Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER ,1986 I Tónlistarmót unga fólksins Tónlist Jón Ásgeirsson Tónlistarmót ungra tónlistar- manna frá höfuðborgum Norður- landanna hefur undanfarin sjö ár verið haldið og nú hér í Reykjavík í tengslum við 200 ára afmæli Reykjavíkur. Frá Norðurlöndun- um komu 22 hljóðfæraleikarar og með íslenskum tónlistarnemum slógu þei- saman í hljómsveit og fluttu tvö verk, Epitafion eftir Jón Nordal og Karelia-svítuna eftir Sibelius, undir stjóm Mark Reed- man. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður kammertónlist. Pia Seg- erstam (selló) og Malla Rallo fluttu fyrsta þáttinn í A-dúr selló- sónötunni eftir Beethoven. Hanne Chr. Sevald og Ulla Savery fluttu fimm fíðludúetta eftir Bartók. Maria Sjöberg (flauta) og Malla Rallo fluttu 1. þáttinn úr flautu- sónötu eftir Poulenc. Gyrðisljóð er nafn á íslensku tónverki eftir Helga Pétursson og var það íslenska framlagið á þessum tón- leikum en flytjendur, auk höfund- ar, er lék á „græjur", eins og það heitir í efnisskrá, voru Marta Halldórsdóttir söngkona og Pétur Grétarsson slagverksmaður. Verkið er byggt upp sem einradd- aður söngur, með ýmsum endur- ómunarbrellum á græjurnar og eins konar millispilum á slagverk. Þrátt fyrir ýmsa lausa og „ótengda" enda em sönglínur verksins á köflum nokkuð fallega unnar og vom einstaklega vel sungnar af Mörtu Halldórsdóttur. Guro Hilmen flutti Fanitullen eft- ir Halvorsen. Anna Putt (fiðla), Cecilia Rudin (víola) og Gun Albe- man (selló) fluttu lítið strengjatríó eftir Lidholm. Ursula Lerber og Malla Rallo fluttu tvíleiks-Fantasiu eftir Schu- bert og kammertónleikunum lauk með leik Selin-kvartettsins, er flutti strengjakvartett nr. 1 eftir Rautavaara. í þessum kvartett em fiðlumar Gustafsson-dætur, Jannika og Maria, en á víólu var Camilla Vilkman og á selló Lauri Angervo. Selin-kvartettinn er al- vömkvartett og lék mjög vel, svo sem eins og allir gestimir. Leikur hljómsveitarinnar var einnig mjög góður og var leikur hennar og mótun hljómsveitar- stjórans á Epitafion, eftir Nordal, mjög til fyrirmyndar. Karelia- svítan eftir Sibelius er glæsilegt verk, sem mikið er leikið af af- burða hljómsveitum og einkum þá svallað í glæsilegum lúðra- blæstri. Þar er því ekki réttan samanburð að hafa, en hvað sem því líður lék hljómsveitin margt mjög vel í þessu vinsæla verki Sibeliusar. Það þarf ekki að tíunda að hversu mikilvægt er að unga fólk- ið ijúfí þá einangmn, sem aðskilið hefur allt menningarstarf á Norð- urlöndunum og þyrfti að huga að allsherjar listahátíð unga fólksins. Þar hafa popparar með sinn ein- lita og íhaldssama smekk riðið á vaðið og gert þeim skömm til, er þekkja og kunna skil á litríkri og viðameiri listsýn, en þar er að hafa. Þama er verk að vinna ungu og áhugasömu fólki til gagns og gleði, til að hrinda þeim lyga- galdri, að ungt fólk vilji ekkert annað en hrista sig eftir tónlist og iitlaus ástarvellukveðskapur og leikræn tilþrif, er aðallega birt- ast í afkáralegu rápi út og suður í myndbandaauglýsingum poppar- anna, sé eina listefni nútímans. Þarna þarf að sporna við fótum. Auðvitað er fjölmiðlun, svo tröllriðin sem hún er, staðreynd en það er einnig staðreynd, að listin á sér aðrar vinjar og þar blómstrar hún, svo sem best sést af því, að á svo nefndum alvarleg- um tónleikum er nær ávallt húsfyllir, þrátt fyrir að fjölmiðlar sinni þeirri starfsemi næsta lítið. Svo virðist sem njótendur góðrar listar hafí lært að feta sína leið án hjálpar fjölmiðla og því er list- iðkun eitthvað sem fólk veit að ekki er að fínna í fjölmiðlum. Þegar svo ber undir fínna menn jafnvel hjá sér hvöt til að þakka sérstaklega fyrir þætti eins og um málsnillinginn Singer. Sjónvarpið og allar „rás-bylgjumar“ mættu hugleiða að starfsemi þeirra er ekki aðeins að þjóna, heldur einn- ig að móta og ala upp og verður fróðlegt að gera upp það dæmi, þegar „rásvæðingin" hefur algert um alla aðra listiðkun, en það virð- ist vera eins konar markmið „rásvæðingarpostulanna", sem líklega þekkja sjálfír hveijir ekki meira í list en kemur fram í list- vali þeirra. Þessi útilokun gæti reynst jafn hættuleg og þegar svo nefndir alvarlegir tónlistarmenn neita að viðurkenna skemmtitón- list. Það sem er þó hættulegt í þessu sambandi er að afgeiraður hópur hefur fengið í hendumar tæki til fjölmiðlunar og því er um annað að ræða en að menn hafi mismunandi sjón á umhverfí sínu, því þessir „smámenningargeir- uðu“ aðilar hafa verið gerðir kennarar og leiðbeinendur á svið- um þar sem smekkur og siðgæði er til umfjöllunar, jafnvel að því marki er „faglærður" kennari hefur ekki leyfí til að fjalla um, nema með sérlegri aðgát. Þetta ættu „rás-bylgjumenn“ að athuga, og að „vandi fylgir vegsemd hverri". Yængjað mál fiðrildis Þarna mótar fyrir hvítu húsi. Bátur kemur senn. (Til dauðans) Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ljóð eftir Sveinbjörn Þorkelsson. Mynd á forsíðu: Asgeir Lárusson. Útgáfa höfundar, Reykjavík 1986. Sveinbjörn Þorkelsson hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Ljóð innan glers (1978) og Hvítt á forar- polla (1979). Ljóðin í Pos eru öll stutt, sum ekki nema nokkrar línur. Leitast er við að hafa þau hnitmiðuð, segja ekki of mikið, gefa lesanda tæki- færi til að yrkja sjálfur. Þetta tekst misjafnlega hjá Sveinbimi Þorkelssyni. Lítum á tvö velheppnuð dæmi þess hvernig hann orðar hugsun sína í fáum orð- um: Að njótast, nývöknuð af hvítum draumi og deyja. (Lífljóð) Og: Hin myrku tré rísa úr hafí. Aftur á móti tekst stundum frem- ur illa eins og til að mynda í upphafslínu í nóvember: „Bakatil minning. Þú.“ Þetta er ekki nógu yddað. En það sem á eftir kemur er í lagi og ekki frá því að vera frum- legt: „Eyðimörkin er í kuldaskóm, /á fótum mér.“ í Sumarnótt er talað um „vængj- að mál /fiðrildis“ og hljóðlátan jökul á himni. í andstæðum eins og þess- um eru dregnar upp skemmtilegar myndir sem benda til þess að Svein- björn Þorkelsson sé að ná góðum tökum á ljóðrænu máli og myndum. En töluvert er um tilviljanakenndar lausnir í Pos, Ijóð ort eins og út í bláinn og sem líkt og svífa í tómi. Meira er þó vert um að í bestu ljóðunum er greinilega um aukna landvinninga að ræða þegar litið er til fyrri bóka Sveinbjörns Þor- kelssonar. Menn þurfa ekki að vera á einu máli um þetta atriði, en hjá því verður ekki komist að taka eft- ir því að skáldið stefnir að vand- virkni og trúnaði við ljóðið. Göng inn í heiminn Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ísak Harðarson: Veggfóðraður óendanleiki. Mál og menning 1986. j,Orð er þriggja stafa morð“ yrk- ir Isak Harðarson í Veggfóðruðum óendanleika. Isak leggur í bókinni mikið upp úr uppsetningu orða og setninga, heilla ljóða og er það í anda konkret-ljóðagerðar sem ekki hefur farið mikið fyrir hérlendis. Oftast verður niðurstaðan eins kon- ar leikur að orðum sem þó má ekki afgreiða með þeim hætti að skáldið sé bara að reyna að vera sniðugt. Bak við þetta er alvara sem þegar best lætur skilur eitthvað eftir. En oft reynir á þolinmæði lesandans og stundum er of langt gengið. Lítill texti á síðu, jafnvel eitt orð þjónar þeim tilgangi að vekja viss hughrif, leggja áherslu á hið smáa og stundum myndræna. Aftur á móti verð ég að segja að mér þóttu mest sannfærandi þau ljóð í bókinni sem að vissu marki geta kallast mælsk, þeir textar þar sem skáldinu virðist mest niðri fyrir. í þessum Ijóðum eru vissulega hlutar sem varla geta kallast annað en bull, skáldið þekkir ekki takmörk sín og lætur móðan mása. En innan um og saman við eru heillegir text- ar eins og til dæmis syntax error: maðurinn fóðrar himininn veggjuðum orðum hleður sér virki úr tilhöggnum hugboðum lagfærir þéttir með nýjustu forritum hefur þau gömlu í eldinn Isak Harðarson læsir að sér æ sér tækari táknmálslyklum náttmyrkrið úti og heldur sig öruggan einmitt þá streyma um enn ólokaða rás svefnsins víddir sem að morgni hann skilgreinir sjálfvirkt sem villu og gengur út að kasta aðgerðum sínum í óendanleikann Isak Harðarson tekur mið af heimi samtímans í túlkun sinni á honum. Tölvur og teiknimyndafíg- úrur og ýmsir kunnuglegir textar úr kennslubókum og tjölmiðlum vaða uppi. En ísak hleypir líka Pegasusi á vit fortíðar með ýmsum tilvísunum. Hann leitast við að reyna á þanþol málsins og smíða ný orð úr gömlum. Hann grefur ekki aðeins „göng sem liggja út úr heiminum“ heldur inn í heiminn, þangað sem lifað er mótsagnakenndu og ruglingslegu lífí. Orðið er ekki morð. Það er stað- festing á því að unnt sé að lifa lífinu k nálægð myrkurs. Og hver veit nema ljóð sé að loknu þessu eins og segir í ljóðið liggur til allra 8. JMtogttnMafeife § Gódan daginn! T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.