Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 5 Bílvelta á Morgunblaðið/B.B. TALSKÓLINN Taltækni: öndun, slökun, einbeiting, hljóðmyndun, raddbeiting. Framsögn: upplestur, textameðferð, líkamsburður, framburður og ræðu- mennska. Fjölþætt þjálfun sem hjálp- ar fólki að sigrast á feimni og óframfærni, stuðlar að öryggi í framkomu og bygg- ir upp sjálfstraust. Námskeið (20 kennslu- stundir) hefjast 15. sept- ember. Þátttökugjald kr. 5.200. Námsmannaafslátt- ur 25%. Félaga- og fyrir- tækjahópar 10% afsláttur. Sérnámskeið fyrir unglinga 12—16 ára, einnig sérþjálfun fyrir stamfólk. Innritun daglega kl. 16-19. Talskólinn, sími 17505, Skúlagötu 61 Gunnar Eyjólfsson. Vopnafirði Vopnafirði. ÞAÐ óhapp varð í síðustu viku að vörubifreið sem ekið var suð- ur Hafnarbyggð fór á hliðina. Bifreiðin var að flytja fyrir Tanga hf. vatnstanka um 5 m háa og lenti í smáhliðarhalla á götunni með þeim afleiðingum að bifreiðin skall á hlið- ina. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, slapp nánast ómeiddur marðist aðeins lítilsháttar. Skemmdir á bifreiðinni eru ekki taldar verulegar, en voru þó ekki fullkannaðar. Slys urðu ekki á öðr- um bílum eða vegfarendum en þess má þó geta að verr hefði getað farið, þar sem Hafnarbyggð er mik- il umferðargata. B.B. Myndlistarsýning á starfsafmæli IBM: Einn lista- maður verð- launaður IBM á Islandi hyggst standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri, í febrúar á næsta ári. Sýn- ingin tengist 20 ára starfsafmæli fyrirtækisins hér á landi á árinu 1987. Fyrirtækið mun veita ein- um listamanni verðlaun að upphæð kr. 100.000,00 og jafn- framt áskilja sér rétt til kaupa á listaverkum. í frétt frá fyrirtækinu segir, að það vilji með þessum hætti sýna í verki viljann til að styðja við bakið á ungum myndlistarmönnum. For- svarsmenn IBM á íslandi telja að stuðningur einstaklinga og fyrir- tækja með þessum hætti sé til þess fallinn að efla listir og menningu, auka sjálfstæði og sköpunargleði listamanna. Fyrirtækið vonar að stuðningur af þessu tagi fylgi í kjöl- farið úr fleiri áttum. Verðlagsráð sjávarútvegsins: Rætt um að gefa loðnuverð frjálst VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hélt fyrsta fund sinn um nýtt loðnuverð á mánudag. Engar ákvarðanir voru teknar og hefur nýr fundur verið boðaður á mið- vikudag. Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríksins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn hefðu kannað ýmis gögn varðandi málið, meðal annars ný gögn frá Þjóðhagsstofnun. Þá hefðu ýmsar hugmyndir verið reifaðar þar á meðal um fijálst loðnuverð. Engar ákveðnar tiílögur í þeim efnum hefðu þó verið lagðar fram á fundin- um að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar. GEGNi ^ „ H/NN E/N/ OG SANNI STORUTSOLUMARKAÐUR STENDUR SEM HÆST I NÝJA BÍLABORGARHÚS/NU, FOSSHÁLS/ 1, (GENGIÐ INN DRAGHÁLSMEGIN) STORUTSOLUMARKAÐURINN í HÚSI BÍLABORGAR GRAFARV0GUR vesturlandsvegur HANS PETERSEN Gífurlegt vöruúrval: Strætisvagn 15B. Opnunartími: Föstudaga 13-19. Laugardaga 10-16. Aðra daga 13-18. Sími: 83725. DOMUFATNAÐUR ★ HERRAFATNAÐUR ★ UNGLINGAFATNAÐUR ★ BARNAFATNAÐUR ★ UNGBARNAFATNAÐUR ★ SPORTFATNAÐUR ★ VINNUFATNAÐUR ★ GÍFURLEGT ÚRVAL AF ALLS KONAR EFNUM OG BÚTUM ★ SÆNGURFATNAÐUR ★ HANDKLÆÐI ★ GARDÍNUEFNI ★ HUÓMPLÖTUR OG KASSETTUR í STÓRGLÆSILEGU ÚRVALI ★ SKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA ★ SPORTVÖRUR í MIKLU ÚRVALI ★ SNYRTIVÖRUR ★ SKARTGRIPIR ★ GJAFAVÖRUR í SÉRFLOKKI ★ SLÆÐUR ★ HANSKAR ★ SÆNGUR ★ KODDAR O.M.FL. O.M.FL. ★ VIDEÓKASSETTUR 3 TÍMA ★ HUÓÐKASSETTUR ★ MXS-TÖLVUR ★TÖLVUKASSETTUTÆKI ★ STEREÓ- FERÐATÆKI ★ VASADISKÓ ★ RYKSUGUR ★ PLÖTUSPILARAR Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur Video-horn fyrir börnin. FJOLDI FYRIRTÆKJA Karnabær — Torgið — Steinar — Vogue — Garbó — Hummel — Útilíf — Theodóra — Yrsa — Friðrik Bertelsen — Bonaparte — Zikk Zakk — Blómabásinn — Japis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.