatni þessa viku á vegum KSÍ því drengja- og unglingalands- liðið dvöldu þar hálfa vikuna hvort lið. Bæði eiga þessi lið erfiða og spennandi leiki fyrir höndum í Evr- ópukeppnum og var dvöl þeirra á Laugarvatni liður í undirbúningi fyrir þá leiki. Drengjalandsliðið á að leika við Austur-Þjóðverja þann 4. október hér heima en 28. okt. úti og skera þeir leikir úr um hvaða lið fer í úrslitakeppni Evrópumótsins. Unglingalandsliðið á leiki gegn Póllandi, Danmörku og Belgíu fyrir höndum næsta vor og munu þeir æfa stíft í vetur fyrir þá leiki. Að sögn Lárusar Loftssonar þjálfara er mjög mikilvægt að þessir dreng- ir sem skipa landsliðin hittist oft. Bæði væri það vegna þess að liðin tækju miklum framförum í æfinga- búðum sem þessum og eins væri mikilvægt fyrir leikmenn sem kannski eru áberandi bestir í sínu félagi að æfa með leikmönnum sem eru svipaðir eða betri að getu en þeir sjálfir til að ná nægum þroska í íþróttinni. Auk Lárusar sáu Sigfried Held landsliðsþjálfari, Atli Helgason og Guðmundur Helgason um þjálfun strákanna og er markmið starfs þeirra að byggja upp samhæfða landsliðsstefnu fyrir öll landslið íslands þannig að uppúr unglinga- landsliðunum komi piltar sem eru tilbúnir að ganga inn í A-landsliðiö og það leikskipulag sem þar er þegar að þeim kemur að taka við. ArnarGrétarsson: Maður fær minni tíma EINN piltur sem tók þátt í Knatt- spyrnuskóla KSÍ hafði þá reynslu fram yfir félaga sína að hafa ver- ið valinn í 18 manna hóp sem æfði fyrír Norðuríandamót drengjalandsliða í sumar. Þetta er Arnar Grétarsson UBK og var hann spurður hvort hann fyndi einhvern mun á knattspyrnunni hjá þessum tveimur hópum. Já, hjá drengjalandsliðinu er tekið meira á og maður fær minni tíma þannig að maður verður að vera fljótari að skila boltanum frá sér," svaraði Arnar. „Allir sem eru hérna á Knattspyrnuskólanum ætla sér náttúrlega að reyna að komast í drengjalandsliðið næsta sumar og ég er engin undantekn- ing og úr þessum hópi ætti að vera hægt að mynda góðan kjarna," bætti hann við. Þrátt fyrir að vera með þessa reynslu fram yfir félaga sína taldi Arnar að hann hefði haft mikið gagn af dvöl sinni í Knattspyrnu- skólanum. „Allir strákarnir hérna eru mjög góðir og að spila með svona leikmönnum hefur góð áhrif á mann," sagði Arnar að lokum. Verðum að æfa sjálfir fvetur — sögðu Kristófer og Jóhann Bjóst ekki við að verða valinn — sagði Kjartan Gunnarsson ÍSFIRÐINGURINN Kristófer Sig- Urgeirsson og Eskfirðingurinn Jóhann Harðarson voru senni- lega einna lengst að komnir á Knattspyrnuskólanum og voru þeir inntir eftir verunni þar. „Þetta er búið að vera dálítið strangt, tvær æfingar á dag, þann- ig að maður hefur verið þreyttur á kvöldin. Sigi Held var með æfing- una í morgun og lagði mikla áherslu á æfingar með bolta. Hér er leikin mun betri knattspyrna en við eigum að venjast og við höfum lært mikið um hvernig á að lesa leikinn og hreyfingar án bolta en Lárus þjálfari leggur mikla áherslu á þessi atriði," svöruðu þeir. Um möguleika sína á að komast í 16 manna drengjalandsliðshóp sögðu þeir að það hefðist ekki átakalaust og þeir þyrftu að leggja hart að sér. „Æfingar hjá félögum okkar byrja ekki aftur fyrr en eftir áramót og strákarnir í bænum æfa miklu meira þannig að maður verð- ur að æfa sjáifur í vetur til að eiga möguleika," sögðu Kristófer og Jóhann að lokum. hef lært mikið um leikskipulag, uppstillingar, hlaup án bolta o.fl.,“ sagði Kjartan þegar hann var befi- inn að bera saman það sem fram fór í Knattspyrnuskólanum og þaö sem hann væri vanur. Kjartan var ánægður með þá fyrirlesara sem höfðu komið og frætt strákana og sagði að sér hefði komið á óvart upplýsingar næringarfræðingsins um hve mat- aræðið skipti miklu máli fyrir knattspyrnumenn. Selfyssingurinn Kjartan Gunn- arsson var sá eini úr sinni heimabyggfi sem tók þátt í Knatt- spyrnuskóla KSÍ á Laugarvatni og sagðist hann vera mjög ánægfiur mefi afi hafa fengifi tækifærí til afi taka þátt í þessu ævintýri þvf hann hefði alls ekki búist vifi afi hann yrfii til þess valinn. Morgunblaðið/VIP Krístófer og Jóhann voru ánægfiir mefi dvfilina á Laugarvatni. „Strákarnir hérna eru betri leik- menn, æfingarnar öðrvísi og ég ____________________63 Júgóslavía: Hneykslast á Gaddafi Bclgrad, AP. RÍKISFJÖLMIÐLAR í Júgó- slaviu, einni stofnþjóða Samtaka óháðra ríkja, fóru sl. föstudag hörðum orðum um Moammar Gaddafi, Líbýuleiðtoga. Sögðu þeir að honum hefði tekist að gera samtökin að athlægi í aug- um umheimsins. Tito heitinn Júgóslavíuforseti og ieiðtogar Egypta og Indveija stofn- uðu á sínum tíma Samtök óháðra ríkja og hlutleysið er einn af hym- ingarsteinunum í utanríkisstefnu Júgóslava. Hingað til hefur það ekki verið venja þeirra að hallmæla' Gaddafi en ræðunni sem hann flutti á þingi Samtaka óháðra ríkja í Harare í Zimbabwe, geta þeir ekki kyngt orðalaust. „Gaddafi virtist halda, að hann væri þátttakandi í tvísýnum knatt- spyrnuleik en ekki á fundi stærstu stjómmálasamtaka í heimi," sagði í Belgraðblaðinu Vecernje Novosti og „Uppákoma ofurstans" va_r fyrir- sögnin í Politika Ekspres. í ræðu sinni óð Gaddafí úr einu í annað og sagði m.a. um Samtök óháðra ríkja, að þau væm „mistök", sem hann ætlaði að segja skilið við. Ítalía: Stefnt að 3% hagvexti Rómaborg, AP. STJÓRNIN á Ítalíu, sem er sam- steypustjórn fimm flokka, samþykkti sl. fimmtudag fjár- hagsáætlun, þar sem greint er frá markmiðum hennar í efna- hagsmálum, þar á meðal minni halla á ríkisrekstrinum og minnkandi verðbólgu. Áætlun þessi verður lögð fram 9. sept- ember við upphaf fjárlagaum- ræðunnar. Markmið stjómarinnar er að koma verðbólgunni í landinu niður fyrir 4% á næsta ári, en hún er nú 5,9% á ári. Þá gerir stjórnin sér vonir um, að hagvöxtur á næsta ári verði ekki minni en 3%. í fjárhagsáætluninni em enn- fremur lögð fram drög að fjárlögum fyrir næsta ár, sem þjóðþingið verð- ur að samþykkja fyrir árslok. Gert er þó ráð fyrir, að vemlegar breyt- ingar verði þar á í meðferð þingsins. Filippseyjar: Gruna Enrile um græsku Manila, Filippsejjum, AP. EINN af ráðherrum ríkisstjóm- arinnar á Filippseyjum hefur sakað Juan Ponce Enrile, varnar- málaráðherra, um að reyna að spilla fyrir friðarsamningiun við skæruliða kommúnista. Hvatti hann Enrile til að segja af sér ef hann gæti ekki stutt stefnu Corazon Áquino. Aquilino Pimentel, sveitar- stjómaráðherra, sagði í gær á blaðamannafundi, að Enrile hefði reynt að leggja stein í götu viðræðn- anna milii skæmliða og stjómvalda með því að saka skæruliða stöðugt um tvöfeldni og óheiðarleika. Skor- aði hann á Enrile að segja af sér ef hann gæti ekki stutt Corazon Aquino. Enrile, vamarmálaráðherra, dregur enga dul á, að hann vilji ekki semja við skæmliða, og marg- ir samráðherrar hans gmna hann um græsku. Enrile átti einnig sæti í stjóm Marcosar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.