Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Til vamar
hveijum?
Þessa dagana er sýnd í Regn-
boganum mynd er nefnist á
frummálinu: Defence of the Realm
en á því ástkæra ylhýra: Til vamar
krúnunni. í mynd þessari er því
lýst hversu auðvelt er fyrir valds-
menn að bregða fæti fyrir Qölmiðla-
menn og þar með hið fijálsa orð.
Ég rek ekki frekar söguþráð þessar-
ar athyglisverðu breskættuðu
myndar enda iöngu hættur að rita
um kvikmyndir en mynd þessi ýtti
óþægilega við samvisku flölmiðla-
rýnisins að ekki sé meira sagt. A
ég þá við að í myndinni er á afar
nærfærinn hátt flett ofan af því
samfélagi er í orði kveðnu dýrkar
og dásamar hið ftjálsa orð en þegar
spjótalögin beinast að valdastéttinni
þá er stungið uppí Qölmiðlamenn í
orðsins fyllstu merkingu. Virðist
satt að segja valdsmönnum f lýð-
ræðisríkjunum — í þessu tilviki
Bretlandi — í lófa lagið að bregða
fæti fyrir fjölmiðlamenn og ekki
skortir lagaheimildimar. Meigum
við íslendingar þakka fyrir það
frelsi er fjölmiðlamenn búa hér við
almennt við og þá máski fyrst og
fremst vegna þess hversu ríkisvald-
ið er máttlaust.
Máttleysi
En er ef til vill önnur hlið á þessu
máli er við hugsum sjaldnar út í,
sú að hér gefst fjölmiðlamönnum
sjaldnast tóm til að fylgja málum
eftir og kanna þau oní kjölinn. Er
ekki hér í raun og veru um annars-
konar ritskoðun að ræða en lýst er
í mynd Regnbogans?
Hér ræði ég eingöngu um ljós-
vakaflölmiðlana sem sökum „fá-
tæktar og mannfæðar" eiga þess
ekki kost að rannsaka viðkvæm
mál það er svo annarra að dæma
um fslensku dagblöðin. Ég vil taka
dæmi til að skýra frekar mál mitt.
Ónefndur ráðherra lendir í því að
safna peningum fyrir verkalýðsleið-
toga og sýnir slíkan myndarskap
að safna peningunum hjá viðsemj-
endum verkalýðsleiðtogans úr
atvinnurekendastétt. Allir vita hvað
gerst hefði ef svona mál hefði kom-
ið upp á hinum Norðurlöndunum. í
það minnsta hefðu fjölmiðlamir
ekki linnt látum. En hvað gerist í
ranni íslenskra ljósvakafjölmiðla?
Jú ónefndur ráðherra fer f þagnar-
bindindi og hverfur þar með úr
sviðsljósinu þar til hann telur að
öldumar eða ættum við frekar að
segja „bylgjumar" hafi lægt.
Verkalýðsleiðtoginn var hins vegar
óðfús að mæta fyrir alþjóð og þá
stund er hann staldraði við fyrir
framan hljóðnemann og sjónvarps-
vélamar hreinlega gneistuðu frétta-
mennimir af áhuga — en svo ekki
söguna meir.
SíÖasta orðið
Hvað eiga svona vinnubrögð að
þýða? Þau þýða það að í raun og
sannleika ráða valdsmennimir
rannsókn viðkvæmra mála hjá ríkis-
fjölmiðlunum. Ef valdsmaður kýs
að þegja þunnu hljóði þá gefast
fréttamennimir hreinlega upp og
myllan heldur áfram að snúast.
Væri ekki nær að yfírmenn ríkis-
fjölmiðlanna gæfu fréttamönnum
færi á að rannsaka oní kjölinn við-
kvæm mál er snerta þann siðferðis-
grundvöll er við byggjum á
samfélag vort. Ég er sannfærður
um að ef heldur fram sem horfir
að ákveðnum valdsmönnum lýðst
hér nánast hvað sem er þá er ekki
bara hið fijálsa orð í hættu heldur
og sjálft lýðræðið.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
IITVARP
ÞRIÐJUDAGUR
9. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.16 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Hús 60 feöra" eftir
Meindert Dejong. Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína
(9).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.46 Lesið úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liönum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Þórarinn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn — Heilsu-
vernd. Umsjón: Jón Gunnar
Grétarsson.
14.00 Miðdegissagan: „Ma-
hatma Gandhi og lærisvein-
ar hans" eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýð-
ingu sina (9).
14.30 Tónlistarmaöur vikunn-
ar — Miles David trompet-
leikari.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn — Á
Vestfjarðahringnum — í
Önundarfiröi. Umsjón: Finn-
bogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Divertimenti
Umsjón: Ýrr Bertelsdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Vernharður Linnet.
Aðstoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 Torgið. Þáttur um sam-
félagsbreytingar, atvinnu-
umhverfi og neytendamál.
Bjarni Sigtryggsson og
SJÓNVARP
Adolf H.E. Petersen.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn.
19.60 Fjölmiðlarabb. Ólafur Þ.
Haröarson talar.
20.00 Ekkert mál. Sigurður
Blöndal og Bryndís Jóns-
dóttir sjá um þátt fyrir ungt
fólk.
20.40 (Ijósi sögunnar — Bók-
arkafli eftir Will og Ariel
Durant. Bjöm Jónsson les
þýöingu sína.
21.00 Perlur. Ragnar Bjarna-
son og Þuríöur Sigurðar-
dóttir syngja.
21.30 Útvarpssagan: „Frásög-
ur af Þögla" eftir Cecil
Bödker. Nína Björk Árna-
dóttir les þýðingu sina (2).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veöurfregnir.
22.20 Frá samnorrænum tón-
leikum í Stokkhólmi 25.
október í fyrrahaust. Flytj-
19.00 Sumarást (En sommer-
forelskelse)
Dönsk sjónvarpsmynd um
tvær fjölskyldur í sumarleyfi
við ströndina. Nana og Níels
eru bæði tiu ára og tekst
meö þeim góð vinátta þótt
ólík séu. Þýðandi Veturliöi
Guðnason. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingarogdagskrá
ÞRIÐJUDAGUR
9. september
20.40 Svitnar sól og tárast
tungl
(Sweat of the Sun, Tears
of the Moon) 6. Undir kross-
ins merki. Ástralskur heim-
ildamyndaflokkur í átta
þáttum um Suöur-Ameriku
og þjóðirnar sem álfuna
byggja. I þessum þætti lýsir
Jack Pizzey ólíkum viðhorf-
um þjóna kirkjunnar í
Suður-Ámeríku til alþýðu og
yfirvalda, andlegra sem ver-
aldlegra. Þýðandi og þulur:
Óskar Ingimarsson.
21.40 Arfur Afródítu
(The Aphrodite Inheritance)
Sjöundi þáttur. Breskur
sakamálamyndaflokkur I
átta þáttum. Aðalhlutverk:
Peter McEnery og Alex-
andra Bastedo. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
22.30 Kastljós
Þáttur um erlend málefni.
Umsjón: Margrét Heinreks-
dóttir.
23.05 Fréttir í dagskrárlok
endur: Sinfóniuhljómsveit
og kór sænska útvarpsins,
Rosemary Hardy, sópran,
Ingmar Landin, alt, Björn
Haugan, tenór, og Brian
Ethridge, bassi; Esa Pekka
Salonen Salonen stjórnar.
23.15 Á tónskáldaþingi. Þor-
kell Sigurbjörnsson kynnir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Ásgeirs Tómasson-
ar, Gunnlaugs Helgasonar
og Sigurðar Þórs Salvars-
'sonar. Elisabet Brekkan sér
um barnaefni kl. 10.05.
12.00 Hlé
14.00 Skammtaö úr hnefa
Stjórnandi: Jónatan Garð-
arsson.
16.00 Hringiöan
Þáttur í umsjá Ólafs Más
Björnssonar.
17.00 ( gegnum tíðina
Ragnheiður Davíðsdóttir
stjómar þætti um íslenska
dægurtónlist.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISÚTV ARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
- FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og'nágrenni —
FM 96,5 MHz.
<\ wólfíí
989
MtÐJUDAGUT
Tónfet I morgunsáriö .
7jN A fætur með Stgurði G.
Tórnasayni — morguntónkst
-r- tróttir — upptýsingar um
veðuf og færó — viðtöl og
veeganoi spjau.
9j0* PM Þoretein88on ó létt-
um nótum — fetapopp —
sigiit popp og effemeKr —
getraunir og simaspjaB.
12jOQ Hódegi8fróttir
12.10 A maricaði með Sigrúnu
nýjar plötur lomrtar
17j«0 HMgrimui' TO6rt*_______
aon — Re^aMk óiðctagÍB
atburtlr ffðandi ataprtar
Þregfefl tónfet é laiðinni
ftaim. (-. rí ííUf riWí
IíjOO Tónfetaiþéttur ,u
OOjOO Vinaæidafeti Bylgjunn-
ar — 10 vin8ælu8tu Iðgin
21.00 VMborg Haltdóredóttir
tónfet og srtama unglinga
fúka
24JM Dagskráriok
í kvöld kl. 21.40 verður sýndur sjöundi og næstsíð-
asti þátturinn í breska sakamálamyndaflokknum
Arfur Afródítu.
Undir krossins merki
■■■ Sjötti þáttur
OA40 ástralska heim-
“U “ ildamynda-
flokksins Svitnar sól og
tárast tungl nefnist „Undir
krossins merki." í þessum
myndaflokki er fjallað um
Suður-Ameríku og þjóðirn-
ar sem álfuna byggja.
í þættinum í kvöld lýsir
Jack Pizzey ólíkum við-
horfum þjóna kirkjunnar í
Suður-Ameríku til alþýðu
og yfírvalda, andlegra sem
veraldlegra.
Þýðandi og þulur er
Óskar Ingimarsson.
Sumarást
■0 í kvöld er á dag-
00 skrá sjónvarps-
““ ins ný dönsk
sjónvarpsmynd um tvær
ijölskyldur í sumarleyfi við
ströndina.
Nana og Niels er bæði
tíu ára og eyða sumaleyf-
inu við ströndina ásamt
fjölskyldum sínum. Þau
koma úr mjög ólíku um-
hverfi þar sem Nana er úr
borginn og foreldrar henna
skilin en Niels kemur frá
smábæ á landsbyggðinni
og faðir hans, fulltrúinn,
heldur Qölskyldunni sam-
viskusamlega saman.
Með þeim Nönu og Niels
tekst þó góð vinaátta sem
verður þeirra fyrsta ást.
Þýðandi er Vetúrliði
Guðnason.
Ný útvarpssaga:
Frásögur af Þögla
■I í dag er annar
30 lestur útvarps-
sögunnar Frá-
sögur af Þögla. Höfundur-
inn, Cecil Bödker er dönsk,
fædd árið 1927, og er vin-
sæll höfundur í heimalandi
sínu. Eftir hana hafa kom-
ið út nokkrar ljóðabækur,
barnabækur og aðrar sög-
ur, einnig hefur hún skrifað
útvarpsleikrit.
Á íslensku hafa komið
út sögur hennar af drengn-
um Silas.
Ceeil Bödker er af sömu
kynslóð höfunda og Klaus
Rifbjerg og Ivan Malin-
ovsky, í bókum hennar
segir frá hversdagsleika
tilverunnar og hvemig
hann getur borið fólk ofur-
liði.
I Frásögnum af Þögla,
segir frá drengnum Þögla
og ömmu hans. Þar kemur
við sögu maður sem ber
viðumefnið Morðinginn,
hann býr einn og er útilok-
aður frá mannlegu sam-
félagi. Drengurinn kynnist
þessum manni og síðan
segir frá óvæntum og
spennandi atburðum sem
gerast.
Lesari er Nína Björk
Amadóttir, en hún þýddi
söguna.